Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA HÖÐVIUIHN Sígildar skáldsögur Tamin til kosta eftir borgfirzku skáldkonuna Gaðrún A. Jónsdóttur Kr. 240.— Sól dauðans eftir gn'ska verðlaunaskáldið I Pervelakis. Sig. A. Magnússon þýddi. Kr. 274.30. Myllusteinninn Mögnuð skáldsaga eftir Jakob Jónasson. Kr. 253.20. mm mmi; r- Katla og Svala RAGNHEIÐUR 0 ■ ■ \ JÓNSDÓTTIR . “ : zmtí ■ Eí ;:trf Skáldsaga fyrir telpur eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Kr. 112,- Bókaver,:!up fsafoídar Tveir snillingar leggja saman Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson: Konur og kraftaskáld. íslenzkir örlagaþættir. Forni — Reykjavik 1964. I>íár Sverrir Kristjánsson og Tómás Guðmundsson hafa gef- ið út bók, tveir snillingar ís- lenzkrar tungu hafa reist þrem- ur öðrum snillingum dálitla bautasteina. I>eir rita ævisögu- þætti „um nokkrar þær persón- ur, sem í lifanda lífi skáru sig úr umhverfi sínu að stórbrotn- um svip og andlegu atgervi og eignuðust snemma mikið rúm í hugarheimi þjóðarinnar, þar sem þær héldu áfram að lifa og mótast löngu eftir sinn dag. Af þeim sökum getur einatt reynzt erfitt að gxeina á milli staðreynda og skáldskapar í sögu þeirra, og þó er stuodum enn meira vafamál, hvort mundi gefa af þeim raunsann- ari mynd, líf þeirra eins og það yrði trúlegast rakið frá degi til dags eða eins og þjóð- in sá það fyrir sér í eigin ör- laga spegli. Sennilega fer bezt á þvi, þegar saga þeirra. er sðgð, að hvort tveggja sé haft í huga, og örugglega gætir slíks sjónarmiðs í þessum frá- söguþáttum. Þeirn var einung- is ætlað að skipa sögupersón- um sínum á trúlegt svið og bregða þar upp minnisverðum myndum úr lífi þeirra“. Þannig segist þeim félögum frá í formálsorðum bókarinn- ar. Ævisöguþættimir eru ekki fræðileg staðreyndasöfn, held- ur skáldlegar frásagnir af ör- lögum nokkurra einstaklinga. Fræðimenn hljóta að viður- kenna, að Störfutn þeirra er oft skorinn mjög þröngur og fátæklegur stakkur. Sagn- fræðirit, hve gott sem það er, veitir fólki sjaldan sömu inn- sjm í líf manna á liðnum öld- um og beztu skáldsögur, ljóð, leikrit og kvikmyndir, sem fjalla um sama efni. Fræði- mennska er býsna frumstasð aðferð til þess að kynna fólki mannlífið að fomu og nýju. Hún er oft jafnlangt frá veru- leikanum og mynda- og litalaus grasafræði frá fegurð og fjöl- breytni gróðursins. Hún getur orðið ömurlegur skrápur á vangefnum þjóðarfræðurum, sem hampa því rækilegar smásmugulegum staðreyndum sem skilningur þeirra er sljórri á eðli og inntak hlutanna. Allt um það er starf fræðimanns- ins göfugt og fómfúst, því að fróðleikstíningur hans eru völ- ur, sem alskyggn listamaður getur notað í höfuðdrætti mósaikmyndar; eða m.ö.o. þá er einhvers konar fróðleikur grind hvers listaverks, en feg- urst er hold fjarst beini. — Þeir félagar, Sverrir og Tóm- as, standa á herðum ýmissa fróðleikssafnara; til þeirra hafa þeir sótt efni í örlagaþætti sína, og þéir eru bundnir af þessu efni. — Þáttur Tómasar af Látra-B.iörgu er magur, af því að heimildir eru fjarska þagmælskar um þá ágætu konu. Margir kunna einhver.ia^ kviðlinga eftir hana, og Tóm- asi tekst að bregða upp sann- færandi mynd af þessari skáld- systur sinni. — Þeir félagar leyfa sér að spá í eyður, en fyrst og síðast sýsla þeir við að skýra liti og drætti í mynd þess fólks, sem þeir fjalla um, og leiða fram minnisverða þætti úr ævi þess. Tómas skrifar um Látra- Björgu og Skáld-Rósu, en Sverrir um Bólu-Hjálmar. Tómas er einna frægastur nú- lifandi skálda hérlendis, og þeir tímar munu koma, að heildarútgáfur verka hans í bundnu og óbundnu máli muni) birtast Þá mun bókmennta- fræðingum þykja talsverður fengur að þáttunum um skáld- systur hans, af því að þeir eru m.a. heimild um manninn Tóm- as Guðmundsson, sem er svo skilningsrikur, að allar sögu- hetjur hans eru dánumenn, og sýsla þær þó við sitt af hverju. Tómas stýrir ekki jafn leiftr- andi penna í óbundnu máli eins og í ljóði. Þættimir um þær Björgu