Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 12
Tekizt hefur að sjá Hamrafellinu fyrir verkefni helming næsta árs ■ Hjörtur Hjartar, fortjóri Skipadeildar SÍS boðaði fréttamenn á sinn fund til að skýra þeim frá ráðstöfunum þeim, sem gerðar hafa verið til að útvega Hamrafellinu verkefni næsta árið. Kom í ljós á fundinum að Hamra- fellið er þegar ráðið rösklega hálft árið en ekki hefur enn tekizt að útvega því verkefni hinn hluta ársins. Kvæ ii og dansleikir —merk bók frá AB | | í dag sendir Almenna bókafélagið merkilegt rit á bókamarkaðinn. Er það eftir Jón Samsonarson, mag. art. og nefnist Kvæði og dansleikir. Flytur það fjölda fom- kvæða íslenzkra, svo sem víkivaka, viðlög, stökur, þulur o.m.fl. og hefur margt af því aldrei verið birt áður. Þá ritar höfundur rækilega inngangsritgerð sem mikill feng- ur er að. Hjörtur sagði, að SlS hefði staðið í stöðugri verkefnaleit fyrir skipið frá 14. nóv. síð- astliðnum er ákveðið var að Rússar tækju við flutningunum. Lóks í fyrradag hefði svo tek- izt að fá ákveðið verkefni til um eins mánaðar þ.e. til olíu- flutninga frá New York til Norður- eða Suður-Ameríku eða meginlands Evrópu á vegum Esso, sem er móðurfélag Olíu- félagsins h.f. Væri skipið leigt til þessara flutninga með allri áhöfn. Er þeim flutningum sleppti mundi skipið fara þrjár ferðir i olíuflutninga frá Vene- íjuela til Keflavíkur. Hann sagði, að undanfarin ár hefði Hamrafellið farið 6—7 ferðir á ári í olíuflutninga til Sovétríkjanna og að auki 1—2 ferðir á ári til Venezuela. Síð- astliðið ár hefði meðalverð á tonn yfir árið með Hamrafell- ir.u verið 33 shillingar en nú hefðu Rússamir boðið 25 shill- inga á tonnið, sem væri miklu lægra en Sambandið gæti átt við Taldi forstjórinn tilboð Rússanna langt fyrir neðan sanngjarnt verð. Hjörtur sagði að Esso f New York hefði nú Hamrafellið á leigu fyrir 47 shillinga. Þótt svo gott verð hefði fengizt fyrir flutninga skipsins nú væri hæp- ið að fá svo gott verð t.d. næsta sumar þar sem verd væri að öllu jöfnu miklum mun lægra á þeim árstíma. 1958—1962 hefðu Islendingar samið um !kaup á olíu frá Sov- étríkjunum að því tilskildu að þeir mættu flytja hana sjálfir að svo miklu leyti sem þeir hefðu skipakost til. 1963 hefðu Rússar ekki viljað ganga að þessum kjörum og viljað flytja 60% olíunnar sjálfir en íslend- ingar afganginn. I þeim samn- ingum, sem fyrir nokkru lauk um flutninga á olíu frá Sovét- ríkjunum fyrir árið 1965 hefðu þeir boðizt til að flytja alla olíuna fyrir 25 shillinga á tonn- ið sem er sama verð og alltaf hefur verið á flutningum frá Sovétríkjunum allt frá 1958. Aðspurður sagði Hjörtur að elcki stæði til að flytja olíu í Hamrafellinu í olíugeymana í Hvalfirði. Þá vísaði hann alger- lega á bug þeim orðrómi að taka ætti Hamrafellið til síld- arflutninga. Hamrafellið er 12 ára gamált skip en kom hingað til lands fyrst 1956. .Olíufélagið á helm- inginn f skipinu eins og hinum tveim olíuflutningaskipunum á móti Sambandinu. Það er um 17 þúsund tonn að stærð. Luciuhátíð Eins og