Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. september 1964 HðSVIUINN SlÐA 5 % ÍA vann KR 4:1—utanbæjar- félögin eru efst í 7. deild og er Donni með hann haegra meg.nn, greiðir snilldarlega úr varnarhnút, er myndazt hafði, og leikur á hópinn og sendir knöttinn fyrir til Eyleifs sém skallar i markið á síðustu mín. leiksins. Þannig lauk þessari viðureign þessai'a gömlu keppinauta með sann- gjörnum sigri Akraness, eins og fyrr sagði. Ekki var sú spenna í leikn- um sem búast má við i hrein- um úrslitaleik, en þó var hann á köflum nokkuð góður og skemmtilegur. Liðin: Högni Gunnlaugsson, fyrirliði ÍBK, gengur út af vellinum með bikarinn á lofti en Akurnesingar og KR-ingar raða sér upp sitt hvoru megin og hylla íslandsmeistarana. (Ljósm. Bj. Bj.). Q Síðasti leikur íslandsmótsins 1964 fór fram á Laugardalsvellinum á sunnudag og áttust þar við Akurnesingar og KR. Baráttan stóð um ann- að sætið í deildinni, því að Keflvíkingar voru þegar búnir að tryggja sér fyrsta sæti og voru þar mættir til að veita íslandsbikarnum viðtöku og flytja hann til Suðurnesja í fyrsta sinn. Barátta liðanna var allhörð og nokkuð jafnari en mörk- in benda til, en eigi að síður var lið Akraness KK- og ís?,r Bi°rn knottmn ° við 16 m. linuna, og að hon- um sækja bæði Hreiðar og Heimir, en þeir eru aðeins of seinir, og tekst Birni að skalla yfir Heimi, sem er á hlaupum fram til að handsama knött- inn, og svífur hann í róleg- um boga inn í mannlaust markið. Þórður er oft virkur og kringum hann skapast hættur komið í veg fyrir að Hörður skoraði, mjög ákveðið og yfir- vegað. Satt að segja fannst manni sem allt gæti gerzt, því að við þetta bættist að á næstu mín- útu ver Pétur Jóhannesson á línu skot frá Ellert. Skaga- mönnum tekst þó að bægja hættunni frá, og aftur ná þeir betri tökum á leiknum og á 20. mínútu sækja þeir að vörn mun betra og sigur þess verðskuldaður. Lið Akraness: Helgi Dan- íelsson, Pétur Jóhannsson, Bogi Sigurðsson, Sveinn Teitsson, Kristinn Gunn- laugsson, Rtkarður Jóns- son, Halldór Sigurbjöms- son, Eyleifur Hafsteinsson, Björn Lárusson, Skúli Há- konarson, Guðjón Guð- mundsson. Lið KR: Heimir Guðjóns- son, Hreiðar Ársælsson, Bjarni Felixson, Þórður Jónsson, Hörður Felixson, Arsæll Kjartansson, Hörð- ur Markan, Sveinn Jónsson, Öskar Sigurðsson, Ellert Schram, Gunnar Guð- mannsson. 1 fyrstu var leikurinn nokk- uð jafn, og höfðu bæði liðin tækifæri sem voru misnotuð. Þannig var Eyleifur í allgóðu færi eftir sendingu frá Donna en skotið fór framhjá. Nokkru síðar var Öskar Sigurðsson í ágætu færi, en skotið var held- ur lint og fór framhjá. Nokkru eftir miðjan hálfleikin var Sveinn Jónsson í ágætu færi, en það fór á sömu leið, skot- ið fór framhjá og í hliðarnet. Þótt Akranes væri yfirleitt heldur meira í sókn þennao hálfleik. sóttu KR-ingar ann- að slagið og ógnuðu marki Akraness, varð Helgi að leggja sig verulega fram til að bjarga skoti frá Óskari Sigurðs, en úr því varð hom. Um þetta leyti varð Ríkarð- ur að yfirgefa völlinn vegna smá meiðsla á fæti, en hann lék sem framvörður og gerði það mjög laglega og