Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. september 1964 ÞIÖÐVILIINN SÍÐA 3 Sovézkir minnast 7. A Iþjóðasambandsins MOSKVU 28/9 — Á hátíðafundi, sem haldinn var í minn- ingu 100 ára afmælis fyrsta Alþjóðasambands verkalýðsins í Moskvu í dag, skoraði einn helzti leiðtogi sovézkra komm- únista, Boris Ponomarev, á forystumenn sósíaldemókrata- flokka um heim allan, að vinna að nánara samstarfi við kommúnista. Öreigarnir eiga rétt á að búast við raunhæf- um aðgerðum af hendi þeirra, til þess að efla einingu vinn- andi stétta, sagði hann. Einn af helztu leiðtogum sov- ézkra kommúnista Boris Pono- marev sagði á hátíðafundi í Moskvu í dag, að Kommúni&ta- flokkur Sovétríkjanna rétti kín- verska bróðurflokknum vinar- hönd, og ætli sér alls ekki að setja hann utangárðs í bróður- legu samfélagi kommúnista. Þrátt fyrir árásir kínverskra leiðtoga gegn okkur og þrátt fyrir rógsherferð þá, sem þeir stefna gegn okkur réttum við kínverska flokknum bróður- hönd í sameiginlegri baráttu okkar gegn heimsveldissinnum 12 mílur brezkar LONDON 28/9 — Brezk yfir- völd skýrðu opinberlega frá því í dag, hvaða fiskveiðiréttindi þau mundu veita fiskimönnum frá Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Vestur-Þýzkalandi, Póllandi og Noregi innan hinnar nýju fisk- veiðilögsögu, sem tekur gildi við Bretland á miðvikudag. Nýja fiskveiðilögsagan verður 12 sjómílur og er tekin í sam- ræmi við samþykkt sem 16 Ev- rópuþjóðir gerðu á fiskveiðiráð- stefnu f London í marz síðast- liðnum. Bretar hafa eftir sem áður þriggja mílna landhelgi og einkarétt til að fiska innan sex mílna af fiskveiðilögsögunni nýju, á ytri sex mílunum munu fiskiskip annarra þjóða fá tak- mörkuð réttindi, ef þau hafa stundað veiðiskap á þeim mið- um um langan aldur, og verða gerðir sérstakir samningar við viðkomandi lönd. og fyrir friði, fyrir sjálfstæði þjóða og sósíalisma, sagði hann. Ponomarev, sem er ritari mið- stjómar flokksins, lýsti því yf- ir að tilgangurinn með því að kalla saman alþjóðaráðstefnu kommúnista væri ekki að út- skúfa Kínverjum. Hann vísaði einnig þeirri hugmynd á bug að setja á stofn skipulögð al- þjóðasamtök með miðstjórnar- valdi í líkingu við fyrsta Al- þjóðasamband verkalýðsins. Ponomarev talaði á miklum fundi í Bolsjoj-leikhúsinu í Moskvu í tilefni af hundrað ára afmælishátíð fyrsta Alþjóðasam- bandsins, sem Karl Marx stofn- aði í London. Ponomarev undirstrikáði það, að alþjóðahyggja og eining væru kommúnistum lífsnauðsyn og yrði að þróast í nýjum mynd- um, sem svöruðu til núverandi stöðu kommúnistahreyfingar- innar. Krústjoff Ponomarev sat í forsæti á- samt Krústjoff m.a. sem hafði haldið ræðu fyrr á fund- inum. Krústjoff talaði á breiðari grundvelli og lagði meðal ann- ars áherzlu á það að framlag Sovétríkjanna til okkar tíma; uppbygging kommúnismans, skipti sköpum. Hann sagði að önnur alþýðu- lýðveldi legðu fram- þá -sömu uppbyggingu í þá baráttu sem háð er um víða veröld fyrir frelsi. Krústjoff sagði að nú á tím- um væru þeir býsna margir sem gerðu kröfu til þess að þeir væru arftakar fyrsta Al- þjóðasambandsins, en kommún- istar héldu 100 ára afmælishá- tíðina, sem trúir fylgismenn byltingarstefnu og venjum fyrsta Alþjóðasambandsins. Alþjóðahyggja öreiganna er mikilsverðasti og dýrmætasti ai’fur sem við höfum fengið frá brautryðjendum og stofnendum Alþjóðasambandsins, og við lít- um svo á, að það sé fyrsta skylda okkar við alþjóðahyggj- una að byggja upp kommún- isma, sagði Krústjoff. Sovézki forsætisráðherrann minntist einnig á baráttuna gegn heimsveldisstefnu, kapítal- isma og nýlendustefnu og sagði að baráttan við kapitalista gengi engan veginn í berhögg við frið- arbaráttuna, en væri henni samofin. Krústjoff sagði að varðveizla friðar og barátta fyrir sósíal- ismanum væri hið eing sam- tvinnaða byltingarkennda verk- efni á timum kjarnorkuvopna. Hann lauk máli sínu með ein- beittum áskorunum um einingu og samvinnu í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfigu. Á myndinni sjást sjúkraliðar flytja burt emn hinna tvö hundruð sem særðust í hverfinu, sem gas- stöðin stóð í. Þó geysilegir skaðar hafi orðið í hverfinu er talið óþarft að rífa skaddaðar byggingar, en margar munu þarfnast stórfelldra viðgerða. Warren-nefndin birtir opinberlega skýrslu sína um morðið á Kennedy Skoðanir eru skiptar á niðurstöðum Warren-nefndarinnar — Bertrand Russeli og fleiri telja skýrsluna yfirklór WASHINGTON 28/9 — Lee Harvey Oswald var einn um morðið á Kennedy forseta og ekkert bendir til þess að hann og