Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 7
vmtoadm* V desember 1964 ÞlðÐVILJINN StfBA f , 'Wé . . . Héðan af skal framtíðin blandin ótta og kvíða og í sífellu gjalla herstöðvar í eyrum: flugstöð . . Keflavík, flotastöð Hvalfjöröur og hvenær þriðji áfanginn, Reykjavík? . . . Friöartímarnir í Keflavíkursamningnum entust, eins og menn muna, ekki lengur en til stóð. Bandaríkin ákváðu einn dag að nú skyldi friðartímum lokið og settu lierlið hér á land. . . Landsfeður vorir eru eins og hugur manns, þeir eru boðnir og búnir til alLs fyrir aðra og haegri höndin veit ekki hvað sú vinstri gefur. Enda skín af ásjónu þeirra og þessa daga eru þeir með geislabaug um ennið. Þeir hafa einu sinni enn veriö beðnir fyrir orð til íslendinga, orðsendingu sem tekur öllum öðrum fram bæði að efni og orðfæri og göfugum tilgangi. Hún lætur þó ekki mikið yfir sér, tjáir sig að vísu með ljósum vitnisburði en nærri feimnislegri hógværð sem ofurlitla greiðasemi við nató: boðun um einskonar hag- ræðingu í Hvalfirði fyrir her- skip, eins og orðið legufæri bendir til. Að öðru leyti er svo sem ekki verið að fara fram á neitt: aðeins leyfi. til að fá að endurnýja úr sér gengna< oliugeyma þar sem smuming- ar og kyndingar þarf við. Reyndar á að fylgja bryggju- sporður og eins áðurnefnd greiðasemi varðandi legufærin, svo að herskipin geti athafnað sig. Á kafbáta er ekki minnzt. Þeir eru eins og gefur að skilja í kafi. Og dauðageislar eða helregn að sjálfsögðu ekki nefnt á nafn í svo kurteislegu vinmæli sem minnir helzt á hvísl eiskenda. En hvað æðstu yfirboðarar vorir eru Qrðnir ljúfir í máli oq miklir snillinear á hlióðfær- ið: hina hágöfugu íslenzku þióð, sína háttvirtu kjósendur. Einhver munur eða fyrir nítj- án árum tilskipunin með hinu ruddalega ’ orðbragði: látið í té þrjár herstöðvar, Keflavík, Hvalfiörð og Reykjavík, til 99 ára! Þá tók þióðin viðbragð og henni fór sem Oddi Hjalta- . lín i kvæði Bjama Thoraren- sen að hún æpti ekki eftir nót- um. Hljóðfærið var ekki rétt stillt og vantaði á það nýja TíiBíritíS Hiarta- wern»l itomiS nt Tímaritið Hjartavemd hefur hafíð göngu sína og fæst í bóka- búðum, Verð er 25 kr„ en út- gefandi Hjarta- og æðasjúkdóma- vkmafélag Reykjavíkur í þessu fyrsta hefti eru tvær greinar eftir Sigurð Samúelsson pró- fessor, önnur um hjarta og æða- sjúkdóma en hin um markmið landssambandsins Einnig eru þama greinar eftir Snorra P. Snorrason lækni og Ólaf Ólafs- son lækní, auk þess lög hins ný- stofnaða landssambands. Þjóð- viljinn heíur verið beðinn að vekja athy.gli á þvi að allir bank- ar og sparisióðir í bænum veita viðtöku iðgjöldum til félagsins | og nýir félaesmenn geta einnig < skráð sig þar. Minningarspjöld samtakanna fást í bókabúð Lár- usar Blöndal og Bókaverzlun Isafoldar. strengi og landsfeðumir kunnu ekki rét grip. En þeir lærðu þau fljótt. Þeir gengu til kosn- inga 1946 með þann eið á vör- unum að á íslandi skyldu aldrei leyfðar herstöðvar — á friðartímum. Þar með voru snilldartökiri fundin, hín óvið- jafnanlegu, eiðstafurinn og var- naglinn, sem gátu af sér Kefla- víkursamninginn, upphafið að öllu saman, og síðan hafa þau verið aefð og fullkomnuð og strengleíkamir hófust og urðu sú hljómkviða sem fram streymir af míklu afli og mörg- um Islendingum lætur svo sæt í eyrum og bylgjast nú og fell- ur af mestum ljúfleik til legu- færanna i Hvalfirði. Ekki er hægt annað en dást að orðalaginu á þessari nýju boðun. Auðséð er að þar eru meistarar að verki sem orðnir eru æfðir í listgrein sinni. Greiðasemin er söm og jöfn, hvort heldur í Hvalfirði eða Keflavík, og kunnáttan var komin tit sögu í Kefla- vík að tjá sig á auðmjúk- an hátt. Þá eins og nú var verið að sjá um nauðsyn- lega