Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. april 1964 Á HVÍLDAR- DAGINN Orlög hins upp- reisnargjarna Fyrir aldaríjórðungi las ég í Rauðum pennum ritgerð sem mér þótti mikið til koma. Hún var eftir norska rithöfundinn Helge Krog og nefndist Skáld- skapur og siðerni, en Eiríkur Magnússon kennari hafði þýtt hana á íslenzku. Ég var minnt- ur á það um daginn að í þess- ari ritgerð er kafli sem nefn- ist Örlög hins uppreisnargjarna skálds, en þar er fjallað um fyrirbæri sem mjög hafa lát- ið á sér kræla hér á landi á undanförnum árum og vert er að vekja athygli á. Ég gef því Helge Krog orðið í þessum pistlum í dag, en legg aðeins til millifyrirsagnir. — Austri. Afmæli Ibsens Aldarafmæli Ibsens héldum við hátíðlegt í Osló í marz 1928. Þá var mikið um dýrðir. Veizlur og hátíðarsýningar stóðu óslitið í viku. Ég tók þátt í öllu þessu í embættis- nafni, og þegar allt var loks um garð gengið, var ég að þrot- um kominn. Hátíðarsýningam- ar voru stundum lélegar, þrautalaust var ekki að fylgj- ast með. Og maturinn allur, vínið og whiskýið lögðust á sömu sveif. En það voru þó ræðurnar sem gerðu út af við mig. Maður varð einkennilega utan við sig í öllu þessu ræðu- flóði. Loks var svo komið að full þörf var að minna sjálf- an sig á, að umræðuefnið væri Ibsen sjálfur. — Ibsen, Ibsen, gleymdu því ekki. Því að nú fór ekki ósvipað og fyrir um það bil hundrað árum. Þá var naumast unnt að koma auga á Ibsen í öllum púðurreykn- um frá stríðinu gegn honum. Nú grillti varla í hinn raun- verulega Ibsen fyrir svælunni af öllu því reykelsi sem brennt var honum til dýrðar. Er sigurinn unninn? Gestir komu úr öllum átt- um, — frá lýðveldislöndum, einveldislöndum, lýðræðis- löndum, auðstjórnarlöndum, frá Ameríku, Rússlandi, ftaliu. Og allra flokka menn: róttæk- ir, íhaldssinnar, byltingarsinn- ar, afturhaldsseggir. Og hver og einn einasti hafði ekkert annað en lofið eitt fram að færa um Ibsen, enginn hafði neinum andmælum að hreyfa gegn honum, öllum hafði hann gert til hæfis. En hið ömurleg- asta af öllu var þó, að svo var að heyra sem allir töluðu í fullri alvöru. Það varð ekki hjá því komizt að spyrja sjálf- an sig: Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Er mögulegt. að búið sé að sigra og útrýma allri þeirri heimsku, öllu þvi þræliyndi sem Ibsen réðst gegn? Hafa allar óskir hans og vonir rætzt mönnum til handa? Hafa mennirnir og þióðfélögin virkilega tekið slíkum risaframförum þessi Persónurnar rísa á fætur O-nei.nei. Ekki er því að fagna. Bezta sönnun hins gagn. stæða voru allir þessir prúð- búnu ræðumenn sjálfir. Beitti maður augum og eyrum nán- ar að þessum höfðingjum, varð það ömurlega ljóst, að þeir voru þvi nær allir nákvæm- ustu eftirmyndir þeirra per- sóna sem Ibsen hæddi, afhjúp- aði og húðstrýkti í leikrit- um sinum, — þjóðfélagsstoð irnar, glamrararnir, hræsnar- arnir, sjálfsblekkjararnir. Það ÞIÖÐVILIINN SlÐA 3 AÐ YFIRBUGA SKALD var hin furðulegasta reynsla að sjá skyndilega í deyfð og værð veizlufagnaðarins per- sónurnar úr leikritum Ibsens risa á fætur, hverja eftir aðra ljóslifandi og — kynna sig, gæti maður sagt. Þarna var Steensgárd, þama Bernick konsúll. Helmer málafærslu- maður hélt aðalræðuna. Og biðum nú við, er það ekki Kroll rektor sem er að slá í glasið þarna? Jú, hvort það er. Og síra Manders þakkaði fyrir matinn. Þeim sem ekki létu blekkjast af öllum hégóm- anum birtust í þessum ræðu- grúa nákvæmlega sömu hleypi- dómamir sem Ibsen barðist gegn, sami yfirdrepsskapurinn, sami sjálfbirgingshátturinn, hugleysið, heimskan og