Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. júK 1984 SIDA Land frelsis og lýiræðis eða Eftir brottför gæzlufiðs SÞ misréttis, ofbeldis og morða? Bandaríkin eru talin for- ysturíki „hins frjálsa heims“ og ófáar eru fjálglegar lýs- ingar á þeim sem óbrot- gjörnu virki lýðræðis og mannréttinda. Fréttir sem þaðan berast daglega stinga í stúf við þær lýsingar. Sá dagur líður varla að ekki ber- ist þaðan frásagnir af morð- um og ofbeldisverkum sem framin ©ru á fólki sem ekk- ert hefur til saka unnið ann- að en það að ætlast til að staðið sé við ákvæði lands- laga og stjórnarskrár um jafnan rétt allra manna. — MYNDIRNAR eru til skýr- ingar fréttum sem þaðan hafa borizt að undanförnu. Efri myndin er tekin í bæn- um St. Augustine í Flórida. Hvítar konur misþyrma kynsystur sinni sem fylgzt hafði með blökkufólki á bað- ströndina við bæinn. Hin myndin er frá Mississippi oe sýnir lögreglumenn í leit að stúdentunum þremur serr hurfu þar um fyrri helgi Kasavúbú felur Tshombe að mynda nýja stjórn í Kongó LEOPOLDVILLE 1/7 — í gær lauk dvöl gæzluliðs SÞ í Kongó, þótt enn séu nokkrir hermenn úr því eftir í land- inu. Stjórn Adoula sagði af sér í gær og í dag fól Kasav- úbú forseti Moise Tshombe, sem áður var sjálfskipaður „forseti' í Katangafylki, að mynda nýja stjórn. Tshombe kom fyrir nokkrum' hann teldi að leysa bæri Antoine dögum til Leopoldville eftir Gizenga, helzta foringja Lúm- langa dvöl í Evrópu, en þangað úmbasinna, úr fangelsi. hrökklaðist hann þegar gæzlulið SÞ batt enda á stjórn hans í | Samsteypustjórn? Katanga og lagði fylkið undir Tshombe sagði i dag að hann sambandsstjórnina í Leopold- myndi stefna að því að reyna ville. Tshombe hefur verið illa að mynda samsteypustjóm og þokkaður i Kongó fyrir undir- fréttastofan AFP fullyrðir að lægjuhátt sinn fyrir hinum belg- hann muni sem fyrst eiga við- ísku nýlenduherrum og auð- hringnum Union Miniere og þátt sinn í morði sjálfstæðis- foringjans Lúmúmba, sem Kasa- lega. ræður við Gizenga í fangelsinu. Fréttastofan býst einnig við að Gizenga verði látinn laus bráð- vúbú og aðrir ráðamenn í Leo- poldville munu þó engu síður eiga sök á. Gizenga úr haldi? Tshombe hefur að undanförnu reynt að snúa við blaðinu. Hann hefur áfellzt ráðamenn í Leo- EK>ldville fyrir að vera valda- lausa leppa i höndum Belga og Bandaríkjamanna og látið í það skína að hann einn væri fær um að mynda stjóm með þátt- töku allra þjóðlegra afla í land- inu. einnig arftaka Lúmúmba, sem hafa stór svæði landsins á sínu valdi eftir margra mánaða skæruhemað við her stjórnar- innar í Leopoldville, sem oftast hefur farið halloka í viðureign- unum. Strax við komuna til Leopold- ville lýsti Tshombe því yfir að Shastri fer ekki a NEW DELHI l'/7 — Forsætis- ráðherra Indlands. Lal Bahadur Shastri, mun ekki sitja ráðstefnu brezka heimsveldisins í London að læknisráði. 1 stað hans mun fjármálaráðherrann, Krishna Machari, verða formaður ind- versku sendinefndarinnar á ráð- stefnunni. Shastri veiktist í síðustu viku og læknar upplýstu, að hann þjáð- ist af ofþreytu og þyrfti algjöra hvíld. Hann mun nú vera á góð- um batavegi að því er segir í fréttinni. Krústjoff var í sólskinsskapi þegar hann heimsótti Bergen BERGEN 1/7 — Krústjoff, for- sætisráðherra Sovétrikjanna kom í dag til Bcrgen og sat þar há- degisverffarboð borgarstjórans, Harry Hansen. Þeir skiptust á gjöfum og fluttu báðir