hagræðingu fyrir Banda- ríkjamenn, veita ofboðslítinn vinargreiða. Hvað hafði þessi skagi að segja? Hvaða gagn er að þessum firði? Siglin<gar fara þar fram alveg eins og áður. þetta er allt samt við sig: hinn Ijúfsamlega opni faðmur. En orðalagið, því hefur stórum farið fram. „Á friðartí<mum“ var aldrei verulega heppilegt, gat falið í sér óþægilega tíma- takmörkun þó að ekki kæmi að sök. Orðalagið nú „ef til styrj- aldar kemur eða dregur” er hrein snilld og htýtur að verða klassiskt. Þar er tímanum al- gerlega skotið ref fyrir rass. Friðartímamir i Keflavíkur- samningnum entust, eins og menn muna, ekki lengur en til stóð. Bandaríkin ákváðu einn dag að nú skyidi friðartimum lokið og settu herlið hé’- •' land. En vegna orðalags: varð þó að beita brögðum og olli lítilsháttar óþægindum að þurfa að ljúga að þmgmönn- um en jafnaðist auðvitað fljótt. Nú er orðalagið pottþétt og fullkomið. Hvenær sem er dregur til styrjaldar, á hvaða tíma sólarhringsíns sem er, jafnt á nóttu og degi. Þú dreg- ur ekki andann án þess að dragi til styrjaldar: Það sér nató um, enda sjálft hlutverkið sem þetta stríðsfélag hefur með höndum. Það vita þeir bezt sem fundu þetta snjalla orða- las. Ein svo að horfið sé um stund frá listrænum sjónarmiðum, hvað felur hún undir hjúpi sin- um hin fagra rós? Hvert er efni og tilgangur, að ó- gleymdri greiðaseminni? Hvar liggur hér fiskur undir steini? Sagt með hrjúfum og berum orðum: ríkisstjóm íslands veit- ir Bandaríkjastjórn eða nató heimild til afnota af Hvalfirði undir flotastöð, herskip og kaf- báta, og gefur auga leið, undir kjarnorkuflota þann sem Bandaríkin og Vesturþjóðverj- ar leggja um þessar mundir sh'kt ofurkapp á að komist í höfn. Hvalfjörður er með öðr- um orðurn ákvarðaður flota- stöð nató, með allri þeirri út- sýn er við blasir þeim sem hafa augu til að sjá. Islending- um hefur sem sagt hlotnazt ný herstöð og Bandaríkin sjá ræt- ast ósk sína er þau báru fram fyrir nítján árum. Hér er það sem víglínan nýja á að verða, hér eiga arftakar Hitlers að fá að hreiðra um sig. Er óþarfi að útlista slíkt frekar. Ef til styrjaldar kemur er líf fslend- inga í veði. Deyr fé, doyja frændur, deyr sjálfur ið -sma. Hvort íslendingar deyja einn og einn eða allir í einu, er e’-' annað en stigsmunur og hinu æðra sjónarmiði n varla annað en æskileg fórn Og íslendingar eru ekki óvið- búnir, eiga sér orðið úrvalslið, einstaklega vél samæfða fóm- aisveit, jnean sem Shafa lýst því yfir að þeir vilji deyja fyr- ir nató, fyrir hemaðarhugsjón auðvaldsins og sjá hér vonir færast nær og munu svífa í sæludraumi yfir legufærunum í Hvalfirði. Það sem felst í boðuninni, hinni mjúklátu orð- sendingu, er ekki annað en þetta: að bjóða dauðanum heim og gefa stríðsöflunum nýtt færi á að leika með fjöregg fslend- inga, Þetta sem látið er svo lítið yfir að varla taki að nefna, það er líf og sjálfstæði íslendinga. Og meðan ekki gerir nema draga til styrjaldar, er mark- miðið í sjálfu sér jafn háleitt: að fela fslendinga stríðsguðin- um é hendur Qg undir han^ forsjá, með þeirri framtíðar- sýn er það veitir. Sú braut sem oss er ætlað að ganga er á stríðsguðsins vegum. Hér er það að hin ilmandi fagra rós breiðir úr blöðum sínum, hin nýja framtíð fslands bundin þrotlausum áætlunum um víg- búnað og virkisgerð. Því að i orðsendingunni, . þeirri hag- leikssmið, er galdri komið fyr- ir, svo að snögglega hefur skipt um svið og vængir stríðs- guðsins varpa þsfr yfir dimm- um skugga og fsland er ekki lengur fsland, friðsæld lands og lýðs,, náttúran, fegurðin, listir og bókmenntir, allt hverf- ur í skuggann af vængjum herguðsins. Allt bregður lit og hljómi. Héðan af skal framtíð- in blandin ótta og kvíða og í sífellu gjalla