og Rósu eru ekki Rétt- læti og ranglæti „Það sem fyrst og fremst skilur að vinstri flokka og hægri flokka er. . . að hinir fyrrnefndu telja það bein- línis takmark að skerða fjár- ráð borgaranna sem mest, en hinir síðarnefndu telja að því aðeins geti heilbrigt lýð- ræðisþjóðfélag þróazt, að yf- irráðin yfir fjáymagninu séu fyrst og fremst í höndum fólksins og dreifist sem mest meðal almennings“. Þessi hjartnæmu orð getur að líta í forustugrein Morg- unblaðsins í gær. Séu þau tekin trúanleg, hefur skatt- pyndingin í sumar verið til marks um það að Sjálfstæð- i&flokkurinn er enginn hægri flokkur heldur vinstri flokk- ur og vill sízt af öllu að „heilbrigt lýðræðisþjóðfélag" þróist á íslandi. Skattar margra launamanna hækk- uðu ( sumar um 50—100°,o* og allan síðari hluta ársins hafa fjárráð borgaranna ver- ið svo skert að margir hafa verið í miklum vandræðum með að standa við skuld- bindingar sínar og framfleyta heimilum sínum þrátt fyrir gegndarlausa vinnuþrælkun. En auðvitað ber ekki að taka fagurmæli Morgunblaðs- ins alvarlega nú frdkar en endranær; forustugreinar þess blaðs verða þvl aðeins skiljanlegar að þær séu þýddar á mælt mál. Þegar Morgunblaðið talar um „al- menning“ á það víð at- vinnurekendur og peninga- menn, en skattaálögurnar f sumar voru mjög til marks um það hvemig þeim þjóð- félagshópum t<Mcst að losna við réttmætar byrðar með þvf að hagræða framtölum í sambandi við atvinnurekst- ur sinn. Enda er það mjög athyglisvert að á sama tíma og Morgunblaðið telur skatta- byrðar almennings sjálfsagð- ar og engra leiðréttinga þörf, mælir það þeim skýlausu lögbrotum bót að svfk.iast um að innheita stóreignaskattinn. Þann skatt má ekki lnn- heimta af þvf að hann er „rangindasikattur,‘ segir Morgunblaðið, og má það að vfsu vera nokkur huggun fyr- ir smáelgnamenn að þeir eru aðeins að greiða réttlætis- skatta. — AustrL Sverrir. vorstjörnur hans endurbomar, heldur hugþekk kynning á tveimur skáldkonum, sem hafa yljað íslenzkum kynslóðum með hagmælsku sinni. Til skamms tíma munu flestir ís- lendingar komnir til vits og ára hafa kunnað einhverjar stökur eftir Rósu sem einna frægust er íslenzkra kvenna á Tómas. fyrri helmingi 19. aldar. Rósa var öskubuska í koti karls, og prinsinn kom frá amtmanns- setrinu á Möðruvöllum að máta henni skó. Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt — þú veizt, hvað ég meina. Laugardagur 12. desember 1964 Það hefur brunnið oftar á Möðruvöllum en á öðrum hefð- arsetrum hérlendis, svo að vitað sé. Amtmaðurinn gamli verður að pranga út sinni vöru, þótt klikkuð sé. Það er hálf- gerð brunasala hjá honum blessuðum, dóttir hans lendir um síðir fyrir ofan sýslumann- inn á Ketilsstöðum á Völlum, en unga ráðskonan Rósa á að skreyta höfuðbólið. Slíkir kost- ir þóttu fegurðardísum góðir við hirðir fursta suður j Frans, en Rósa fór á braut með ól- afi smið. Hún átti einungis eftir að stinga einni stöku að hinum konungholla embættis- manni, Páli Melsteð; Man ég okkar fyrri fund, forn þótt ástin réni. Nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni. Það átti margt eftir að drífa á daga Skáld-Rósu. Nú eru nýjar kynslóðir að vaxa úr grasi og kunna lítt að meta rithöfundana Gísla Konráðs- son og Brynjúlf frá Minna- núpi. Snillingurinn Tómas hef- ur greitt Torfalögin og brúað bilið milli þeirra og skáldgýðj- unnar á Vatnsenda, sem orti: Eg að öllum háska hlæ heims á Ieiðum þröngvu. Mér er sama nú hvort næ nokkru Iandi eða öngvu. Framhald á 3. síðu. HÚSGAGNAVERILUNIN Álfhólsvegi 11-Kópavogi BÝÐUR YÐUR NÝTÍZKU HÚSGÖGN Á GÓÐU YERÐI í DAGSTOFU, HÚSBÓNDAHERBERGI. FYRIR UNGU DÖMUNA OG HERRANN: Skrifborð — Skrifborðsstóla — Innskotsborð — Vegghúsgögn — Saumaborð — Kommóður. Eldhúshúsgögn. Eins og tveggja manna sófar á hagstaeðu verði. EINNIG FALLEGA ÍSLENZKA LISTMUNI OG GJAFAYÖRUR Opið til kl. 22 alla föstudaga. — Næg bílastæði. HÚSGAGNAVERZLUNIN ÁLFHÓLS VEG9 il - SÍMI 40-8-97 A r.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.