Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 10
JO SlÐA ÞIÚÐVILIINN Sunnudagur 5. april 1964 RAYMOND POSTGATE: leikari níu ára gamall. þegar góðglaður frændi hafði farið með hann í leikhús að sjá Owen Nares. Hann sá ennþá sviðið fyr- ir sér: Herra Nares lék á móti velþekktri leikkonu, sem nú var gleymd. Hooey? Iris Hooey? Hann velti því fyrir sér andartak, flögraði síðan frá því aftur. Það skir4i ekki máli. Owen Nares hafði hrópað til hennar og verið svo fallegur. Hann mundi hvem- ig hún brosti um. leið og hún sneri sér við til að fara. — Vertu aftur ruddalegur við mig, elskan, hafði hún sagt og svo slokknuðu ljósin skyndilega. Nú orðið var hann ekki viss um að þetta hefði verið sérlega vel uppfært. Þegar hann rifjaði þetta upp, var hann hreint ekki viss um að Owen Nares hefði leikið yfirleitt. Hann hafði stað- ið á sviðinu og litið glæsilega út; hreint ekki meir. Og árum sam- an eftir hina miklu ákvörðun hafði herra Drake vanleikið. Hann hafði staðið á sviðinu og litið eins glæsilega út og hann gat með nokkru móti. I Leikskólanum i Oxford hafði hann stælt Gerald du Mourier, þangað til jafnvel áköfustu dýrk- endumir mótmæltu. Hann gat fitlað við sígarettu og umlað ná- kvæmlega eins og átrúnaðargoð þeirra; hann gat sungið létt lög á líkan hátt og herra Coward. en meira gat hann ekki. Þegar hann kom til London. dró hann fram lífið á framlaginu frá föður sfnum, og fáein litil hlut- verk fékk hann út á það að þessi manngerð var í tízku. En hann tók lífsstarf sitt al- varlega og hann var enginn kiáni. Du Maurier var dáinn og heillandi þokki hans eyðilagði ekki lengur heila kynslóð ungra HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu oe sn.vrtistofa STEINH og DODf) Laneavegl 18 ITI h ílyfta) SflWT 24616. P P R M A Garðsenda 21 SfMI 33968. Hárgreiðslu- oe snyrtistofa. Dðmurl Hárgreiðsla ”10 allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SfMl 14662. HARGREIÐSLDSTOFA ACSTtJRBÆJAR fMaria Guðmundsdóttir) Laugavegi 1.3 — SfMI 14656. — Nuddstofa á sama stað. — leikara. Drake vaknaði allt í einu. Ef til vill of skyndilega: nú oflék hann. Hann sagði vin- um sínum að leiklistin væri vís- indi. ekki list, þótt ‘ekki væri alveg ljóst við hvað hann átti með því. Hann var tímunum saman fyrir framan spegilinn að grandskoða andlit sitt, setja upp annarleg svipbrigði og hreyfa alla hugsanlega andlits- vöðva. Hann skrifaði athuga- semdir og færði inn tölur, bók- færði stöðu hvers einasta hreyf- anlegs hluta andlitsins — augna- brúnir, augu, varir — á land- fræðilegt kort með lengd og breidd merktri á sama hátt og 14 á landakorti. Linan gegnum nef- ið var merkt með O. og hægra eyrað var W og hið vinstra E. Þannig hafði hann komið sér upp talsverðri spjaldskrá, þar sem inn voru merkt beztu hugs- anleg svipbrigði fyrir tilteknar geðshræringar, í stigum frá ein- um og uppí tíu. Þetta var ein dýrmætasta- eign hans: hann hafði sýnt örfáum vinum þessa spjaldskrá, en þeir höfðu hlegið sig máttlausa. Nú læsti hann hana niðri í skrifborði, en hann æfði sig samvizkulega sam- kvæmt henni fyrir hverja leik- sýningu. — Gilbert Parham Groves. Þessir tveir kviðdómendur voru undarlega áþekkir: jafnvel réttarritarinn lét eftir sér að skotra til þeirra augunum í ann- að sinn. Fötin virtust alveg eins — vel sniðin. einhneppt, dökk- grá. Þeir litu út fyrir að vera á sama aldri og voru það; beir voru jafnháir og báðir höfðu hinar sömu liðlegu hreyfingar, sem hver klæðskeri setur í sam- band við vel búinn og vel upp alinn