Þjóðviljinn - 22.07.1964, Qupperneq 3
MJðvfltudagur 33. JÖÖ 1964
HðomnnN
sj « i 3
ÍNN L06AR AUTI OCIRBUM A MILU
SVBRTINCJA 06 LÖ6RC6LU I HARLíM
Ruddaskap lögreglunnar mótmœlt fyrir
framan aðalbœkistöðvar SÞ í New York
NEW YORK 21/7 — Enn er mikil ólga, í Harlem, hverfi blökkumanna á
Manhattan í New York, og urðu þar aftur óeirðir í nótt, en þó ekki jafn
blóðugar og tvær undanfamar nætur. Fjölmennt lið vopnaðrar lögreglu
er á verði í hverfinu daga og nætur og allir lögteglumenn stórborgarinnar
eru við því búnir að verða kvaddir á vettvang ef á þeim þarf að halda.
Johnson forseti hefur farið hörðum orðum um óeirðirnar og fyrirskipað
sambandslögreglunni FBI að hefja rannsókn á upptökum þeirra. í gær
safnaðisf fjölmenni hvítra og þeldökkra manna fyrir framan aðalstöðvar
SÞ í New York til að mótmæla ofbeldi lögreglunnar.
<*>■
1 orðsendingu sem send var
frá Hvíta húsinu í Washington
í dag segir að það verði að
gera öllum ljóst í eitt skipti
fyrir öll að engum verði látið
haldast uppi að beita. ofbeldi
og lagabrotum.
Yfirmanni FBI. J. Edgar Hoov-
er, hefði verið falið að tilkynna
Rockefeller fylkisstjóra og
Mirrphy lögreglustjóra í New
York borg að sambandslögregl-
an mypdi framkvæma gagngera
rannsókn til að komast að því
hvort nokkur alríkislög hefðu
verið brotin.
Wagner fer heim
Borgarstjórinn í New York,
Robert Wagner, hefur verið í
orlofsferð í Evrópu, en er nú
lagður af stað heim vegna hins
viðsjárverða ástands í borginni.
J<jhnson forseti bauð staðgengli
hans ftlla þá aðstoð sem hann
kynni að óska eftir af hálfu
sambandsstjómarinnar. Sú að-
stoð gaeti einnig verið fólgin
í ráðstöfunum til að bæta hin
hörmulegu lífsskilyrði í Harlem
sem valdi örvinglan og óreiðu.
Ekki var hægt að ráða það af
orðsendingu Johnsons hvort
borgaryfirvöldin hefðu farið
fram á nokkra aðstoð.
Hins vegar tók blaðafulltrúi
forsetans fram að ekki hefði
enn komið til mála að senda
sveitir úr sambandshern/jm til
borgarinnar. Það hefði heldur
ekki verið rætt að sambands-
stjómin tæki sjálf við ráðum'
yfir lögreglunni í New York.
Ofbeldi mótmælt
Nokkur hundruð hvítra manna
og þeldökkra manna söfnuðust
í gærkvöld saman fyrir framan
aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna
í New York til að mótmœla
ofbeldi og ruddaskap lögr^gl-
unnar sem óspart hefur beitt
skotvopnum sínum 1 átökunum
við óvopnað fólk í Harlem, en
hún hefur skotið tvo menn til
bana, og var annar 15 ára gam-
all piltur.
Viðræður hafnar
Ein ástæða þess að nokkuð
hefur dregið úr óeirðunum síð-
asta sólarhring er sú að hafn-
ar eru viðræður milli vara-
borgarstjórans, Paul Screvane,
og leiðtoga blökkumanna. Ekk-
ert hefur þó enn frétzt af árangri
þeirra viðræðna.
Formaður mannréttindasam-
takanna CORE. James Farmer,
sakaði í gær lögreglu borgar-
innar fyrir að hafa beitt skot-
vopnum sínum að óþörfu. Hann
kvaðst hafa farið þess á leit
við Rockefeller fylkisstjóra að
hann athugaði hvort ekki væri
rétt að kallfl þjóðvarnarlið
fylkisins til vopna og láta það
taka við löggæzlu í Harlem af
lögreglunni.
í átökunum í nótt beitti lög-
reglan enn byssum sínum, en
hæfði þó engan í það skipti.
Þetta gerðist á einni aðalgöt-
unni í Harlem þar sem um
þúsund manns höfðu safhazl
saman.
Screvane varaborgarstjóri
sagði í nótt að mál lögreglu-
mannsins, Gilligans, sem skaut
blökkupiltinn PoweH til bana
yrði rannsakað og höfðað mál
gegn honum ef í ljós kæmi að
hann hefði skotið piltinn að ó-
sekju. Gilligan heldur því fram
að pilturinn hafi haft hníf á
lofti, en margir liónarvottar
rengja þann framburð.
Hætta á hörðum
átökum á Kýpur
Eldflaugar
Framhald af 12. síðu.
sögunni. hvort þær ráðstafan-
ir voru gerðar einvörðungu í
embættisnafni, eða í þágu al-
mannavama, en sýslumaður
er í nefnd þeirri, sem ásamt
forstöðumanni almannavama
og yfirmanni Landhelgisgæzl-
unnar gæta á aUs öryggis
vegna geimskots Frakkanna.
