Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 6
g SCBA HÓÐVILnNN sextíu og fímm ára W. des. Gils Guðmundsson hefur ritað sögu félagsins 1899-1964 Laugardagur 12. desember 1964 Trésmiðafélag Reykjavíkur □ Sextíu og fimm ár eru ekki venjulegur aldur á íslenzku verkalýðsfélagi. En nú í vik- unni, 10. desember, átti Trésmiðafélag Reykja- víkur sextíu og fimm ára afmæli. Félagið minnist afmælisins í dag, laugardag, með há- tíðafundi 1 Gamla bíói og í kvöld verður af- mælishóf í Sigtúni. Og á afmælisdaginn, 10. des., kom út myndarlegt rit um sögu félags- ins, Trésmiðafélag Reykjavíkur 1899—1964, éJgVíyiJ sem Gils Guðmundsson hefur ritað fyrir fé- lagið. Q Hér er minnt á þetta merka afmæli Trésmiða- félagsins og útkomuna á sögu félagsins og teknar upp nokkrar staðreyndir um æviferil Trésmiðafélags Reykjavíkur. Árnar Þjóðvilj- inn félaginu, sem orðið er eitt þróttmesta og öflugasta verkalýðsfélag landsins, allra heilla á afmælinu. I>eir eru sjálfsagt til sem þykja aðrar bækur girnilegri en ævisögur veríialýðsfélaga, og má segja að þeim sé nokk- ur vorkunn. Baeði ber það til að slíkar sögur eru fáar af fslenzkum yerkalýðsfélögum og hitt að höfundar þeirra hafa skrifað um félögin held- ur þurrlegar baekur. Þar kann að ráða miklu að þær fáu sögur verkaiýðsfélaga sem enn eru til orðnar hafa verið skrifaðar af utanaðkomandi mönnum, sem ekki hafa lifað því lífi sem var líf félagsins og kunna að hafa átt örðugt að gera sér það innlíft. Líka kann að valda sú hugmynd, þar sem verið er að skrifa fyrir hlut- aðeigandi félög, að varasamt sé að hætta sér langt út fyrir þurrlegan fræðsluramma, því helzt megi engan styggja Kannski er ekki hægt að lýsa lífi og baráttu verkalýðsfélag- anna, þess mannlffs sem þar hrærist, nema helzt í skáld- sögum, eða þá f bókum sem túlka frjálslega lífsviðhorf höfundarins sjálfs, ég minni á eina íslenzka bók af þessu tagi, Vor í verum eftir Jón Rafnsson, og man varla eftir annarri í svipinn. Tilefni þessara hugleiðinga er nýtt og myndarlegt rit, 246 blaðsíður myndum prýtt, úm sögu Trésmiðafélags Reykja- víkur, sem Gils Guðrr.undsson hefur tekið saman, og kom út, 10. þ. m., þegar félagið varð Trésmiðafélagið við það gamla, þó ekki hefði verið til annars en eignast þessar „nokkrar krifaðar bókaskruddur". Þar munu verið hafa fundar gerðarbækur félagsins frá upphafi og ef til vill fieiri gögn, og samhengið sem tryggt var, hefur m.a. þýtt að Tré- smiðaféJag Reykjavíkur er svo öfundsvert að eiga óslitnar fundargerðarbækur félagsins, hina dýrmætustu heimild, allt frá fyrsta fundi félags þess sem stofnað var 10. des. 1899 og til þessa dags. Þessi ómet- anlegu gögn hafa að sjálf- sögðu verið aðalheimild Gi!s Guðmundssonar við samningu félagssögunnar, þó víðar hafi verið leitað fanga, m.a. með samtölum við ýmsa þá menn sem átt hafa mestan hlut að starfi félagsins á liðnum ár- um. Þetta kann þó að auð- velda starf sagnaritarans um of, hann hefur svo mikinn efni- við í félagssögu að stundum gæti manni fundizt að frásögnin fylgi fundargerðarbókum full einhliða, manni finnst félag- ið „eitt í heiminum”, og á skorti til freikari og fyllri Þorlákur Ófeigsson. formaður 1914 og 1917 65 ára. Það er virðulegur ald- ur fyrir íslenzkt verkalýðsfé- lag; að vísu eru bláþræðir á ævi þess svo að einu sinni má heita að félagið leggist niður og annað sé stofnað þrem árum síðar. En for/ígis- mennimir tryggðu sér með þrákelkni nafn og eigur gamla félagsins og því er ævi fé- lagsins rakin allt til ársins 1899. Ekki var þó eftir miklu að slægjast í eignum, þeim er lýst svo þegar félagið var endurvakið 1917, að þær hafi verið nokkrar krónur í spari- sjóðsbók, fáni félagsins og „nokkrar skrifaðar bóka- skruddur.” En þakkir eiga þeir menn skilið sem tengdu nýja Jóhannes Kr. Jóhannesson. frumkvöðull að endurreisn fé- lagsins 1917. skilnings að fram séu dregnir fleiri þættir samtímasögu, barátta verkalýðshreyfingar- innar yfirleitt, almennt stjórn- málaástand og efnahagslíf í landinu, svo þetta sérstaka fé- lag og starfsstétt þess sjáist f eðlilegu samhengi og hags- muna- og réttindabarátta verkalýðsfélagsins skýrist bet- ur. Þetta á þó sízt fremur við þessa bók Gils Guðmundsson- ar en aðrar félagssögur, þv>' hann reynir einmitt hvað eft- ir annað að minna á almenna bætti til skýringar, en sjálfu>- telur höfundur að ritið hljóti að bera þess merki að samið er það á fóum og strjálum tómstundum undanfarin ár. Bókin hafi