Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.09.1964, Blaðsíða 10
JO SlÐA ANDRÉ BJERKE: EIN- HYRNINGURINN Fjórir menn sátu umhverfis borðið með grænu flókaplöt- unni. Kyrrðin í stofunni var djúp og þétt. öðru hverju hreyfðist hönd með hægð, þeg- ar spili var slegið út eða slag- ur tekinn. Annars sátu þeir eins og negldir niður. hver þakvið sína leyndardómsfullu viftu, hreyfingarlausir eins og höfuð- áttimar fjórar sem bridgespilar- ar draga nöfn sín af. Vísindamaður, skáld, kaup- sýslumaður og blaðamaður. Það voru menn úr hinum mynduga aldursflokki sem stjómar þjóðfé- laginu, þrír þeirra hálffimmtug- ir, blaðamaðurinn tíu árum . yngri. En nú vom þeir búnir að gleyma aldri sínum og á- byrgð í samfélaginu. Heimurinn umhverfis þá var ekki til. Tog- streitan milli austurs og vesturs Og vetnissprengjan, frelsisbar- átta Afríku og Efnahagsbanda- lagið; allt var þetta gleymt vegna hálfslemms í hjarta. Mennimir fjórir vom að leik, en af jafnmikilli alvöm og þeir væm að spila um öriög heims- ins. Vísindamaðurinn og kaup- sýslumaðurinn gegn skáldinu og blaðamanninum — raunvísindin gegn hugvísindunum — í bar- áttu um heimsyfirráðin á grænu borði. Böhmer forstjóri sat hjá. Hann hafði kveikt sér í smávindli og hallaði sér afturábak í stólinn, að því er virtist rólegur og á- hyggjulaus. En gegnum reyk- skýið fylgdist hann vökull með hverri hreyfingu á litla græna vígvellinum fyrir framan sig, eins og hershöfðingi úr bæki- stöð sinni. Honum fannst hann ábyrgur fyrir gangi omstunnar; hann hafði svarað með sex hjörtu eftir kröfu doktorsins. Og nú var spilið á mjög spennandi stigi. Hin æsandi þögn var rofin af hversdagslegu hljóði. Það glamr- aði í glösum við silfurbakka. Og ung kvenrödd hvíslaði varfæm- islega: Á ég ekki að koma með svolítið konjak handa ykkur. Álfur? Nordberg bandaði í áttina að friðarspillinum: Ekki alveg strax, Lísa! Rithöfundurinn var þekktur að heldur takmörkuðu áliti á hinu kyninu. Nú fékk hann hörkulega og þýðingarmikla hrakku við nefrótina: Er það ekki alveg eft- ir kvenfólkinu að fremja þau helgispjöll að glamra í glösum, þegar karimenn heyja baráttu upp á líf og dauða? En eins og flestir yfiriýstir kvenhatarar var hann mjög ást- fanginn af konunni sinni. Þegar hann var búimi að spila út HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18, III. h. Tlyftay — SÍMI 2 4616. P E R M A ©arðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M ET R I Hárgreiðsla við allra hæfi *— TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMl: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — fMaría Guðmundsdóttiri Laugavegi 13. — SIMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. spaðatvisti, brosti hann afsak- andi til hennar: Við emm að verða búnir, vina mín! Og þá verður gott að fá drykk. Frúin lagði bakkann frá sér í hæfilegri fjarlægð frá spila- mönnunum og læddist í áttina að eldhúsdymnum. I dymnum stóð hún andartak og horfði til baka á hinar fjórar herskáu skyttur umhverfis spilaborðið. Hún brosti með sjálfri sér: Bridgespilarar em sannarfega vandræðagestir; en samt sem áð- ur er gaman að horfa á menn sem em niðursokknir í spila- mennsku .... Til að mynda doktor Kahrs, nýi, lærði gestur- inn okkar: hann starir rannsak- andi á spilin sín rétt