Þjóðviljinn - 23.04.1964, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.04.1964, Síða 3
Fimmtudagur 23. apríl 1964 ÞIÖÐVIIIINN SIÐA 3 Stórveldi skiptast • r nu a njosnurum LONDON OG MOSKVU 22/4 — England og Sovétrkin „skiptust í dag á njósnurum". Enski verzlunarmaðurinn Gre- ville Wynne, sem var í fyrra dæmdur í átta ára fangelsi í Mos'kvu fyrir njósnir, var lát- inn laus, svo og Gordon Lons- dale, sem 1961 var dæmdur í aldarfjórðungsfangelsi í Eng- landi fyrir njósnir í þágu Sov- étríkjanna. Þessi mannaskipti fóru fram á landamærum Austur-Þýzkalands og enska hernámssvæðisins. Sovézk yfirvöld hafa lítið sem ekkert á þessi manna- skipti minnst. Lundúnablaðið Daily Express segir, að við- ræður hafi staðið yfir um þetta mál mánuðum saman. Utanrík- isráðuneytið enska tilkynnir, að ensk stjórnarvöld hafi fall- izt á þessi mannaskipti sökum þess, að heilsu Wynnes hafi alvarlega hrakað. Wynne kom til London síð- ari hluta miðvikudags með enskri herflugvél. Hann skýrði svo frá, að hann hefði sízt af öllu búizt við því að verða lát- inn laus, það hefði ekki verið fyrr en á þriðjudag, sem hann Framhald á 9. síðu. Samkomulag um olíutoll BRÚSSEL 22/4 Efnahags- bandalag Evrópu virðist nú að því komið að leysa mikið deilu- mál, nefnilega hver vera skuli tollur á olíuvörum. Fulltrúar landa bandalagsins hafa í Briissel gert samkomulagsupp- kast, sem lagt verður fyrir fund utanríkisráðherra banda- lagsríkjanna í maí. Enn hækkar Etna RÖMABORG 22/4 — Eld- fjallið Etna á Sikiley hef- ur hækkað um nærri tíu metra á átta dögum. Eins og kunnugt er af fréttum hófst gos í Etnu 14. þ.m. Aðalgígur eldfjallsins er nú 3.330 m hár en var áð- ur 3,320 m. Enn eru bardagar NIKOSIA 22/8 — Á miðviku. dag skutust grískir og tyrknesk- ir Kýpurbúar á í nær tvær klukkustundir í Famagusta. Varð þetta þess valdandi, að nauð- synlegt reyndist að loka skóla með 165 nemendum. Það var fyrri hluta dags, sem þessi átök áttu sér stað á eynni. Enskum og írskum hermönnum Sameinuðu þjóðanna á eynni tókst að lokum að stilla tii friðar. Ekki hafa borizt fregn ir af öðrum óeirðum á Kýpur í dag. Af stjórhmálum eyjarinnar er það helzt að frétta, að Makar- ios forseti bauð í dag ölíum snarpir á Kýpur tyrkneskum Kýpurbúum upp- gjöf saka. Kvað hann Grikki á eynni mundu fjarlægja öll her- virki sín ef Tyrkir gerðu slíkt hið sama. Forsetinn lét þess getið, er hann setti fram þetta tilboð sitt, að eftir þetta þyrftu Tyrkir ekki að óttast það, að þeir væru látnir svara til saka fyrir þá atburði, sem liðnir eru. Makaríos bauðst einnig til þess að sjá svo um, að Tyrkj- um yrði auðveldað afturhvarfið til þorpa sinna. ^Reiknivélin' - 7. sýning á morgun Sumardagurinn fyrsti 1964 HÁTÍBAHÖID SUMARCJAFAR Útiskemmtanir: Leiksýningár Klukkan 12,45: Skrúðgöngur barna frá Austurbæjar- barnaskólanum og Melaskólanum í Lækjargötu. Lúðra- sveitir leika fyrir skrúðgöngunum. Kl. 3 í Þjöðleikhúsinu: Mjallhvít. Aðgöngumiðar í Þjóð- leikhúsinu á venjulegum tíma. KL. 1,30 nema skrúðgöngurnar staðar í Lækjargötu. 1) Ávarp: Séra Ólafur Skúlason. 2) Lúðrasveitir drengja leika vor og sumarlög. 