Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA MÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. september 19G4 FISKIMÁL - Eftir iöhann J. E. Kuld TVO VANDAMAL Algeng sjón við höfnina á hverju vori. Það er verið að búa bátana til síldveiða fyrir Norður- og Austt rlandi. Er hagkvæmt að stefna öllum vélháta- flotanum á síldveiðar fyrir norðan? Nú þégar líða tekur að lok- um sumarsíldveiðanna fyrir Austurlandi á þessu háusti, þá koma fram í hugann ýmsar spumíngar sem þörf væri á að kryfja til mergjar, og ein þeirra spuminga ef þessi: Er hagkvæmt að stefna öllum vél- bátaflotanum ár hvert á síld- véiðar án alls tillits til þeirr- ar reynslu, sem fengizt hefur á undangengnum aflaárhm? Þegar lesin er aflaskýrsla síldveiðiflotans síðustu ár þá hlýtur maður að efast um rétt- ihæti þeirrar ákvörðunar frá þjóðhagslegu sjónarmiði. og eihnig út frá hagsmunum þeirra manna sem gera út hin lélegu aflaskip, oft ár eftir ár, á síldveiðar með snurpunót. Nú þegar sumarsíldveiðarnar hafa breytzt þannig að sækja verður aflann tugi og hundr- uð mílna á opið haf, þá er augljóst að minni skipin í flot- anum hafa bví minni mögu- leika við þessar veiðar sem þær færast fjær landi. En þá vaknar sú spuming, á hvaða veiðar ætti heldur að géra þessi skip út? Það er áreiðanlega þörf á því að þetta mál verði rann- sakað, og reynt verðí að finna þeim vélbátum sem ekki henta til síldveiða með snurpunót við núvérandi aðstæður, annað, véTkefni yfir sumaríð. Ég álit að þetta mál sé þannig vaxið, að lánastofnanir sjávarútvegs- ins ættu að hafa á því áhuga, því að taprekstur á síldveið- um ár eftir ár hjá ákveðnum hluta af vélbátaflotanum getur aldrei verið neitt keppikefli, hvorki fyrir eigendur skipanna Hé lánastofnanir þær sem leggja fram lánsfé til útgerðar- innar. Og ekki gæti það held- ur talizt neitt óeðlilegt frá mínu sjónarmiði að þessar sömu lánastofnanir, sem hafa blómgazt fyrir atbeina sjáVar- útvegsins. létu eitthvert fé af hendi rakna til rannsókna á þessu máli, sem áreiðanlega er þess vert, að því sé gaumur gefinn, og ætti að vera sam- eiginlegt áhugamál bankanna og útgerðarinnar. Nú er haustið og veturiun framundan, og á þeim tíma þyrfti slik athugun að fhra fram sem bent er á hér að framan. Að síðustu vil ég aðeins leyfa mér að benda á þá stað- reynd, að ýmsar aðrar fisk- veiðiþjóðir stunda sumar eftir sumar margskonar veiðar i námunda við ísland með góð- um áfangri. Þær hafá fyrir löngu lært að hafa fiskveiðar sínar miklu fjölbreyttari en við, og það hefur orðið þeirra styrkur í framsókninni á haf- inu. Máske mætti eitthvað læra af þeirra reynslu, ef eftir væri leitað. og fyrirfram vitað að þannig hlýtur að fara. En þetta er áreiðanlega hættul. þróun sem gjalda verð- ur varhuga við. Þá er fyrst til að taka, að þorskurinn sem veiddur er á línu er bezti og dýrasti fiskurinn sem hér kem- ur á land á vetrarvertíð, og hér er sumstaðar völ á beztu línumiðum sem hægt er að finna, eins og t.d. út af Sand- gerði. Væru þessi mið frið- uð fyrir netaveiði, svo hægt væri að koma línunni í sjó, þá er varla vafi á, að báðar gætu fengið þama jafnmikinn afla á línu sem net, en sá afli væri bara miklu verðmætari. Á síð- ustu árum hafa netabátamir girt beztu línumiðin þvert og langs með trossum sínum, svo að veiðunum með línu hefur verið sjálfhætt þegar komið hefur fram á vertíðina. Og nú hefur þorsknótin haldið innreið sína á miðin, án þess að nokkr- ar hömlur hafi verið lagðar á þá veiði, eða reglur settar fyr- ir henni. En það fer að verða títil hugsun í þeirri fiskveiði- löggjöf og samræmið virðist alveg vanta, ef banna á drag- nót og togveiðar á grunnmið- um á vetrarvertíð, en leyfa eða láta afskiptalaust veiðar með þorskanót sem notuð er til botnkasta á sléttum botni, þar