vinsam- legar ræffur. Krústjoff sagffi m.a. í ræðu sinni, aff hann þyrfti engan áróður aff hafa i frammi þar sem hagkerfi þjóð- ar sinnar hefffi reynzt bezt aUra. Krústjoff var í sólskinsskapi, er hann kom til hádegisverðar i Bergen í dag. Hansen gestgjafi hans flutti ræðu og bauð hann velkominn og sagðist vona að dvöl forsætjsráðherrans I Berg- eh gæti orðið honum til ein- hverrar ánaégju. Til minja um heimsóknina færði Hansen Krústjoff gjöf og einnig konu hans, Nínu. í ávarpi sínu talaði Krústjoff mjög vinsamlega um Bergen sem borg verzlunar. sjóferða og menningar. Hann notaði einn- ig tækifærið til að minnast vel- gjörða Maríu östrem við stríðs- fanga frá Sovétríkjunum í síð- asta stríði og færði henni þakk- ir sínar fyrir, en hún var stödd í hádegisverðarboðinu. Eftir hádegisverðinn afhenti Krústjoff Hansen postulínsvasa sem gjöf til Bergen og var vas- inn skreyttur mynd af Lenín- grad. 1 því sambandi sagði fpr- sætisráðherrann m.a. „Lenjn- grad heitir eftir Lenin, sem kom landi okkar svo vel á veg. Nú segið þið ef til vill að ég hafi á- róður í frammi, en Krústjoff fer aldrei með áróður. Hvers vegna ætti hann að gera það? Hefur þjóðfélagskerfi okkar ekki sannað ágæti sitt? Mun ekki sér- Heinrich Liibke endurkjörinn BERLÍN 177 — Heinrich Lubke var í dag endurkjörinn forseti Vestur-Þýzkalands til fimm ára. Hann er nú 70 ára gamall. Liibke var kjörinn þegar við fyrstu at- kvæðagreiðslu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Mótfram- bjóðandinn hlaut aðeins 123 at- kveeði en Liibke 710. hver skynsamur maður játa því? Kosningin fór fram í Vestur- Við þurfum engan áróður.” Berlín og voru þátttakendur 1024. Fjórum fíugvélum grandað á 5 dögum SAICON 1/7 — Fjórar banda- rískar flugvélar hafa síðustu fimm dagana verið skotnar niður eða eyðilagðar á jörðu niðri í Suður-Víetnam, að því upplýst var á blaðamannafundi í Saigon í dag. Þrjár vélanna voru þyrlur og voru tvær þeirra skotnar niður af loftvarnaliði Vietcongs. Eins fór um T-28-flugvél, en þriðja | þyrlan var eyðilögð á jörðu niðri. ! Átta bandarískir flugmenn fórust, en fjórir meiddust. 1 Patrick Delavan, sem er yfir- maður þyrluflotans í Saigon sagði, að vélar flotans væru nú I á flugi 1.300 — 1.400 tíma á mánuði. Hann sagði enr.fremur að flokkar Vietcongs hefðu sett upp sérstakar æfingarstqðvar fyr- Ur loftvarnaliðið. Óstaðfestar fregnir herma að Tshombe hafi þegar verið í sam- bandi við aðra foringja Lúmúm- basinna og hafi hann rætt við þá í Brazzaville á leiðinni heim. Ekki er vitað hvernig þeim við- ræðum hefur lyktað. Sumir telja að það vaki ekki fyrir Kasavúbú að láta Tshombe taka við stjómarforystu. Hann telji að viðræður hans við aðra stjómmálaforingja muni engan árangur bera og misheppnuð til- Dráttarbraut Framhald af 12. síðu. tillagan síðan samþykkt óbreytt. Hér er einfaldlega um það að ræða, hvort rekstur dráttar- brautarinnar á að vera í hönd- um bæjarins eða einhverjir aðr- ir aðilar eigi að fá hana afhenta eftir að bærinn hefur séð um að koma henni upp. Með því að fella breytingartillögu Kristjáhs er raunverulega verið að sam- þykkja að svo eigi að vera, ef núverandi meirihluti í bæjar- stjórn fær að ráða. Þarf raunar engum að koma það á óvart, því að hluthafar í Skipasmíða- stöðinni Dröfn hafa sterka að- stöðu innan meirihlutans, þeir Vigfús S'gurðsscn og Páll Dan- íelsson mynda meirihluta bæjar- ráðs, ekki