kunni þessa nýju stöðu eins og hann hefði ekki annars staðar leik- ið En þá kom inn bróðir hans Þórður Jónsson sem vinstri út- herji, en útherjinn Guðjón Guðmundsson var framvörður eftir það, og skilaði því furðu vel. Á 37. mín. skorar Akranes fyrsta markið, var það Eyleif- ur, eftir sendingu frá Skúla Hákonarsyni. SvoUtill fjör- KR-liðið náði ekki verulega saman og það var eins og það vantaði þennan s:gurvilja, sem KR-ingar geta svo oft beitt fyrir sig með góðum árangri. Vöm KR var svo Htið opnari en endranær, og má vera að hiiðarframverðirnir hafi ekki náð þeim tökum á miðju vall- arins sem nauðsynlegt var til þess að geta þétt svo um mun- aði öftustu vörnina og verið nægilega til aðstoðar fyrir framherjana. Hreiðar átti í erfiðleikum með Þórð Jónsson eftir að hann kom, og sama var að segja með Bjarna, þar var Donni honum ofjarl. Hörð- ur Felixson náði heldur ekki tökum á hinum hvika og fríska miðherja Skagamanna Birni Lárussyni og er þar á ferð gott efni. Ellert var nokkuð virkur, en hann er of þung- ur á sér. Sveinn er mjög hreyfanlegur en er of mis- tækur, og svipað er að segja um Óskar Sigurðsson, sem naumast fyllti sæti Gunnars Felixsonar Gunnar Guðmanns- son var sá sem helzt hélt fram- Haukur Óskarsson Iætur nú af störfum sem knattspyrnudómari og eftir leikinn á sunnudag heiðraði Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur hann fyrir vel unnin stiirf og afhenti honum þcnn- an fallega blómvönd sem sést hér á myndinni. Talið frá vinstri: Þorsteinn Sæmundsson línuv., Haukur Óskarsson dómari og Jó- hann Gunnlaugsson línuv. frá Akranesi. (Ljósm. Bj. Bj.). arsvip liðsins. Vörnin þéttari en oft áður með Kristin Gunnlaugsson sem bezta mann. Hægri bakvörðurinn Pétur Jóhannesson er efni í góðan bakvörð, Bogi Sigurðsson er sterkur í öllum hindrunum, en spyrnurnar ekki nógu hreinar, og svolítið er hann ógætinn í staðsetningum. Miðherjinn Bjöm Lárusson er skemmtilegt efni, kvikur og leikinn. í heild féll þetta lið vel saman, og náði oft mjög laglega saman Framherjar þeirra voru ákveðnari fyrir framan markið, en KR-ingar, sem virtust oft lenda í vand- ræðum, þegar upp að víta- teig kom. Eyleifur var bezti maður framlínunnar, og er furðulegt hvað hann hefur mikið úthald. Samt virðist manni sem hann hafi ekki sama næmleik fyrir samleik og hann hafði í fyrstu leikj- um sínum í vor, og er það ef til vill ekki von að það geti farið saman við þá miklu vinnu sem hann leggur í leik- inn Dómari var Haukur Óskars- son og slapp hann nokkuð sæmilega þó voru það rang- stöðurnar sem manni fannst hann svolít'ð vaklandi í og á ef til vili línuvörðurinn nokkra sök þar á. I byrjun leiksins af- henti formaður Dómarafélags- ins, Grétar Norðfjörð, honugi fagran blómvönd í tilefni af því að þetta var síðasti leikur hans sem dómara í fyrstu deild, en Haukur er einn elzti starfandi dómari hér. Að leik loknum afhenti Björgvin Schram liði Kefla- víkur Islandsbikarinn með ‘stuttri ræðu, en þeir voru þar allir mættir, og fylktu liði milli liðanna tveggja, sem voru að berja&t um annað og þriðja sætið. Verður að telja að þessi