Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 29. september 1964 —•' 29. árgangur — 220. tölublað. Myndin hér að neðan er tekin eftir sprenginguna, sem varð 1 gasstöð í Valby í Kaupmannahöfn á laugardag. Fjórir létu lífið við spreng- inguna og 200 særðust. Ógurleg skelfing greip fólk í nágrenni við sprengistaðinn og héldu margir að heimsstyrjöld væri hafin og kjam- orkusprengju hefði verið varpað á Kaupmannahöfn. Tjón af spreng- ingunni er talið nema samtals rúmlega 300 milj- ónum (ísl. kr.). Orsök sprengingarinnar er enn ekki kunn. Sjá síðu 0 V I K A E F T I R Nú eru aðeins 7 dagar eftir, þar til dregið verður, en það er 5. október. Skil eru farin að berast víða að og fengum við ágaet skil utan af landi um þessa helgi, svo sem frá Sandgerði, Siglufirði, Hafn- arfirði og Ólafsvík svo nokkr- ir staðir séu nefndir. En bet- ur má ef duga skal. Deild- imar í Reykjavík eru ekki allar búnar að taka við sér enn, en nokkrar geysast á- fram svo sem 1. deild sem nú er komin í fyrsta sæti. Þessa viku sem eftir er verðum við að ganga hraust- lega til verks því happdrætt- inu verður ekki frestað. Við vonumst til að þeir sem ekki hafa gert skil enn létti und- ir með okkur í starfi og líti inn til okkar í skrifstofu happdrættisins Týsgötu 3. Þeir sem búa úti á landi geta gert upp við umboðs- menn eða sent okkur skil bednt til skrifstofu happ- drættisins. Röð deildanna er nú þannig: I. 1. deild, Vesturbær 59% 2.8. a deild, Teigar 50% 3. Norðvesturland 41% 4.5. deild, Norðurmýri 40% 5.10 b deiíd, Vogar 37% 6.15. deild, Selás 34% 7.8. b deild, Lækir 30% 8.3. deild, Skerjafjörður 26% 9. Reykjanes 25% 10. Vesturland 25% II. 4.a deild, Þingholt 23% 12 2. deild, Skjólin 22% 13.4.b deild, Skuggahv. 20% 14.6. deild, Hliðar 20% 15.9. deild, Kleppsholt 20% 16.14. deild, Kringlumýri 20% 17.11. deild, Háaleiti 15% 18 7. deild, Rauðarárh. 12% 19. Kópavogur 12% 20. Austfirðir 12% 21. Suðurland 10% 22.12. deild, Sogamýri 8% 23.13. deild, Blesugróf 5% 24. Norðurland 4% 25. Vestfirðir 2% Gerið skil! Síldaraflinn á miðnœHi sl. lauqardaq: Gamla afíametið fró sumrími 1962 hefur nú veríð slegið □ Samkvæmt síldveiðiskýrslu Fiskifélags íslands var heildarsíldaraflinn á sumrinu orðinn 2-413.737 mál og tunn- ur á miðnætti sl. laugardag og síðan hafa borizt á land rúm 50 þúsund mál og tunnur, þannig að síldaraflinn í sumar er nú orðinn meiri en nokkru sinni fyrr í sögu síldveiða hér við land. I hitteðfyrra, sem var metsíldveiði- sumar, veiddust alls um 2 miljónir og 400 þúsund mál og tunnur eða álíka magn og komið var á land um helgina. Síldveiðiskýrsla Fiskifélagsins er svohljóðandi: Sæmileg síldveiði var sl. viku. Þó veður hafi hamlað veiðum mikinn hluta vikunnar. Flotinn hélt sig aðallega S.A. af Seley. Um 50 skip stunda ennþá síld- veiðar fyrir austan. Vikuaflinn var 71.642 m. og tn. og var þá heildarafli á mið- nætti s.l. laugardag orðinn 2.413.737 mál og tn. en var í lok sömu viku í fyrra 1.646.225 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: í salt (upps. tn) 335.795 í fyrra 463.235 í frystingu (uppm. tn.) 35.484 í fyrra 33.424 í bræðslu (mál) I Vopnafjörður 2.042.458 í fyrra 1.149.566 I Seyðisfjörður Helztu löndunarhafnir eru: Neskaupstaður Siglufjörður 282.829 Eskifjörður Raufarhöfn 421.159 I Reyðarfjörður 221.494 408.071 345.625 183.249 137.601 43 skip msð 49 þúsund mál í fyrrinótt var ágæt veiði á síldarmiðunum fyrir Austurlandi og var sólarhringsaflinn hjá 38 skipum 42.750 mál og tunnur. Eftir kl. 8 í gærmorgun til- kynntu svo 5 skip síldarleitinni á Dalatanga afla sinn samtals 6300 tunnur. Hæstu skipin í fyrrinótt