Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.12.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. desember 1964 ÞJÖÐVILJINN SlÐA 3 Hoogen kemur nú í Hekes stað Jagan hopar hvergi GEOBGETOWN 11/12 — For- sætisráðherrann í Brezku Gui- ana, Cheddi Jagan, lét svo um mælt á fundi með fréttamönnum i gærkvöld, að hann neiti því með öllu að láta af embætti. Sem kunnugt er varð flokkur Jagans stærsti flokkur landsins við kosningamar um síðustu helgi, en hefur ekki hreinan meirihluta á þingi. Enska nýlendustjórnin lét mik- ið herlið vera við öllu búið eft- ir að kunnugt varð um þessa á- kvörðun Jagans. SAIGON 11/12 — Skæruliðar Víetkong gerðu í dag árás með sprengjuvörpum á flugvöll einn í Suður-Víetnam og eyðilögðu tvær flugvélar. Tveir meðlimir stjórnarinnar, þeir Nguyen Khanh, hershöfðingi, yfirmaður Gullfalleg ævintýrabók xneð vatnslitamyndum eftir frú Barböru Ámason Verð kr. 95.00 (án sölusk.) Bókaforlag Odds Bjömssonar Með samtals 1000 mannamyndum Vcrð kr. 480.00 hvort bindi (án sölusk.) Bókaforlag Odds Bjömssonar BONN 11/12 — öegn atkvæðum Sósíaldemókrata var Mathias Hoogen á föstudag valinn nýr eftirlitsmaður herliðs Vestur- Þýzkalands í stað Hellmuth Heye, en eins og menn muna baðst Heye lausnar frá embætti sínu fyrr í ár. Hann hafði þá valdið miklum deilum í Vest- alls herliðs stjórnar Suður-Víet- nam, og innanríkisráðherrann, Nguyen Lu Vien, höfðu komið með flugvélum þessum. Engan mann sakaði þó, að sögn stjórn- arhersins, og þeir ráðherrarnir héldu aftur til Saigon án þess að til nokkurra tíðinda drægi. Fréttastofan AFP Skýrir svo frá. að 162 af skæruliðupi Viet- kong hafi fallið í bardögum i Tam-Ky héraðinu á miðviku- dag. Sömu heimildir greina, að 24 menn hafi fallið af stjóm- arhernum en 39 særzt. Þá berast fregnir af auknum aðgerðum Búddatrúarmanna í Suður-Víetnam. Haft er eftir. áreiðanlegum heimildum, að Búddatrúarmenn muni krefjast þess, að ríkisstjómin segi af sér á löglegan hátt, og muni Búddatrúarmenn beita valdi, ef yfirvöldin verði ekki við þeirri kröfu. RÖMABORG 11/12 — Moise Tsjombe, forsætisráðherra Kongó, hefur nú aflýst fyrir- hugaðri för sinni til New York. Þetta var tilkynnt í Róm í dag. Tsjombe, sem um þessar mundir er í Róm, heldur til Bonn á þriðjudag. Hin upprana- lega ferðaáætlun gerði ráð fyr- ir því, að Tsjombe héldi beint til New York til þess að taka þátt í fundi öryggisráðsins um Kongómálið. I Bonn ætlar Tsjombe hinsvegar að ræða sam- komulag það, sem gert hefur verið um það. að Vestur-Þýzka- land veiti stjórn Tsjombes lán sem nemur 16 miljónum marka. Á föstudag átti Tsjombe við- Hernámsstjóri Framhald af 12. síðu. á hendi yfirstjórn loftsiglinga- deildarinnar á flugvélamóður- skipinu USS Kearsarge, tók síðan við stjóm orustusveitar, og þar á eftir tók hann við yfirstjórn flugsveita á flugvéla- móðurskipinu USS Philippine Sea, sem tók þátt í Kóreu- styrjöldinni. Hann starfaði síð- an f sex mánuði með foringja- ráði yfirmanns flugliðs flotans á Kyrrahafi 1951. Þvi næst stundaði hann nám í Armed Forces Staff College f