En þetta bann var þó afnum-
ið um helgina. enda létu þeir
frönsku sér það í léttu rúmi
liggja. Þeir sóttu skemmtanir
út fyrir sýslumörkin. Eln það
var annað verra, þegar sýslu-
maður 'tók af þeim rau.ðvinið.
Það þótti þeim skratti harka-
legar aðgerðir af yfirvaldsins
hálfu. —
sem vill.
NHKOSÍU 21/7 — Öfriðvættlegt
er nú á Kýpur og virðast all-
ar horfur á að brátt muni fyrir
alvöru skerast í odda milli þjóð-
arbrotanna og hersveita þeirra
sem fengið hafa liðsstyrk eg
hergögn bæði frá Tyrklandi og
Grikklandi.
Yfirmaður gæzluliðs SÞ á
eynni sendi í gær Ú Þant fram-
kvæmdastjóra skeyti og sagði
honum að ástandið væri nú orð-
ið mjög ískyggilegt. Skeytið
sendi hann eftir að hafa farið
í könnunarferð um eyna.
Bæði Tyrkir og Grikkir hafa
að undanfömu flutt hermenn
og hergögn til eyjarinnar og
hafa vamað gæzluliði SÞ að-
göngu að þeim stöðum á strönd-
inni þar sem skip þeirra leggja
að landi.
Papandreú, forsætisráðherra
Grikklands, kom í dag til Lomd-
on að ræða við brezku stjóra-
ina. Douglas-Home forsætisráð-
herra lagði enn að honum að
stöðva liðssendingar til Kýpur,
en Papandreú vísaði þeim til-
mælum á bug.
Flugvél búin til sprengju-
árásar á Kúbu stöivuS í USA
Raúl Castro segir að Kúbumenn muni ekki láta USA
ögra sér til óhappaverka, ítrekar samningatilboð
WASHINGTON og HAVANA 21/7 — Bandarískir toll-
gæzlumenn stöðvuðu í dag flugvél skömmu áður en hún
færi á loft, hlaðin fjórum sprengjum, sem kúbanskir út-
lagar ætluðu að varpa á Kúbu. Þeir gengust við því að
þetta hefði verið ætlun þeirra, en voru þó ekki teknir
höndum.
Það voru sömu útlagasamtökin
sem stóðu fyrir hinni misheppn-
uðu sprengjuárás og þeim árás-
um sem undanfarið hafa verið
gerðar á Kúbu af sjó. Leiðtog-
ar þeirra hörmuðu afskipti
bandarísku tollgæzlunnar og
sögðu að ætlunin hefði verið að
gera sprengjuárásina samtímis
þvi og ráðherrar Ameríkuríkj-
anna koma saman á fund í
Washington til að ræða kröfur
um refsiaðgerðir gegn Kúbu-
stjóm.
Varast óhappaverk
Raúl Castro, varaforsætisráð-
herra Kúbu, sagði í ræðu í gær-
kvöld að Bandaríkjamenn og
leppar þeirra væru nú að magna
ögrunaraðgerðir sínar gegn Kútra
í þeirri von að Kúbumenn end-
urgyldu þær. Þeir myndu hins-
vegar forðast öll óhappaverk
sem Bandaríkin gætu notað sem
tilefni til frekari árása á Kúbu.
Sem dæmi um ögranir Banda-
rikjamanna nefndi hann kúb-
anska hermarminn sem skotinn
var til bana við mörk flota-
stöðvar Bandaríkjanna í Guanta-
namo.
— Ráðamenn í Washington
vildu gjaman fá smástríð svona
rétt fyrir kosningar. sagði Raúl
Castro, en Kúbumenn munu ekki
láta egna sig til þess. Hann ítrek-
aði tilboð Fidels Castros í blaða-
viðtali nýlega til Bandaríkja-
stjómar um samningaviðræður
til að jafna ágreininginn milli
landanna.
Ráðherrafundur hafinn
Utanrí'kisráðherrar Bandalags
Ameríkuríkjanna komu saman í
Washington í dag og munu sitja
á rökstólum í fjóra daga. Til
fundarins er boðað til að „fjalla
koma í veg fyrir árásir og und-
irróðursstarfsemi Kúbumanna i
Vesturálfu".
Fundarstjóri var kosinn ut-
anríkisráðherra Brasilíu og var
að sögn gert til málamiðlunar.
Enda þótt rakin afturhaldsstjóm
sitji nú að völdum i Brasilíu
hefur hún ekki viljað ganga jafn
langt í refsiaðgerðum gegn Kúbu
og stjóm Venezúela t.d. sem
hefur krafizt þess að ríki róm-
önsku Ameríku hætti öllum við-
skiptum við Kúbu og baimi ailar
um ráðstafanir í því skyni að samgöngur við hana.
Aftur í gær gerSur aSsúgur aS
sendiráSi Frakklands í Saigon
SAIGON 21/7 — Enn í dag héldu áfram uppþot í Saigon,
höfuðborg Suður-Vietnams, sem beint var gegn Frökkum
og var aftur gerður aðsúgur að sendiráði þeirra í borginni.