undanfarin ár heldur Islenzk — sænska félagið Luciu- hátíð á Lúciudaginn 13. desem- ber. Verður fagnaðurinn haldinn í Leikhúskjallaranum á sunnu- dagskvöldið og verður ýmislegt til skemmtunar að venju. Sænski sendiherrann Sven Magnus Orr- sjö mun flytja Lúciuræðu, Krist- inn Hallsson syngur einsöng með undirleik Carls Billich og síðast en ekki sízt koma frarn Lúcia og þernur hennar, syngja og skenka gestum Lúciukaffi. Að lokum verður stiginn dans. Kvæði og dansleikir er mikið rit í tveimur bindum eða alls á níunda hundrað blaðsíður. Er það fyrsta verkið í safni ís- lenzkra þjóðfræða, sem unr>ií' hefur verið að á vegum AB alllangt skeið, og má segja næstu bækurnar í þessum flc séu senn tilbúnar undir prent- un. Að meginhluta taka kvæði og dansleikir til fomkvæða, sem svo hafa verið nefnd, vikivaka og viðlaga, en af öðrum efnis- flokkum má nefna stökur, kvið- linga, afmorskvæði, þulur og langlokur. Hefur magister Jón Samsonar- son búið útgófuna úr garði. Hef- ur hann unnið að henni í nokk- ur ár, kannað í því skyni sæg handrita í innlendum og er- lendum söfnum og orðið æði- margs vísari eins og bert verð- ur af hinni miklu og ýtarlegu inngangsritgerð hans, en hún ein er um 240 bls. Þetta er tví- mælalaust á sínu sviði vegleg- asta safn þeirra kvæða, sem orðið hafa til með þjóð vorri á liðnum öldum, og hefur fæst af þeim verið tiltækt fyrr en nú, enda sitthvað ekkí • áður komið í leitimar. Þarf því ekki að efa, að Kvæði og dansleikir eignist sæti' meðal grundvóllarrlta í j þjóðlegum bókmenntum fslend- Jón Samsonarson. inga og áreiðanlega er hér um að ræða mikla námu fróðleiks og skemmtunar. Af öðmm ritum sem í undir- búningi eru í flokknum íslenzk þjóðfræði em m.a. fslenzk orð- tök sem Halldór Halldórsson prófessor hefur samið og Máls- háttasafn sem þeir Bjami Vil- hjálmsson cand. mag. og Óskar Halldórsson cand. mag. eru með í undirbúningi. 12 dagar eftír I gær var góður dagur í happdrættinu og er auðséð að sóknin er hafin enda ekki seinna vænna þar sem eftir em aðeins 13 dagar þar tíl dregið verður. 9. deild er enn í 1. sæti en aðrar deild- ir hafa einnig sótt verulega fram. Nú er um að gera að halda sókninni áfram enda er mikil og brýn þörf á að . okkur berist fljótt skil. Við væntum þess því að sem flestir líti inn til okkar fyr- ir hádegi í dag en opið verð- ur frá kl. 9—12. Við viljum enn minna þá sem búa úti á landi að síð- ustu póstferðir. til Reykja- vfkur em í næstu viku og ættu menn ekki að draga það að senda okkur uppgjör svo að miðar þeirra verði með í drættinum á Þorláks- messu. Einnig veljum við benda mönnum á að hægt er að gera upp við umboðs- 9.10.b deild Vogar 26— 21.10.a deild Heimar 4— menn okkar. 10.1. deild Vesturbær 23— 22. Norðurland vestra 4— Röð deildanna er nú 11.8.b deild Lækir 22— 23. Vesturland 3— bannig: 12.13. deild Blesugróf 22— 24. Suðurland 3— 1.9. deild Kleppsholt 60% 13.3. deild Skerjafjörður 18— 25. Austurland 3— 2.4.a deild Þingholt 36— 14.2. deild Skjólin 17— Styðjið Þjóðviljann. Tak- 3.14. deild Háaleiti 36— 15. Reykjanes 14— markið er, forða reksturs- 4.15. deild Selás 34— 16.7. deild Rauðarárh. 