Norfolk, Va. Áður en hann var skinaður f yfirstjórn Kyrrahafsflotans ár- ið 1954 var hann yfirmaður í vopnabúnaðardeild flugliðsins og bví næst yfirmaður flugdeildar flotaskólans f Annanolis, Md. þar til í júní 1959. Næstu tvö árin hafði hann á hendi yfir- stjórn á flugvélaskinunum USS Duxbury Bay og USS Lake Chamnlain. en frá því f júlf- mnnuði 1961 og þar til f júnf 1962 stundaði hann nám við National War College f Was- hington. D.C F.ftir að hanr, útskrifaðist -onn.Si hann störfom í varnarm^lp'áðuneytinu í Was- binglonj D.C. ur-Þýzkalandi með yfirlýsingum sínum um vestur-þýzka herinn, sem hann taldi alltof bundinn fornum hugmyndum frá valda- tíma nazismans. Hafði Heye lát- ið svo um mælt, að herinn væri að gamalkunnri fyrirmynd vél á vegi með að verða ríki í rik- inu. Sósíaldemókratar snerust gegn Hoogen á þeim forsendum, að hann hefði lent í heldur óþægi- legu kastljósi í Figbag-hneyksl- inu svonefnda 1962. Telja Sós- íaldemókratar, að Hoogen hafi þá reynt að vemda þáverandi vamarmálaráðherra, Franz Jos- ef Strauss, sem flestum mun kunnur af fréttum, en hlutdeild hans í Figbag-hneykslinu átti að rannsakast af sérstakri þing- nefnd. ---------------------------I Mariner 4. hjá Marz 14. jnií PASADENA 11/12 — Geimfarið Mariner fjórði mun fara fram hjá Marz í 8.460 km fjarlægð hinn 14 júlí næstkomandi, ef allt gen.gur samkvæmt áætlun. Þetta tilkynntu vísindamenn í Pasadena í Kalifomíu í gaer- kvöld. Sl. laugardag framkvæmdu bandarískir vísindamenn erfiða tilraun sem hafði þann tilgang að breyta stefnu geimfarsins. Þessi tilraun heppnaðist svo vel, að Mariner mun halda framhjá Marz. Eins og kunnugt er, er geimfarið búið tækjum, sem eiga að ná myndum af plánetunni. ræður við verzlunár- og fjár- málaráðherra Itala, Giuseppe Medici. Eins og kunnugt er af fréttum, urðu miklar óeirðir í Rómaborg er Tsjombe, „Kopar- kvislingurinn“ kom þar, og laust saman fylkingum komm- únista og nýfasista. Enn verkfall á Skagasfrönd ENN SITUR við sama , Skaga- strönd. KLUKKAN kortér gengin í tvö í gærdag hófst útborgun til verkafólksins í frystihúsi kaupfélagsins á Skagaströnd. HÖFÐU ALLIR fengið sitt kaup klukkan hálf fjögur um dag- inn en allir áttu inni þriggja vikna kaup. Hefur Kaupféiag Skagstrendinga þannig staðið við skuidbindingar sínar og var unnið af fullum krafti í frystihúsinu í gærdag. HINSVEGAR eru allar hurðir harðlæstar hjá Hólanesi h.f. og heldur verkfallið áfram hjá verkafólkinu og eiga þeir inni eftir sem áður fimm vikna kaup hjá þessu frysti- húsi og framkvæmdarstjórinn er ennþá á þönum milli Iána- stofnana í höfuðstaðnum ÓTÍNDIR BRASKARAR hafa þó fengið að ganga inn í lána- stofnanir þjóðarinnar og fengið þar miljónir á undan- förnum árum. HVAÐ LÍÐUR annars langa lán- inu frá ríkisstjórninni? HOUSTON 11/12 — Hertoginn af Windsor verður inn skamms lagður inn á sjúkrahús í Houst- on, en þar verður hann skorinn upp af einum af helztu sér- fræðingum heims í hjartasjúk- dómum, dr. Michael D. Bakley. Hér er um magauppskurð að ræða. Talsmaður hins sjötuga hertoga lét svo um mælt f dag. að