röð sé nærri sanni, eins og stigin hafa fallið: Keflavík 15 stig, Akranes 12 stig og KR 11 stig. Það er athyglisvert að þau . tvö utanbæjarlið, sem leika í fyrstu deild skuli hafna í tve:m efstu sætunum, er þetta alvaHeg áminning til fé- laganna í Reykjavík. Frímann. Eyleifur Hafsteinsson skorar fjórða mark Akurnesinga og síðasta ur mun hafa skorað flest mörk í 1. deild í sumar. Þakkarorð Ykkur öllum, kæru vinir nœr og fjær, sem minntust mín og sýnduð mér vinsemd 1. sépt. s.l., sendi ég hjartanlega kveðju mína og þakkir. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON. Lokastaðan í 1. deild L u J T M. St. Keflavík 10 6 3 1 25:13 15 Akranes 10 6 0 4 27:21 12 KR 10 4 3 3 16:15 11 Valur 10 3 2 5 19:24 8 Fram 10 2 3 5 16:20 7 Þróttur 10 2 3 5 14:24 ■7 kipþur kom í KR-inga en ekki eins og við hefði mátt búast, og tókst þeim ekki að jafna sakimar fyrir leikhlé. I síðari hálfleik byrja Skaga- menn betur og eftir 5. mín. leik bæta þeir öðru marki við. Komst Björn Lárusson óvænt og skyndilega inn fyrir, og var sem hann væri rangstæð- ur, en boltinn mun hafa kom- ið frá KR-ingi svo dómarinn stöðvaði ekki leikinn, en Heim- ir fékk ekki við þetta ráðið og 2:0 var staðreynd. Aðeins 5 mín. síðar eða á 10. mín kemst Hörður Markan ótrú- lega auðveldlega inn fyrir bakvörðinn, sem hvergi er ná- lægur, og hefur beina og opná braut að markinu, og stað- setningar hinna bakvarðanna svo slæmar að þeir gátu ekki fyrir vöm KR. Á 24. mín. sendir Donni knöttinn yfir til Þórðar, sem spyrnir viðstöðu- laust í góðri hæð á markið en knötturínn fór aðeins fram- hjá. Nokkru síðar hefur Þórð- ur einleikið upp undir enda- mörk og sendir knöttinn fast fyrir til Eyleifs, sem missir af honum aftur fyrir, en hefði nægt að láta knöttinn snerta s g og stýra honum þannig í markið KR-ingar eru ekki af baki dottnir og eiga alltaf sóknar- lotur, og á 44. mín. fá þeir ó- beina aukaspyrnu á horninu á markteig. Knettinum er velt til Ellerts, sem skýtur, en skot- ið lendir í slánni og þaðan út á völl og spyrnir varnar- maður langt fram. Skagamenn fylgja fast og hafa knöttinn markið í Islandsmótinu. Eyleif- — (Ljósm. Bj. Bj.). línunni saman. Hörður Mark- an er gott efni, með mikla og skemmtilega leikni. 1 heild náði KR-liðið ekki nærri því bezta sem það á til, leikur þeirra var of stórbrot- inn og langspyrnur margar og ónákvæmar Lið Akraness hefur ef til vill aldrei verið sterkara en það var í þessum le:k. „Eldri” mennimir Kelgi, Sveinn Teits- son og Ríkarður meðan hans naut við voru betri en nokkru sinni fyrr í sumar og Donni er alltaf á vissan hátt í sér- flokki þrátt fyrir aldur og litla æfingu yfirleitt í sumar. Þórður Jónsson hefur ekki látið á sjá þótt hann hafi ekki verið mikið með í sumar. Ungu mennimir bæði í sókn og vörn falla vel inn í heild- KENNSLA Enska — Þýzka — Danska — Sænska — Spánska Franska — Bókfærsla — Reikningur. Skóli Haraldar Vilhelmssonar Sími 18128 — (frá 1. október að Baldursgötu 10). Sendisveinar óskast Hafið samband við skrifstofuna, sími 17-500. II i 1 I A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.