Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA
HÓÐVILJINN
Þriðjudagur 29. septeniber Í96Í
Otgelandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjóm, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 iínur). Áskriftarverð kl- 90.00 á mánuði.
Vinnuþrælkun verkalýðsins
og skattfrelsi auðfélaganna
pyrir frönsku byltinguna 1789 var það svo að að-
allinn var skattfrjáls, en „þriðja stéttin“ var að
sligast undir skattaáþján og arðráni.
íslenzk auðmannastétt er nú búin að koma sér
eitthvað svipað fyrir í þjóðfélagi voru og franski
aðalinn þá. Hún lifir í vellystingum pragtuglega,
býr í „villum“, ekur í lúxusbílum, flýgur um víða
veröld, og borgar lítinn sem engan skatt, miðað
við hvað verkamenn og starfsmenn verða að greiða.
Frádráttur á „kostnaði“, afskriftir og allar tegund-
ir skattsvika gera henni kleift að velta þunga
skattabyrðanna yfir á almenning.
Hér verður tafarlaust að verða gerbreyting á.
Auðmannastéttin á að bera höfuðbyrðina: Það
verður að koma aftur stighækkandi skattar á auð-
félögin, verzlunar- og viðskiptahallir þeirra, bílar
og hverskonar lúxus og eyðsla þeirra eru tilvalin
til sköttunar, en ekki til frádráttar frá sköttum.
Hð forna kjörorð alþýðunnar: Látum þá ríku
borga, — verður að komast í framkvæmd. Al-
þýða íslands mun ekki sætta sig við neitt skatt-
frelsi hins nýríka peningaaðals í Reykjavík.
01
sama tíma sem peningaaðallinn býr við þessi
sérréttindi, verður verkafólk og starfsfólk að
þræla lengur en annars þekkist í Evrópu, þannig
að 60—70 tíma vinnuvika er algeng á íslandi. Þessi
óhóflega langi vinnutími er óþolandi fyrirbrigði
sem verður að afnema. Samtímis stynur svo laun-
þegastéttin undir okurbyrði óréttlátra skatta: nef-
skatta í formi söluskatts, tolla og iðgjalda, og allt-
of þungra tekjuskatta og útsvara.
|Jngu verkafólki og starfsfólki, sem er að reisa
heimili, er íþyngt með drápsklyfjum skatta,
meðan það vinnur baki brotnu við að koma upp
þaki yfir höfuð sér, — og ætti að Vera skattfrjálst,
— að minnsta kosti meðan þjóðfélagið ekki sér því
fyrir lánum til 60—80 ára með 2% vöxtum út á
slíkar íbúðir.
^llur verkalýður og öll starfsmannastéttin, sem
nú hafa kynnzt arðránsaðferðum auðmanna-
stéttarinnar 1 skattamálum, — eins og í launamál-
um áður — þurfa að gera sér ljóst að baráttan
gegn vinnuþrælkun og skattaáþján er pólitísk bar-
átta, þáttur í stéttabaráttu vinnandi stéttanna gegn
arðráni auðvaldsins. íslenzk auðmannastétt notar
ríkisvaldið til þess að gera sjálfá sig skattfrjálsa
og velta byrðunum yfir á alþýðu. sem verður að
vinna alltof langan vinnudag til að rísa undir
arðráninu. Launþegar íslands þurfa að rísa upp
sem einn maður gegn þessari áþján, beita jöfnum
höndum faglegum sem pólitískum samtökum sín-
um til þess að varpa af sér þessu oki — og það
verður aðeins gert með því að svipta auðmanna-
stéttina þeirri einokun, sem hún nú hefur á ríkis-
valdinu.
pólitísk samstaða allra launþega gegn vinnuþræl-
dómnum og skattaarðráni burgeisastéttarinnar
er eina svarið sem dugar til að aflétta áþjáninni.
íslenzku OL-fararnir ver&a
í hópi 421 Norðurlandabúa
□ Hinir fjórir keppendur íslendinga á Olymp-
íuleikunum í Tokio verða samferða íþróttamönn-
um annars staðar af Norðurlöndum í hinni löngu
ferð sem framundan er. í Tokio hafa íslending-
arnir sérstakt hús til umráða.
Ingi Þorsteinsson fararstjóri
Olympíuhópsins okkar til
Tokíó gaf íþróttafréttariturum
<$>
Týr sigraði
í öllum
flokkum
Týr varð Vestmannaeyja-
meistari í knattspyrnu í ár,
sigraði með miklum yfirburð-
um í öllum flokkum. Mun
þetta vera 15. árið í röð sem
Týr sigrar í mfl.