3) Ómar Ragnarsson skemmtir. Dreifing og sala: Inniskemmtanir IÐNÖ KL. 2,30 „Sólskin“, merki dagsins og íslenzkir fánar fást á eftir- töldum stöðum: í anddyri Iðnaðarbankans, Lækjargötu, tjaldi við Útvegsbankann, Grænuborg, Barónsborg, Drafn- arborg, Hagaborg, Tjarnarborg, Hlíðarenda v/Sunnutorg, Vogaskóla, Laugalækjarskóla, Breiðagerðisskóla, Hlíðaborg. Lúðrasveit drengja: Pampichler stjórnar. Einsöngur Pétur T. Guðlaugsson 9 ára. Gamanþáttur: Klemenz Jónsson leik- ari. Einleikur á píanó: Friðrik Steinn Ellingsen, 8 ára. — Yngri nemendur Tónlistarskólans. Einleikur á fiðlu: Helga Óskarsdóttir 12 ára. Undirleikur á píanó, Kolbrún Óskars- dóttir 10 ára. Yngri ncm. Tónlistarskólans. Leikrit: Steinn Bollason, börn úr Melaskólanum. Danssýning: Nemendur úr Dansskóla Hermanns Ragnars. Leikfimi: 12 ára drengir úr Melaskólanum. * „SÓLSKIN“ verður afgreitt til sölubarna á framan greind- um stöðum frá kl. 9 árdegis á sumardaginn fyrsta. „Sól- skin kosiar kr. 30,00. * ~ Tilraunaleikliúsið „Gríma“ liefur nú sýnt hið umdeilda leik- rit Reiknivélina eftir Erling E. Iialldórsson sex sinnum i Tjarnarbæ. 1 hlutverkum eru: Erliugur Gíslason, Valdimar Lárusson, Bjarni Steingrímsson, Brynja Benediktsdóttir og Þorvarður Pálsson. Næst síðasta sýning verður í Tjarnarbæ klukkan níu annað kvöld. Myndin er af Þorvarði og Brynju í hlutverkum sínum. AUSTURBÆJARBÍÖ KL. 3 Kórsöngur: Börn úr Hlíðarskóla, Guðrún Þorsteinsdóttir stjórnar. Einleikur á fiðlu: Ingrós Ingólfsdóttir, 11 ára. Undirl. á píanó: Sólveig Jónsdóttir, 14 ára. Yngri nem. Tónlsk. Einl. á píanó: Sigurborg Billich 13 ára. Yngri nem. Tónlsk. Einleikur á fiðlu: Unnur M. Ingólfsdóttir. Undirl. á píanó: Sólveig Jónsdóttir, 14 ára. Yngri nem. Tónlsk. Leikrit: Nemendur úr Miðbæjarskólanum. Gamanþáttur: Klemenz Jónssori Ieikari. Danssýning: Nemendur úr Dansskóla Hermanns Ragnars. Akróbatik: Stúlkur úr Ármanni. Lúárasveit drengja: Karl O. Runólfsson stjórnar. HÖTEL SAGA KL. 3 (SULNASALURINN) FJÖLSKYLDAN FER ÚT AÐ SKEMMTA SÉR. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Nemendur úr Dans- skóla Hermanns Ragnars annast öll skemmtiatriðin. Hljóm- sveit Svavars Gests aðstoðar. Kynnir og stjómandi er Her- mann Ragnar Stefánsson danskennari. Aðgöngumiðar fyrir fullorðna kosta kr. 45,00, en fyrir börn kr. 35,00. — Borð tekin frá. HÁSKÖLABÍÖ KL. 3 Söngur: Börn úr Hagaborg. Dansar: Börn frá Laufásborg. Sagan af Lottu: Margrét Gunnarsdóttir Schram. Leikþættir: Friðrik með bílinn, Karius og Raktus, Stubbur. Kötturinn sem bvarf og Litli svarti Sambo. Stéttarfélagið Fóstra og nemendur Fóstruskólans sjá um skemmiunina. MERKI DAGSINS verða einnig afgreidd á sömu stöðum frá kl. 9 fyrir hádegi sumardaginn fyrsta. Merkið kostar kr. 10,00. ÍSLENZKIR FÁNAR verða til sölu á öllum sölustöðunum. Sölulaun eru 10%. - * — SKEMMTANIR: Óseldir aðgöngumiðar að barnaskemmtun- um, sumardaginn fyrsta verða seldir i dag kl. 10—12. Að- göngumiðar að barnaskemmtunum kosta kr. 25,00. BLÓMABÚÐIR eru opnar kl. 10—14. - * - FORELDRAR: Athugið að láta böm yðar vera vel klædd í skrúðgönguna ef kalt er í veðri, Mætið stundvíslega kl. 12,30 við Austurbæiarskólann og Melaskólann, þar sem skrúðgöngurnar eiga að hefjast. ~ * - SÖLUBÖRN sækið hvert næsta sölustað við heimkynni ykkar. Sumardagsins hjörtu blóm mæla meir en orðin tóm, ungur sveinn sem heitt þér ann í Blótnaskálann kemur liann. Gleðilegt sumar Blómaskálinn v. Nýbýlaveg Sími: 40980.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.