Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 2
SIÐA HÓÐVILJINN Fimmtadagur 2. jiSlí 1964 LAGARLJOD (Eftir Guttorm Pálsson) Frá Legi uppi er land minna áa, lítil óvarin gröf. Dreymir þar bjarkir daglegt yndi, Drottins eilífu gjöf. Bjarkir þar dreymir, bréiður Lögur brosir við fögur lönd. Órofatryggðin aldabundin eiðsvarin tímans hönd. Svo renna tíðir, — svo stýrir tíðum sjálfvirk örlagahönd. Hniginn Guttormur hilmir bjarka, horfinn af Lagar strönd. Háleitt eitthvað í harmi bjarka héyrir landinu til. Gamallar sögu göngulúður glymur við Lagar hyl. Guttorms leiði, gröf minna feðra, géymir nú bjarka móld. Langdægra kvéð ég lygnu hjarta ljóð um þig, ára fold. BENEDIKT GÍSLASON. Fyrstu íslenzku staðlarnir: Samræmt stærða- kerfi pappírs Rifíegir námsstyrkir Menntamálaráð íslands mun i ár úthluta 7 námsstyrkjúm til stúdenta, sem hyggjast hefja nám við erlenda háskóla eða við Háskóla íslands. Hver styrkur er tæpar 40 púsund j krónur. Sá, sem hlýtur slíkan styrk, heldur honum í allt að 5 ár. enda leggj hann árlega fram greinargerð um náms- árangur, sem Menntamálaráð tekur gilda Þeir einir koma til greina við úthlutun, sem luku stúdentsprófi nú í vor o.S hlutu háa fyrstu einkunn. Við úthlutun styrkjanna verður, auk námsárangurs, höfð hliðsjón af því, hve nám það, er umsækjendur hyggjast stunda, er talið mikilvægt frá sjónarmiði þjóðfélagsins. Styrkir verða veittir til náms bgeði j. r.aunvísindum pg hugvísindum. Umsóknir, ásamt afriti af stúdentsprófsskírteini, svo og meðmæli, ef fyrir liggja, eiga að hafa borizt skrifstofu Menntamálaráðs, Hverfisgötu 21, fyrir 1. ágúst n.k Skrifstof- an afhendir umsóknareyðublöð og veitir allar nánari upplýs- ingar. Stöðlun (standardisering) er eitt af undirstöðuatriðum nú- tímatækniþróunar. Tilgangur hennar er m.a. sá að stilla í hóf fjölbreytileika og samræma eftir föngum stærðir, gerðir og eiginleika ýmiss konar varn- ings til að auðvelda viðskipti manna á milli og stuðla jafn- framt að aukinni hagkvæmni í framleiðslu og vörudreifingu til hagsbóta fyrir neytendur. í flestum tækniþróuðum, lýð- frjálsum löndum gerist þetta með skipulögðu samstarfi milli framleiðenda, vörudreifenda, sérfræðinga og neytenda, eða öllu heldur fulltrúa þessara að- ila, á frjálsum grundvelli. Á alþjóðlegum vettvangi er sí- vaxandi áherzla lögð á sam- ræmingu í stöðlunaraðgerðum einstakra landa, og er Alþjóða- stöðlunarsambandið, sem að- setur hefur í Sviss, frumkvöð- ullinn i þessari viðleitni. Samkvæmt lögum er Iðnað- armálastofnun íslands sá aðili hér á landi, sem annast skipu- lagningu stöðlunarmála, og hef- ur þar um nokkurt skeið átt sér stað allumfangsmikill und- irbúningur að samningu og út- gáfu fyrstu íslenzku staðlanna (standards). Einkum hefur ver- ið lögð áherzla á stöðlun í byggingariðnaði, enda þótt til- finnanlegur skortur verkfræð- inga hafi orðið til að raska verulega starfsáætlunum stofn- unarinnar á því sviði. Nýlega hefur Iðnaðarmála-- stofnunin gefið út fyrstu form- legu íslenzku staðlana, ÍST 1: stærðir pappírs og ÍST 2: Stærðir umslaga, og má segja, að þannig sé orðið til samræmt íslenzkt stærðakerfi fyrir pappír og umslög, sem er i fúllu samræmi við alþjóðlegar fyrirmyndir. í formála; fyrsta íslenzka staðalsins* (stærðir pappírs) segir m a. svo: „Hending hef- ur tíðum ráðið vali pappírs- stærða hér á landi. Af þessu hefur hlotizt mikið óhagræði, og miklu fleiri stærðir hafa verið notaðar en þörf er á. Á þetta m.a. við um óhagkvæm- an niðurskurð pappírs, torveld- un birgðahalds og nýtingu geymslurýmis að því er varðar <8> Hversu margír fánar ? Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í fyrradag hljóðaði svo: „Aðeins einn sovézkur fáni á lofti í Oslo — er Krúsjeff fór um borg- ina í gær.“ Var svo að sjá sem Morgunblaðsmenn hefðu ímyndað sér að Noregur væri orðinn sovézkt lýðveldi og þarlendir menn væru hættir að nota norska fán- ann til þess að fagna er- lendum gestum. Meðal annarra or&a: Hvað voru margir brezkir fánar á lofti í Reykjavik i fyrra- dag þegar hertoginn af Ed- inborg kom i heimsókn ? Fá- tækleg orð Morgunblaðið helgar í gær 36 dálka — rúmar sjö síður — komu hertogans af Edinborg. Virðist hafa ver- ið tekin upp hörð sam- keppni á ritstjóminni um það hver blaðamannanna gæti fagnað manni drottn- ingarinnar innilegast, því sama fréttin er birt á þrem- ur stöðum í blaðdnu, samin af þremur mönnum. En ekk- ert álitamál er það að Matt- hías Johannessen sigrar glæsilega, þannig að keppi- nautar hans komast ekki með tæmar þar sem hann hefur hælana: „Þar stóð hann við hlið forseta Islands, broeti og veifaði til fólksins og gleymdi ekki þeim sem voru uppi á svölum Landssima- hússins eða í gluggum næstu bygginga. Þetta bros, þessi kveðja, hefur náð til miljóna manna um viða veröld, því prinsinn hefur ferðazt meira en títt er og hvarvetna hef- ur honum og konu hans ver- ið fagnað af hlýjum hug. Nú var komið að Islending- um að taka þessari konung- legu kveðju, opna hjarta sitt — og það gerðu þeir af dæmafárrj hrifningu og að- dáUn.“ Og síðan heldur rit- stjórinn áfram að lýsa því „hvað hann er sætur“ og „bæði laglegur og karlmann- legur“, svo að ung*ar stúlk- ur „lygndu aftur aug,unum“. Enda „má óhikað fullyrða að þau 32 ísl. orð sem hann mælti af Alþingissvölunum hafi öll gengið beint til hjarta þeirra sem á hlýddu. Hrifningin, brosin og eftir- væntingin á andlitum Islend- inganna, sem stóðu þétt á öllum Austurvelli, þegar hann hóf að ávarpa þá á þeirra eigin tungu, varmeiri en svo að lýst verði í fá- tæklegum orðum Það var eins og Austurvöllur fylltist af geielum þúsund sólna, sem Ijómuðu í góða veðrinu og tóku þátt 'í gleði dags- ins eins og gamlir síma- staurar sem verða grænir aftur.“ Þannig eru þúsund geisl- andi sólir og laufgaðir síma- staurar og opin hjörtu, full af 32 orðum, aðeins fátæk leg ummæli til að lýsa hrifningunni og aðdáuninn og brosunum og eftirvæn; ingunni og gleðinni. Þ verður tilhlökkunarefni þeg- ar ritstjóranum tekst >oV að finna þau réttu orð ser hæfa tilefninu. — Austri. prentsmiðjur pg pappírsnelj- endur, og á hinn bóginn óhag- ræði í notkun og vörzlu bréfa, eyðublaða og hvers konar skjala. Það er tilgangur þessa stað- als að bæta úr þessu. Staðall- inn felur í sér nákvæmt al- þjóðlegt kerfi um stærðir papp- írs, og mun notkun hans leiða til fækkunar stærða og ná- kvæms samræmis milli þeirra. Með þessu verður pöntun, nið- urskurður, notkun, sending og geymsla pappírs einfaldari og ódýrari, auk þess sem lagður er grundvöllur að öðrum stöðl- um fyrir pappírsvörur, svo sem umslögum, uppsetningu bréfs- efna o.fl.