Þjóðviljinn - 06.01.1965, Page 7

Þjóðviljinn - 06.01.1965, Page 7
Miðvikudagur 6. janúar 1965 ÞIOÐVILIINN SlÐA 7 Hvar er nú skapið og 7 Það hefur lengi verið nær- tækt okkur Islendingum að guma af fornri frægð og menningu, leggja það til grund- vallar á mati okkar á öðrum þjóðum. Við hælum okkur af skólakerfi og fræðslulöggjöf, %sem geri öllum kleift að njóta þess, er geti talizt til menn- ingarauka, glætt hujpun og aukið þekkingu fram yfir það, sem áður bar þjóðina fram til þess, sem hún var, er við tók- ! um við: brjóstvitið. Hverjir það eru, sem halda uppi menningu vorri í dag, getur verið umhugsunarefni. Varla er það alþýða manna, sem vinnur að staðaldri 12—14 stundir á sólarhring til þess aðeins að teygja fram lífslop- ann og mala gull í greipar ríkisfátæklinga og annars þurfalýðs, “svo hún sjálf fái þó skrimt af hreytunum. Hvort peningastéttin er þess umkom- in að skapa þau verk í bók- menntum' og listum, sem verði aðall næstu kynslóðar, er enn ókomið fram, en fordæmi slíks afreks þeirrar stéttar er hvergi til í heiminum, þó að vísu hafi komið fram örfáar und- antekningar, því að aflið til sköpunar felst ekki í pening- um heldur í jarðvegi þeim og umhverfi, sem maðurinn er sprottinn frá. Sú samsvörun lands og þjóðar, sem hefur leitt okkur fram á þennan dag og gert okkur að samstilltri heild, er ekki lengur til. Æska þessa lands er hætt að líta á landið sem land, rauriar margir hinna .eldri líka, og um leið hverfa tengslin við upprunann og hin aðlæga virð- ing fyrir þjóðlegum auðkenn- um, menningu og andlegum verðmætum þverr, sem og dæmi síðustu áratuga sanna óumdeilanlega. Þetta er eng- in tilviljun. Þarna hafa marg- ir lagzt á eitt, bæði erlend og innlend öfl hafa byggt þessa þróun upp á kerfisbundinn hátt: erlenda aflið vísvitandi og það innlenda kannski ekki, en þar hefur ágimdin vegið drýgst. Islenzk afturhaldsblöð hafa aldrei þreytzt á því. að lofa erlend áhrif á íslenzka menningu, ausið yfir okkur um áratugi allskonar kjafta- vaðli, blekkingum og lýgi tíl þess að koma sínum málum fram, studd af auðvaldapressu Evrópu oa Ameríku, og með beinum opinskáum framlögum efnahagslega og einnig póli- tískt. Áróðuririn hefur verið svo gegndarlaus, að þess eru dæmi, að þeir hafa sjálfir far- ið villur vegar, sagt orð og gert hluti, sem hafa nær kost-v að þá höfuðin. Þessi áróður' gjaldmiðill í þeirra höndum. Hver hætta íslenzku þjóð- erni, menningu og reisn er bú- in með því að veita erlendu ríki ótakmarkað áhrifavald, er Eftir Ingólf Sigurðsson er æskunni gefinn með móð- urmjólkinni, honum er lætt að henni allsstaðar, hann um- lykur hana, hrönglar í vitum hennar, svo nauðug viljug, til að forðast köfnun, verður hún að kingja þessu. öll mennt- un er líka undir þessum áhrif- um, bæði leynt og ljóst, eins og frægt er orðið af skrípa- leiknum, sem framkvæmd- ur var í bókmenntakennslu skólanna fyrir skemmstu. Þeir, sem hafa reynt að andæfa gegn þessu, hafa fengið yfir sig holskeflu heiftarlegra of- sókna, verið hundeltir í ræðu og riti, ofsóttir á allan hugs- anlegan máta, bornir fárán- l'egustu sökum, dæmdir af ís- lenzkum dónjstólum, sviptir æru og mannréttindum, og