Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 6
SÍÐA ÞJðÐVILJINN Þriðjudagur 29. september 1964 Kaflar út álykfunum 21. þings ÆF og nýkjörin framkvæmdanefnd Merkustu ályktanir 21. þings ÆF voru álykt- anir í húsnæðismálum, æskulýðsmálum, félags- málum og stjórnmálum. Allar þessar álykt- anir verða birtar hér í blaðinu síðar í heild, en hér fer á eftir lauslegur úrdráttur úr þeim: Úr husnæðismálaályktun í þessari ályktun segir, að byggingarkostn- aður hafi hækkað í tíð viðreisnarstjórnarinnar úr 400 þús. krónum 1957 í 750 þús. kr. 1964 á meðalíbúð. Samdrátturinn í íbúðabyggingum er sagður orsakast m.a. af seinagangi í skipu- lagningu íbúðarhverfa, daghækkandi bygging- arkostnaði og of litlum lánum. Þá segir að af- leiðingin sé m.a. sú, að húsaleiga fer hækkandi og aukið húsabrask gróðamanna. * í ályktuninni er bent á, að ungir sósíal- istar berjist fyrir úrbótum 1 húsnæðismálum og þá einkum með f jölgun byggingarfélaga, op- inberu eftirliti með sölu og leigu íbúða, heild- arstjórn byggingarframkvæmda, hækkuðum lánum og skattfríðindum til handa ungu fólki, sem stendur í húsbyggingum. Úr stjórnmálaályktun * í stjórnmálaályktun segir m.a.: Ungir sós- íalistar hafna því, að athafnafrelsi misviturra braskara, sem hugsa og álykta út frá gróðasjón- armiðum líðandi stundar, sé hreyfiafl framfara Úfejóðfélaginu. Þvert á móti er þörf samvinnu í stað samkeppni, þar sem tékið er tillit til hagsmuna heildarinnar, en ekki hagsmuna út- valinna einstaklinga. * Viðreisnarstjórnin he'fur stjórnað landinu í þágu íslenzkrar auðmannastéttar og hafnað öllum tillögum um heildarskipulagningu á þjóðarbúskapnum. Verzlunarauðvaldið er ó- venjulega sterkt á íslandi og æ meir ber á bruðli ríkisbankanna með almenningsfé til alls- kyns braskaralýðs. Ofan á allt bætist svo sí- vaxandi og geigvænleg fjármálaspilling. Aug- ljóst er, að íslenzk réttvísi nær einkum til þeirra, sem minnst mega sín, en sér í gegnum fingur við stórfelld misferli gróðamanna. Æskulýðsmálaályktun * „21. þing ÆF vill í álitsgerð þessari vekja athygli á málum, sem snerta æskulýð landsins. Þinginu er ljóst, að þau málefni, sem varða æskuna í þéttbýlinu, einkum Reykjavík og ná- grenni, eru nokkuð önnur en þess fólks, sem elst upp í dreifbýli. Þar er æskan hvorki í jafn ríkum mæli leiksoppur þeirra þjóðfélagsafla og einstaklinga, sem glatað hafa trúnni á sjálf- stæða tilveru þjóðarinnar, né þeirrar gróða- hyggju, sem er að verða eitt höfuðeinkenni okkar tíma. Þar er hermannasjónvarp enn ó- þekkt og hernámssiðgæði lítt þekkt fyrirbæri. * Þrátt fyrir þetta á æska landsins við mörg sameiginleg vandamál að stríða. Langur vinnu- dagur, sem er öðrum þræði afleiðing viðreisn- arstefnunnar, sviptir æskuna möguleikum til heilbrigðs skemmtanalífs. íþrótta og annarra tómstundaiðkana. Sívaxandi dýrtíð torveldar aðstöðu ungs fólks til framhaldsnáms, jafnt hér á landi og erlendis. Alvarlegust er sú stað- reynd, að dýrtíðin er að gera ungu fólki ókleyft að stofna heimili, leigja eða eignast eigið hús- næði. Hér er róttækra breytinga þörf. Æsku- lýður landsins þarf að samstilla krafta