smá- sálarskapurinn. Það sem fyrst er reynt En málið er ekki siður at- hyglisvert sökum þessa — þvert á móti. Hvernig gat á sliku staðið, að allir þessir menn voru hér saman komnir og hófu sinn eigin dómara og refsivönd til skýjanna, — og svo rækilega að hann hvarf þvi nær sýnum? Þetta fyrir- bæri verður skiljanlegt, jafn- skjótt sem við veitum nánari athygli baráttu íhaldsseminn- ar og afturhaldsins gegn þeim rithöfundum sem leggja á- herzlu á að breyta siðerni voru. Stig þeirrar baráttu eru mörg og einkennandi. Sér- kenni hvers um sig eru eink- um fólgin í mismunandi bar- dasaaðferðum sem beitt er. Fyrst og fremst er þögninni beitt, lítilsvirðingunni. Menn yppta öxlum. En þessi ráð hrökkva skammt. Strax og afturhaldið verður þess vart, rís það á afturfæturna í sið- rænni hneykslan, heilagri bræði, felmtri og skelfingu, fítonsandinn nálgast sturlun. Þá eru öll ráð góð, engar eggjar eitraðar um of: út- úrsnúningur, áreitni. rógburð- ur, fjárhagsleg ofsókn, bæk-^ urnar gerðar upptækar, fang- elsi, allt! Rifjið bara upp sögu Strindbergs, Hans Jægers, sögu Byrons og Shelleys. Stundum fer svo: að afturhald- ið kemur uppreisnarseggnum á kné. Dæmi eru til að séð hafi verið fyrir honum að fullu. En takist hvorugt geis- ar orustan áfram, tíu ár, tutt- ugu ár, þrjátíu ár. Þetta tíma- bil er blómaskeið hins upp- reisnargjarna rithöfundar. sannkölluð sigurför. Þá nýtur hann áhrifa, vinnur á, skapar sér áheyrn. Nú eru rit hans lesin, leikrit hans leikin, Ijómi frægðarinnar stafar af nafni hans. Óorð með lofi Þessi nýja stríðsaðferð hefst oft á þann hátt að afturhalds- blöðin og ritdæmar þeirra leggja fagurfræðilegan mæli- kvarða á þennan ónæðissama höfund. Þeir forðast að minn- ast á stefnumið hans og skoð- anir, en gera sér mjög tíðrætt um hina listrænu kosti rit- anna og formsnilli. En vel á minnzt, þetta eru sömu blöð- in, sömu ritdæmamir, sem í fyrstu æptu fjöllunum hærra að þessi sömu rit væru móðg- un á hendur öllu sem list héti, saurgun á musteri skáld- gyðjunnar, ekki-list. anti-list! En ástæðna sinna vegna er afturhaldið jafnan nauðbeygt til að leggja stund á minnis- leysi. Því rennur ekki éinu sinni roði i kinn nú, er það hrópar hástöfum: Lof sé þér, meistari! Þeir gagnrýnendur sem gefa sig fram tiil slíkra starfa nota sér blátt áfram þá fyrirlitningu sem þeim er vel ljóst að þeir hafa hlotið. Með lofi sínu ætla þeir að koma óorði á höfundinn í augum skynbærra manna. Verzlunarvara Smátt og smátt verður svo breyting á hvarvetna; Hinn uppreisnargjarni höfundur er ekki framar hinn frægi mað- ur einungis, hann er orðinn verzlunarvara, verðmætur markaðsgripur. Leikhúsin sýna leik’rit hans og hljóta fyrir lof- samleg ummæli, útgefendurnir senda rit hans á markaðinn í risaupplögum, heildarútgáfur, alþýðuútgáfur, — stóru íhalds- blöðin græða dr’júgan skilding á heljarmiklum auglýsingum. Þar eru prentuð upp síðustu ummæli þeirra sjálfra, full virðingar í garð höfundar sem þau hata í laumi. En ummæli þeirra um hann frá fyrri tím- um eru ekki látin fljóta með. Svo rjúka jafnvel prestarnir upp til handa og fóta og jarma með í lofsöngskórnum. Nú er svo komið að auðvaldið og borgarastéttin hafa vafið upp- reisnarsegginn örmum, — og hversu ákaflega sem han.n brýnir raust, losnar hann aldrei úr þessum mjúku en þróttseigu smokkfisksörmum. Eins og logndrífa Þegar því er svo loks lýst yfir aö nú hafi höfundur skap- að sér öruggan sess er það oft sama sem að nú sé hann loks vopnum sviptur og mein- laus gerr, En samt sem áður hefur kannski ekki með öllu tekizt að breiða yfir