þegar það hefur ekki dugað, var lævísinni beitt og veitt orða fyrir þau sömu störf og þeir áður voru dæmdir fyrir. Var einhver að hlæja? Niðurlæging sú, er þjóðin hefur búið við um nær 20 ára skeið, hernámið, er orðið sögu- legur eiginlegur þáttur, þykir nú orðið ekki umtalsverður. Verði einhverjum það á að telja þessa gerð óæskilega, þegir þjóðin þunnu hljóði, en stjórnmálamenn bregðast við sem graðhestur í stóði, er hef- ur af tilviljun fengið óvelkom- inn keppinaut. Brígzl og sví- virðingar ganga fjöllunum hærra, upphrópanir eins og kommúnistar, landráðamenn og önnur kjarnyrði íslenzkrar tungu eru þá svo nærtæk auð- valdspressunni, að manni kem- ur ósjálfrátt í hug, að það væri greiðasemi við þjóðernið að gefa þeim til dæmis Vída- línspostillu til að auka orða- forðann. Að vísu eru hér til samtök, serr; heita Samtök her- námsandstæðinga, og hafa háð harða og góða baráttu gegnnið- úrlægingunni og markað spor í söguna, sem ekki verður út- máð, nema með sögufölsun, en þá 'geymd í annálum. En mál- gögn þeirra hafa lítið mátt sín gegn valdaklíku þjóðarinnar, enda dollarinn ekki tiltækur auðvitað augljóst, því að „eng- inn frýr þér vits, en meir ertu grunaður um gæzku”. Sendi- ráð þessa ríkis hefur gefið hér út allskonar áróðurspésa ár- um saman, sent áróðursrit inn í menntastofnanir landsins og þegar það hreif ekki nógu fljótt, var auðvitað gripið til'f" þess að koma upp áróðurskerfi, sem næði á einfaldan hátt inn á sem flest heimili Islendinga, einmitt á þeim stað, þar sem straumamir mótuðust að mestu og dreifðust síðan út um lands- byggðina. FyrSt var þeim leyft að reka útvarpsstöð, sem þó íslenzka ríkið hafði einka- rétt á, og í öðru lagi sjón- varpsstöð. Að sjálfsögðu í fyrstu á þann veg, að ekki vekti of mikla eftirtekt, ef ein- hverjir skyldu enn eiga eftir snefil af sómatilfinningu, og þegar ekki reyndust vera nema nokkrir fordæmdir, sem enn héldu í svo úrelta tilhneig- ingu, þá var þessu áróðurstæki breytt á þann veg, að sem flest heimili í þessum lands- hluta gætu drukkið í sig þessa dýrðargjöf alviturrar ástríkrar góðgerðarþjóðar, og forsendan var, fyrri stöðin var ónýt, og ekki hægt tæknilega séð, að setja upp minni stöð, en nú væri farið fram á að reisa. Þær væru alls ekki til, svo hafði tækniþróun þessarar herraþjóðar hrakað á skömm- um tíma að sögn utanríkis- ráðherra okkar. Skyldu þær stöðvar herraþjóðarhersins, sem eru víðs vegar um heim mörg- um sinnum minni en hér um ræðir, hafa verið smíðaðar af Rússum? Það var viss hópur manna, sem taldi þetta gerræði og hættulega þróun íslenzkri menningu og barðist af hörku gegn þessum ára, en stóðu uppi einir og g^rsigraðir. Sjón- varpsstöðin var reist og það stóð ekki á landanum að taka þess- ari guðsblessun tveim höndurn. Nú er varla til það skrifli, sem ber nafið mannabústaður, að ekki tróni þar háreistur tum á þaki, margsúrraður nið- ur, /því ekki má þetta missast. Þetta óálitlega víravirki ku heita sjónvarpsloftnet og þjóna því hlutverki að skíra þær yf- irþyrmandi fræðslu- og kennslumyndir, sem birtast á skermi sjónvarþsins. Það ku kveða svo rammt að þessu sjónvarpsæði, að maður, sem hafði verið sjúkur um skeið