Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 12
21. þingi Æskulýðsfylkingarinnar
lauk í Hafnarfirði á sunnudagskv.
Um síðustu helgi var 21. þing Æskulýðsfylkingarinnar haldið í Góðtemplarahúsinu í
Hafnarfirði. Þingið var sett á föstudagskvöld klukkan 20.30 en slitið á miðnætti aðfara-
lllllll nótt gærdagsins.
Þingið sóttu um 60 fulltrúar og gestir víðsvegar að af landinu. Þingið samþykkti all
lllllll margar ályktanir og voru helztar húsnæðismála-, æskulýðsmála- og stjórnmálaályktan-
ir. Málefni ungra sósíalista voru mjög rædd og var ljóst af umræðum að einhugur og
mikill baráttuvilji er hvarvetna ríkjandi í röðum ungra sósíalista.
Farþegi ræðst á
legubílstjóra
í gaerkvöld réðst farþegi á
leigubílstjóra sem var að aka
með hann og tók hann hálstaki.
Atburður þessi átti sér stað á
mótum Lönguhlíðar og Miklu-
brautar. Tveir farþegar voru í
leigubílnum og misstu þeir vín
niður í bílinn og talaði bílstjór-
inn höstuglega til þeirra. Skipti
þá engum togum að annar far-
þeginn réðist á bílstjórann og
tók hann hálstaki. Bílstjórinn
gat þó stöðvað bifreiðina áður
en slys hlauzt af í umferðinni
og kallað á hjálp í talstöðina.
Tók lögreglan óróasegginn í sína
vörzlu en hann var mikið
drukkinn.
Gunnar Guttormsson, fráfar-
andi forseti Æskulýðsfylkingar-
innar setti þingið með stuttri
ræðu en síðan tók til máls Ein-
ar Olgeirsson, formaður Sósíal-
istaflokksins, og flutti þinginu
kveðjur flokksins.
Að loknum ræðum þessum
skilaði kjörbréfanefnd áliti sínu
og voru öll kjörbréf samþykkt
með lófataki. Þá var kjörið í
ýnefndir og starfsmenn kosnir.
Helztu nefndir voru allsherjar-
nefnd, stjómmálanefnd, hús-
næðismálanefnd og æskulýðs-
málanefnd.
Forsetar þingsins voru kjöm-
ir: • Hrafn Magnússon, Logi
Kristjánsson og Kristján Guð-
mundsson en ritarar Bjami
Zóphóníasson, Guðrún ína 111-
ugadóttir og Gylfi Guðjónsson
Skýrslur og umræður
Fundur var setbur kl. 10 f.h.
á laugardag. Fyrst flutti Gunn-
ar Guttormsson skýrslu Sam-
bandsstjómar og síðan fluttu
formenn hinna ýmsu deilda
skýrslur sínar. Augljóst var af
skýrslum þessum að starfið
hafði víða verið afar blómlegt
á tímabilinu einkum í hinni
nýstofnuðu deild í Grafar-
nesi og í Hafnarfjarðardeildinni.
lyjabátur stækkar
évænt um tvö tonn
□ VESTMANNAEYJUM 28/9 — I dag eru síðustu bát-
arnir að taka upp nótina frá síldveiðum sumarsins hér við
Eyjar. Fimmtán bátar frá Eyjum stunduðu síldveiðar í sum-
ar á heimamiðum og var aðalveiðisvæði þeirra vestan og
norðan við Surtsey. Þá sóttu þeir líka dágóðan afla undan
Skaftárósi um tíma í sumar.
Aflahæstu bátar á þessum
síldveiðum eru Pétur Ingjalds-
son með 21700 tunnur og Reynir
með 21200 tunnur.
Heildarafli frá júní til dagsins
i dag er 215 þúsund tunnur. Á
sama tíma í fyrrasumar var afli
Eyjabáta á heimamiðum 123
þúsund tunnur. Þessi síld hefur
farið eingöngu í bræðslu fyrir
utan þúsund tunnur til frysting-
ar.
Stækkar um tvö tonn
Rétt fyrir hádegi átti að fara
fram uppgjör við skipshöfnina
á Huginn VE og var afli þeirra
fjórtán þúsund tunnur í sumar.
Skipshöfnin mæti á skrifstofu
útgerðarfélagsins og fékk þá allt
í einu að sjá nýtt mælingabréf
fyrir bátinn og hafði hann þá
stækkað um tvö tonn á papp-
írnum. Þeim kom þetta spánskt
fyrir sjónir, þar sem báturinn
er skráður sextíu tonn að stærð
í öllum sjómannaalmanökum og
þannig er til dæmis báturinn
skráður í „Skrá yfir íslenzk
skip — 1964“, sem er útgefið
af Skipaskoðun ríkisins og þá
Framhald á 9. síðu.
Starf Reykjavíkurdeildarinnar
hefúr verið mjög gott á tíma-
bilinu. Talsverðar umræður
urðu um skýrslurnar.