eins og hann sé einmitt í þann veginn að leysa lífsgátuna; það er eins og hann vinni Nóbelsverðlaun með hverjum slag .... Eða blessaður skáldbóndinn minn, með hárið beint upp í loftið eins og hann hafi verið að fá inn- blástur að harmleik ________ Já, harmleikur er það — með 52 smáleikurum úr pappa. Það er bezt að tmfla þá ekki .... Böhmer gaut augunum á mót- spilara sinn; það leyndi sér ekki að doktor Kahrs þótti gott að eiga spilið. Hann spilaði út á sérstæðan, rökvísan hátt eins og hvert spil væri vísindaleg rök- semd sem hann legði fram. Sál- fræðingurinn var afbragðs bridgespilari. þekktur fyrir að hafa hugsað upp endurbót á Vinar-kerfinu. Og hann var þekktur maður í menningariíf- inu. En með þessum hópi var hann nú í fyrsta skipti; hér var það aðeins Böhmer sem hafði þekkt hann persónulega fyrir. Bridgekvöldin hjá Nordberg vom orðin býsna fastmótuð. Komið var saman tvisvar í mán- uði, hinn fyrsta og hinn fimm- tánda, og stundimar við spila- borðið höfðu smám saman feng- ið á sig hefðbundið form, sem útfært var á fastan og hátiðleg- an hátt. Þetta kvöld, hinn 15. október. höfðu verið allar horf- ur á fráviki frá venjunni, því að fjórði maður hafði tilkynnt gild forföll. En Böhmer hafði fengið doktor Kahrs til að hlaupa í skarðið. Og forstjórinn hafði svolítinn bakþanka með því að bjarga kvöldinu einmitt á þennan hátt; valið stafaði ekki eingöngu að viðurkenndri leikni sálfræðingsins í bridge. Þrátt fyr- ir óskáldlega og jarðbundna at- vinnu sína — í pappakassaiðn- aðinum — hafði Böhmer,áhuga á lífsviðhorfum. Þess vegna langaði hann til að leiða Nord- berg og Kahrs saman — í von um að fá að sjá keppni milli andstæðinga í öðmm og meiri leik. Það var ekki ýkja langt síðan Nordberg hafði í blöðun- um birt eina af hinum harðorðu ádeilugreinum sínum: — Ábyrgð vísindanna á skyssum 20. aldar- innar. Og Kahrs hafði svarað með álíka hvassyrtri og rök- vísri grein: — Ábyrgð heimsk- unnar á vantrú 20. aldarinnar á vísindum. Ritdeilan hafði staðið vikum saman og verið, litskrúðugt framlag hins andlega lífs í Osló þetta haust. Það hafði þegar sett sinn sér- staka blæ á spilamennsku kvöldsins, að rithöfundurinn og vísindamaðurinn vom andstæð- ingar. Til þessa höfðu þeir ekki mælt orð sem stóð í sambandi við fyrri deilu þeirra, aðeins rætt um spilið. En það var aug- Ijóst af sjálfri spilamennskunni að eitthvað lá í loftinu milli þeirra. Þeir vom hinir sjálf- sögðu höfuðpaurar keppninnar; næstum undantekningarlaust ÞIÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. september 1964 hafði annar þeirra stjómað spilinu meðan mótspilarinn dæmdist til óvirkrar hjásetu. Báðir virtust alteknir ákafri löngun til að vinna einmitt þessa rúbertu. Röhmer fannst sem Kahrs spilaði djarfar en hann átti vanda til: harm tefldi oft á tvær hættur og það var ólíkt honum og var í mótsögn við hans eigin endurbót á Vínar- kerfinu. Það virtist vera honum mikið kappsmál að eiga sögnina og það hafði kostað hann og mótspilarann nokkur töp. Nú stóð tæpt hjá báðum aðilum; ef Kahrs tækist að vinna þetta hálfslemm, hefðu þeir unnið rúbertuna. Röhmer hélt að hon- um tækist það. Hann virtist svo dæmalaust ömggur um sig; slag- imir hlóðust upp hans megin við borðið. Þeir vom eins og hlutir á færibandi, sem