Urslit í einstökum leikjum
urðu þessi: Mfl. Týr—Þór 8:2,
2. fl Týr—Þór 9:1, 3. fl. Týr—
Þór 8:0, 4. fl. Týr—Þór 5:0, 5.
fl. Týr—Þór 7:0. Þá er hafin
keppni í bikarkeppni sem
byrjað var á í fyrra. Keppt er
um bikar sem ísfélag Vest-
mannaeyja gaf. Þrjú lið taka
þátt í mótinu og fór fyrsti
leikurinn svo að Þór og b-lið
Týs gerðu jafntefli 2 mörk
gegn 2,
Haukar urðu
Hf.meistarar
Knattspyrnumóti Hafnar-
fjarðar lauk nú um helgina,
og urðu félögin FH og Haukar
jöfn að stigum en Haukar
sigruðu á hagstæðari marka-
tölu.
í 5. fl. sigruðu Haukar með
4:0 og í 4. fl. með 3:0, í 3. fl.
sigraði FH með 4:1 og einnig
í 2. fl. 2:1, en í mfl. varð jafnt
3:3. Á vormótinu urðu félögin
jöfn að stigum og markatölu,
en nú skoruðu Haukar 12
mörk en FH 9, svo að Haukar
urðu sigurvegarar í mótinu og
hljóta sæmdarheitið „Bezta
knattspyrnufélag Hafnarfjarð-
ar“. Keppt er um bikar í öll-
um flokkum, og verður mfl. því
að leika aftur til úrslita um
bikarinn.
ýmsar upplýsingar varðandi
ferðina og keppnisdaga ís-
lenzku þátttakendanna. Sagði
Ingi að áætlað væri að leggja
af stað í ferðina löngu frá
Kaupmannahöfn hinn 6. okt-
óber með fyrstu viðkomu i
Stokkhólmi, og slást þar í hóp-
inn þeir tveir: Jón Þ. Ólafs-
son og Valbjörn Þorláksson,
en þeir hafa verið í Svíþjóð
(Bosön) í æfingabúðum undan-
farið, en sundfólkið fer héðan
4. okt. Flogið verður frá
Stokkhólmi yfir Norðurpólinn,
og mun leiðin liggja yfir ís-
land. Komið verður við í Al-
aska og tekið þar eldsneyti, en
öll flugferðin frá Stokkhólmi
til Tokíó tekur 17 tíma.
íþróttasambönd Norðurlanda
hafa samið við flugfélagið SAS,
og sámanlagður hópur allra
fimm Norðurlandanna verður
421 manns. Sagði Ingi að þau
hefðu náð hagkvæmum samn-
ingum.
Búa í sérstöku
húsi <$>■
íslenzki hópurinn á að búa
í sérstöku húsi, og er það lít-
ið, með aðeins 12 rúmum, en
tvær hæðir. Sagði Ingi, að
sér hefði verið ætlað að búa í
séi'stöku hóteli, en hann hafi
ekki fallizt á það, auk þess
áttu frjálsíþróttamennirnir og
Hrafnhildur að vera sitt
á hvorum stað. Það varð því
að samkomulagi að flokkur-
inn fær sérstakt hús, þar sem
Hrafnhildi er ætlað að búa á
efri hæðinni en herrarnir á
þeirri neðri. Þar eru ýmis tæki
svo sem fjölritarar, sími, rit-
vél o.fl.j er þetta hús að sjálf-
sögðu í Olympíuþorpinu. Sér-
stakur leiðsögumaður hefur
verið ætlaður okkur meðan við
dveljum á leikunum, og heitir
hann YoYoko. Hús þetta hefur
númerið 524—525.
Formenn sérsambanda, Ol-
ympíunefndarmenn og aðrir
hátt settir fulltrúar á leikjun-
um hafa til umráða sérstaka
Sex heimsmet á
sundmóti handa-
rískta OL-fara
Sex heimsmet voru sett á
sundmóti í Los Angeles um
síðustu helgi, þar sem banda-
risku Olympíukeppendurnir
voru mcðal þátttakenda. Þar
af voru fimm í kvennagrein-
um.
Sharon synti 800 m skrið-
sund á 9:36,9 mín. og bætti
heimsmetið sem Patty Caretto
átti um 10 sek.
Sue Pitt bætti eigið heims-
met í 200 m flugsundi úr 2:29,1
mín. í 2:28,1 mín. Sharon
Stouder hefur að vísu synt
þessa vegalengd á 2:26,4 mín ,
en það hefur ekki verið við-^>
urkennt sem heimsmet.
Kathy Fergusson synti 200'
m baksund á 2:27,4 mín. og
bætti heimsmet Sunto Tana-
kas frá Japan um 8/10 sek.