og átti lítið fjárfnuna, kom í sína matvöruverzlun og bað um innskrift um t£ma, því hann hafði fyrir heimili að sjá, en á því voru öll tormerki og raunar alls ekki hægt, jaðr- aði við ósvífni að fara fram á slíkt, en hann gat farið inn í hvaða aðra verzlun sem var og fengið sjónvarpstæki með engri útborgun og litlum mán- aðargreiðslum. Það þyrfti eng- inn að kvíða neinu, sem hefði slíka blessun innan veggja síns heimilis, óþarfi að vera að rella út af mat eða öðrum nauðþurftum á því heimili. Þannig er þjóðarandinn þeirra rétttrúuðu, sé einhvers- staðar hillingaskyn gróðavon- ar er allt annað hjóm eitt. Til dæmis gefur nú að líta þessa dagana í útstillingarglugga verzlunar' hér i borg útstill- ingar, sem minna óþyrmilega á það andlega stig, sem er samnefnari mikils hluta þjóð- arinnar í dag. Allir kannast við setnin'guna „Ó, hve dýrlegt «r að sjá”, í mínu ungdæmi var þetta upphaf sálms, sem þótti þjóna góðu hlutverki, nú er þetta auglýsing í búðar- glugga fataverzlunar ásamt nótnaregistri, svo myndin sé fullkomin og á auðvitað að sýna mátt auðs og velgengni. Og enginn er' svo mikið lítil- menni að viðúrkenna fátækt eða smámunasemi á kaupget- unni nú til dags, eða réttara sagt á slíkum viðreisnarvel- mektardögum. Svona hefur þjóðinni farið fram í menn- ingarþro&ka. »Það var einu sinni sagt, þegar illa var farið með fagra hluti og þeim mis- þyrmt, að það væri að snúa faðirvorinu upp á andskotann. Nú er það ekki lengur fyrir hendi, hin fomhelga bæn hef- ur fengið annað form og allt annað inntak nú, hún mun hljóða á þessa leið: Dojlar vor, þú sem ert í Washington, helg- ist þitt nafn, aukist þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni, gef oss í dag Framhald á 9. síðu. ÞÓRODDUR GUDMUNDSSON KYNNTUR ERLENDIS Þegar Þóroddur Guðmunds- son varð sextugur 18. ágúst s.l. birti dagblaðið Nationen í Osló grein um hann eftir Ivar Org- land sem mikið hefur unnið að því að kyynna íslenzkan skáld- skap í Noregi. Greinin bar fyr- irsögnina „Rammíslenzkur rit- höfundur” og fer hér á eftir í íslenzkri þýðingu Jóhönnu Jó- hannsdóttur skjalaþýðanda: Ef lýsa skal íslenzka rithöf- undinum Þóroddi Guðmunds- syni, sem verður sextugur 18. ágúst, er „rammíslenzkur” fyrsta orðið, sem skýtur upp í hugann. Ekki þarf að lesa mörg kvæði Þórodds til að ljóst verði að þar er á ferðinni maður, sem er sannur fulltrúi hinnar óbugandi orku og *' rismiklu tjáningar stríðandi og sigrandi anda, sem hefir verið aðals- merki íslenzks skáldskapar um aldaraðir. - Meðan íslenzka þjóðin bjó við kúgun og ófrelsi í stjóm- málum sótti hún styrk í að virða og leggja rækt við foma tungu sína,' og á þessari tungu ortu ísienzkir bændur stökur, sem oft reyndust bitrari en vopn. Faðir Þórodds, hinn kunni rithöfundur Guðmundur Frið- jónssqn frá Sandi, var sann- ur íslenzkur skáldbóndi, stoltur Svavar Árnason: HLUTUR SJÓMANNSINS VERDUR AÐ STÆKKA! Enn er hafið sjómannaverk- fall og hafa þau verið alltíð undanfarin ár. Samt hefur lítið unnizt til að bæta kjör bátasjómanna og raunar beinlínis verið um afturför ag ræða. Þannig tel ég og margir fleiri sjómenn að allt of langt hafi verið gengið í síðustu samningum þegar lækkuð var skiptaprósentan á línu og netum í 29,5%, enda þótt sjómenn losnuðu þá jafnframt við að borga út- gerðarkostnað hér á Suðvest- urlandi. Hefur það komið sjó- mönnum í koll að ekki náð- ust þá betri samningar, sem ekki sízt var.