stóð á bæjarfulltrúa Framsóknar, Jóni Pálmasyni skrifstofustjóra í Dröfn, að veita þeim lið, og taldi hann alls óeðlilegt að bærinn ann- aðist rekstur dráttarbrautar raun hans til stjórnarmyndunar muni aðeins verða til að spilla fyrir honum síðar meir. flfengi lækkar í verði í Danmörku KAUPMANNAHÖFN 1/7 — Verðið á betri tegundum koni- aks var í dag lækkað um 20 krónur danskar (125 ísl.) hver heilflaska. Búizt er við enn frek- ari verðlækkunum þar sem verð- lagning á vin og brennda drykki hefur nú verið gefin frjáls, og allskonar samkeppni hefur þegar orðið vart. Einnig er búizt við, að verð á ákavíti lækki bráðlega. --------------i---------- Pierre Menteux látinn. 89 ára HANCOCK, Maine 1/7 — Hinn heimskunni hljómsveitarstjóri. Pierre Monteux, lézt í dag í Hancock í Maine í Bandaríkjun- um eftir langa sjúkdómslegu. Monteux var fæddur í Frakk- landi og var 89 ára er hann lézt. Monteux vann sem hljómsveit- arstjóri m.a. í Amsterdam. Bost- on og í San Francisco þar sem hann gerði hljómsveit borgarinn- ar eina hina fremstu í heimin- um. 1952 dró hann sig í hlé en hefur síðan ferðazt víða um heim og haldið gestatónleika. Síld fryst til, iitflutnings í í Neskaupstðð NESKAUPSTAÐ 1/7. — I gær hófst frysting á síld til útflutn- ings hjá Samvinnufélagi útgerð- armanna í Neskaupstað. Er þar um brautryðjendastarf að ræða hér á Austfjörðum. Fyrirtækið útvegaði sér tæki til þessara hluta s.l. vetur og hefur aðstöðu til að frysta um 40 tunnur á sólarhring. Ólánið eltir NASA • • Onnur tilraun með Centaur mistókst KENNEDYHÖFÐA 30/6 — Ölán- ið eltir bandarísku geimferða- stofnunina NASA og tefur undir- búning hcnnar undir fyrstu ferð Bandaríkjamanna til tunglsins. önnur tilraun að koma eldflaug af gerðinni Atlas-Centaur á braut umhverfis jörðu mistókst i dag, en smiði eldflaugarinnar er þegar heilu ári á eftir áætlun. Eldflaugin komst aldrei á braut, heldur féll í Atlanzhafið nokkur hundruð sjómflur fyrir vestan Grænhöfðaeyjar. Ástæðan til þess að svo illa fór var sú að hreyfili annars breps flaugarinnar sem notar fljótandi vetni fyrir eldsneyti hafði brennt þvi öllu tveimur mínútum of snomma. Tilraunin virtist í fyrstu ætla að heppn- ast, en eftir átta mínútur kom í ljós að ekki var allt með felldu við sfðara þrepið. Þá var eld- flaugin nærri þvi búin að ná beim hraða, um 28.000 km á klst.. sem þurfti til að hún færi á braut. Þetta var önnur tilraunin með Atlas-Centaur sem á að gegna veiganvklu hlutverki í tungl- ferðaundirbúningnum. Fyrri til- raunin var gerð 27. nóvember 1 fyrra, en þá sprakk eldflaugrn 55 sekúndum eftir skotið. Hreyfillinn í öðru þrepi Atlas- Centaur er af sömu gerð og f Satúm-1 eldflaugunum og hafa hreyflamir unnið sem skyldi í tilraunum með þær. Næstu til- raun með Satúm-eldflaug á að gera f september, en óvist er hvort reynt verður aftur að koma Atlas-Centaur á loft. Tólf geimskot Á næstu sex mánuðum hafði verið ætlunin að gerð yrðu tólf geimskot á vegum NASA, og skyldi eitt gervitunglið bera tvo menn á loft og fara með þá þrjár umferðir um jörðu. Óvíst er nú hvort sú áætlun stenzt Ætlunin var að þetr Vergil Grissom og John Young færu saman í geimferðina í desem- ber. I lok næsta-mánaðar er ætl- unin að gera enn eina tilraun, há sjöundu í röðinni, með Rang- er-skeyti til tunglsins. en allar fyrri tstraunirnar hafa mistekizt. t 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.