og gærmorgun voru Þórður Jónas- son 1900 tunnur, Gunnar 1800 tunnur, Viðey 1750 tunnur, Jón Kjartansson 1700, Sigurvon 1700, Helga Guðmundsdóttir 1700 mál og Hannes Hafstein 1500 mál, Er Þjóðviljinn átti tal við síld- arleitina á Dalatanga í gær- kvöld var ágætt veður á miðun- um og skipin byrjuð að kasta en ekki hafði frétzt um afla enda hefur aðalveiðin ver- ið um og eftir miðnætti und- anfarna sólarhringa. Vinstrisigur í Trésmiðafélagi Reykjavíkur og Verkalýðsfélaginu í Vestmannaeyjum Q Kosningar til Alþýðusambandsþings fóru fram um helgina í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur og Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja og sigruðu vinstri menn í báðum félögunum, í Trésmiðafélaginu með yfirburðum, fengu þar 306 atkvæði en B-listamenn 140. Allsherjaratkvæðagreiðslan í Trésmiðafélagi Reykjavíkur hófst á laugardag kl. 2 og stóð þá til kl. 10 og á sunnudag kl. 10—12 f.h. og kl. 1—10 e.h. Þátttaka í allsherjaratkvæða- af 631 á kjörskrá, eða rúmlega 71%. Þar af hlaut A-listinn, listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs, 306 atkvæði eða 68% en B-list- inn 140 atkvæði. Fjórir seðlar greiðslunni varð með minna j auðir og ógildir. móti, alls greiddu atkvæði 450 I í stjórnarkosningunum á þessu ári greiddu 539 atkvæði og hlaut A-listinn 316 atkvæði en B-list- inn 216 atkvæði. í allsherjarat- kvæðagreiðslu um fulltrúa á Al- þýðusamþandsþing fyrir tveimur árum, 1962, í Trésmíðafélagi Reykjavíkur, hlaut A-listi 280 atkvæði en B-listi 197. ' FULLTRUARNIR Fulltrúar Trésmiðafél. Reykja- víkur verða því þessir: Aðalfulltrúar: Jón Snorri Þorleifsson, Sturla H. Sæmundsson, Þórður Gísla- son, Hólmar Magnússon, Ásbjörn Pálsson, Sigurjón Pétursson. Varafulltrúar: Jón Sigurðsson, Einar L. Hagalínsson, Benedikt Davíðs- son, Marvin Hallmundsson, Kristján B. Eiríksson, Hallvarð- ur Guðlaugsson. Vestmannaeyjum, 28/9 — Alls- herj aratkvæðagreiðsla fór fram um helgina í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja um kjör fulltrúa til A.S.Í. þings og urðu úrslit þannig: A-listi, listi stjórnar og trún- aðarráðs, hlaut 96 atkvæði og B-listi hlaut 80 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir. Á kjörskrá eru 220. Aðalfull- trúarnir eru Engilbert Jónasson og Hermann Jónsson. Varafull- trúar Stefán Guðmundsson og Þórarinn Sigurbjörnsson. Kaup hœkk- ar við síldar- söltun við Faxaflóa ★ Á fundí Verkakvenna- félagsins Framsóknar á sunnudaginn var kynntur nýr samningur sem gerð- ur hefur verið um kaup við síldarsöltun. Gerðu verkakvennafélögin í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akranesi samninginn í byrjun þessa mánaðar, en Verkakvennafélag Kefla- víkur og Njarðvíkur mun einnig verða aðili að hon- um. ■yM Samkvæmt eamn- ingnum hækkar kaupið í ákvæðisvinnu við síldar- söltun á Faxaflóasvæðinu um 3.1% og 5% hækkun fæst á flokkunargjaldinu. ★ Við þá verkunarað- ferð sem hér er mest not- uð, að hausskera og slóg- draga millisíld, mun hækkunin nema liðlega, þremur krónum á tunnu, en við að lúmsalta síld nemur hækkunin rösklega tveimur krónum á tunnu. Aðrir liðir hækka álíka. ★ Samningurinn var undrirritaður 3. september. Sljórnarkjör í Sósíalistafélaginu í Eyjum Vestmannaeyjum, 26/9 — Síð- astliðinn miðvikudag fór fram stjórnarkjör í Sósíalistafélagi Vestmannaeyja og stjórnin þannig skipuð. Gunnar Sigur- mundsson, formaður, Tryggvi Gunnarsson, varaformaður, Ást- geir Ólafsson, ritari, Hafsteinn Stefánsson, gjaldkeri og með- stjórnendur Sigurður Stefánssorv Hermann Jónsson og Jón Þórð- arson. 4 »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.