nákvæm vél flutti á sama stað .... En það lá eitthvað í loftinu. Og nú gerðist það sem kom hinu spilinu af stað. Strand, blaðamaðurinn, hafði hikað óvenju lengi með að spila út; hinir vom famir að líta á hann óþolinmóðir. Hann var bú- inn að draga eitt spilið útúr viftunni og hélt því á lofti {Irykklanga stund. Svo stakk annað kort og fleygði því á borðið í skyndi. Það var laufa- gosi. Kahrs, sem sat vinstra megin við hann. beit á vörina. Hann lék út drottningunni — og það var gremjuvottur í hreyfingunni. Or hendi Nordbergs kom kóng- urinn, eldsnöggt eins og byssu- skot. Á borðinu lágu aðeins hundar í laufi. Strand sópaði til sín slagnum. . Og nú gekk alít fljótt fyrir sig. Kahrs tók nokkra slagi í viðbót; svo hirti Nordberg þann síðasta. Hann ýtti honum til fé- lagans og brosti sigrihrósandi: Þetta var bit! Strand laut yfir reiknings- blokkina með ánægjusvip. Re- doblað — bit. 400 til okkar. Böhmer leit með uppgjöf í svipnum á sína eigin blokk. Þeir era svínheppnir í kvöld, taut- aði hann. Þetta meinleysislega orð hafði undarleg áhrif á Kahrs. Allt í einu kviknaði í honum — af nokkm sem alls ekki átti að vera neisti. Heppnir! sagði hann hátt og fullur hneykslunar. Svo áttaði hann sig og bætti við þurrlega: Það er ekki til neitt sem heitir heppni í spilum. Skipting spilanna er eingöngu háð tilviljun. Röhmer rétti úr sér í stólnum. Honum mislíkaði þessi ofanígjöf og hann skildi ekki hvað hún átti að þýða. Það var að minnsta kosti heppni fyrir andstæðinga okkar að Strand spilaði undir laufakónginn hjá Nordberg og píndi út drottninguna yðar á réttu andartaki, sagði hann. Strand kinkaði kolli. Þetta var nú skrýtið. Ég ætlaði að fara að spila út spaða, en svo tók ég sem sé laufagosann. Og ég hef enga hugmynd um hvers vegna ég gerði það. — Vegna þess að ég óskaði þess. tók Nordberg til orða. Það var hugsanaflutningur. Þetta orð átti að vera neisti. En nú var sálfræðingurinn við- búinn og lét ekki kveikja í sér aftur. Hann lét sér nægja að yppta öxlum hirðuleysilega: Hugsanaflutningur, ójá. Það er fmt orð yfír. slembiluklcu. Blaðamaðurinn vaknaði í Strand: Em ekki vísindin í þann veginn að viðurkenna hugsana- flutning, doktor Kahrs? — Vísindin? Tæplega. En það er orðið móðins að trúa á drauga — því miður einnig meðal sumra starfsbræðra minna. — En hin dulrænu sálvísindi? byrjaði Strand. — era nútíma nafn á hjátrú! Hinn kunni vísindamaður hafði varið miklum hluta ævi sinnar til baráttu gegn hindur- vitnum og alls kyns dulrænu kukli. Og nú kom sérstakt blik í augu hans. Hann varð næstum hátíðlegur í fasi þegar hann tal- aði fyrir hinu heilaga máli skynseminnar. Lotinn og lima- langur, með grannleitt. hörku- legt andlit og h'tinn hökutopp, minnti hann allt í einu á dýr- lingsmynd eftir E1 Greco. Ef hann varð ákafur i samræðum — eins og nú — hætti gleraug- unum til að renna niður eftir mjóu nefinu. Hann ýtti þeim á sinn stað á milli augnabrúnanna. Gestgjafinn hafði risið á fæt- ur og sótt konjaksflöskuna og glasabakkann. Hann fór að hella í glösin. Blaðamaðurinn var ná búinn að fá áhuga á viðtalinu: En doktor Kahrs, sem vísinda- maður hljótið þér að þurfa að sanna fullyrðingar, áður en þér —? — Þökk, þökk, ekki meira. Höndin, sem lyft var, stöðvaði bæði Nordberg við að hella í