Þjóðviljinn - 23.04.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 23.04.1964, Side 4
4 StÐA ÞIÚÐVILIINN Fimmtudagur 23. apríl 1964 Ctgetandí: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Umskipti Jjegar viðreisnarstjórnin hóf störf lýsti hún y'fir því af miklum hroka að ekki mætti hafa sam- vinnu við verklýðssamtökin um skipan efnahags- mála í landinu. Þau væru „öfl utan alþingis“, eins og komizt var að orði, og mættu ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir löggjafarsamkundu og ríkis- stjórnar; einkanlega túlkaði núverandi forsætis- ráðherra, Bjarni Benediktsson þessa kenningu af miklu kappi. En þessi stefna hefur reynzt stórlega háskaleg fyrir þjóðarbúið og raunar óframkvæm- anleg með öllu, eins og ríkisstjórnin hefur nú við- urkennt í verki. Á síðastliðnu hausti hrundu laun- þegasamtökin lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar I um kjör og félagsréttindi verkafólks; í desember tók forsætisráðherra upp beina samninga við fulltrúa verklýðssamtakanna um lausn á verkföll- unum miklu; og nú er ríkisstjómin að hefja samn- ingaviðræður við Alþýðusamband íslands um mik- ilvægustu þætti efnahagsmálanna. Jafnframt hafa stjórnarblöðin viðurkennt í orði að það hafi ver- ið glapræði að fella niður kauptryggingu, og ýms- ar fleiri kennisetningar eru hrundar til grunna. jjetta er ekki rifjað upp í því skyni að hælast um; það er lofsvert þegar menn læra af reynsl- unni, þóít núverandi stjórnarvöld hafi að vísu reynzt til muna of treg við námið. Enginn skyldi heldur ætla að samningaviðræður einar levsi nokk- urn vanda; allt er undir því komið að stjórnar- völd og atvinnurekendur taki í verki tillit til þeirra óvefengjanlegu röksemda sem verklýðsfé- lögin hafa flutt. En til þess að svo megi verða þurfa kröfurnar að hafa sameinað afl verklýðs- hreyfingarinnar að bakhjarli. Geriardómar jþað spáir ekki góðu um árangur af viðræðum við ríkisstjórnina að Alþýðublaðið leggur í gær til að vandinn verði leystur með gerðardómi. Gerðardómar eru aðeins grímuklæft valdboð rík- isstjórnarinnar eins og glöggt hefur sannazt hér á landi að undanförnu. Gerðardómuinn um fisk- verðið í vetur var sem kunnugt er kveðinn upp af oddamanninum einum saman í samræmi við ósk- ir ríkisstjórnarinnar. Ekki fór gerðardómur sá sem úrskurðaði opinberum starfsmönnum óbreytt kjör fyrir skemmstu heldur neitt dult með það, að for- sendur hans væru pólitísk stefna ríkisstjórnarinn- ar. Ef beita ætti verklýðshreyfinguna svipuðum tökum væri aðeins verið að revna að halda áfram þeirri valdboðsstefnu sem beðið hefur skipbrot á undanförnum árum. sauma nýja bót á gamalt fat En það er sjálfur kjarni vandamálsíns að þessi stefna er vonlaus með öllu, hún leiðir aðeins til nýrra hiaðningavíga. stöðugra átaka í þjóðfélag- inu. Ef árangur á að nást verður að ganga til raun- verulegra samninga við verklvðscamtökin og taka óhjákvæmilegt tillit til sjónarmiða þeirra. — m. SIGVALDI TH0RDARS0N, Minningarorð Sigvaldi Thordarson arkitekt lézt að Landspítalanum hinn 16. þ.m. eítir þunga legu. Gekk hann undir uppskurð fyrir páska. Tveimur og hálfu ári áður var hann einnig skorinn upp, og var heilsa hann bág- borin þessi ár. Yfirleitt má segja að hann