tilgang hans og stefnu. Þá er síðustu árásarsveit afturhaldsins sigað til áhlaups. Rit höfundar selj- ast þegar í stórum stíl, íhalds- blöðin viðurkenna hann, — og nú koma málfræðingarnir eins og þeir eigi lífið að leysa. Þegar þeir hafa lokið störfum er hinn uppreisnargjarni rit- höfundur ekki á marga fiska. Nú er hann orðinn klassískur, sígildur, nú getur hann hreiðr- að um sig í mestu' makindum í bókaskápnum. öll ritin í skrautbandi, það ætti ekki að fara amalega um hann í hill- unum úr þessu. Bókmennta- sagan hefur gleypt hann. — hann er orðinn efni í fyrir- lestra og doktorsritgerðir. Ryki skýringa og útlistana sáldrar nú jafnt og þétt yfir verk hans eins og logndrífu. Nú er brátt að því komið að stofna megi til minningarhátíða hon- um til lofs og dýrðar. Uppreisnarmað- urinn notaður Þannig lamar afturhaldið uppreisnarmanninn með því að taka hann i helgra manna tölu, sýgur úr honum baráttu- þróttinn, deyfir eggjar orða hans og athafna, lokar hon- um leið til áhrifa, einmitt þegar þau ættu að bera sem ríkulegastan ávöxt. Og nú nálgast hámark skrípaleiksins, skoplegasta og hatrammasta atriði þessarar þróunar. Nú er uppreisnarmaðurinn not- aður gegn yngri höfundum sem skrifa ekki eins og vera ber. Af hverjum? Engum öðr- um en sama afturhaldsálitinu, sömu blöðunum, sömu rit- dæmunum sem lokað hafa höfundinum leið miðs vegar með tignun sinni og eiturholl- ustu. Oft er þó svo að þessir yngri höfundar eru miklu minna byltingarsinnaðir en eldri höf- undurinn var á sínum tíma og er enn. En sá er Ijóður á ráði þeirra að þeir eru nýir. þeir eru þátttakendur líðandi stundar, þeir hafa áhrif. Þeir hafa ef til vill sett sér það markmið að klæða veruleik nokkrar þeirra hugsjóna sem eldri höfundinum hafði ekki unnizt tími til að leiða til sigurs, áður en viðurkenningin gerði út af við hann. En hvað um það, nú brynjar aftur- haldið gamla skáldið sem bandamann sinn, vitnar í hann sem skoðanabróður, beitir hon- um fyrir sig til þess að ráða niðurlögum hans eigin læri- sveina. Sjáið Ibsen, segja þeir. Eruð þið búnir að gleyma Strindberg? Og afturhaldinu er þetta alveg óhætt, þvi að nú er það búið að veita gamla skáldinu myndugleik valds og álits. Slíkur myndugleiki er sem kunnugt er rígskorðað. fastákveðið mikilfengi, sem er ekki verið að hnýsast eftir frekar, hvorki spurt um mark þess né merkingu. Þetta er Bkýrgreining sjálfs myndug- Ieikahugtaksins. Lokaúrskurðurinn Nú mætti ætla að þróunar- skeiðið væri á enda runnið. En svo er eigi, eftir er enn síðasta tilbrigði baráttunnar gegn uppreisnarseggnum, og það er allfyndið og ísmeygilegt tilbrigði. Hafi nú hið upp- reisnargjarna skáld verið svo mikill meistari mikilúðugs stíls að tönn tímans hafi hvorki unnið á formfegurð né hreinu bókmenntagildi rita hans, lifir skáldið áfram að vissu leyti, — lifir huldu höfði ef svo mætti segja, — liggur í nokkurs konar dvala í hinum rökkurþungu heiðurssölum bókmenntasögunnar. Og ekki er gott að vita nema ný kyn- slóð. ný æska hafi upp á felu- stað skáldsins þrátt fyrir þann fyrirfram-óhug gagnvart skáld- inu sem hin almenna viður- kenning á því hefur sáldrað inn í hug þeirra, — já, jafn- vel þó að eitthvað af verkum „meistarans” hafi verið náms- efni í skóla. Æskan getur tek- ið upp á því að uppgötva hann aftur, og sú uppgötvun getur orðið hættulegur orkugjafi. Þá ber svo við einn góðan veður- dag að ritdæmar afturhaldsins fella þann úrskurð að nú sé ekki mikið að sækja til gamla skáldsins, lengur, það sé orð- ið utanveltu, gamaldags. svo dæmalaust úrelt. Heppnist að fá