Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞJÓÐVILIINN Fimmtudagur 2. júlí 1964 ÆSKAN _* OG SOSiALISMINN ÚTG.: ÆSKULÝÐSFYLKINGIN — RITSTJ ÓRAR: HRAFN MAGNÚSSON, GÍSLI GUNNARSSON OG RÖGNVALDUR HANNESSON. Æskan, sósíalisminn og „ viðreisnin II Viðtal við Ölaf Einarsson, formann ÆFR Aðalfundur Æskulýðsfylking- arinnar í Reykjavík var hald- inn 26. maí, s.l. Fundurinn hófst með inntöku nýrra fé- laga. Því næst flutti formað- ur, Ragnar Ragnarsson, skýrslu fráfarandi stjómar. Kom hann víða við í skýrslu sinni og benti m.a. á, að fjárhagur fé- lagsins stæði nú með meiri blóma en oft áður. í lok skýrslu sinnar ræddi Ragnar um aðbúnað æskufólks í „við- reisnar“-þjóðfélagi. Benti hann í því sambandi á þá hættu, sem kynni að skapast, ef æsku- lýðurinn yrði gerður að vilja- lausu verkfæri fjárplógsmanna og annarra gróðahyggjumanna. Hér hefði Æskulýðsfylkingin verðugt verkefni við að glíma. Skapa þyrfti æskufólki þroska- vænleg uppvaxtarskilyrði og betri aðbúnað til að sinna á- hugamálum sínum. „Þetta er ekki gert nema með endur- skipulagningu þjóðfélagsins, þar sem tekið yrði fullt tillit til þarfa æskumannsins", sagði Ragnar að lokum. STJÓRNARKJÖR Að lokinni skýrslu fráfar- andi stjórnar var gengið til stjórnarkjörs. Kjörin voru: Ól- afur Einarsson stud. philoj. for- maður, Hrafn Magnússon vara- formaður, Þuríður Stephensen ritari, Guðvarður Kjartansson gjaldkeri, Gylfi M. Guðjónsson spjaldskrárritari, Gísli Gunn- arsson, Guðfinna Gunnarsdótt- ir, Gunnar Óskarsson og Ilar- aldur Blöndal meðstjómendur. Umræður urðu miklar á fund- inum og voru fundarmenn ein- Frá ÆFR LAUGARDAGINN 4. júlí verður ferð í Hítardal á Mýrum. Nánar auglýst síðar. HAFIÐ SAMBAND við skrifstofuna. Opin alla daga kl. 10—12,30, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. SlMINN ER 17513. huga um að efla starf ÆFR á öllum sviðum. RÆTT VIÐ ÓLAF Fréttamaður æskulýðssíðunn- ar hitti nýlega að máli hinn nýkjöma formann Ólaf Einars- son stud. philol. Ólafur er ung- um sósialistum þegar vel kunn- ur fyrir góð og vel unnin störf. Ólafur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vik árið 1963 og leggur nú stund á fornleifafræði og sögu við háskólann i Osló. — Hvað er þér efst i huga nú, er þú tekur við stjórn fé- lagsins? — Ég vil leggja áherzlu á, að höfuðhlutverk Æskulýðs- fylkingarinnar er að vinna ungt fólk til fylgis við sósial- ismann og um leið að upp- fræða það um önnur þjóðfé- lagsáform og þá ekki sizt það „viðreisnar“-þjóðfélag, sem við búum við. Það hefur ef til vill aldrei verið brýnna en ein- mitt nú að rækja þetta hlut- verk, þegar auðmannastéttin leggur allt sitt bolmagn i að sljóvga og ala á sinnuleysi æskufólks með of löngum vinnudegi og ófullkomnum að- búnaði til tómstundaiðkana. Atburðir eins 'og í Þjórsárdal í fyrra og að Hreðavatni nú um hvítasunnuna era aðeins uppskera úr arfagarði íhalds- ins, enda hefur æskan í engin önnur hús að venda en vínhof gróðahyggjumanna, sem hafa aðeins það eina markmið að græða á æskunni. Hlutverk Æskulýðsfylkingarinnar er að við að brjóta á bak aftur þessa Formálsorð □ Oft heyrist nú talað um „vandamál sesk- unnar“. Fréttir berast um atburði í Þjórsárdal og að Hreðavatni og sjálfsánægðir góðborgarar skaka höfuðið í hneykslun. Og alls kyns sérfræðingar okkar skinhelga þjóðfélags hefja upp rausf sína, og lærðum rómi tala þeir um „aðlögunarvandkvæði unglinga“. Unglingarnir geti sem sagt ekki „að- lagað“ sig þjóðfélaginu „og beri því ekki virðingu fyrir því sem gott er og fremji því alls kyns óknytti“. □ En hvernig er þjóðfélagið, sem ungt 'fólk elst upp í og sem það „á að laga sig að“? Það er þjóðfélag einkagróðans, — öðru nafni auðvalds- þjóðfélagið. Allt er metið til fjár, og höfuðtil- gangur lífsins virðist vera að græða á náungan- um. Til þess eru flest meðöl leyfileg. Það má ljúga, pretta, svíkja, braska, græða. „Annars kemst maður ekkert áfram“. Þeir, sem fala um mann- gildi; þeir, sem segja að höfuðtilgangur lífsins sé ekki að svíkja náungann heldur gera manninn að meiri menningarveru; — þeir eru álitnir vel- viljaðir angurgapar eða kommúnistar. -<s> Keflavíkurgangan 1964 m v. .v.. Þátttaka unga