Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 1
Laugardagur 12. desember 1964 — 29. árgangur — 274. tölublað. LEGUFÆRIN - grein eftir Krístin £ Andrésson um nýju Hvulfjurðar- samningana — Sjá sjöundu síðu BANDARISKT | RETTARFAR MERIDIAN 11/12 — Undirréttur í Meridian í Mississippi komst í dag að þeirri niðurstöðu, að ekki væru nægar sann- anir fyrir hendi til þess að sakfella 19 menn, sem ákærðir eru vegna morðsins á þrem ungum forsvarsmönnum blökku- manna í sumar sem leið. Ríkislögreglan, FBI, hafði að vísu skriflega játningu eins hinna ákærðu, cn dómstóllinn taldi sig ekki geta tekið þá játningu gilda. Alls eru þeir 21, sem ákæröir eru í sambandi við þetta mál. Mál tveggja á að taka fyrir í dag og þá í öðrum bæ, mál hins þriðja verður tekið fyrir síðar. Alrikisyfirvöldin hafa tilkynnt það, að þau muni stefna málinu fyrir alríkisrétt. FBI hefur skýrt svo frá, að flestir hinna ákærðu séu mcðlimir í hermdarverkasamtökunum Ku KIux Klan. ^ Hollenzkt skip strandar nyrira RAUFARHÖFN í gærkvöld — Hollenzka vöruflutninga- skipið Susanna Reith strandaði í dag, föstudag, á svo- nefndri Kotflúð, er það yar á leið inn í höfnina. Nokkur leki var kominn að skipinu í kvöld, en varðskip var vænt- anlegt frá Akureyri og átti að reyna að draga Hollend- inginn á flot í nótt. BSRB krefst 23 % hækkunar á launum ríkisstarfsmanna □ Á fundi stjórnar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sem haldinn var 9. þ.m. var samþykkt einróma ályktun þess efnis að krefjast launahækkunar fyrir ríkisstarfsmenn. Gerir Bandalagið kröfur um 23% launahækkun, þar af 15% hækkun frá og með 1. janúar 1964 að telja og þar á ofan 7% hækkun til samræmis við hækkun til samræmis við hækkanir þær sem urðu á almennu kaupgjaldi með samkomulaginu milli ríkisstjórnarinnar, ASÍ og vinnuveitenda er gert var 5. júní síðastliðinn, og komi sú hækkun á laun ríkisstarfsmanna frá og með 1. október 1964 að telja. Hollenzka skipið er allstórt, hátt á annað þúsund lestir að stærð og átti að lesta 1100 tonn af síldarmjöli á Raufarhöfn. Hingað kom það um fjögurleyt- ið í dag, föstudag, og ætlaði skipstjórinn að sigla inn í höfn- ina án hafnsögumanns. Mun hann á einhvern hátt hafa siglt af réttri leið og lenti á Kotflúð- inni sem fyrr var sagt. Hálffallið var er Hollending- urinn strandaði, en með kvöld- inu hefur sjór verið vaxandi og í nótt er spáð austlægri átt sem oft er slæm á þessum slóðum. Þó að gengi á með hríðar- hraglanda í dag var skyggni ekki aflcl.t er skipið strandaði og má um strandið fyrst og fremst kenna ókunnugleika og óvarkárni skipstjómarmanna. Eins og fyrr var sagt var ætl- unin að varðskipið Þór kæmi hingað frá Akurey.ri í nótt og gerði tilraun til að draga skipið Ályktun stjórnar B.S.R.B. er svohljóðandi: „Með hliðsjón af þeim launahækkunum, sem orðið hafa á þessu ári hjá öðrum stéttum en opinberum starfsmönnum samþykkir stjórn B.S.R.B. að krefjast launahækkunar fyrir ríkisstarfsmenn með tilvísun til 7. gr. laga nr. 55/1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Hinn 5. júní sl. var gert samkomulag milli ríkisstjórnarinn- ar, Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands ls- Iands um ýmis mál, þ.á.m. hækkun dagvinnukaups. Á grundvelli þessa samkomulags hafa síðan orðið almenn- ar Iaunahækkanir. Forsenda fyrir synjun Kjaradóms um 15% launahækkun i dómi 31. marz 1964 var að með synjuninni væri reynt að koma í veg fyrir áframhaldandi kauphækkanir hjá öðrum. Þar sem slíkar almennar kauphækkanir hafa nú átt sér stað, telur stjórn B.S.R.B., að þessi forsenda sé ekki lengur fyrir hendi og ákveöur því að gera kröfu um 23% hækkun tii ríkisstarfsmanna, þ.e. 15%, sem gerð var krafa um 31. des. 1963, og þar á ofan 7% til samræmis við þær hækkanir sem orðið hafa eftir samkomulagið frá 5. júní 1964. 15% launahækkunin gildi frá 1. janúar 1964 og 7% hækkun- in frá 1. október 1964. Tii frekari rökstuðnings vili bandalagsstjórnin vekja athygli á því, að síðan 1. júlí 1963 hefur vísitala framfærslukostnað- ar hækkað um 23,5%”. <♦>- Nýr hæstráðandi á Kef lavíkurvelli ■ Þann 16. janúar næstkomandi verða yfirmannaskipti hjá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá mun Paul D. Buie, flotaforingi, sem verið hefur yfirmaður varnarliðs- ins, kveðja, en Ralph Weymouth, flotaforingi, mun taka við yfirstjórninni. Svo segir í fréttatilkynningu frá Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna, sem gerði þessa grein fyrir manninum: „Weymouth flotaforingi, sem er ættaður frá Seattle í Was- hington, hefur gegnt störfum I tæknideild