ungan mann. Báðir voru rjóðir í andliti. bláevgðir. sæmi- lega reglulegt andlitsfall og voru skegglausir. En líkingin var aðeins á yfir- borðinu. Herra Drake var það sem hann lék, herra Groves vildi aðeins vera það. Peningar og Oxford höfðu gefið herra Drake limaburðinn: herra Groves hafði lært hann af þvf að horfa á fyr- irmyndir. Því að herra Groves tilheyrði hálfgerðri vandræða- stétt: hann var umferðasali af heldra taginu. Hann hafði slopp- ið við ryksugur. satt er það, en að öðru leyti er öll þessi sölu- mennska svipuð. Menn ganga fyrir hvers manns dyr, hæla vamingi sínum á hvert reipi, vitandi það að þeir ýkja. Þeir vita nokkum veginn að vlðskipa- vinimir hafa ekki efni á að kaupa vaminginn og þurfa ekki á honum að halda. Þeir verða að líta rikmannlega út og koma vel fyrir og vera samt sem áð- ur við því búnir að láta hella yfir sig skömmunum og kasta sér á dyr. Ef þeir ætla ekki að dragnast hægt og ömurlega nið- ur i svaðið. verða þeir að rækta með sér þá eiginleika sem yf- irmaður þeirra sýnir bezt af öll- um. Þeir verða að vera gljá- fægðir á ytra borðinu. Þeir verða að vera samvizkulausir, daufheyrast við öllum áköllum smekkvísinnar, sýna mddaskap eftir þörfum, vera óþreytarvii og umfram allt mega þeir aldr- ei þagna þegar þeir hafa hank- að hlustanda. Þeir verða í stutfcu máli sagt að hafa alla eiginleika einræðisherra, nema hvað það er heppilegast að þeir viti ekkert um stjómmál. Herra Groves hafði flesta eig- inleika og þá sem hann hafði ekki, var hann tilneyddur að á- vinna sér. Eins og flestir starfs- bræður hans var hann úr lægri millistétt og komst að raun um að iðnfyrirtækið sem séð hafði sómasamlega fyrir föður hans, hafði enga stöðu handa honum né tugþúsundum hans líka. For- eldrar hans höfðu sent hann í einkaskóla í stað ríkisskóla. Þeir litu svo á að ríkisskólamir væru fyrir múginn; í St. Desmond- skólanum var andrúmsloftið svo viðkunnanlegt. Skólastjórinn var líka svo viðkunnanlegur, og það var visst öryggi að vita að hann var prestlærður. Skólahúian, skólabindið og skólapeysan — allt var þetta samkvæmt upp- skriftum bezfcu menntaskóla; Farham Groves hjónin spurðust a!drei fyrir um hæfni kennara- liðsins sem séra Bowindow hafði viðað að sér, og því síður um kennslutæki og annan útbúnað. Skólinn virtist eins góður og betri en skólar þeir sem þau höfðu kynnzt í æsku og miklu fínni. Vesalings Gilbert útskrif- aðist því mun verr menntaður en ,,ríkisskólastrákamir“ og með enga von um atvinnu né hæfni til eins eða neins. Parham Groves eldri notfæ-ði sér kunningsskap sinn og útveg- aði honum eina, fasta starfið sem hann fékk á ævinni. Það var sem skrifari hjá fasteigna- sölum, sem höfðu lítið umleikis en ástunduðu heiðarleika í starfi. Þar var hann rétt liðlega árið; fyrirtækið stóð ekki af sér hina erfiðu tíma eftir 1930. Síðan hafði hann bjargazt eins og bezt lét og foreldrar hans höfðu oft burft að hlaupa undir bagga. Hann lék tennis sæmilega vel; hann leit aldrei í bók; hann kunni að vél- rita og var liðtækur skrifstofu- maður; hann var ekki mjög greindur, en hann var laus við illgirni og fús til að vinna, ef hann hefði fengið réttar leið- beiningar. Það var ekki honum að kenna að hann var smám saman að fúna. Nú var hann að selja Alfræði- bók Campbells, tólf bindi með afborgunarskilmálum. Hún var tíu ámm á eftir tímanum, þótt ritið væri í sjálfu sér ekki slæmt. Ennfremur hafði það gott nafn: Fyrri útgáfur, skrifaðar og út- gefnar af Skotum höfðu verið undir áhrifum Darwins og