Þjóðviljinn - 02.07.1964, Síða 7

Þjóðviljinn - 02.07.1964, Síða 7
Fbnmtudagur 2. júlí 1964 .— .. ------------------------HÖÐVILJINN -------------- Tsjombe „koparkvisfíngur" snýr aftur heim til Kongó Um þessar mundir er herlið Sameinuðu þjóð- anna, meir en þrjú þúsund manns að tölu, á för- um frá Kongó. Við brottförina skilja Sameinuðu þjóðimar landið eftir í svipaðri upplausn og við komu sína þangað. Jafnframt þessu berast fréttir af því, að Moise Tsjombe, eða „Koparkvislingur- inn“ eins og danska borgarablaðið Information nefnir hann, sé aftur kominn til landsins. Eng- inn veit hvað við tekur í Kongó, né hverjar eru fyrirætlanir Tsjombes. Hér verður á eftir rifj- aður nokkuð upp aðdragandi þess ástands, sem nú ríkir í hinni fomu, belgísku nýlendu. síða 1 Þaí var erlent auðvald sem studdi Tsjombe í Katanga til upp- reisnar gegn Sambandsstjórninni í Leópoldvillc. Þctta sama auð- vald taldi ekki eftir sér að borga leiguliðum hans mála. Hér á myndinni sjáuni við nokkra þeirra. 1959 kom til alvarlegra á- taka í Leopoldville í Belgísku Kongó milli Evrópumanna og blökkumanna, eftir að mót- maelafundur innfaeddra hafði verið bannaður af belgís.kum yfirvöldum. Meðal þeirra, sem höfðu ætlað að tala á fund- inum, var Jósef Kasavúbú, borgarstjóri í einu úthverfi borgarinnar og leiðtogi Abako- flokksins. Öeirðirnar vöktu ugg í Belgiu, og þjóðþingið sendi rannsóknarnefnd til Kongó. -----------------------------$> Ég get staðizt allt ncma frcist- ingar. (Oscar Wilde) Ég verð að komast úr þessum blautu fötum og í þurran Martinl. (Alexander Woolcott) Höndin, sem vögguna hrærir, heiminum stýrir um Ieið. (W. R. Wallace) Belgíska stjórnin lýsti þvi yfir, að Kongó myndi stig af stigi fá fullt sjálfstaeði. 1 fyrsta áfanga var ætlunin að byggja upp sjálfsstjóm ný- lendunnar, og sambandsstjórn skyldi á fót komið á árinu 1960. Ibúum Kongó var heitið aðgangi að öllum stöðum í embættismannakerfinu, og belgíska stjómin undirstrikaði það. að nýlendan myndi fá sjálfstæði sitt í nánu sambandi við Belgíu. Þjóðemishreyfingin í Kongó var hinsvegar ekki ánægð með þessi heit. og heimtaði fullt sjálfstæði strax. Þjóðemissinn- ar voru heldur ekki ánægðir með það valdsvið, sem hinni innlendu stjóm var ætlað, og kröfðust meiri valddreifingar. Abako-flokkurinn stakk upp á því, að kvödd væri saman al- þjóðarráðstefna til þess að ræða framtíð nýlendunnar, en því neituðu Belgar og sögðu þetta koma þeim einum við og ný- lendubúum. Meðan þessu fór fram, héldu óeirðirnar áfram, og í okt. 1959 var þjóðemissinnaleiðtog- inn Patrice Lúmúmba tekinn fastur í Leopoldville. Belgísk yfirvöld lýstu hemaðarástandi í landinu. 1 janúar 1960 var svo kölluð saman ráðstefna í Brússel til þess að ræða málin, og Lúm- úmba var sleppt úr haldi til þess að taka þátt í fundinum. Kongómenn neituðu á þessum fundi öllum málamiðlunartil- lögum Belga, og kröfðust fulls sjálfstæðis. Belgiska stjórnin taldi sér ekki fært að neita þeirri kröfu. Upplausn Við kosningarnar í Kongó í maí 1960 fékk flokkur Lúm- úmba, Þjóðfrelsishreyfingin, 41 þingsæti af 137 og varð stærsti flokkurinn. Abako-flokkuripn, undir forystu Kasavúbú, hlaut 12. Lúmúmba myndaði síðan stjórn, sem þó hafði ekki nema nauman meirihluta á þingi. 