Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. september 1964 ----- ---------------------------ÞJÖÐVILJINN Iðnaðardeild gefur út leiðbeingarrit um einangrun íbúðarhúsa -----------------------SlÐA <2 Ný sovézk farþegaþota Aðalkaflaheiti bókarinnar eru þessi: Varmaleiðni einangrun- arefna. Reikningur á kólnunar- tölum (k-gildum) fyrir ein- Staka byggingarhluta. Um raka. Varmatap frá íbúðarhúsum. f inngangsor0um bókarinnar segir m.a.: Rannsókn einangrunarefna var eitt af fyrstu verkefnum, sem tekin voru fyrir í Iðnaðar- deild eftir að Atvinnudeild há- skólans tók til starfa í sept. 1937. Forstjóri deildarinnar, Trausti Einarsson, annaðist sjálfur þessar rannsóknir lengi framan af og eru niðurstöður hans birtar í skýrslum Iðnað- ardeildar (1938—1946). Árið 1945—1947 starfaði Vil- hjálmur Guðmundsson efna- verkfræðingur að rannsókn byggingarefna hjá Iðnaðardeild og árin 1946—1960 Haraldur Ásgeirsson efnaverkfræðingur. Síðustu tvö árin (1962—1964) hefur Haraldur verið ráðgef- andi verkfræðingur hjá Iðnað- ardeild í rannsókn byggingar- efna, en deildin hefur ekki haft fastráðinn sérfræðing á þessu sviði um skeið. Árið 1958 fluttust byggingar- efnarannsóknir í rúmgott leigu- húsnæði að Lækjarteig 2, og varð þá allmikil aukning í starfsemi fyrst i stað. Rannsóknarráð ríkisins beitti sér mjög fyrir eflingu bygg- ingarannsókna um þessar mundir og kom m.a. á sam- starfi Iðnaðardeildar og Hús- næðismálastofnunar ríkisins í þessu skyni. xFyrir forgöngu Húsnæðismálastofnunarinnar var á árinu 1960 íslenzkur koma bandariska sérfræðings- ins Davisons hingað til lands i febrúar 1960, einnig á vegum Sameinuðu þjóðanna. Davison starfaði við byggingaefnarann- sóknir Iðnaðardeildar Atvinnu- deildar háskólans, að undir- búningi og skipulagningu rann- sókna og tilrauna og annarrar tæknilegrar starfsemi til end- urbóta á sviði íbúðarbygginga. Fyrsti þátturinn í þeim rann- □ Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans hef- ur sent frá sér nýtt rit, sem nefnist „Einangrun íbúðarhúsa", 68 blaðsíðna bók með mörgum skýringarmyndum og línuritum. Höfundur er Guðmundur Halldórsson verkfræðingur. verkfræðingur, Erlingur Guð- mundsson, sendur utan til að kynna sér rannsóknir til lækk- unar á byggingarkostnaði, og var til þeirrar farar fengin tækniaðstoð frá Sameinuðu þjóðunum. Annar liður í sam- starfi þessara stofnana var sóknum til lækkunar á bygg- ingarkostnaði, sem þarna voru ráðgerðar, var athugun á ríkj- andi ástandi á sviði íbúða- bygginga og samanburður við aðrar þjóðir. Niðurstöður þeirra athugana kom út á veg- um Iðnaðardeildar Atvinnu- A bítlahljómleikum í Svíþjéð Bítlaæðið hefur víða gripið um sig. Myndina hér fyrir ofan birti sænska tímaritið Svensk Dam- tidning í sumar. Hún var tekin á bitlahljómlcikum og þarfnast ekki frekari skýringa. PRESTAR 0G LEIKMENN KOSNIR Á KIRKJUÞING A þessu sumri fór Iram kosning til Kirkjuþings hinn- ar íslenzku þjóðkirkju. Er landinu skipt í 7 kjördæmi og er einn prestur og einn leikmaður kosinn í hverju kjör- dæmi. Auk þess kýs jiðfræði- deild háskólans einn fulltrúa. Atkvæði. voru talin í skrif- stofu biskups 24. — 25. þ.m. og voru þessir þingmenn kjömir. I. KJÖRDÆMI: Prestar: Aðalmaður: Síra Gunnar Árna- son, Reykjavík 1. varam.: Síra Sigurjón Árna- son, Reykjavík. 