13— hallanum á þessu ári. 5.6. deild Hlíðar 32— 17.12. deild Sogamýri 12— 6.4b deild Skuggahverfi 26— 18. Kópavogur 12— Gerið skil 7.5. deild Norðurmýri 26— 19.11. deild Smáíb.hverfi 9— 8.8.a deild Teigar 26— 20. Norðurland eystra 8— Hátíðofundur og afmcelishóf Trésmiðafélagsins er í dag Skipstjórínn hlaut 260 húsund króna sekt í gærdag var kveðinn upp dómur hjá bæjarfógetaembætt- inu á Akureyri í máli brezka skipstjórans á togaranum Kong- ston Jacinth frá Hull og fékk skipstjórinn 260 þúsund krcna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Jafnframt var skipstjóranum gert að greiða sakarkostnað. Það var Sigurð- ur Helgason, fulltrúi bæjarfó- geta, sem kvað upp dóminn. Skipstjóri hefur áfrýjað til Hæstaréttar. Unpnrinaveiði fyrir austan Reyðarfirði 11/12. 1 gærkvöld höfðu borizt 26 þúsund mál af sfld og fer síldarverksmið.ian í gang í dag. Sama uppgripaveið- in var síðastliðna nótt á Rauöa torginu og streyma skipin með fullfermi inn til Neskaupstaðar. Fáskrúðs.fjarðar. Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar. I dag vom hríð- arél á miðunum' og bjóst bó flotinn til veiða i nótt. Svninn í ,.Tröð" Eggert Laxdal sýnir þessa dagan fram að jólum tíu mynd ir, olíumálverk, o.fl. á veggjum veitingastofunnar TRÖÐ í Aust- urstræti. Myndimar em til sölu. MINNINGARSJÓÐUR STEFANÍU GUMUNDSDÓTTUR Til eflingar ís- lenzkri leiklist Stefanía Guðmundsdóttir. Stofnaður hefur verið minn- ingarsjóður sem ber nafn frú Stefaníu Guðmundsdóttur Ieik- konu og hefur þann tilgang að efla leiklist á Islandi. Saga þessa máls hófst árið 1938 er þau hjónin Anna Borg og Paul Reumert léku hér sem gestir Leikfélags Reykjavikur. Þau ákváðu þá að laun þeirra fyrir sýningamar skyldu renna í sjóð sem hefði að markmiði eflingu brautryðjandastarfsemi móður önnu Borg, frú Stefaníu Guðmundsdóttur, í þágu leiklist- ar á Islandi. Heimsstyrjöldin kom í veg fyrir frekari framkvæmdir. En er Anna Borg lézt í flugslysi í fyrra kom Paul Reumert hingað til lands og var þá efst í huga að hrinda þessu tilfinningamáli konu sinnar í framkvæmd hið fyrsta. Ætlun hans var að efla sjóðinn frá 1938 með því að halda hér upplestrarkvöld og láta allan ágóða falla til sjóðs- ins. En því varð ekki við kom- ið af heilsufarslegum ástæðum, I stað þess að láta starfið þar með niður falla, hóf Poul Reumert ritun minningabókar önnu Borg. Hún kom út í nóv- ember og seldist upp nær sam- stundis og er nú annað upplag í prentun og auk þess hefur bókaforlagið Skuggsjá samið um íslenzka útgáfu bókarinnar. Er Poul Reumert sá hve vel bókirini var tekið, ákvað hann að rithöfundarlaun hans fyrir allar útgáfur skuli renna til um- rædds sjóðs. Með fyrrnefndv.m ágóða af leiksýningum frá 1938 og ritlaunum bókarinnar um önnu Borg er framlag Poul Reumerts til sjóðsins nú þegar fyrirsjáanlegt 300 þúsund krón- ur. Með þessu framlagi Poul Reumerts var Minningarsjóður frú Stefaníu Guðmundsdóttur” stofnaður fo’-mlega