“ Að samstarfinu um gerð þessara fyrstu íslenzku staðla stóðu eftirfarandi samtök og stofnanir: Bókbindarafélag íslands, Fé- lag bókbandsiðnrekenda, Féla.g 1 ísl. iðnrekenda, Félag ísl prent smiðjueigenda, Hið ísl. prent- arafélag, Iðnaðarmálastofnun íslands, Póst- og símamála- stjórnin, Ríkisendurskoðunin, Ríkisprentsmiðjan Gutenberg, Samvinnunefnd banka og spari- sjóða, Stjórnunarfélag fslands, Verzlunarráð íslands, Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna og Vinnuveitendasam- band íslands. Þorsteinn Magnússon við- skiptafræðingur hefur starfað af hálfu IMSÍ að samningu staðlanna og verið ritari sam. eiginlegrar nefndar ofan- greindra aðila. Með útgáfu fyrstu formlegu íslenzku staðlanna verður að telja, að allsögulegt spor hafi verið stigið í íslenzkri tækni- þróun, enda þótt ljóst sé, að hér sé aðeins um byrjun að ræða og fjölmörg verkefni bíði úrlausnar .á næstu árum. Við- fangsefni stöðlunar geta verið mjög fjölbreytileg, en helztu flokkar þeirra eru: 1. Hugtök, heiti, tákn og mæli- ! einingar í fræðigreinum. ' 2. Flokkun á framleiðsluvörum ^ eftir tegundum, gerðum og stærðum. 3. Undirstöðuatriði við upp- drætti og smíði á vélum, tækjum og öðrum fram- leiðsluvörum iðnaðarins. 4. Undirstöðuatriði við upp- drætti og smíði i bygging- ariðnaði. 5. Útlit og mál á einstökum hlutum. 6. Gæðakröfur og prófunarað- ferðir. 7. Leiðbeiningar um ákveðnar vinnuaðferðir og notkun tækja. 8. Öryggisreglur. T.d, vinnur nú nefnd fimm byggingarverkfræðinga að því að setja reglur um framleiðslu steinsteypu, prófun steinsteypu- efna óg ýmis ákvæði varðandi gerð mannvirkja. Er þess vænzt, að frumvarp að staðli um þetta efni verið tilbúið innan skamms. Þess skal að lokum getið, að Iðnaðarmálastofnun íslands annast sölu og dreifingu á ís- lenzkum stöðlum, og geta fyr- irtæki, stofnanir og einstak- lingar, sem vilja eignast ís- lenzka staðla, snúið sér þang- að. (Fréttatilkynning frá Iðnaðarmálastofnun íslands). Richard Beck til Færeyja Prófessor Richard Beck og frú fljúga til Færeyja 7. júlí til stuttrar dvalar þar, Er ferðin sérstaklega farin til þess að he msækja frænda prófessorsins, Rikhard Long, menntamann og r.thöfund. og til þess að sjá eyj- amar. Einnig mun prófessor Richard Beck flytja erindi um Vestur-Islendinga i færeyska-ís- lenzka íéLagimi. r i ÍSLANDSMÖTIÐ : Laugardalsvöllur í kvöld kl. 20.30 FRAM - Í.B.K. Mótanefnd. Afgreiðslumenn Duglegir afgreiðslumenn óskast til starfa strax í nokkrar kjötverzlanir okkar. SLÁTURFÉLAE SUEURLANDS Blómasýningin í Listamannaskálanum stendur til 5. júlí. OPIN KL. 2—10. Aðgöngumiði gildir tvisvar. Nauðungaruppboð Jörðin Álfsnes í Kjalarneshreppi, talin eign Sigurbjörns Eiríkssonar, 'vérður eftir kröfu Framkvæmdabánka ÍS-' lands, Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands seld á opinberu uppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri mánudaginn 6. júlí kl. 2 síðdegis. Uppboð þetta var aug- lýst í 141., 142. og 143. tölubl. Lögb.bl. 1963. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð Annað og síðasta uppboð á neðri hæð húseignarinnar no. 25 við Köldukinn, eign Einars K. Enokssonar, fer fram á eigninni sjálfri, eftir kröfu Sigurðar Sigurðsson- ar hdl., föstudaginn 3. júlí kl. 11.30 árdegis. Bæjarfógetiun í Hafnarfirði. Tilboð óskast í byggingu póst- og símahúss á Þorlákshöfn. — Teikninga og útboðslýsinga má vitja til símst’jór- ans á Þorlákshöfn og aðalgjaldkera pósts og síma, Landssímahúsinu við Austurvöll, gegn 1.000,00 króna skilatryggingu. — Tilboðin verða opnuð mánudaginn 13. júlí n.k. kl. 17 á skrifstofu for- stjóra simatæknideildar. Póst- og símamálastjómin, 30. júní 1964. VÖNDUB F (tn u r Sgutþórjónssoti &co Jiafnafíftnrtt 4- t (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.