glasið og spurningu Strands. Doktorinn tók af sér gleraugun og fór að fága þau með dálitl- um skinnbút sem hann tók úr brjóstvasanum. Síðan hélt hann áfram: Um árabil hef ég í raun- inni fylgzt með þessum svoköll- uðu dulrænu fyrirbrigðum — og ævinlega með sama árangri. Meðal annars hafði ég þá á- nægju að fletta ofanaf þrem frægum miðlum á miðilsfund- um. Hann blés á glerið, hátíð- leggur á svip. Eintómar blekk- ingar! Það var þetta sem ég vonaðist eftir, hugsaði Böhmer. Nú er um að gera að fá rithöfundinn til að spila út á móti. Kannski ég ætti að styðja meðspilara minn svolítið? Og hann sagði: Til allrar hamingju, kannski? Ef til væm slík leynd öfl. yrði heim- urinn svo — ótryggur. Svo óút- reiknanlegur. Já, ég tala sem kaupsýslumaður. Nordberg stóð við borðið með glasið sitt í hendinni. Jú, nú spilaði hann út. Hann hnykkti til hárprúðum kollinum: Og ef ekki væm tál slík leynd öfl, þá yrði heimurinn svo óspennandi. Já, ég tala sem rithöfundur. Kahrs var hættur að fága. Gleraugun kornra aftur á nefið og andstæðingurinn var athug- aður. Svo kom athugasemdin, ei- litið hæðnisleg: Skáldinu hlýtur að vera frjálst að snúa heimin- um við. Annars væri hann ekki skáld! Eldlínan var nú skýrt mörk- uð og skothríðin hafin. Það yrði trúlega ekki spilað meira bridge í kvöld; rúbertunni jrrði ekki lokið. Rödd Nordbergs var bar- áttuglöð, áköf, dálítið rykkjótt — eins og hann bryti hnetur með framtönnunum meðan hann talaði: Það er þetta sem er meinið við fólk sem kallar sig menntað og umfram allt ykkur vísindamennina .... Þið trúið of litlu. Þið emð — hann leitaði að orðinu, — vantrúaðir! — Já, þér vilduð sjálfsagt heldur vera uppi á miðöldum. Nordberg? Sem gullgerðarmaður og stjömuspámaður, ha? Sjálfur lifl ég í nútímanum. Kahrs ræskti sig. Og ég viðurkenni að ég er vantrúaður, eins og þér segið. Það tilheyrir starfsgrein minni að vera það. Böhmer þekkti aftur tóninn úr ritdeilunni milli þessara tveggja manna. Sem kaupsýslu- maður hafði hann meiri áhuga á staðreyndum en kappræðulist, og honum fannst sem Norðmenn kæmust sjaldan að efninu þegar þeir deildu á opinbemm vett- vangi. Það skiptir meira máli að sýna yfirburði en sannfæra. En nú vom þeir innan fjögurra veggja. Hann lagðí hálfreyktan vindlingin í öskubakkann og hallaði sér áfram: Kannski gest- gjafinn okkar hafi sjálfur orðið 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaliali! Hæstu vlnningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. VONDUB Innheimta Unglingur eða eldri maður óskast til inn- heimtustarfa nú þegar. Sími 17-500. VÖRUR artöflumús — Kókómalt — Kaffi — Kakó. KRON" búðirnar. Brunatryggingar Vöru Heimilis Innbús Afla Veiðarfæra Glertryggíngar Heimlstrygging tientar yður ITRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR” LINDARGATA 9 REYK3AVIK SlMl 21260 SlMNEFNI t SURETY FERDIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseola með flugvélum og skipum Greiðsíuskilmálar Loffleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skspuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir FERÐASKRIFSTOFAN L A N a S.YN n- TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVfK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. k i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.