þann níunda desember að heimili sonar henn- ar, Óskars Borg. Stjóm sjóðsins skipa þeir Þorsteinn ö. Stephen- sen leikari, formaður, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri, ritari og Torfi Hjartarson tollstjóri, gjaldkeri. Tilgangur sjóðsins er, sem fyrr segir, að efla leiklist á Islandi með því að veita ís- lenzkum leikurum styrki til framhaldsnáms erlendis o. fl., en unnið er að nánari skipulags- skrá sjóðsins. Er stjóm sjóðsins ræddi við fréttamenn í gær, sagði formað- ur hennar, Þorsteinn ö. Step- hensen, m.a. að hér hefði gerzt mikill og ánægjulegur menning- arviðburður og væri það trú sín, að þessi menningarsjóður, tengd- ur nöfnum svo ágætra lista- manna sem frú Stefaníu og þeirra Reumertshjóna hlyti að vera fæddur undir heillastjömu og koma miklu til leiðar. Akveðið hefur verið, að ein- staklingar, fyrirtæki eða félög, er tilkynntu framlög sín til sjóðsmyndunar með því að gera framlög til sjóðsins skattfrjáls. Þeir sem hafa áhuga á því að styðja þennán menningarsjéð geta snúið sér til málflutnings- skrifstofu Einars B. Guðmunds- Trésmiðafélag Reykjavíkur minnist I dag sextiu og fimm ára afmælis síns, en það var 10. þ. m., með hátíðafundi í Gamla bíói og i kvöld verður afmælishóf í Sigtúni. Afmælis- rit eftir Gils Guðmundsson er komið út um sögu félagsins. Hátíðafundurinn f Gamla bíói hefst kl. 14.30 og verður þar þessi dagskrá: Ræða: Jón Snorri Þorleifsson, formaður fé- lagsins. Avarp: Fulltrúi Alþýðu- sambands Islands. Einsöngur: Erlingur Vigfússon. Upplestur: Baldvin Halldórsson (Þættir úr sögu félagsins). Kórsöngur: Al- þýðukórinn undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonar. I upphafi fundarins mun Lúðrasveit verkalýðsins leika. Afmælishófið í kvöld er ætl- að félagsmönnum og gestum þeirra. Það hefst með borðhaldi kl. 19 stundvíslega. Meðal margra skemmtiatriða má nefna að hópur trésmiða skemmtir með leik og söng. Þá má nefna að stjóm fé- lagsins býður í dag fyrrverandi formönnum félagsins, fulltrúum frá bræðrafélögum í byggingar- iðnaði og viðsemjendum f há- degisverð. A 6. síðu Þjóðviljans f dag Ungmennafélag stofnað í Reykja- vík á morgun A morgun hefur verið boð- er grein um félagið og nýju félagssöguna, með myndum af fyrstu brautryðjendum og fleiri forysfcumönnum félagsins á liðn- um árum. ÆFR SKÁLA- FERÐ ÆFH ★ Síðdesis í dag, laug- ardag, kl. 18 verður lagt af stað í skálaferð frá Tjamargötu 20. Farið verð- ur í skíðaskála Fylkingar- innar í Sauðadölum. ★ Það eru fylkingar- deildimar í Reykjavík og Hafnarfirði, sem standa að þessari ferð í sameiningu og eru félagar hvattir til að nota þetta tækifæri til að koma upp í skála. ★ Allar upplýsingar um ferðina er að fá í Tjarnar- 'tu 20 á skrifet^p.mni eða í síma 17513 — ÆFR — ÆFH sonar, cjuoiaugs poriaKSSonar og Guðmundar Péfcurssonar í Morg- ; að til stofnfundar ungmenn: unblaðshúsi eða til dagblaðanna I félags f Reykjavík í Oddfellov í Reykjavík. ' húsinu uppi kl. 3.30 síðdegis. \ ♦ 4 •V v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.