Um 200 manna hópur ruddist inn í bygginguna, braut allt
og bramlaði og kveikti í bíl eins starfsmannsins.
Lögreglumenn stóðu á verði
um bygginguna, enda hafa slík-
ar árásir verið gerðar á sendi-
Bandaríki Afríku
eiga langt í land
KAlRÖ 21’/7 — Fundur stjóm-
arleiðtoga Afríkuríkja hefur
hafnað tillögu Nkrumah, forseta
Ghana, um að undinn yrði bráð-
ur bugur að því að stofna Banda-
ríki Afríku, og virðist augljóst
af undirtektum fundarmanna að
það á enn langt í land að sú
hugmynd verði að veruleika.
Hins vegar féllst fundurinn áað
skipa nefnd til að athuga með
og lái þeim hver j hverjum hætti bezt væri hægt
I að miða í þessa átt.
ráðið hvað eftir annað undan
famar vikur.
Það var þó augljóst að lögregl-
an hafði fyrirmæli um að veita
múgnum enga mótspymu. enda
lét hún undan síga þegar hann
nálgaðist. Þetta gerðist um fjög-
urleytið í morgun eftir staðar-
tíma og var enginn starfsmaður
þá staddur í byggingunni.
Enginn vafi er á að uppþotin
síðustu daga eru runnin undan
rifjum stjómarvaldanna sem á
þennan hátt vilja hefna sín á
Frökkum fyrir þá afstöðu de
Gaulle foreeta að semja beri frið
í Vietnam og gera landið hlut-
iaust. Leppur Bandaríkjamanna,
Khanh herehöfðingi, hefur farið
háðulegum orðum um de Gaulle
og tillögur hans.
Um helgina var að tilhkttan
stjómarvaldanna efnt til úti-
funda í Saigon til að minnast
Genfareamningsins um frið í
Indókína sem undirritaður var
fyrir tíu árum. Var þá m. a.
brotið minnismerki um fallna
franska hermenn og brúður í
líki de Gaulle og Ho Chi Minh,
forseta Norður-Vietnams, hengd-
ar upp í ljósastaura.
Varsjá
Framhald af 1. síðu.
hann stafa af þjóðemisr.embingi.
Þessi ágreiningur væri alvarleg-
ur, en vonir stæðu til að sigr-
ast mætti á honum. — Það er
verkefni sósíalistaflokkanna að
segja fyrir um hvorn veginn
við skulum fara, leið þjóðemis-
rembings eða alþjóðahyggju.
Hinir tveir erlendu flokksfor-
ingjamir sem boðið var til
Varsjár, Antonin Novotny, for-
seti Tékkóslóvakíu, og Walter
Ulbricht. forseti Austu r-Þýzka-
lands, fluttu einnig stutt ávörp
á hátíðarfundinum.
ÍST0R0 H.F.
AUGL ÝSIR
Bækur um vísindi og tækni á ensku:
Laktionov: Nordpolen (á sænsku)
S. Rumyantsen: Industrial Radiology Kr. 85,25
M. Nesturkh: The Races of Mankind — 58,00
I. I. Plyusnin: Reclamative soil science — 119,00
V. Alexeyev: Quantitative analysis — 146,25
A. Trusov: An introducion to the theory
of Evidence — 33,75
V. Dobrovolsky, K. Zablonsky, S. Mak,
A Radchik, L. Erlikh:
Machine Elements — 148,50
A. Riss: Y. Khodorovsky: Production
of Ferroalloys — 80,00
L. Levinson: Fundamentals of engineering
Mechanics — 101,00
A. S. Kompaneyets: Theoretical Physics — 254,50
V. V. Sushkov: Technical Thermodynamics — 96,25
A. Serebryakov, K. Yankovsky, M. Pleshkin:
Mechanical Drawing — 94,25
L. Gutenmacher: Thinking Machines —• 32,75
B. Paton: Electric slag Welding — 107,50
D. Maslov, V. Danilevsky, V. Sasov: Engineering
Manufacturing Processes — 130,75
Y. Lakhtin: Engineering Physical
Metallurgy — 110,75
V. Kovan: Fundamentals of process
Engineering — 156,75
I. Bomatsky, M. Kotrovsky, Y. Yargin:
Open Hearth Practice — 102,50
S. Targ: Theoretical Mechanics (a short
course) — 130,75
Perelman: Figures for Fun — 24,00
Perelman: Physics for Entertain-
ment I. — II. — 113,75
A. Markin: Power Galore — 10,00
V. Lebedev: Antarctika — 26,75
A. Oparin, V. Fesenkov: The Universe — 33,50
S. Pikelner: Physics of interstellar
Space __ 50,75
I. V. Meshchersky: Collection of Problems in
Theoretical Mechanics — 85,00
L. Levinson: Fundamentals of Engineering
Mechanics — 110,00
M. Kireyev and A. Kovarsky: Switchgear
Installation (A Manual for Installers
of all Switchgear and Pov/er
Lines) — 125,00
4
S