Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 5
H6ÐVILJINN SlÐA 5 Laugardagur 12. desember 1964 Um meðferð á jólatrjám Forstödumenn Landgræðslu- sjóð's’ hafa beðið Þjóðviljann að vek’ja athygli manna á því, að til þess að jólatré haldi barri sínu sem lengst, er bezt að geyma þau úti fram á að- fangadag. Verða þau að vera á skjólgóðum sta, þar sem ekki á skjólgóðum stað, þar sem ekki eiga annars kost en að geyma trén inni, verða að velja til þéss köldustu staði hússins og gégnvæta þau iðulega. Nokkrum klukkustundum áð- ur en trén eru sett á fót ætti að gegnbleyta þau vel og lofa þéim að drekka í sig vatn. Tré hald lengur barri sínu, ef þau standa á fæti með vatni í. Þau endast mun bet- ur í köldum húsakynnum en hlýjum. og betur þar, sem loft- raki er en þurrt loft. I mið- stöðvarkynntum húsum er oft- ast skortur á loftkraka. sem bæta má nokkuð úr með vatnskerum á miðstöðvarofn- um. 1 stofum þeim, sem jóla- tré standa í ætti að loka fyr- ir hita á kvöldin og opna glugga. Gromiko á fundi Johnsons forseta WASHINGTON 10/12 — Gro- miko, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, ræddi í gær í hálfa aðra klukkustund við Johnson forseta í Washington. Sagt var að fundi þeirra loknum að þeir hefðu rætt um afvopnunarmál og önnur sem sérstaklega varða sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Gromiko sagði að viðræðurnar hefur veríð mjög vinsamlegar. Stœrsta bókasafn landsins í einkaeign tíl sölu Bókasafn Kára B. Helgasonar, áður ei'gri Þorsteins heitins Þorsteinssonar, sýslumanns. með miklum viðauka, er til sölu í einu lagi, ef viðunandi tilboð fæst fyrir 1. febrúar 1965. Safnið hefur verið flokkað eftir efni, og fylgir hverjum flokki spjaldskrá yfir einstakar bækur. 011 eintök i safninu verða afhent innbundin. Sölu safnsins hefur á hendi Böðvar Kvaran, Sól- eyjargötu 9. er jafnframt veitir nánari upplýsing- ar i síma 17606 kl. 20—22 fyrst um sinn. Ódýrt snjómunstur í hjólbarða Bifreiðastjórar sem eruð á nokkuð slitnum hjólbörðum, látið okkur skera snjómunstur í þá. Setjum einnig snjónagla í hjólbarða. Öll þjónusta fljótt og vel af hendi leyst. Cámmívinnustofan hJ. Skipholti 35. — Sími 18955. Biistjórab'ássumar eru komnar. Klæðaverzlunin Klapparstig 40. — Simi 14415. 77/ þlugþh Dönsk herrabindi með stjörnumerkjunum. Herrafatcbáðin Laugavegi 87 Sími 2 14 87. Myndin er frá lcik ÍU og KR í síðsata Reykjavíkurmóti ■ Annað kvöld kl. 8.15 lýkur Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik að Háloga- landi. Þá leika í 1. fl. karla KR og Ármann, og strax á eftir leika KR og ÍR í meistaraflokki karla. Leikurinn f 1. fl. hefur eng- in áhrif á úrslit í flokknum, þar sem IR hefur þegar hreppt meistaratignina. Leikurinn i meistarafl. er aftur á móti hreinn úrslitaleikur, þar eð bæði liðin eru taplaus. Eftir leik þessara liða gegn írsku meisturunum um síðustu helgi. verður að telja lið IR slgur- stranglegra, en KR-ingar gefa sig aldrei fyrr en í fulla hnéf- ana, svo að örugglega verður um spennandi og skemmtileg- an leik að ræða. iR-ingar hafa ekki tapað leik í móti nokkur undanfarin ár, og eru ýmsir orðnir langeygðir eftir því, að sigurganga þeirra verði stöðv- uð. Orslit hafa þegar fengizt i öllum flokkum öðrum, og urðu á þá leið. að "KR vann 4. flokk, en IR 1. 2. og 3. flokk. Ármann, KR og IS hlutu engan meistara. Að loknum leik KR og IR fer fram verðlaunaafhending. Hollenzkir kvenskór með innleggi Nýtt hefti Ökuþórs ÖKUÞÓR, tímarit Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda. 3.—4. tölublað 1964 er nýkomið út. Ritið er 108 bls. að stærð og fjallar um margvisleg efni. sem snerta bifreiðaeigendur. 1 ritinu er m.a. ársskýrsla fé- lagsins fyrir starfsárið 1963— 1964. Meðal greina í blaðinu eru: Vindhögg í vegamálum. -------------------------------- samh?ndi MOSKVU 8/12 — Sovézka geim- farið Zond II heldur áfram ferð sinni í átt til Mars og er öruggt radíósamband við geimfarið. Tass skýrir frá því, að Zond II, sem var skotið á loft 30. nóv. hafi f dag verið í 2.470.000 km. fjarlægð frá jörðu og síðastliðna fjóra daga hefði fjórum sinnum verið haft radíósamband við geimfaríð oe vísindalegar upp- lýsing«r fengizt frá því „Hægri handar umferð er framtíðarfyrirkomulag.” Heim- sókn f Gufunes og rætt við Stefán Arndal. stöðvarstjóra: um talstöðvarþjónustu við bíla, og einnig er sagt frá umferðar- deild lögreglunnar. Þá er í rit- inu saga AA f stuttu máli. Varúðargreinar eru um hætt- una er því er fylgjandi þeg- ar ökumaður blindast og einn- ig er grein sem nefnist „Sjá- ið fyrir hættuna á vegum og götum að vetrinum.” Að venju er f ritinu þátturinn „Hljóð úr horni”. Þá er einnig að finna í rit- inu ýmsar fréttir af félags- starfinu, sagt er frá olíumöl- inni á Akureyri og stuttar fréttir eru um ýmsar nýjung- ar. Ritstjóri blaðsins er Valdi- mar J. Magnússon. Þjóðviljinn hefur fengið leyfi til að birta eina af athyglis- verðustu greinunum f heftinu: „Vindhögg í vegamálunum”. Birtist hún í blaðinu einhvern daginn. Náttkjóllinn Sagan sem ekki mátti lésa í útvarpið er komin á markaðinn. Fæst í HREYFILSBÚÐINNl. Mæ/ingastarf Samvizkusamur og duglegur maður óskast til starfa við ísathuganir og mælingar við Þjórsá í vetur. Nánari upplýsingar gefur starfsmannahald raforkumálastjóra. Laugavegi 116, sími 17400. Raforkumálastjóri. Starfsmannahald. Stúlku vantar til vélritunar og fleiri skrifstofustarfa. Umsóknir sendist fyrir 19. þ.m. VEGAMALASKRIFSTOFAN 4 t t I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.