2. varam.: Síra Jón Thoraren- sen, Reykjavík Leikmenn: Aðalm.: Þórður Möller, yfir- læknir, Reykjavík. 1. varam.: Ástráður Sigur- steindórss , skólastj. Rvík. 2. varam.: Magnúús Gíslason, námsstjóri, Reykjavík. II. KJÖRDÆMI: Prestar: Aðalm.: Síra Þorgrímur Sig- urðsson, prófastur, Staðast. 1 varam.: Sira Sigurjón Guð- jónsson, prófastur, Saurbæ. 2. varam.: Síra Guðm. Þor- steinsson, Hvanneyri. Leikmenn. Aðalm.: Steingr. Benediktsson, Framhald á 9. síðu. deildar háskólans sem nefndar- álit um lækkun húsnæðiskostn- aðar í mai 1960. Þar voru dregnar fram fjöldamargar staðreyndir, sem hlutu að vekja hvern mann tll umhugs- i unar um nauðsynlegar endur- j bætur á sviði íbúðabygginga. T.d. kom í ljós, að við íslend- ingar verjum næstum helm- ingi meira af þjóðarframleiðslu okkar til ibúðabygginga en aðr- ar þjóðir gera, en fáum þó fyr- ir þessa peninga litlu eða engu fleiri íbúðir en þær. Slíkar og aðrar svipaðar niðurstöður Ieiddu til þeirrar ályktunar að auka bæri mjög verulega rann- sóknir til lækkunar á bygging- arkostnaði. Var þvi gerð 5 ára áætlun um eflingu slikra rann- sókna og kynningarstarfsemi á þessu sviði í samráði við Húsnæðismála- stofnun ríkisins, sem lagði fjármagn til starfseminnar, var ákveðið að fyrsti þátturinn i bessari kynningarstarfsemi vrði útgáfa rits um einangrun íbúðarhúsa. Var Guðmundi j Halldórssvni verkfræðingi. sem þá var ráðinn til byggingar- efnarannsókna Iðnaðardeildar háskólans, falið að vinna verk þetta í samráði við sérfræðinga bæði innan stofnunarinnar og utan. j Kynningarrit um einangrun íbúðarhúsa varð fyrst fyrir valinu vegna þeirrar miklu þýðingar, sem einangrun hef- ur bæði fyrir einstaka byggj- endur og einnig fyrir þjóðar- búskap okkar íslendinga, sem búum við þá hnattstöðu, að unphitunar er þörf allt árið. 1 2 Árleg varmanot.kun okkar til upphitunar íbúðarhúsa mun nú | nema á þriðja hundrað miljón- I um króna. Það er mikilvægt, ! að vel sé með þetta fé farið. I Þegar það er haft í huga, að rétt einangrun dregur ekki eingöngu stórlega úr þessum kostnaði. heldur sparar jafn- framt stórfé í minnkandi við- haldskostnaði íbúðarhúsa, auk þess sem hún hefur mjög heilsubætandi áhrif, sést, að það er þjóðfélagsleg skylda okkar að hyggja vel að réttri einangrun. Þótt það sé á almanna vit- orði, að einangrun íbúðarhúsa er nauðsynleg hér á landi, mun byggjendum ekki jafnljóst, hversu mikils virði það er að auka einangrunina fram yfir þær kröfur, sem gerðar eru í byggingarsamþykktum. Byggj- endum er kunnugt um það að hús eru ekki eingöngu einangr- uð gegn varmatapi, heldur jafn- framt gegn raka. Allir hafa séð hvernig raki daggar á rúðum, en hinu er síður veitt eftir- tekt, að hið sama gerist í illa einangruðum veggjum. Rakinn safnast þar íyrir, flöktir og veldur oft stórkostl. skemmd- um. Þess ber þó að minnast, að raki er samnefnari fyrir allar byggingarskemmdir. Ekki er því nægjanlegt að einangra mikið, heldur eins nauðsynlegt að einángra rétt. Það er von Iðnaðardeildar Atvinnudeildar háskólans að rit þetta eigi eftir að koma húsbyggjendum að miklum notum, og að það reynist hand- hægt bæði við kennslu í skól- um og á námskeiðum og eins við úrlausnir verkfræðinga og 'ðnaðarmanna í byggingariðn- aði. Vill stofnunin þakka öll- um þeim sem að útgáfu þessa >-its hafa unnið, og þá sérsiak- lega Húsnæðismálastofnun rík- isins. sem mjög hefur stuðlað að útgáfu