hans konunglega hátign sé prýðilega undir uppskurðinn bú- inn, og að þessi uppskurður hafi verið fyrirhugaðar um tíma. Víetkong eyðileggur tvær flugvélar Moise Tsjombe fer ekki til New York heldur til Bonn KONUR 1 KASTLJÓSi Eftir JOHN WHITCOMB — Gissur Ó. Erlingsson þýddi. er bók fyrst og fremst ætluð konum til lesturs, þó að það væri raunar skrýtinn karlmaður, sem ekki hefði af henni bæði gagn og gaman. í bókinni er að finna viturleg ráð og leiðbein- ingar um framkomu, klæðaburð og snyrtingu, óháð tízkusveiflum, og þó kannski fyrst og fremst rækt hverrar konu við séreinkenni sín og einstakliugseðli. Hún leiðir okkur að leynd- ardómum innri fegurðar, sem er grundvöllud alls sjarma, en án hans er öll ytri fegurð hjóm og hégómi, ábrifalaus og einskis virði, þegar til lengdar lætur. Meðal annars skýrir höfundur frá viðtölum sinum við margar fræg- ustu filmstjörnur heims, sem segja frá samkeppni um frægð og frama. 92 tillögur bárust um nafn. Nafn Ragnars Jóhannessonar, cand. mag., var valið. — Bókin er 235 bls. Verð kr. 280,00 (+ sölusk). Komin í bókaverzlanir. BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI HERRAFATABUÐIN LÁUGAVEGI 87 AUGLÝSIR: Hin ágætu og ódýru pólsku herra- og drengjaföt eru komin aftur. Verð frá kr. 1500,00 til 1990,00. Sömuleiðis höfum við góðar skyrtur af mörgum gerðum, náttföt, naerföt, sloppa og frakka, og margt margt fleira á ágætu verði. Komið, skoðið og kaupið jólagjafirnar hjá okkur. HERRAFATABÚÐIN LAUGAVEGI 87 SÍMI 2 14 87. BÓKMENNTIR Framhald aí 2. síðu. Smáagnúar eru á prófarka- lestri: t.d. biðið í stað beðið á bls. 71, getur hafa í stað hefur getað bls. 104. Helft bókarinnar er þáttur Sverris Kristjánssonar um Bólu-Hjálmar. Sverrir hefur alla burði til þess að vera metsöluhöfundur. Hann nauð- þekkir vettvang íslenzkra at- burða og er frásagnameistari. Hann er gæddur næmum skilningi á mannleg vanda- mál og ríkri samúð með hin- um stríðandi lýð. Fáir slá gull íslenzkrar tungu skírar en hann með penna sínum. Mál hans er blæbrigðaríkt getur bæði verið knngimagnað og einnig kliðmjúkt Hann nýtur sín bezt í dramatískum frá- sögnum þótt hann búi einn- ig yfir léttri kímni, en væmni á Sverrir ekki til Bólu-Hjáimar maður Sverris Kristjánssonar. ofur- möinið, sem háði heimsstríð sitt eitt við guð og menn. Þátt- I urinn. Feigur Fallandason er | snilldarverk, og mættum við eignast fleiri slík. Sverrir fylg- ir heimildum allrækilega. en stingur stundum fram af sér beizlinu góðu heilli Það er ekki vitað til þess, að þeir Bjami Thorarensen og Hjálm- ar hafi skipzt á mörgum orð- um, en Sverrir leiðir þá sam- an í stofunnj á amtmannssetr- I inu. Sá kafli er hreinn skáld- skapur, en þar fer Sverrir á kostum og bregður upp ógleym- anlegri mynd af yfirvaldinu og hinurr sakbitna. Bókin um kraftaskáldin mun borin til meira langlífis en margt annað, sem kemur út fyrir þessí jól Björn Þorsteinsson. Uipur - Kuidajakkar og gallonblússur í úrvali. VCRILUN Ó.L. Traðarkotssundi 3. (á móti Þjóðleikhúsinu) * 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.