sem blýteinn nótarinnar skef- ur botninn þegar snurpað er. Og ef sú yrði þróunin, sem margt bendir til, ef ekki verða settar reglur um veiðisvæði eftir veiðarfærum, að megin- hluti vertíðarflotans tæki að stunda þorskveiðar með nót, þá gæti svo farið vegna margra orsaka að þessi veiði brigðist alveg einn góðan veðurdag. Þó hægt hefði verið að fá góðan afla á önnur veiðarfæri. Því ber allt að sama brunni þegar þessi mál eru hugleidd af einhverri alvöru, og niður- staðan getur aldrei orðið önn- ur en þessi: Það er ekki for- svaranlegt að láta þessi mál reka algjörlega stjórnlaus á reiðanum sem hingað til, því að slíkt getur orðið alltof dýrt fyrir þjóðina; við verðum að hafa það hugfast að fiskimið landgrunnsins eru okkar dýr- mætasta eign, og þessa eign eigum við að hagnýta okkur á þann hátt að hún skili okk- ur sem beztum arði á öllum tímum. En slíkt verður ekki gert með algjöru stjórnléysi, Skipting miðanna / veiði- svæði er orðin aðkallandi Skipting grunnmiðanna á vetrarvértíð í veiðisvæði eft- ir veiðarfærum er fyrir löngu orðin aðkallandi nauðsyn hér við Suðvesturlandið. Þessi van- ræksla hefur ráðið þróun ver- tíðarveiðanna hér síðásta ára- tuginn Hún hefur beinlínis orðið þess valdandi að veiðar með þorskalínu hafa að mestu lagzt niður síðustu árin, en þorskanet tekið við fyrst og nú að síðustu þorskanót. Þetta er eðlileg þróun þar sem eng- in stjóm er á þessum málum, Áœflun ms. Dronning Alexandrine 1964 — marz 1965. 13/10. 30/10. 18/11. 7/12. 5/1. 25/1. 11/2. 1/3. 18/3. 5/10. 22/10. 9/11. 28/11. 17/12, 13/1. 1/2 18/2. 8/3. 25/3. / Frá Reykjavík: Skipið kemur við í Færeyjum f báðum leiðum. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. en einungis með góðri stjórn á veiðinni, eftir að skynsam- legar reglur hafa verið settar um skiptingu fiskimiðanna í veiðisvæði eftir veiðarfærum, að beztu manna ýfirsýn. Þeg- ar þess er gætt, að þetta mun ekki ennþá orðið aðkallandi nema á grunnmiðunum hér við Suðvesturlandið, þar sem vél- bátaflotinn er langstærstur, á vetrarvertíð, þá ætti verkefnið ekki að vera ofvaxið þeim yf- irvöldum sem þessi mál heyra undir í dag. Skipting miða í veiðisvæði er engin ný kenn- ing, því að þá leið hafa þær fiskveiðiþjóðir farið, þar sem líkt hefur staðið á og hér hjá okkur. Þessa leið urðu Norð- menn að fara á Lofotenmiðun- um fyrir löngu og þeir efast ekkert um að það hafi verið rétt stefna sem tekin var með skiptingunni þá í veiðisvæði. Mér er kunnugt um, að hug- myndin um skiptingu miðanna hér við Suðvesturlandið, þar sem þrengslin eru orðin mest á beztu miðunum, nýtur stuðn- ings ýmsra þeirra manna sem útgerð stunda sem atvinnu- veg. . Hér er verkefni sem leysa þarf í samvinnu við sjómenn og útvegsmenn, því að þeir eiga mestra hagsmuna þama að gæta. en ónéitanl. er eðlilegast að sjávarútvees^álaráðuneytið hafi forustu um framkvæmdir í slíku máli sem þessu. Listdansskóli Guðnýjar Pétursdóttar Reykjavík og Kópavogi. Kennsla hefst 5. okt. n.k. Innritun og upp- lýsingar frá kl. 1—7 daglega, í síma 40486 — 40486. Listdansskóli Guðnýjar Pétursdóttur. Húsgagna verzlun Suðurlands AUSTUR.VEGI 58 — SELFOSSI — sími 60. Opnum í dag húsgagnaverzlun á Selfossi. Leggjum áherzlu á að hafa ávallt á boð- stólum mikið úrval af vöndu^um hús- gögnum. Húsgagna verzlun AUSTURVEGI 58 — SELFOSSI — sími 60. Verkumannafélagið fflíf, Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um kjör fulltrúa á 29. þing Alþýðusambands íslands liggja frammi í skrifstofu Vm.f. Hlífar, Vestur- götu 10 frá og með 28. september 1964. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Hlífar fyrir kl. 7 e.h. föstudaginn 2. október 1964, og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjórnin. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.