því að kenna að samhcldnin brást i röð- um sjómannasamtakanna. Sumstaðar á landinu, t. d. á Austfjörðum, þar sem sjó- menn höfðu ekki tekið þátt í að borga af útgerðarkostn- aði, var hér um mikla aftur- för að ræða. Þó heyrðist þar . minna sungið , um taprekstur smáútgerðarinnar en algengt er orðið nú á seinnj árum í áróðrinum frá L.Í.Ú., einmit* þeim árum þegar útgerðin skóflar mestu í sinn hlut af verðmætunum sem sjómenn draga að landi. Það er tvímælalaust vegna áhrifa síðustu kjarasamninga bátasjómannanna að heita má að línuútgerð sé að leggjast niður hér ó landi. í almenn- um blaðaumræðum er svo að sjá að menn séu að furða sig á því að sú útgerð skuli standa höllum fæti, en við sem búnir erum að stunda línuveiðar í þrjá áratugi er- um ekki hissa á því þó menn séu ekki óðfúsir að stunda þá veiði, eftir að aflahluturinn'- er kominn niður í 29,5%. Nú. hrópa' allir á aukna línuveiði, braskararnir líka, jafnt for- stjórar af Vestfjörðum og út- gerðarmenn af Snæfellsnesi, sem Morgunblaðið ræðir við. allir vilja þeir meiri límrút- gerð. Nú er skollið á sjómanna- verkfall og sjómenn lesa það í blöðunum að staðið hafi i samningaþófi síðan í haust Það er sjálfsögð krafa sjó- manna að fundur verði hald- inn tafarlaust ; Sjómannafé- lagipu og málin skýrg fyrir sjómönnum og þeir getj þar sagt sitt orð um kröfumar sem móta eiga nýja samn- inga. Sjómenn telja að ekki sé annað viðunandi en hækka skiptapróscntuna á neta- og línuvciðum í 38—40%. Os nú hljóta bátasjómcnn að fara að krcfjast þcss að hafa frítt fæði eins og aðrir íslenzkir sjómenn. Þegar. svo er kom- ið að sjómenn á öllum ís- lenzka skfpastólnum hafa frítt fæði nema fiskimenn bátaflotans, er augljóst að sú krafa getur ekki talizt ósanngjöm. ☆ ☆ ☆ Ég vil taka það fram að sjómenn munu almennt þeirr- ar skoðunar að þessi mál verði ekki leyst með lítilfjör- legri fiskverðshækkun. Illut- ur sjómannsins verður að stækka í þeim samningum sem gerðir verða. Og sjó- mennirnir verða sjálfir að krefjast þess að fá að fylgi- ast vel með samningsgerð- inni, sjá til þess að ekki verði samið um neitt annað en það sem þeir sjálfir telja viðunandi. Og forysta sjó- mannasamtakanna má ekki láta undan, of langt hefur verið gengið á þeirri braut. og stærilátur, traustur og þrek- mikill, stríður og stíflyndur. Hann stóð eins og brimbrjótur gegn þvj frjálslyndi í ástamál- um, sem erlendir straumar báru á fjörur íslenzkrar ljóð- listar á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Á sama hátt má segja, að Þóroddur haldi í dag vörð um gamla hefð- bundna hófsemi í tjáningar- háetti norrænna þjóða. Hann er miklu fremur varfærinn raunsæismaður en skrúðmálg- ur, rómantískur eða jarðbund- inn lífsnautnamaður. Hann er maður, sem ann mjög landi sínu og þjóð, hug- sjónamaður með þjóðarmetnað, en samt sem áður enginn heim- alningur. Þóroddur hefur búið og ferðazt mikið utan fslands og m.a. gengið á búnaðar- skólann