sína og beita eigin samtökum til þess að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Æskulýðsfylkingin er reiðubúin til samvinnu við öll félagssam- tök, sem vilja vinna að brýnustu hagsmuna- málum unga fólksins. Framkvæmdanefnd í hinni nýkjörnu framkvæmdanefnd ÆF eiga sæti: Logi Kristjánsson, stud. polyt., for- seti, Hrafn Magnússon, verzlunarmaður, vara- forseti, Leifur Jóelsson, nemandi, ritari, Ragn- ar Ragnarsson, verkamaður, gjaldkeri og með- stjórnendur: Rögnvaldur Hannesson, stud. jur., Guðmundur Jósefsson, rennismiður og Svavar Gestsson, blaðamaður. Neistí NEISTI, málgagn Æskulýðsfylkingarinnar, 3. tbl. 2. árg. kom út á þinginu. Meðal efnis er: * Grein eftir Gunnar Guttormsson um iðn- fræðsluna. * Kvæði eftir Þorstein frá Hamri. Kynning á verkum nokkurra ungra lista- manna. * Um námslaun eftir Ólaf Einarsson, og margt fleira. Stofnar íhaldið á Sauðár- króki bæjarmáiaskóia? í sunnudagsblaði Timans birtist frétt á baksíðu þar sem frá því er sagt að bæjar- yfirvöldin í Hafnarfirði hafi gripið til þess ráðs að leita á náðir Bjargráðasjóðs um lántöku fyrir bæinn og segir að Hafnfirðingar séu allugg- andi um fjárreiður bæjarins. Þ>á segir í Timafréttinni að minnihlutinn í bæjarstjórn hafi enga aðstöðu til þess að fylgjast með fjárreiðum bæj- arins þar sem hann fái ekki að eiga fulltrúa við endur- skoðun reikninga bæjarins. Síðan segir orðrétt: „Er Hafnarfjörður liklega eina bæjarfélagið á landinu þar sem minnihlutinn fær ekki tækifæri til að endurskoða reikninga bæjarins, en það er gamalgróin hefð að kjósa jafnan annan endurskoðanda úr hópi minnihluta í bæjar- stjóm.“ Fréttaritari Þjóðviljans a Sauðárkróki hringdi til blaðs- ins í gær vegna þessarar frétt- ar og sagði að Sauðkrækling- um hefði þótt þessi frétt Tím- ans um gerræði bæjarstjórn- armeiiihlutans í Hafnarfirði lítil tíðindi því að meirihlut- inn í bæjarstjórn Sauðár- króks hefði ekki leyft minni- hlutanum þar að eiga endur- skoðanda bæjarreikninga í 6 ár! Munu fjárreiður Sauðár- krókskaupstaðar þó sízt betri en Hafnarfjarðar og hefur bærinn m.a. orðið að leita styrks hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að bjarga sér út úr fjárhagsöngþveitinu. Bæjarstiórnarmeirihlutinn ] Hafnarfirði á sýnilega enn margt ólært af bæjarstjðm- armeirihlutanum á Sauðár- króki í þessum efnum en það ættu að vera hæg heimatökin fyrir íhaldið i Hafnarfirði að fá tilsögn hjá íhaldinu ° Sauðárkróki í stjórn bæjar mála svo að þetta getur lae- azt. Hvernie vær; nnnars að íhaldið á Sauðárkróki kæmi á fót bæ.iarmálaskóla til þesr að kenna flokksbræðrum sín um annars stað? r á landinr hvernig á að reka bæjar- félög? rRússneskur tog arafloti notaiur til innrásar" Eins og menn vita, heíur und- anfarið átt sér stað mikil flota- æfing Atlanzhafsbandalagsins, og allir keppzt um að verja lýðræðið á sjónum. Og hernaðarbrjálæðið lætur ekki þar við sitja. Folke nokkur H. Johannessen, sem er varaaðmíráll að nafnbót og þann- ig ein helzta stríðshetja Norð- manna, hefur lýst því yfir, að svo kunni að fara, að rússneskur togarafloti verði notaður til inn- rásar í