þess og sýnt hefur sérstakan skilning á nauðsyn rannsókna til lækkunar á bygg- ingarkostnaði. Þessar myndir eru af nýj- ustu sovézku farþegaþotuiini TU-I34. Iíún getur flutt 64 farþega og líkist nokkuð að ytra útliti TU-124 þotunni. Þrýstilofshreyflarnir á þess- um nýja farkosti eru þó afí- ast á vélarskrokknum og er hávaði frá hreyflunum af þcim sökum minni en elia. Sagt er að þessi nýja þota verði hagkvæmari í rekstri en nokkur hinna fyrri af Tupoléf-gerðinni. Hún er til- tölulega létt, getur náð allt að 900 km: hraða á klukku- stund og flogið lengra en TU-124 þotan. m FLUGIÐ írá Iðn- þingi Islendinga Til viðbótar fyrri álykt- unum iðnþings sem birtar hafa verið hér í blaðinu. koma þessar til viðbótar, en þær fjalla um húsnæðis- og lóðamál iðnaðarins, iðn- iðarbankann, áætlunargerð í iðnaði, verðlagsmál og tollamál. 26. Iðnþing íslendinga fagn- ar þeirri miklu innlánsaukn- ingu, sem varð hjá Iðnaðar- bankanum á s.l. ári. Jafnframt hvetur Iðnþingið alla iðnaðarmenn til þess að beina viðskiptum sínum til bankans og ávaxta fé sitt ' innlánsdeild hans, svo að bankinn geti veitt iðnaðinum frekari fyrirgreiðslu. Iðnþingið ítrekar óskir sínar þess efnis, að Iðnaðarbankan- um verði veitt heimild til gjaldeyrisverzlunar, svo að bankinn geti veitt viðskipta- mönnum sínum þjónustu á þessu sviði bankaviðskipta. 26. Iðnþing íslendinga skor- ar á stjórn Landssambands iðnaðarmanna að leita eftir samstarfi við Hagsfofu Islands, Efnahagsstofnunina. Iðnaðar- málastofnun íslands o.fl. um að gerð verið áætlun um hlut- deild hins faglega iðnaðar i bjóðarbúskapnum á næstu 10 árum Iðnþingið leggur áherzlu á, að und:rbúningi að áætlun- argerð þessari verði hraðað eftir því, sem tök eru á og verði næsta Iðnþingi gerð grein fyrir gangi málsins. 26. Iðnþing Islendinga bein- ir þeim tilmælum til stjómar Landsrambands iðnaðarmanna, að hún beiti sér fyrir því við ríkisstjórnina, að hún hefji nú þegar undirbúning að afnámi verðlagsákvæða í þeim grein- um iðnaðar, sem enn heyra undir verðlagsákvæði. 26. Iðnþing Islendinga telur, að breytingar, sem gerðar hafa miðað í rétta átt og orðið iðn- aðarmönnum og iðnaðinum til hagsbóta. Jafnframt óskar Iðnþingið þess, að iðnaðarsamtökunum sé gefinn kostur á því að fylgj- ast með þeim breytingum, sem verið er að vinna að á toll- skránni. 26. Iðnþing íslendinga fagnar því, að ný iðnaðarhverfi hafa verið skipulögð í Reykjavík og hvetur til þess, að undirbún- ingsframkvæmdum þar verði flýtt, svo að unnt sé að hefja uppbyggingu hverfanna sem fyrst. Jafnframt beinir Iðnþingið því til bæjar- og sveitarfélaga, að þau skipuleggi sérstök iðn- aðarhverfi og leysi þannig lóðamál iðnaðarins. Um leið leggur Iðnþingið áherzlu á, að iðnað'num sé ekki iþyngt með háum lóðagjöldum, sem greið- ast eiga um leið og bygging- arframkvæmdir eru að hefjast, heldur verði heimilað að greiða lóðagjöldin á lengri tíma en nú á sér stað. 26 Iðnþing Islendinga bein- ir þeim tilmælum til félags- samtaka iðnaðarmanna utan Reykjavíkur, að þau kanni möguleika á því, að iðnaðar- menn og iðnfyrirtæki leysi húsnæðismál sín á félagsleg- um grundvelli, enda sé með þvf stefnt að því að lækka byggingarkostnað, flýta fram- Framhald á 9. síðu. Á þriðja hundrað miljón króna varió árlega til upphitunar ibiíðarhúsa \ i k i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.