að Kalnesi í Noregi. Þekking hans á erlendum Ijóð- um hefur oft birzt í dýrmæt- um þýðingum,- m.a. á Ijóðum hins ágæta skálds Yeats. Sem formaður annars íslenzka rit- höfundafélagsins hefur hann verið fulltrúi lands síns bæði heima og heiman, og hann er njeðlimur hins alþjóðlega P.E. N. klúbbs. Þóroddur hefur .ritað bæði bundið og óbundið mál. Aðal- verk hans á óbundnu máli er hjn mjög mikilsverða ævisaga föður hans, Guðmundar frá Sandi. Guðmundur bjó á Sandi í Þingeyjarsýslu, og Þóroddur var einn af mörgum systkin- um. Bömin ólust upp í rót- grónu íslenzku umhverfi, sem bar sterkan svip hins sérstæða persónuleika föðurins. Bróðir hans, Heiðrekur, er einnig skáld. Þóroddur hefur auk þess gef- ið út nokkrar Ijóðabækur: „Villiflug” (1946),, „Anganþeyr” (1952), „Sefafjöll“ (1954), og „Sólmánuður” (1962). Ljóð hans eru í sýnisbókum svo sem „Is- lenzkum ljóðum 1944—53” og „Nordens dikt 1962”. Verkefná- valið sýnir í senn þjóðrækinn og ,alþjóðlega sinnaðan húm- anista, andlegan baráttumann gegn öllu ofbeldi og kúgun. Baráttan fyrir manngildinu byggðu á virðingu fyrir dýr- mætum arfi og undirstöðu er honum höfuðatriði. Hann lofar nægjusemi, ekki óhóf. Og hann stendur trúr vörð um bað ís- land, sem hann óttast að muni dragast inn í hipa miklu straumiðu heimsins og missa þar öll dýrmæt sérkenni sín. Við þurfum samvinnu, en þurfum þó ekki að-glata tungu og yfii’bragði. Ljóðform Þórodds béra klass- iskan Svip. Hann fylgir út í æs- ar reglum um ljóðstafasetn- ingu, sem hefur verið einkenni Þóroddur Guðmundsson. íslenzks kveðskapar allt frá tímum Eddu- og dróttkvæð- anna. En hann leggur einnig rækt við bragarhætti, sem ekki eru af norrænum uppruna, t.d. sonnettu. — sem dæmi um kveðskap hans fylgir kvæði, hans Ávarp Fjallkonunnar, (sem prentað var í Nordens dikt 1962 í norskri þýðingu Ivars Orglands). í sumarhefti ársfjórðungsrits- ins „Books Abroad” 1964, sem gefið er út af University of Oklahoma Press, birtist rit- dómur sá sem hér fer á eftir í þýðingu, Bjama Guðmundson- ar skjalaþýðanda, utn ljóðabók Þórodds, Sólmánuður, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út 1962: Bók sú, sem hér er til um- ræðu, er fjórða frumsamda ljóðabók Þórodds Guðmunds- sonar. Hann hefur einnig birt eftirtektarvert safn þýðinga á íslenzku úr ljóðum Williams Blakes, ásamt fróðlegum og skarplegum formálsorðum, og einnig ágaáta ævisögu föður síns, Guðmundar Friðjónssonar (1869—1944), sem var í tölu fremstu íslenzkra ljóðskálda og smásagnahðfunda. Þetta nýja Ijóðasafn Þórodds er ■að öllu athuguðu hans bezta, og sýnir, að honum hefur far- ið fram að innsæi (inspíra- sjón), öruggum tökum á efn- isinnihaldi og fáguðu Ijóðformi. Hér kemur einnig fram frum- leikur í vali viðfangsefna og meðferð. ásamt eðlislægri göf- ugmannlegri afstöðu til lífsins. Hér eru eftirtektarverð ætt- iarðarljóð og náttúrulýsingar og jafnframt áhrifamikil eftir- rnæli og önnur tækifærisljóð. Þó eru allmargar sonnettur/ um ýmisleg efni meðal feg- urstu ljóðræ'nu kvæðanna í hessari ljóðabók og yfirleitt miög vel byggðar. ■ Richard Beck Norður-Dakóta-háskóla. i I J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.