Stjórnmálaályktanir
Stjórnmálaályktanir voru því
næst teknar til umræðu. Logi
Kristjánsson lýsti áliti stjórn
málanefndar um st’ó. nmálaá-
standið. AUmiklar umræður
spunnust um ályktunina og að
lokinni fyrri umræðu um hana
var tekið fyrir álit æskulýðs-
málanefndar. Gisli B Bjömá-
Framhald á 9. síðu.
100 þús. kr. Ijós-
myndavélum stolíð
I I Aðfaranótt sl. sunnu- hver verður þess var að verið
dap var tveim Ijóemynda- HWbl.dmyada-
velum að verðmæti um 100
þús. krónur stolið frá sænsk-
um ljósmyndara er hann var
að bóka sig inn á gististað j
hér í borginni.
Þriðjudagur 29. september 1964 — 29. árgangur — 220. tölublað
Atburður þessi gerðist um kl.
1 um nóttina. Svíinn sem er
mjög kunnur atvinnuljósmynd-
ari, Lennart Carlin að nafni,
hafði leitað gistingar á hóteli
Viðars Thorsteinssonar að
Snorrabraut 52 og skildi hann
farangur sinn eftir á stigapalli
á fyrstu hæð hússins á meðan
hann var að skrá sig í gestabók-
ina. Er hann hugðist taka far-
angurinn og bera hann inn í
herbergi sitt saknaði hann tösku
með tveim mjög dýrum og full-
komnum ljósmyndavélum af
Hasselbladgerð. Mun hvor vélia
um sig ásamt linsum og tösku
kosta milli 50—60 þúsund krón-
ur hér í verzlunum.
Mjög fáar ljósmyndavélar af
þessari gerð munu vera til hér á
landi og eru það vinsamleg til-
mæli rannsóknarlögreglunnar að
menn geri henni aðvart ef ein-
\ f
Svört leðurtaska, Kali-Bag', ut-
anmál, 18x25x35 cm.
444 hvalir
veiddust
Akranes, 28/9 — Á hvalveiði-
vertíðinni veiddust 444 hvalir og
er það fimm fleira en á síð-
ustu vertíð. Hinsvegar hefur það
nú komið í ljós hjá hvalstöðinni
í Hvalfirði, að þeir fá nú 400
tonnum minna af mjöli og 200
tonnum minna af lýsi en á síð-
ustu vertíð. Áttatíu manns unnu
hjá hvalstöðinni í sumar og sex-
tíu manns á hvalveiðibátunum.
Hasselblad 1000 F með 80 mm
Tessar linsu og tveimur auka-
y' linsum 60 mm Distagon og 135
mm Sonnar
Hasselblad „Super Wide“
38 mm Biotar linsn
með
AREKSTRAR
Þessi mynd er tekin síð-
degis í gær á Laugvegin-
om á móts við verzlunina
Vík en þar höfðu þrír bíl-
ar lendi í árekstri. Þar var
um aftan ákeyrslu að ræða
en þær gerast nú tíðar.
Á sunnudag varð hins
vegar mjög harður árekst-
ur á mótum Grensásvegar
og Miklubrautar. Var Fíat-
bifreið ekið inn á Miklu-
brautina og lenti hún á
Mercedes Benz bifreið er
kom eftir Miklubrautinni.
Kastaðist hin síðarnefnda á
bifreið er stóð við Grens-
ásveginn og sú bifreið aft-
ur á fjórðu bifreiðina er
stóð rctt þar hjá. Tvær
fyrst töldu bifreiðarnar
skemmdust mjög mikið og
varð að flytja þær burt
með kranabíl. Meiðsl urðu
ekki á mönnum.
Sjálfkjörið í Þrótti á Siglufirði
Sl. laugardagskvöld kl. 9 rann
út frestur til þess að skila fram-
boðslistum til fulltrúakjörs á
Alþýðusambandsbing í Verka-
mannafélaginu Þrótti á Siglu-
firði. Aðeins einn listi barst
borinn fram af stjórn og trún-
aðarmannaráði og varð hann
því sjálfkjörinn.
Aðalfulltrúar á ASÍ-þingi
verða Gunnar Jóhannsson, Osk-
ar Garibaldason, Þorvaldur Þor-
leifsson, Jón Kr. Jónsson og
Kolbeinn Friðbjamarson. Vara-
fulltrúar eru Hannes Baldvins-
son, Páll Jónsson, Anton Sigur-
bjömsson, Jörgen Hólm og
Sveinn P. Bjömsson
Nót, sveinafél. netagerðarmanna
Aðalfulltrúi Nótar, sveinafé-
lags nétagerðarmanna í Reykja-
vík, á Alþýðusambandsþing var
kjörin Halldóra Guðmundsdótt-
ir, varafulltrúi var kjörinnÞórð-
ur V. Þorfinnsson.
Launafélag járniðnaðarmanna á
Akureyri
Akureyri, 28/9 — Síðastliðið
föstudagskvöld fór fram kjör
fulltrúa til A S.l.-þings á fundi
í Launafélagi jámiðaðarmanna á
Akureyri og hlaut kosningu
Bjöm Kristinsson með 20 at-
kvæðum.
Mótframbjóðandi var formað-
ur félagsins, Sveinn Ófeigsson,
og hlaut hann 17 atkvæði.