30. júní sama ár var sjálfstæðisdagur landsins hátíð- legur haldinn- og Baudouin „Koparkvislingurinn" konungur heiðraði landið með nærveru sinni. , Þessi hátíða- höld áttu að undirstrika hið góða samband milli Belgíu og Kongó, en ekki leið þó á löngu áður en til átaka kom. 1 júli 1960 hófst uppreisn í nokkr- um herdeildum og beindist gegn hinum belgísku liðsfor- ingjum. Skelfing greip um sig með Belgum í Kongó, og i mesta flýti sendi belgíska stjómin aukið herlið til lands- ins. Til að kóróna upplausn- ina, sagði rikasti hluti lands- ins, Katanga-héraðið, skilið við stjómina í Leopoldville. Allt lenti í öngþveiti. Sambandsstjórnin í Leo- poldville missti nú óðum alla stjórn á rás við- nú óðum alla stjórn á rás við- burðanna, hver flokkurinn eftir. annan greip til vopna og hvaðnæva að bárust fregnir af deilum og vopnaviðskiptum. Sambandsstjómin bað því Sameinuðu þjóðimar um hjálp og vísaði til þess, að belgískt herlið hefði skipt sér af inn- anlandsmálum Kongó. 14. júlí 1960 samþykkti öryggisráðið að senda herlið til landsins. Belgar höfðu samþykkt það að draga herlið sitt úr land- inu, en drógu það á langinn og ekki batnaði ástandið. Sambandsstjórnin sleit stjóm- málasambandi við Belgíu og fór fram á hernaðaraðstoð Sovétríkjanna. Jaínframt þessu neitaði Tsjombe og meðreiðar- sveinar hans i Katanga að taka við herliði Sameinuðu þjóðanna. Herliði Sameinuðu þjóðanna var fálega tekið í landinu enda íékk það vart við neitt ráðið, og aðalritari Sameinuðu þjóðanna fékk aldrei neitt umboð til þess að þvinga stjómina í Katanga til þess að láta að vilja Sam- bandsstjórnarinnar. Belgíska stjórnin neyddist þó til þess að láta undan sterku almenn- ingsáliti í heiminum og draga herlið sitt til baka frá Kat- anga. Stjómleysi Þegar á leið sumarið jókst enn upplausnin í landinu. Á- greiningur tók að magnast milli Lúmúmba, forsætisráð- herra, og Kasavúbú, sem kjör- inn hafði verið fyrsti forseti landsins. Lyktaði þeim ágrein- ingi svo, að Kasavúbú svipti Lúmúmba formlega embætti forsætisráðherra og skipaði Jósef Ileo í hans stað. Þjóð- þingið neitaði hinsvegar að viðurkenna þessar aðgerðir, og í þeirri almennu upplausn, sem nú rfkti, tók yfirmaður hers- ins, Móbútú hershöfðingi. völd- in í sinar hendur. í desember 1960 lét Móbútú handtaka Lúmúmba, sem yfirgefið hafði þær hersveitir Sameinuðu þjóð- anna. sem hann áttu að vernda. Móbútú afhenti síðar Lúmúmba stjórninni í Katanga, og í febrúar 1961 var það til- kynnt, að hann hefði verið myrtur. + Gizenga Eftirmaður Lúmúmba varð Antoine Gizenga sem verið hafði varaforsætisráðherra í stjóm hans. Gizenga var þess lítt fýsandi að hafa samstarf við herlið Sameinuðu þjóð- anna, og hvað eftir