Stuttu eftir að Ferguson, I
sem er aðeins 16 ára gömul,
setti þetta met synti hún i
sveitinni, sem setti heimsmet
í 400 m fjórsundi 4:34,4 mín.
en gamla metið 4:38,1 mfn.
Einnig settu bandarísku stúlk-
umar heimsmet í 4x100 m
skriðsundi 4:07,6 min. sem er
.9/10 sek betra en eldra metið.
Eina heimsmetið sem sett
var í karlagreinum var á
4x200 m skriðsundi 8:01,8 mín.
og er það 1 9/10 sek betra en
eldra metið. I sveitinni voru
Bill Nettler, Mike Wall, Davis
Lyons og Don Schollander.
KR-mót í köstum
Frjálsíþróttadeild KR held-
ur innanfélagsmót í köstum í
dag og á morgun. Stjórnin.
starfsmenn fá einn jeppa til
afnota fyrir flokkana og svo
reiðhjól.
Mikill strangleiki er varð-
andi umgang um Olympíuþorp-
ið, sagði Xngi, og verða þeír
sem ætla að fara út af því að
fá sérstök skilríki, og blaða-
menn mega koma þangað á
vissum tímum. Innan þorpsins
er komið fyrir leikhúsum,
kvikmyndahúsum, veitinga- og
danshúsum, sem þátttakendur
hafa aðgang að og geta lyft
sér upp á milli æfinga og
keppni.
Farið heim um
Bankok
Gert er, ráð fyrir að leggja
af stað heim frá Tokíó 24.
október, og verður farið um
Thailand með viðkomu í Ban-
kok, og stanzað þar í tvo daga,
og skoðað það sem tími vinnst
til, síðan er haldið til Calcutta,
Teheran og Róm með nokk-
urri viðdvöl á hverjum stað,
og komið heim í lok október.
Sagði Ingi að þátttaka Val-
bjöms í stangarstökkinu væri
fyrst og fremst til þess að
hann kynntist sem bezt að-
stæðum í keppninni, og væri
undirbúningur undir tugþraut-
ina. Var hann bjartsýnn með
þetta fólk, og vildi álíta að
það myndi gera betur en það
Ingi Þorsteinsson, fararstjóri
ísl. liðsins á OL.
hefur áður gert í keppni, og
áhugi þess sjálfs væri mikill.
Hann sagðist telja að Valbjöm
gæti komizt í 12. sæti í tug-
þrautinni, breyting: hefði verið
gerð á stigatöflunni og væri
það hagkvæm breyting fyrir
Valbjöm.
Brautin vann
firma-
keppnina
Úi'slitaleikur í firmakeppi
Golfklúbbs Suðurnesja fór
fram á golfvellinum í Leiru
nú á sunnudag. Bifreiðaleigan
Braut sigraði Verzlun Nonna
og Bubba, en Bogi Þorsteins-
son lék fyrir Braut og Helgi
Sigvaldason fyrir Nonna og
Bubba. Leikurinn var mjög
jafn, og eitt högg á 18 og" síð-
ustu holu réð úrslitum. Um 40
keppendur voru í móti þessu,
en félagar S Golfklúbb Suður-
nesja eru um 100 talsins.
S/omannafélag
Hafnarfiarðar
Ákveðið hefur verið að viðhafa ALLSHERJAR-
ATKVÆÐAGREIÐSLU 1. og 2. október,, um val
fulltrúa félagsins á 4. þing Sjómannasambands
Islands.
Tillögum með nöfnum 3 aðalfulltrúa og 3 varafull-
trúa ásamt tilskildum fjölda meðmælenda, skal
skila í skrifstofu félagsins fyrir kl. 19, 30, sept.
Kjörstjórnin.
Fré barnaskólum
Hafnarfjarðar
Nemendur skólanna mæti fimmtudaginn l’
október, sem hér segir:
12 ára börn kl. 9 árd. ■ ' •• 4 .-7Ó<át
11 ára böm kl. 10.30 árd.
10 ára böm kl. 1 e.h.
Skólastjórar.
Fré barnaskólum
Kópavogs
Fimmtudaginn 1. október komi öll 10, 11
og 12 ára börn, heimilisföst í Kópavogi, í
barnaskólana sem hér segir:
10 ára börn, fædd 1954, komi kl. 10 ardegis
11 ára börn, fædd 1953, komi kl. 11 árdegis
12 ára börn, fædd 1952, komi kl. 2 síðdegis
Börn, sem heima eiga í vesturbænum, komi
í Kársnesskóla, en öll börn, sem heima eiga
austan Hafnarfjarðarvegar, komi í Kópa-
vogsskóla.
Fræðsluráð Kópavogs.
t
í