fólksins í síðustu Keflavíkurgöngu vakti mikla athygli. Sýnir það svo ekki verður um villzt, að æskan hefur skiiið þýðingu þ-sss að standa gegn spillingu hernámsins. Ólafur Einarsson lúalegu árás aíturhaldsmanna. Aðeins með því að koma á vera í fararbroddi ungs fólks þjóðfélagi sósíalismans er hægt að skapa æskunni þroskavæn-1 leg uppvaxtarskilyrði til menntandi félags- og skemmt- analífs. — Hvað um næstu verk- efni ÆFR? — Rétt er að minna á, að starfssvið sumarstjórna ÆF- deilda er að nokkru leyti ann- að en vetrarstjórna. Yfir há- sumarið er til áð mynda óhægt að koma við stjórnmálafræðslu, þess í stað mun stjómin leggja megináherzlu á ferðalög, helg- arferðir og kvöldferðir. Rétt er að geta þe.ss að gefinn hef- ur verið út allvandaður bæk- lingur um ferðalög ÆFR í sum- ar. Hópferðir Æskulýðsfylk- ingarinnar hafa haft mjög mik- ið félagslegt gildi. Þær hafa það markmið að auka félags- andann og þroska félagana. Það skal tekið fram að öllu æskufólki er heimil þátttaka í ferðalögum Fylkingarinnar með því skilyrði að viðhalda al- gjöru bindindi. f ferðalögum ÆFR hefur ávallt ríkt algjört vínbindindi og fer það vel. Síðast en ekki sízt ber að leggja höfuðáherzlu á barátt- una gegn hernáminu. Hernám íslands og innlimun þess í NATO er kannski eitt alvarleg- asta viðfangsefnið, sem unga fólkið á við að glíma i dag. Sú árátta forystumanna í- halds og krata a3 sljóvga og brjóta niður þjóðernismeðvit- und landsmanna er ef til vill hættulegasti leikurinn, sem þeir herrar hafa leikið enn til þessa. Hrokinn og nndirlægju- hátturinn sést einna bezt f því að leyfa stækkun dátasjón- varpsins á Keflavikurflugvelli, en frá henni streymir ómenn- ingin inn í næstum annað hvert hcimili á Reykjanesskaganum. Hér þarf æskufólkið að gripa í taumana, ef hernáminu á ekki að takast að brjóta á bak- aftur siðferðisþrek lands- manna og okkar fornu og sér- stæðu menningu. Alþýftiiblaðið, svokaliaðn, gcrir mikið úr þætti félaga Æskulýðsfylkingarinnar í síð- ustu Keflavikurgöngu. Rétt cr það hjá Alþýðublaðinu að unga fólkið var í miklum meirihluta þcss fólks sem gekk gönguna. Það sýnir að æskan hefur þegar skilið nauðsyn þcss að losna vi* hernámsliðið úr landinu, svo að ísland geti á ný verið frjálst og fullvalda riki. Hvort mat rtlbvðublaðsins, að meirihluti æsk’ifólksins hafi verið félagar í Æskulýðsfylk- Framhald á 9. síðu. □ Meinsemd auðvaldsþjóðfélagsins kemur glöggt fram í skemmtanalífinu. Þar er alls stað- ar reynt að græða á æskunni. Vínveitingastöð- um hefur fjölgað óðum. Nóg er um tímarit, sem skírskota til lágmarkshugsunar lesenda. Og nú er komið erlent hermannasjónvarp. Allt er gert til að ungt fólk verði hugsunarlaus vinnudýr sem þræla myrkranna á milli í von um að eignasf þak yfir höfuðið eða eitthvað slíkt, á sama tíma og braskarar og milliliðir, græða óðum og byggja glæsilegar hallir. □ ísland er ríkt land, og auðlindir þess eru miklar. Það á skilið miklu betra þjóðskipulag en það býr nú við. Og þjóðfélag framtíðarinnar er þjóðfélag sósíalismans. □ Sósíalismi þýðir afnám þjóðfélags einka- gróðans. í staðinn kemur þjóðfélag samhjálpar og samvirkni. Alla heildsölu á að taka úr höndum einkaaðila. Stórfyrirtæki eiga að vera í höndum ríkisins eða þeirra sem við þau vinna. Stjóm fyr- irtækja á sem mest að vera í höndum þeirra, sem vinna við þau. Slíkt stuðlar bæði að auknu lýð- ræði og kemur í veg fyrir, að forstöðumenn fyrir- tækjanna misnoti aðs'töðu sína. □ Brask með húsnæði á að banna, og útvegun húsnæðis á að vera eins mikil þjóðfélágsleg skyldá og útvegun vatns og rafmagns. Samstillt þjóðfé- lag, sem skipuleggur með áætlunum hvar skyn- samlegast er að verja fjármunum þjóðarinnar hverju sinni, á að koma í staðinn fyrir núverandi stjórnleysi. Alla gróðastarfsemi á skemmtana- og tómstundalífi æskunnar á að banna. □ Allt þetta, og raunar miklu fleira, er sós- íalismi. Á þessari nýju æskulýðssíðu, Æskan og sósíalisminn, verða þessi raunverulegu vandamál æskunnar betur rædd. Það er ekki hlutverk ís- lenzkrar æsku að aðlagast spilltu hióðfélagi held- nr að breyta þjóðfélaginu sér í hag. — G. J i « I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.