þennan úrskurð viðurkennd- an almennt er einskis á vant og fullkominn sigur unninn. Það skáld sem hinir fornustu og formyrkvuðustu í landinu telja úrelt — verður blátt á- fram eitthvað á borð við egypzkar múmíur í augum allra annarra. ÞEGAR VORÖFLIN SIGRA . . nefnist erindi, sem Svein B. Johansen flytur í Aðventkirkj- unni í dag, sunnu- daginn 5. apríl, kl. 20,30. Athueið breyttan samkomu- I tíma. Fjölbreyttur söngur. ALLIR VELKOMNIR. Vafi nn ormum Frægt nafn er svipað og aug- lýsing, slikt kann afturhaldið að meta. Þar eru völd og fjár- munir sem bakhjarl. Nú blæs afturhaldið að nýju i lúðra sína og breytir um aðferð, hugsar sem svo: Björgum því sem bjargað verður. Nú hefur árásarliðið komizt að raun um að æðið. skammirnar og böl- bænirnar hafa ekki tilætluð á'hrif, heldur þveröfug: aug- lýsa höfundinn, útbreiða ágæti hans. Og eins og samkvæmt eðlisávísun ramba1- það á rétta úrlausn: Hver veit nema lof og hrós dygðu? Hann læt- ur ekki bugast, þó að við kreppum krumlur að hálsi hans Hvað um það, við skyld- um þó aldrei geta gert honum óhægt um andardráttinn með því að vefja hann örmum. kreista fast? Og sjá: Afturhald- ið vefur uppreisnarsegginn að sér. gerir hann að skjólstæð- ingi sínum. BÓKMENNTAFÉLAGIÐ MÁL OG MENNING LAUGAVEGI 18-RVÍK- PÓSTHÓLF 392 • SÍMI 15055 OG 22973 Fyrsta félagsbók ársins 19B4 kom út í marz: FORSETI LÝÐVELDISINS, sérsíæS og áhrifamikil skáldsaga eítir mesta skáld- sagnahöfund SuSur-Ameríku, Miguel Angel Asturias, þýS. Hannes Sigfússon. TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR. 1. hefti ársins 1964 er aS koma út. Önnur félagsbók þessa árs verSur OFVITINN eftir Þórberg ÞórSarson, í eínu bindi. Kemur út í október. MeSal stórvirkja sem Mál og menning hefur ráSizt í er útgáfa vandaSrar MANNKYNSSÖGU ritaSrar af ýmsum fremstu sagnfræSingum vorum. Fimmta bindiS kémur út á næsta ári. TILBOÐ TIL NÝRRA FÉLAGSMANNA: Þeir sem ganga í Mál og menningu á tímabil- inu 1. apríl til 15. júní fá allar útgáfubækur ár- anna 1955—1959,1 í bandi, ásamt Trmaritinu, fyrir aðeins 300 kr. SnúiS ySur til Bókabúðar Máls og menningar í Reykjavík, eSa sendiS seSilinn hér að neSan meS nafni ySar og heimilisfangi tii Máls og menningar og ySur verða sendar bækumar 1955—1959 ásamt fyrstu bók þessa árs. Þér greiSiS aSeins 300 kr. viS móttöku þeirra, en félagsgjald þessa árs verSur innheimt við út- komu annarrar bókar ársins. ATHUGIÐ! Átgiald Móls og menningar er nú kr. 450, þ. e. minna en verS tveggia meðalstórra bóka. í því er innifalið áskriftargjald að TímariU Máls og menningar, sem kemur nú út fjórum sinnum á árL á 5. hundrað blaðsíður. Það er löngu viðurkennt sem merkasta íslenzka tímarifið. En auk þess fá félagsmenn tvær til þriár valdar bækur fyrir árgiald sitt. GæUð þess að ilestir þeir íslenzkir höfundar sem mest kveður að koma út hiá Heimskringlu, en Heimskringlubækur fá fé- lagsmenn með 25% afslætti. — Að bezlu erlendu skáldsög- urnar koma út hiá Máli og menningu. Undirrit. gerist hérmeð félagsmaður Máls og menningar og óskar þess að sér verSi sendar bækur áranna 1955—.1959 gegn 300 kr. gjaldi. NAFN HEIMILI PQSTAFGREIÐSLA 1 Halldór Laxness: Alþýðubókin — Peler Freuchen: Ævintýrin heilla — Artur Lundkvist: Drekinn skiptir ham — WilUam Heinesen: Slagm vindhörpunnar, skáldsaga — Jón Helgason: Handritaspiall — Jorge Amado: Ástin og dauðinn við hafið, skáldsaga — A. Slernfeld: HnatUerðir — Biarni Benediktsson: Þorsteinn Erlingsson — Zaharia Stancu: Berfætlingar. skáld- saga (tvö bindi).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.