Noreg! Þessi ummæli viðhafði vara- aðmírállinn við hóp af frétta- mönnum af ýmsu þjóðemi, sem samankomnir voru á ör- land-flugstöðinni eftir að hafa fylgzt með flotaæfingunni, Jo- hannessen kvað sovézka tog- araflotann vera hættulegan öryggi Noregs, enda gæti hann flutt tiltölulega mikið liö! GamaT! draugur. Ekki hafa þessi ummæli þó fallið nema í takmarkað góð- an jarðveg með Norðmönnum, og Dagbladet í Osló segir þannig, að aðmírállinn sé með þessu að vekja upp gamlan draug. Blaðið bætir því við í forystugrein, að það -sé gott og blessað að sýna gestrisni erlendum fréttamönnum, en pólitikusa við slík tækifæri, það sé bæði hættulegt og hlægilegt Haldí sig á heimavelli. Og blaðið heldur áfram: Ef varaaðmírállinn vill endilega og utan vinnu koma á fram- færi sérstökum sjónarmiðum sínum um stefnu Noregs og Danmerkur innan Nató, og bá um leið hættuna af sovét- rússneska togaraflotanum. get- ur hann að minnsta kost.i haldið sig á heimavelli. Enn- fremur telur blaðið vamar- málaráðherranum skylt að benda herra Johannessen á það, að hegðun hans sé ekki í hag Noregi, og að honum sé skylt að virða þá vamar- og utanríkisstefnu, sem Stórþing og ríkisstjóm hafi markað. „Pólitískt sjórán”. Að lokum mæltist svo blað- ið til þess, að Norðmönnum sé hlíft framvegis við pólitisku sjóráni aðmírála Að minnsta kosti meðan þeir eigi að heita við vinnu. BIBLÍUFRÓDIR KEPPA í ÍSRAEL Dm þessar mundir fer fram í ísrael alþjóðleg keppni, og mætast þar biblíufræðingar og spreyta sig á að svara flóknum spurningum um innihald þess- arar fornu bókar. Slík kappmót í biblíuvizku fara fram í landinu þriðja hvert ár. Siðast báru ísraels- menn sjálfir sigur af hólmi, og ekki er talið ólíklegt að svo fari einnig í þetta sinn en þó er vitað að keppinaut- ar þeirra eru sýnu erfiðari viðureignar nú en oft áður. Meða! þátttakenda eru að sjálfsögðu allmargir prestar. En auk þeirra má finna kan- adískan leikara, hænsnarækt- armann frá Nýja Sjálandi, liðs- foringja i belgiska hemum og margt ótrúlegt fólk annað. Þátttakendur hafa verið valdir úr allstórum hópum í for- kenpni heimafyrir. • Þess er og getið, að að þessu sinni verða þeir biblíufróðu ein- ungis spurðir, út úr spámönn- um Gamla testamentisins. LR fær Tjarnarbæ tíi afnota / vetur Á fundi borgarráðs á föstu- dag var samþykkt að heimila samninga við Leikfélag Reykja- víkur um afnot af Tjamarbæ í vetur en eins og kunnugt er hefur Æskulýðsráð haft húsið undanfarna vetur en er nú bú- að að flytja starfsemi sína á Fríkirkjuveg 11. Þjóðviljinn átti í gær tal við Svein Einarsson leikhússtjóra Leikfélagsins og innti hann eft- ii- þvi hvernig Leikfélagið hygð- ist nota Tjarnarbæ. Sagði hann að LR ætlaði að koma þar upp barnasýningu og einnig myndi það verða notað fyrir leiklist- arskólann og til æfinga á leik- ritum. Ennfremur fengi Leik- félagið Gríma húsið til afnota i félagi við LR. Leikhússtjórinn sagði að það væri mikill á- vinningur fyrir Leikfélagið að fá Tjamarbæ ti! afnota þar sem húsrými í Iðnó væri alltof lít- ið fyrir starfsemi félagsins. v « á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.