ætti löngum við heiisuleysi að búa. Ungur smitaðist hann af berklum og varð hann tvívegis að hverfa frá námi vegna þeirrar veiki. er heltók hann á Hafnarárum hans. Hinsvegar var Sigvaldi hið mesta karlmenni og dró ekki af við sig þó að á bjátaði. Til dæmis mun það með ein- dæmum hve miklu hann fékk afkastað síöustu tvö árin, sem hann lifði. en þann tíma var hann cftast sárlasinn. Húsgerðarlist hefur ekki átt upp á háborðið hjá okkur hér á landi. Við þessu var heldur ekki að búast. Þjóðin kúguð og nídd, allur fjöldinn hafði hvorki í sig eða á. Það var því ekki nein furða, þó að hér sköp- uðust ekki góðar venjur, „traditionir”, í henni, þegar vandamálið var að hjara og hafa til hnífs og skeiðar. Það er heldur ekki að furða, að húsagerðalistin ætti örðugt uppdráttar eftir að þjóðin fór að rétta úr kútnum. Fordæmin voru tæplega til, og þegar tek- ið er til við að smíða hús hér upp úr aldamótunum og er- lendir sérfræðingar eru sóttir til þeirra hluta og í hávegum hafðir þá ekki síður en nú á ýmsum öðrum sviðum, var gerð sú skyssa, að út voru sóttir iðnaðarmenn, trésmiðir og múrarar, en góðir arkitekt- ar koma ekki við sögu, nema að því er varðar tvær eða þrjár opinberar byggingar. Of- an á varð að hrúgað varð upp húsafjöld, þar sem lítt eða ekki var hirt um útlit og feg- urð. ÞJóðin fór því varhluta af því uppeldi er slíkt hefði gefið, en þetta varð síðan tii þess að þegar arkitektar ís- lenzkir fóru að koma mætti þeim hið mesta skilningsleysi og var það ekki síður hjá ráðamönnum en sauðsvörtum almúganum. Eins og aðrir menn eru arkitektar misjafnir. Stimpillinn einn gerir ekki allt, eins og sumir vilja halda, og enn síður eru pólitísk viðhorf listamanna mælikvarði á getu þeirra í grein sinni, en oft lítur út fyrir að svo sé talið. Með þetta fyrir augum er ef til vill léttara að fyrirgefa þegar miklir listamenn mæta skiln- ingsleysi og gáfur þeirra eru sniðgengnar. Sigvaldi var mikill listamað- ur á sínu sviði. Framan af var hann ekki metinn sem skyldi, og þau verkefni sem honum gáfust hefðu getað verið mik- ilvægari. En hann sótti á og naut upp á síðkastið mikillar viðurkenningar og verkin hrönnuðust að honum. en þó ekki fyrr en á allra síðustu ár- um að nokkru ráði frá opin- bei’um aðilum, þegar frá eru taldar stofnanir raforkumála- stjóra, en fyrir bragðið eru byggingar þeirra yfirleitt tald- ar til fyrirmyndar, að því er smekklegt útlit varðar. Sigvaldi var mikill áhuga- maður um starf sitt. Hann var frjór og hugmyndaríkur og öruggur eftir að hann hafði velt hlutunum fyrir sér. Ólat- ur að rissa upp hugmyndir sínar og mikill afkastamaður við vinnu og hlífði sér hvergi. Hann var ör x lund, átti til að rjúka upp og hélt sínum hlut o? máli, hverjum sem var að mæta, einkar hressilegur maður. hreinn og beinn. Á- huga hans er vel lýst með því að benda á. að hann tók þátt í flestum þeim samkeppnum, er haldnar voru frá því að hann kom heim frá námi. Framan af vann hann oft verðlaun f þeim samkeppnum, en þó undarlegt megi virðast fór ekki mikið fyrir slíku hin síðari árin og var hann þó vaxandi í starfi sínu alla tíð. Sigvaldi var sterkur per- sónuleiki. Þess gætti hvarvetna sem hann kom, þrátt fyrir hlé- drægni kvað að honum. Per- sónuleiki