Fjórtán nýir menn gengu í fé-
lagið og fengu réttindi þess.
Voru það allt menn, sem lengi
hafa unnið í faginu, en hafa
ekki tilskilin próf.
Þegar fulltrúar voru kjömir
fyrir síðasta A.S.I.-þing, varð
jafntefli milli hinna tveggja
frambjóðenda og varð það úr,
að enginn fór frá félaginu á
þing A.S.l.
Á hádegi í dag rann út frest-
ur til þess að skila listum í
Bílstjórafélagi Akureyrar. Tveir
listar verða í kjöri og verður
tekin ákvörðun um tilhögun at-
kvæðagreiðslu á fundi í félaginu
í kvöld.
Vkvfél. Framsókn kýs 17 fulltrúa
á þing ASÍ
Verkakvennafélagið Framsókn
hélt fund á sunnudaginn og var
verkefni hans m.a. fulltrúakjör
á Alþýðusambandsþing. Kýs
Framsókn 17 fulltrúa á þingið.
fram kom einn listi frá stjórn
og trúnaðarmannaráði félagsins
og urðu þessar konur því sjálf-
kjörnar fulltrúar Verkakvenna-
félagsins Framsóknar á þingið:
Aðalfulltrúar:
Jóhanna Egilsdóttir, Jóna
Guðjónsdóttir, 1 Guffbjörg Þor-
steinsdóttir, Ingibjörg Bjarna-
dóttir. Ingibjörg Örnólfsdóttir,
Þórunn Valdimarsdóttir, Pálína
Þorfinnsdóttir, Guðrún Þorgeirs-
dóttir, Hulda Ottesen, Guðbjörg
Brynjólfsdóttir, Guðrún Björns-
dóttir, Guðbjörg Guðmundsdótt-
ir, Línbjörg Árnadóttir, Kristín
Símonardóttir, Jenný Þorsteins-
dóttir, Inga Jenný Þorsteinsdótt-
ir, Helga Guðmundsdóttir.
Varafulltrúar:
Helga Guðnadóttir, Kristbjörg
Jóhannesdóttir, Anna Guðna-
dóttir, Guðmunda Ólafsdóttir,
Agnes Gísladóttir, Elín Guð-
laugsdóttir, Guðrún Stephensen,
Sveinborg Lárusdóttir, Guðrún
Ingvarsdóttir, Kristín Andrés-
dóttir, Bergþóra Steinsdóttir,
Guðbjörg Einarsdóttir, Áslaug
Jónsdóttir, Sigurrós Rósinkrans-
dóttir. Ingibjörg Stefánsdóttir,
Sigfríður Sigurðardóttir, Sigríð-
ur Sigurðardóttir.
Sjálfkjörið í Frama
Framboðsfrestur hjá Bifreiða-
stjórafélaginu Frama um kjör
7 aðalfulltrúa og 1 varafulltrúa
félagsins á 29. þing Alþýðusam-
bands fslands var útrunninn kl
5 e.h. föstudaginn 25. sept. sl.
Fraan kom aðeins einn Iisti,
og voru því sjálfkjörnir eftir-
taldir menn:
Aðahnenn:
Bergsteinn Guðjónsson,
Pétur Kristjánsson,
Kristján Þorgeirsson,
Óskar Jónsson,
Jakob Þorsteinsson,
Lárus Sigfússcn,
Pétur Jónsson.
Varamenn:
Gestur Sigurjónsson,
Einar Steindórsson,
Hörður Guðmundsson,
Torfi Markússon,
Páll VaJmundsson,
Páll Eyjólfsson,
Jens Pálsson.
Sjálfkjörið í Vkvfélagi Keflavíkur
og Njarðvíkur
Verkakvennafélag Keflavíkur
og Njarðvíkur hefur valið full-
trúa sína á Alþýðusambands-
þing. Kom aðeins fram einn
listi, listi stjórnar félagsins og
trúnaðarmannaráðs og varð hann
því sjálfkjörinn.
Þessar konur voru þannig
kjörnar fulltrúar félagsins á Al-
þýðasambandsþing.
Aðalfulltrúar:
Vilborg Auðunsdóttir, Eva
Yngvadóttir, Guðrún Eiríksdótt-
ir, Ásta Kristjánsdóttir.
Varafulltrúar:
Jóna Þorfinnsdóttir, Olga Jóns-
dóttir, Ásta Þórðardóttir, Anna
Pétursdóttir.
Sjálfkjörið á Akranesi
Um helgina rann út frestur
til að skila framboðslistum til
fulltrúakjörs á Alþýðusambands-
þing í Verkalýðsfélagi Akraness.
Aðeins einn listi barst frá stjórn
og trúnaðarmannaráði og varð
hann sjálfkjörinn. AI..lfulltrúar
yoru kjöruir Guðmundur Kr.
Ólafsson, Herdís Ólafsdóttir, Ein-
ar Magnússon cg skúli Þórðar-
son. Varafulltrúar: Hálfdán
Sveinsson, Bjarnheiður Leósdótt-
ir, Þorsteinn Þorvaldsson og Jón
Guðjónsson.
*