verið ein sex ár í smíðum en „því er ekki til að dreifa að mér þætti starfið leiðinlegt”, segir höfundur. „Að sjálfsögðu fjallar saga Trésmiðafélags Reykjavfkur eins og annarra verka- lýðs- og iðnfélaga, að veru- legu leyti um baráttu fyrir hagsmunamálum þeirrar stétt- ar, sem þar um ræðir. En þar segir einnig frá næsta mikil- vægum þætti í sókn íslenzkr- ar alþýðu fram til betra lífs, aukinna mannréttinda. Þar greinir frá því, hvernig ein fjölmennasta og atkvæðamesta iðnaðarstétt landsins lærði smám saman að meta gildi félags- legrar samvinnu. Sú saga er hvorki ómerk eða leiðinleg. Hún á það skilið að varðveit- ast.” Trésmiðafélagið, sögunefnd þess og höfundur eiga heiður skilið að hafa komið út svo myndarlegu riti um félagssög- una. Það hlýtur að vera og verða metnaðarmál hverju verkalýðsfélagi að saga þess falli ekki í gleymsku, heldur eigi hver ný kynslóð félags- manna tiltækar aðgengilegar heimildir til fræðslu um íé- lagið frá stofnun þess. Slíkar heimildir eru óþrjótandi hvatn- ing og vopnabúr ungum manni, sem kemur til liðs við eldri félaga í verkalýðsfélagi, býr sig undir að taka við af þeim, vinna nýja • sigra. Sögu Trésmiðafélags Reykja- víkur skiptir höfundur í fimm t mabil, og rekur innan hvers tímabils tiltekna þætti félags- starfsins. Sjálf tímabilaskipting- in er vandamál sem ekki er eins auðvelt og menn gætu ætlað. Fyrst er tefkið tímabilið 1899 tll 1914, en þá má kalla að fé- lagið leggist niður um þriggja Ragnar Þórarinsson. tormaður 1927—1930, ritari 1924 -1926. Starfsmaður félagsins 1931-1934 og skrifstofustjóri þess 1937-1957. Félagsfáni Trésmiðafélags ára skeið. Þá frá 1917 að fé- lagið var endurvakið til 1930, næstu tvö eru látin fylgja ára- tugunum 1931 til 1940 og 1941 til 1950, og loks síðasta tíma- bilið frá 1951 til þessa af- mælisárs, 1964. Síðast er skrá um stjórnir félagsins í 65 ár. Við fyrsta fljótlegan yfirlest- ur er erfitt að gera sér grein fyrir hvort þessi kaflaskipting er hin eðlilegasta hvað snertir síðustu áratugina. En það hef- ur sína kosti að fara yfir starf- semi félagsins í þannig köfl- um, þó hitt geti einnig komið til greina sem bókarbygging að semja samfellda bókarkafla um aðalþætti félagsstarfsins, þar sem t. d. kaupgjaldsbar- átta félagsins væri rakin alla söguna í £egn. Þetta væri þó sjálfsagt erfiðara með félag eins og Trésmiðafélag Reykja- víkur. sem mestalla sögu sína hefur verið að leita að því formi eindregins stéttarfélags launþega sem það er nú orðið. og á leiðinni fætt af sér með nokkrum hætti hvert félagið af öðru, sveinafélög í hús- gagnasmíði, skipasmíði, bíla- smíði og meistarafélög í sum- um þeirra greina. En einmitt bessi þróun Trésmiðafélags Reykjavíkur, örðugleikamir á árangursríku hagsmunastarfi meðan haldið er í blandað fé- lagsform, með atvinnurekend- ur og launþega í einu ogsama félagi, er einmitt sérstaklega ’ærdómsrík. Ætla mætti að þetta væri lexía frá liðinni tíð, sem iðnaðarmenn væru Reykjavíkur frá 1908. allir búnir að læra, en svo er þó ekki. Það er reyndar enn þessi árin tékið að boða það sem fagnaðarerindi og nýjung í verkalýðshreyfingunni, að fallegast sé að atvinnurekend- ur og launþegar séu í einu og sama félaginu, skeggræði f góðu yfir kaffibolla hver laun- in skuli vera og láti bara gerðardóm skera úr ef upp skyldi koma smávegis ágrein- ingur! Þeir sem halda að heimurinn og þjóðfélagið okk- ar, auðvaldsþjóðfélagið is- lenzka, sé svona einfalt, gæt.u áreiðanlega lært af reynslu Trésmiðafélags Reykjavfkur í sextíu og fimm ár. Fróðlegt er að kynnast því hvernig samtök trésmið- anna spretta upp í lok nítj- ándu aldar. Ekki sizt ef menn skyldu halda að upphaf verka- lýðshreyfingar og hagsmuna- samtaka sé verk launaðra æs- ingamanna, eins og sagt var, Iðnlærðir trésmiðir hafa verið í Reykjavík frá því á dögum Innréttinganna, en á síðari hlúta nítjándu aldar, þegar timburhúsunum tók að fjölga, varð ör fjölgun í stéttinni. Nokkrir þeirra lærðu iðn sína erlendis, helzt f Danmörku, og tóku svo nema begar heim var komið. Þar kom að þeir höfðu vart nóg að gerá allir og tóku þá að undirbjóða hver ann- an um verð smfðisgripa sinna Framhald á 9. síðu. Sigurður Arnason í undirbúningsnefnd 1899. Magnús Amason í undirbúningsnefnd 1899. Helgi Thordarsen í undirbúningsnefnd 1899. Hjörtur Hjartarson í undirbúningsnefnd 1899. Einar J. Pálsson form. undirbúningsnefndar 1899. í \ t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.