annað kom til átaka milli þess og her- sveita stjórnarinnar. í apríl var svo haldin ráðstfena í Coquil- hatville. Fundur þessi varð .mikill sigur fyxir . Kasavúbú forseta, sem Gizenga hafði raunar formlega sett frá emb- ætti. Fundurinn lýsti samþykki sínu við samstarf Kasavúbú og SÞ, og forsetinn fékk umboð til þess að beita valdi gegn þeim héruðum. sem ekki vildu vinna með sambandsstjóminni. Kasavúbú lét síðan handtaka Tsjombe og ákæra fyrir land- ráð, en honum var þó fljót- lega sleppt lausum aftur. Adoula 1 byrjun ágúst 1961 var mynduð ný sambandsstjóm í Leopoldville undir forystu Cyr- ille Adoula með Gizenga sem varaforsætisráðherra. Gizenga neitaði hinsvegar að koma til Leopoldville frá Stanleyville, en stofnaði í þess stað sinn eigin ,,Lúmúmba-flokk“ og gerði harða hríð að Sambands- stjóminni og Adcula. Eftir misheppnaða uppreisnartilraun hefur svo Gizenga mátt dúsa i fangelsi þangað til nú. Smám saman og hægt og hægt tókst herliði Sameinuðu þjóðanna að stöðva verstu óeirðirnar og hemaðinn í landinu, og Tsjombe, kvislingurinn frá Katanga, hefur verið í útlegð þangað til nú að hann snýr aftur. Stjóm Cyrille Adoula hefur lafað við völd fram á þenn- an dag. Aldrei hefur þó að- staða þeirrar stjórnar verið tiltakanlega sterk, hvorki á þingi né með þjóð. (Raunar er vafasamt í meira lagi að tala um þjóð í Kongó, íbú- Framhald á 9. síðu. ■iiiliiippiðillllliilil Komu þá‘ til inir vitrustu menn og skildu þá. Sögðu þeir svo, að betfir var fallið, að þeir sættust um þetta mál og gerðu skipgn á með sér glögglega, svo að eigi þyrfti oftar slika deilu um. Var þá stefnulagi á komið með þeim, og skip- uðu inir beztu menn og inir vitrustu. En á þeirri stefnu réðu þeir það svd, að samt kom með öllum, að hluti skyldi í skaut bera (Skaut merkir hér ferskeyttan dúk) og hluta með Grikkj- um og Væringjum, hvorir fyrri skyldu ráða eða róa eða til hafnar leggja og kjósa um tjaldstaði. Skyldi þvi hvortveggja una þá, sem hlutur segði. Síðan voru hlutir görvir og markaðir. Þá mælti Haraldur við Gyrgi: ,,Ég vil sjá, hvemig þú markar þinn hlut, að eigi mörkum við á eina lund báðir“. Hann gerði svo. Síðan mark- aði Haraldur sinn hlut og kastaði í skautið, og svo báöir þeir. En sá maður, er hlutinn skyldi upp taka, þá tók hann upp annan og hélt milli fingra sér og brá upp hendinni og mælti: „Þessir skulu fyrri ríða og róa og til hafnar leggja og kjósa sér tjaldstaði". Haraldur greip til handarinnai' og tók hlutmn og kastaði út á sjó. Síðan mælti hann: „Þessi var vor hlufur". Gyrgir segir: „Hví léztu eigi sjá fleiri menn?“ ,,Sjá nú“, segir Haralrur „þann er eftir er; muntu þar kenna þitt mark“. Sið- an var að hugað um þann hlutinn, og kenndu allir þar mark Gyrgis. Var það dæmt, að Væringjar skyldu kjöma kosti hafa um allt það, er þeir breyttu um. Fleiri hlutir urðu til þess, er þeir urðu ásáttir, og hlauzt jafnan svo ,að Har- aldur hafði sitt mál.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.