herstöðvar í eyr- um: flugstöð Keflavík, flota- stöð Hvalfjörður og hvenger þriðji áfanginn, Reykjavík? f vitund vor sjálfra og annarra þjóða haettir Island að vera til sem áður, ekki lengur ímynd friðar og lífs .heldur flugstöð, flotastöð, kafbátalægi, hervirki. Héðan af skal fsland hera brennimark hemaðar á enni sér. Það er gefur að skilja óvið- felldið frammi fyrir jafnháleit- um stefnumiðum að fara að nefna álmenning og þjóðir, og mætti þó vera til afsökunar að landsfeðurnir vitna ósjaldan í binar frjálsu þjóðir. Og hvern- ig mun þeim títast á tíðindin frá íslandi? Skyldu þær verða mjög hrifnar af orðsendíngunni um Hvalfjörð? Um alla Evr- Ópu, ekki síður í vestri, er háð barátta gegn vígbúnaðaræði nató og sérílagi rísa ölduma-r hátt gegn stofnun kjarnorku- flota. Leyfisveitingin til flota- stöðvar í Hvalfirði er ógnun við þessar þjóðir og óvína- bragð. Hún er yfirlýsing til alls almennings í Evrópu, verkamanna, bænda, mennta- manna allra og friðarvina, sem berjast móti auknum vígbún- aði, um það að hér, á íslandi, eigi hernaðarstefnan sér öruggt vígi. Þeim kjarnorkuflota sem aðrar frjálsar þjóðir Evrópu eru að leitast við að hindra og biðja guð að forða sér frá, breiða landsfeður vorir faðm- inn móti og láta etja sér á foraðið. Vel má segja að hver sá blindur í sinni sök. Þeir um- gangast ekki almenning á ferð- um sínum um heiminn, heldur aldrei annað en stórmenni og á ráðstefnum sitja þeir með höfðingjum hers og flota og öðrum landsfeðrum. Hinar frjálsu þjóðir í augum þeirra, það eru þessi stórmenni, hinir útvöldu landsfeður. Þeir eru forsjá lýðsins. Og allir treysta þeir því sama. hafa lært grip- in á hljóðfærið og treysta á strengleik sinn, að fólkið dansi eftir þeirra pípu. Þeir treysta á list sína, á orðfimi sína, leik sinn og hið mjúka tungutak og iðjusemina, hina þrotlausu iðju- semi í þágu hugsjónarinnar að koma herstöðvunum öllum í höfn og vígvélunum i sinn stað, og vitaskuld að hafa eitt- hvað upp úr því um leið. Og þó Ijótt sé að segia það, eru legufærin í Hvalfirði ekki æt.luð Bandaríkjamönnum ein- um. Landsfeðurnir ætla sér líka að hafa not af þeim. Þeir eru löngu lasztir við stjóra nató og við þann stióra reyra þeir sis æ fastar. Þar hafa þeir hasrætt sér og finnst fara vel um sis. Þeim finnst þar bæði vera notalest og vilia líka sitja að sínu og þyk- ir þar meira öryggi en i lands- fólkinu. og betra að ha'Fa vaðið fyrir neðan sis og trevsta ekki á strengleikinn einan. Ekki svo að skilia að þurfi að kvarta undan kió'endum né skattgreiðendum, en þó getur alltaf stafað nokkur bevsxir af þeim. Og þvi er það að 1p.su- færin í Hvaifirði ern ekki sí?!- ur lecufæri landsfeðranna Og ef eitthvað skyldi á biáta með landsiýðinn verður bætt við fleirum og fleirum. os baS verða miklir strensleikar og hiiómkviðan bylsiast og stvg. ur undir vaeneium hersu^sins og vér sisium hína nvju br.aut os fáum að vonum sóðan byr. Os verður nú saman að svna Pean Rusk fiörðinn. ‘WAAWWWVVWVWWAAWWWAWWWVWWWWWWWVWWWVWAWAAAAAWWWVWW ÁJÓLAFÖSTU Vöntunin sár til höfuðs bæði’ og hjarta, hungrið í aura ráðlítilla kjána vindur upp segl og sækir út á lána. Nú skulu allir önglar beitu skarta. Furulim smátt úr hrjósturholti klipið hengt er um götur þverar til að Ijúga gróðri og sumri upp og oftraust búa þeim á sín kjör, sem flestallt frá er gripiA Svo kveikja djöflar öfund, girnd og gjóst með glysi’ og prjáli, búðarglugga Ijósum og stinga mönnum tundri og táli’ í brjóst. Fátæklings sviða, yfirlæti auðs, eyðslu og drykkju svo að laumtrn kjósum. í klæðastað og friðar, fræðslu, brauðs. ''MAAVVVM****'V''VIVAVM*VVV\*VVVVVVVVVVVVVVV\VVVVVVVVVVVVVVVAVWIVVVVVVVVVVI * i í 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.