hans kom ekki síð- ur fram í starfi hans og list. Verk hans bera honum aug- ljós einkenni og þekkjast úr hvar sem þau sjást, og vei'kin lofa meistarann. Sigvaldi hef- ir þegar haft sterk áhrif á ís- lenzka húsagerðarlist og á- hrifa hans á sjálfsagt eftir að gæta betur. Ekki er óalgengt að heyra talað um Sigvalda- hús og Sigvaldaliti á þeim. Sigvaldi hafði mikinn áhuga á stjórnmálum ekki síður en öðrum vandamálum mannlegs lífs og gat auðvitað ekki hjá því farið með svo vel gefinn mann, að hann þjáðist af þeirri andlegu veilu, á Morg- unblaðsmáli, að vilja það sem til framfara horfði og til heilla. Hann var því róttæk- ur alla tíð. Félagi var hann í Sósíalistaflokknum. Sigvaldi unni tónlist og greip hvert tækifæri er hon- um gafst til að hlusta á góða músik. Einkum þótti honum vænt um Beethoven. Mikill missir er það þjóð- inni, er svo ágætur listamaður sem Sigvaldi fellur frá. og víst verður skarð hans vandfyllt. Sigurður Thoroddsen. ★ Sigvaldi Thordarson arkítekt er allt í einu horfinn okkur á bezta aldri. Það er mikil eft- irsjón að honum. Fámennri þjóð sem er í deiglu nútíma- uppbyggingar er mikill missir að hverjum og einum nýtum syni sínum. Sigvaldi var eins og einstæð lýsandi stjarna í byggingamoldviðri þessara síð- ustu nýríkisára okkar smáu, til skamms tíma frumstæðu þjóðar, sem vill þó reyna að fóta sig sem jafnoki gróinna menningarþjóða á sviði vísinda og lista og þar með byggingar- listar. Að undanskildum torfbæjar- stíl okkar eigum við engan arf í byggingarlist er svari nútíma- kröfum í samræmi við breytt byggingarefni og tækni. Þótt ekki séu nefndar — mér ligg- ur við að segja miðað við for- tíð — uppskrúfaðar almennar þarfir og kröfur, má ljóst vera að- starf arkítekta okkar er síður en svo létt eða öfunds- vert. Þeim er ef svo má segja ætlað að gera allt af engu og dylst ekki að það þarf átak til slíks. Enda verður útkoman hjá flestum varla talin til yfirmannlegi'a afreka. Einn þeirra sárfáu stórhuga og á- takagóðu í faginu var Sigvaldi Thordarson Thordarson. Það var mikið gagnlegt að starfa með Sigvalda og kynn- ast gáfum hans og starfshátt- um. Ein lítil orðræða af mörg- um öðrum og kannski merki- legri kemur þó í huga þessa stund. Ekki kann ég að herma hana oi'ðrétt, en hún var eitt- hvað á þessa leið: Á nýju verkefni er um að gera að byrja nógu smátt — það agnar smátt að þar verði ekki komið niður nema nauðsynlegu meg- inmáli, og því stærra og marg- brotnara, sem verkefnið er því óbrotnari skyldu fyrstu frum- drög þess vera. Hann vildi ekki tapa áttanna í þoku og fjöld smámuna, og meðfædd var honum yfirsýn vökul og stór. i Það er illt kveðið að ís- lenzkri byggingarlist að missa hann svo snemma. Vertu sæll Sigvaldi Thordarson og þökk fyrir samstarf í Banda- lagi íslenzkra listamanna. þökk sé þér fyrir húsin sem þú lað- aðir fram og allt gott, og vegni þínum vel. Svavar Guðnason. Með fáum orðum vil ég kveðja kæran vin, Sigvalda Thordarson. Á skilnaðarstundu sem þess- ari þegar dauðinn sjálfur er hin helkalda staðreynd, víkur jafnvel söknuðurinn yfir hvarfi góðs vinar fyrir djúpri þakk- lætiskennd f hugskoti mínu, Samfylgd okkar Sigvalda var ekki löng, raunar fáein ár, en í allri okkar samveru og