næturklúbbaeigfm'iinn Jack Ruby, sem skaut Oswald við lögreglustöðina í Dallas 24. nóv- ember hafi verið þátttakendur í nokkurs konar samsæri gegn for- setanum. Né heldur bendir neitt til þess, að Oswald hafi verið ALLAR SKÓLABÆKURNAR OG ALLAR SKÓLAVÖRURNAR í BÓKABÚÐ MÁLS OG Ókeypis áletrun á skólapennann jr Okeypis stundaskrá með verðlaunagetraun Verðlaun í getrauninni: 1. Jarðlíkan kr. 1158.00 2. Schaffers pennasett kr. 654.00 3. Pelikan penni kr 190.00 Allir eiga leið um Laugaveginn Allir eiga leið í Bókabúð Niáis og menningar Laugaveg 18. hvtiv óo HVNHnnaravuQNS hvtiv — hvdninnhw ðo snyw Gnavsoa leiguþý eða einhverjar erlendar ríkisstjórnir hvatt hann til ó- dæðisverksins. Þetta er lokaniðurstaða 816 bls. skýrslu svonefndrar Warren- nefndar um morðið á Kennedy forseta, sem birt var opinberlega á sunnudagskvöld. Earl Warren forseti hæstarétt- ar Bandaríkjanna var formaður þesarar sjö manna nefndar, sem hefur nú unnið í tæpt ár að rannsókn málsins. Blöð og útvarp í Bandaríkjun- um hafa tekið skýrslunni vel og margir kunnir stjórnmálamenn hafa lýst ánægju sinni með hana. Borgarstjórinn í Dallas Erik Jonsson sagði í dag að hann vonaði, að skýrslan hefði kveðið niður þá tröllasögu að fjand- samlegt andrúmsloft í Dallas hefði átt sinn þátt í morðinu. Kona Oswalds hefur ekkert sagt um skýrsluna, en móðir hans heldur því fast fram, að hann hafi verið saklaus og seg- ist geta gert alla skýrsluna markleysu. Edwin Walker, fyrrverandi yf- irhershöfðingi, sem er kunnur hægrisinnaður ofstækismaður gagnrýndi skýrsluna og segir að tilgangurinn með henni sé að leyna einhvers konar samsæri. Evrópa Danska blaðið „Information“ segir að skýrslan hafi varpað ljósi á margar óskýrar hliðar málsins, en margt sé enn í þoku. Blaðið segir að skýrslan muni vera öllum þeim fullnægjandi, sem ávalt hafi verið þeirrar skoðunar, að kringumstæðurnar að morði forsetans hafi frá upphafi verið nægilega ljósar. Brezk blöð taka skýrslunni yfirleitt vel og telja hana taka af allan vafa. Þýzk blöð eru yfirleitt sama sinnis, þó bendir óháða blaðið „Frankfurter Allgemeine Zeit- ung“ á það, að jafnvel Warren- skýrslan hafi ekki getað gert endanlega grein fyrir ástæðum morðsins, og mörgum smáatrið- um sambandi við það. Tass-fréttastofan segir að skýrslan eyði ekki efa og grun- semdum í sambandi við morðið. ítalska kommúnistablaðið L’Unita segir, að skýrslan gefi enga skýringu á glæpnum í Dallas. Grunsemdir Mark Lane lögfræðingur í New York, sem hefur haldið því fram að Oswald hafi verið sak- lögreglunnar í Dallas hefði tek- izt að kveða niður rökstuddan grun, sem hljóti að liggja á hinni opinberu skýringu á morð- inu í Dallas og yrði að líta svo á skýrsluna, að hún væri fá- tækleg tilraun til þess að breiða yfir hið raunverulega ástand. Thomas Buchanan, sem skrif- aði bókina: „Hver myrti Kenne- Myndin er tekin, þegar næturklúbbseigandinn Jack- Ruby full- nægði þeim dómi, sem Warren-nefndin hefur nú fellt yfir Oswald. Margir málsmetandi menn vefengja þó niðurstöður nefndarinnar. laus af morðinu lýsti því í New York í nótt, að Warren-skýrslan um rannsóknir nefndarinnar veki fleiri spurningar en hún svari. Hann sagðist nú efast meir en nokkru sinni áður um það, að Oswald hefði komið nálægt morðinu. Hann sagði að tilgang- ur yfirvaldanna með skýrslunni væri að róa almenning, og hefði nefndin skellt skollaeyrum við fjölmörgum staðreyndum í sam- bandi við málið. Jafnframt lýsti Bertrand Russ- ell því yfir í London, að skýrsl- an væri sárlega illa unnið verk, sem væru þeim sem að henni stóðu aðeins til skammar. Russeli er formaður nefndar sem hefur sett sér það verkefni, að komast að sannleikanum um morðið á Kennedy. Hann sagði í kvöld, að engri stjórnarstofnun bandaríska lýð- veldisins frá Hvíta húsinu og til dy“ (og lesendur Þjóðviljans munu minnast kafla úr henni) heldur því fram, að Oswald hafi verið verkfæri samsæris hægri- sinnaðra ofstækismanna og styrki skýrslan í stærstu drátt- um kenningar hans um það, að Oswald hafi hvorki verið alsend- is saklaus né sekur. ðtför Tómasar Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt, að óska þess við fjöl- skyldu Tómasar Jónssonar borg- arlögmanns, að Reykjavíkurborg annist utför hans, sem gerð verður frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 30. sept. n.k. og hefst kl. 14.00. Hefur fjölskyldan fall- izt á þá tilhögun. Skrifstofa borgarstjóra verður lokuð eftir hádegi þann dag. (Fréttatilkynning frá skrif- stofu borgarstjóra).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.