hernaðaraðgerða- deildar sjóhersins í Washington, SKÓLANEMENDUR VALDA STÓRTJÓNI Þjóðviljinn átti í gær viðtal við starfsmann áhaldahúss Strætisvagna Kópavogs vegna orðróms um slæma hegðun gagnfræðaskólanemenda í skóla- bílum staðarins. Þar spurðist m.a., að Stræt- isvagnar Kópavogs hafa um all- langan tíma flutt nemendur gagnfræðaskólans í skólann. Hefur oft gengið mikið á i vögnunum svo ekki sé fastar að orði kveðið, stólar brotnir og rúður, svo að viðgerðarverk- stæði SVK verður iðulega að láta vinna yfirvinnu við að dytta að vögnunum eftir nemenda- flutningana. Þó keyrði um þverbak nýlega, er óvenjumiklar róstur voru t vagninum og þótti bflstjóra á- stæða til að skakka leikinn, þó hann væri ýmsu vanur frá hendi farþega sinna. Hugðist hann einkum tugta strák nokk- um en skólasystkinin vildu eigi á slíka málsmeðferð sættast, og gerðu aðsúg að bílstjóra öll sem eitt. Við svo búið flúði bíl- stjóri fram í sæti sitt og ók óáreittur til skólans. Starfsmaður áhaldahússins sagði að þetta væri stórvanda- mál, því eftir hverja ferð bíls- ins mætti sjá á honum mikil ummerki ólátanna. T.d. hefðu nýverið verið brotin tvö saeti í bílnum og hefðu eigendur bfls- ins umsvifalaust kært til lög- Siíitseyfcbók Fáir atburðir hérlendis munu hafa vakið öllu meiri athygli erlendis en Surtseyj- argosið en það hefur sem kunnugt er staðið í rösklega ár og heldur enn áfram. 1 dag kemur í bókaverzlanir bók um Surtsey gefin út af Almenna ' bókafélaginu en texta hennar hefur Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur samið. Bók þessi er með lfku sniði og fyrri útgáfubækur félagsins um Heklugosið og öskjugosið. Bókin er 112 blaðsíður að stærð og í henni eru 50 myndir valdar úr um 1000 ljósmyndum af gosinu og eynni sem útgáfunni bár- ust og er um helmingur myndanna prentaðar í lit. Við val myndanna hefur f senn verið farið eftir feg- urð þeirra og heimildargildi og eiga þær að rekja þróun- arsögu eyjarinnar frá upp- hafi. 1 inngangsritgerð rekur dr. Sigurður Þórarinsson sögu >• gossins og eyjarinnar í stór- um dráttum og hefur hann séð um útgáfu bókarinnar í samráði við Torfa Jónsson teiknikennara sem ráðið hef- ur útliti hennar og uppsetn- ingu. Kassagerð Reykjavíkur hefur séð um myndamótin og annazt myndaprentunina en til hennar er mjög vandað. Útgefanda hafa þegar bor- izt nokkrar fyrirspurnir um bó!k þessa erlendis frá frá út- gáfufyrirtækjum sem áhuga hafa á kaupum á bókinni Hafa þegar borizt slíkar fyrirspumir frá Svíþjóð, Bretlandi, ítalíu og Sviss og raunar einnig frá Spáni og Japan. reglunnar f Kópavogi og voru sökudólgamir til yfirheyrslu f gær. Loks bað starfsmaðurinn Þjóð- viljann beina þeim tilmælum til foreldra barnanna, að brýnt væri fyrir þeim að hegða sér betur í skólabflunum. MAÐUR DRUKKNAR í ÞORLÁKS- HÖFN Uaust fyrir klukkan 5 síðdegis í gærdag Ientu tveir menn út af Suðurvararbryggju í sjóinn í Þorlákshöfn og mun annar mað- urinn hafa drukknað. Hinn náð- ist dasaður eftir volkið, en Iækn- ir frá Hveragerði kom á vett- vang. Lögreglan á Selfossi gerði tilraun til þess að fara á bifreið sinni til Þorlákshafnar og varð að hætta við ferðina sökum 6- færðar á vcginum. Læknirinn mun hinsvegar hafa komizt hindrunarlaust á bil frá Ilvera- gerði til Þorlákshafnar. Þarna er unnið að hafnar- framkvæmdum þcssa daga við Suðurvararbryggju. Dean Rusk í dag kesmur Dean Rusfc, uten- ríkisráðherra til landsms og lendir flugvél hans klukkan MJS á KeQasrakurfbjgweíliB. Ralph Weymouth. D.C. Hann er fæddur 26. maí 1917. Hann innritaðist í flota- skólann 1934 og var gerður að undirsjóliðsforingja (ensign) 2. júní 1938. Hann stundaði flug- nám í Pensacola og Miami f Florida. Frá marzmánuði það ár var hann í njósnaflugsveit á flug- vélamóðurskipinu USS Saratoga þar til í janúar 1943, er hann var gerður að flugliðsforingja í sprengjuflugsveit. Þá var hann sæmdur Navy Cross orðunni fyrir framúrskarandi frarn- göngu í viðureign við öflugustu deildir japanska flotans f fyrstu orustunni á Filippseyjahafi. Auk Navy Cross var hann sæmdur Distinguished Flying Cross fímm sinnum og Air Medal þris- var, svo og Presidential Unit Citation og Navy Unit Citation. Waymouth, flotaforingi, starf- aði sem yfirmaður þjálfunar- defldar sjóhersins frá 1944 til 1946 og síðar stundaði hann nám við framhaldsskóla flotans. Hann hélt áfram námi við Massachusetts InstHute of Teehnokjgy og þaðan lauk hann metetaraprófi f flugvélaverk- fræði f september 1949. Arin 1949 og 1950 hafði hann Framhald á 3. síðu. v 4*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.