fá- einir höfðu verið lærisveinar Huxleys, höfðu tryggt ritinu heimilisvirðingu með rétti. Brezku.r almenningur er fárán- lega tryggur; hann hélt áfram að kaupa Alfrseðibók Campells. vegna þess að afi hafði haft mætur á henni þegar hann var ungur. En markaðurinn var mettaður og herra Parham Groves hafði verið meðal hinna fyrstu sem sendir vom á vettvang til að reyna nýja aðferð. Eigendur Campells höfðu gefið út nýtt rit, Árbók Campells, sem inni- hélt stuttar greinar við al- menningshæfi um vísindi, bók- menntir og listir yfir árið, auk þess skrá yfir merkisviðburði og mikið safn fréttamynda. Þetta var verðlagt á 30 shillinga. Sal- an gekk ekki vel. Herra Parham Groves var af- hentur nafnalisti og hjá hverju nafni vom upplýsingar um starf viðkomandi og símanúmer hans. Þá hóf hann herferðina sam- kvæmt fyrirmælum. Fyrsta fóm- arlamb hans var maður að nafni Prittwell, sem hann náði tali af í símann: — Get ég fengið að tala við herra Prittwell? — Herra Prittwell? — Þér þekkið mig ekki — ég heiti Groves. Parham Groves. En ég færi yður góðar fréttir — að minnsta kosti býst ég við að yð- ur líki þær, ha,ha! TJtgefendur Alfræðibókar Campells hafa á- kveðið að færa yður eintak af síðustu útgáfu okkar. í sérstöku bandi. — Nei, nei; alls ekki. Þetta er gjafaeintak, aðeins handa fá- um útvöldum. Má ég Hta til yðar á morgun og útskýra þetta nán- ar? — Klukkan fjögur á morgun? Þakka yður fyrir. Herra Groves kom á nákvæm- lega tilsettum tíma, í fasi eins og efnamaður í þann veginn að gera öðmm greiða. Herra Pritt- well var miðaldra maður ' með áhyggjusvip. Hann rak fjölritun- arstofu. — Herra Prittwell, sagði hann og brosti breitt. — Við höfum ákveðið að byrja algerlega nýja útbreiðslustarfsemi. Allir þekkja auðvitað Campbell, en það er ekki nóg. Það fær ekki þá sölu sem það á skilið nema menn í lykilaðstöðu, sem þarfnast þess og kunna að nota það, noti það svo að til sjáist. Ef menn eins og þér, hafið áhrif á aðra, slá upp í því að staðaldri. Hvað gagnar það okkur — eða nokkr- um — eða hinum frægu vísinda- mönnum sem hafa lagt sig fram við að semja það, ef það liggur í bókaskápum og safnar ryki? Þess vegna höfum við ákveðið að gefa nokkmm mönnum í lyk- ilaðstöðu eintök. Ég viðurkenni hreinskilnislega að tilgangurinn er fyrst og fremst auglýsingar- starfsemi. Þeir sem hafa orðið fyrir valinu, em að sjálfsögðu mjög heppnir, en auðvitað von- um við að það komi okkur líka að nokkm gagni. Við setjum engin skilyrði önnur en þau að bókin verði notuð. Herra Prittwell gaf eitthvað óljóst svar. Hann gekkst upp við þetta og hann var ákafur í að fá gjafabók, en tortryggni hans var ekki alveg horfin. — Ég vona að yður sé ekki á móti skapi, þótt ég spyrji yður í trúnaði, sagði herra Groves ísmeygilega, um lífshætti yðar, hvers konar fólk þér umgangizt og þess háttar. Svona rétt til að friða yfirboðara mína. Nú var herra Prittwell sann- færður um að þetta væri raun- verulegt tilboð. Hann skýrði frá starfi sínu. gerði það umfangs- meira, jók viðskiptin töluvert. Herra Parham Groves virti hann SKOTTÆ . . . ne, nei, cg vildi þér ekkert sérstakt. Ég varð bara að nota þetta einstæða tækifæri til að tala við kunningjana . . . dóttir mín þjáist aJ mjög siæmri hálsbólgu! SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0T1N, húsgagnaverzlun Þórsgötu 1. Hugheilar þakkir til allra sem minntust mín á 80 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Jónína Oddsdóttir, frá Ormskoti. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.