kunn- ingsskap hef ég verið þiggj- Sigvaldi arkitekt andinn. Fyrir þá unun vil ég nú þakka. Það var tónlistin og pólitik- in sem leiddi okkur saman. Við okkar fyrstu kynni varð ég heillaður af hinum stór- brotnu persónueiginleikum Sig- valda og hinni hlýju vináttu hans. Hugur hans var ætíð frjáls og skapandi, næmléiki hans fyrir fegurðinni brást aldrei og réttlætiskenndin var sterk. Sigvaldi var óvénju stórhuga maður, bjartsýnn og framfarasinnaður. en óvæginn gagnvart allri lágkúru. Sum- um fannst hann vera hörku- tól, en þeir hefðu átt að kynn- ast hvílíkri hörku og sjálfs- aga hann beitti sjálfan sig. Sigvaldi var mikilhæfur og at- orkusamur arkitekt. í starfi sínu var hann brautryðjandi og flest verk hans lýsa af snilld og listfengi. Síðustu árin átti hann við mikla vanheilsu að stríða. Sú barátta hans, fram til hinztu stundar verður mér ógleyman- legt dæmi nm lífsþrá og hetju- skap þessa vinar míns. Ég kveð þig vinur með kærri þökk. Ingi R. Helgason. * Sigvaldi Thordarson arki- tekt fæddist að Ljósalandi í Vopnafirði hinn 27. desember 1911. Hann var sonur Þórðar bónda þar Jónassonar bónda á Selási í Víðidal og konu hans Albínu Jónsdóttur bónda á Hóli í Kelduhverfi. Hann sat í Eiðaskóla 1928— 29. Lauk sveinsprófi í húsa- smíði 1934, prófi frá Det tekn- iske selskabs skole í Kaup- mannahöfn 1939. Innritaðist þá á Akademíuna í Kaupmanna- höfn. en lauk ekki námi fyrr en síðar, þar sem hann kom heim með Petsamoferð Esju. Að stríði loknú fóí"’«‘hánn' 'áft- ur til náms og lauk prófi í húsagerðarlist árið 1947. Árin 1941 til 1945 rak hann arki- tektastofu hér j Reykjavík og eins árin 1947 til 48. Þá réðist hann til Sambands íslen?kra samvinnufélaga og veitti for- stöðu teiknistofu þess fram til ársins 1951, er honum var ságt upp störfum þar. Síðan hefir hann rekið eigin arkitekta- stofu. Þrátt fyrir hinn tiltölu- lega stutta starfsferil Sigvalda liggur eftir hann mikið starf og verða hér taldar upp nokkr- ar af þeim byggingum, er hann hefir gert uppdrætti að: Laxárvirkjun, Grímsárvirkj- un, FossáiVÍrkjun, Þverárvirkj- un. Gönguskarðsárvirkjun, og ýmsar smærri rafstöðvar og spennistöðvar víða um land. Iþróttahús Háskólans, Vöru- geymsla SÍS við Tryggvagötu, Fiskiðjuver ríkisins á Granda- garði, Vegamót við Laugaveg 18, Félagsheimili Sjómannafé- lagsins og Dagsbrúnar við Lindargötu. Viðauki við Hótel KEA, vinnuskálar Gefjunar, Akur- eyri. Spítali. slátur- og hrað- frystihús að Sauðárkróki. Bif- röst við Hreðavatn. Hamra- hlíðarskóli. Skóli að Varma- landi í Borgarfirði, sparisjóð- urinn í Borgarnesi. Skóli að Laugalandi í Hörgárdal. Félagsheimili að Neskaup- stað og í Njarðvíkum. Auk þess eru í smíðum eftir hann ýmsar stórbyggingar, og uppdrætti af fjöldamörgum einbýlis- og fjölbýlishúsum hefir hann gert. Hann átti sæti í byggingar- nefnd Reykjavíkurborgar um langt skeið og í nefnd þeira, er vann að uppdráttum ráð- hússins. Sigvaldi var . tvíkvæntur. Með fyrrikonu sinni, Pálínu Jónsdóttur, eignáðist hann fjögur börn. Albírni, er s.tund- ar nám í húsagei'ðarlist, Guð- finnu Ei'nu. Jón öj*n og Hall- veigu. sem stunda hám í skól- um hér heima. Síðari kona ' hans var Kamma N. Thordax'son.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.