Þjóðviljinn - 05.03.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.03.1965, Blaðsíða 1
Föstudagur 5. marz 1965 — 30. árgangur — 53. tölublað. Tillagan um radar- spegla samþ. í gær Á fundii Sameinaðs Al- þingis voru greidd atkvæði um nokkrar þingsályktunar- tillögur, sem vísað var til nefnda. Þá voru samþykkt- ar tvær tillögur til þings- ályktunar, um ræktun skjól- belta og uppsetningu radar- spegla. Áður hefur hér í blaðinu ver- ið gerð grein fyrir tillögu Geirs Gunnarssonar um uppsetningu radarspegla. Allsherjarnefnd Sameinaðs Alþingis hafði tillög- una til meðferðar og lagði til að hún yrði samþykkt að fengn- um meðmælum ýmissa hags- munasamtaka sjávarútvegsins með lítilsháttar breytingum. — Samþykktin er á þá lund að láta gera könnun á möguleikum á því að merkja suðurströnd landsins og aðra staði, ef þurfa þykir, með radarspeglum eða öðrum leiðarmerkjum. Þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu mikið öryggi er fólgið í slíkum aðgerðum fyrir sjófar- endur. Önnur tillagan, sem samþykkt var í gær, vaf um ræktun skjól- belta og í upphafi flutt af Oddi Andréssyni og fleiri þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins. Sovétríkin aðvara nú Bandaríkin MOSKVD 4/3 — Sovétstjórn- in varaði í dag Bandaríkja- stjóm við því, að árásir hennar í N-Víetnam stofni friðsamlegri sambúð þessara ríkja í hættu. Það var Grom- yko, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, sem afhenti Foy D. Kohler, sendiherra B.N.A. í Moskvu, orðsendingu þessa efnis. Sovétstjómin telur, að umræddar árásir séu skipu lagðar árásaraðgerðir og að þetta bendi til þess, að Banda- ríkin hafi nú lagt inn á braut, sem færi út stríðið í Suðaust- ur-Asíu. Þessar aðgerðir séu í algerri andstöðu við fyrri yf- irlýsingar Bandaríkjanna um friðsamlega sambúð við Sov- étríkin. Gromyko lýsti því ennfrem ur yfir, að fyrri yfirlýsingar Sovétstjómarinnar um fullan stuðning við N-Víetnam, séu enn í gildi. Aðalfundur Sjómannafélags R- víkur og Verkakvennafélagsins Framsóknar verða n.k. sunnu- dag, 7. marz. Sjá auglýsingar á 9. s íðu. Hér sézt togari á siglingu í ísnum útaf Hælavíkurbjargi. Myndina tók Þröstur Sigtryggsson flugstj. á flugvél Iandhelgisgæzlunnar. fsinn fyrir Norðurfaitili er dreifðari og ísmagnið minna en taSið var ■ Jón Eyþórsson veðurfræðingur lýsti svo nið- urstöðum ísflugs í gær, að ísinn fyrir Norðurlandi hefði reynzt dreifðari en ástæða hefði verið að ætla. Það sýndi og að ísmagnið væri minna en bú- izt var við, að nýafstöðnum norðangarði tókst ekki að fylla firði og víkur. •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■CBB■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■"**■■1. Yfírlýsmg I frá Sésíalista- ! ! ! fíakknum j y I □ Ut af ósvífnum dylgjum, sem fram eru settar í blaðinu „Frjáls þjóð“ 4. marz s.l., skal það fram tekið að Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei átt j fulltrúa í þeirri sölunefnd setuliðs- eigna er nú starfar og hefur starfað undir einu og öðru nafni rúm 1 5 ár. : ° ; □ Ef ritstjórn nefnds blaðs hefði ein- hverja þekkingu á íslenzkum stjórn- málum, hefði hún átt að vita að ein- mitt Sósíalistaflokkurinn hefur á ; Alþingi krafizt rannsókna bæði á j starfsháttum þessarar nefndar sem j og á öllum viðskiptum við hernáms- liðið, t.d. höfum við sem tilheyrum Sósíalistaflokknum gert það í tíð vinstri stjórnarinnar. — En líklega skortir hvorttveggja hjá þessu blaði: Þekkinguna á málefnum og vilja til að segja satt, einkum ef Sósíalistaflokkurinn á í hlut. ■ ■ Fyrir hönd Sósíalistaflokksins, EINAR OLGEIRSSON. ■ ísinn hefði að vísu rekið saman við Horn- strandir eins og vænta mátti og þar er nú ófært skipum. En annarsstaðar er ísinn fremur dreifður og mjög kurlaður og smágerður þegar austar dregur. ístungan fyrir Ausfurlandi hefur færzt nær landi og sunnar, en Jón taldi að ekki þyrfti volduga sunnan eða suð- austan átt til að hreinsa þar allan ís af siglinga- leiðum. Flugvél Landhelgisgæzlunnar Sif, fór £ ísflug um hádegi I gær og voru þeir Jón Eyþórs- son veðurfræðingur og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur með- al þátttakenda í leiðangrinum. Fyrst var flogið til Vestfjarða. Þar var ísinn yfirleitt í 14 mílna; fjarlægð frá landi, íshrafl og jakar á stangli, en þéttist við Isafjarðardjúp. Út af Homi var þéttur fs og inn með Homströndum allt Framhald á 3. síðu. ÚHAGSTÆÐ VÖRU- SKIPTIIJANÚAR ■ Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd varð óhagstæður í janúarmánuði sl. um liðlega 20,6 miljónir króna, en í sama mánuði á sl. ári urðu vöruskiptin hagstæð um rúm- lega 4 miljónir. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu lslands um verð- mæti útflutnings og innflutnings voru fluttar út vörur í janúar- mánuði fyrir 266,1 milj. króna, en innflutningurinn nam 286,8 miljónum í sama mánuði. 1 janúar 1964 nam verðmæti útflutningsins hinsvegar 313,9 miljónum, en verðmæti innflutn- ingsins 309,6 milj. króna. Athygli Sesenda skal vakin á grein Einars Olgeirssonar „Erlendi alú- mínhringurinn yrði drottnandi vald í íslenzkum þjóðmájum" á síðu © 'Orgarfulltrúi AlþýiubandaEagsins gagnrýnir sölubrðltiS á togurunum □ í gær var tekin fyrir á fundi borgarstjórnar sú ákvörðun útgerðarráðs að losa Bæjarútgerðina við tvo togara án þess að íryggja það, að endur- nýja flota útgerðarinnar jafn’framt. □ Guðmundur Vigfússon átaldi þessa ákvörðun harðlega og bar fram til- lögu þess efnis að málinu yrði á nýjan leik vísað til útgerðarráðs en henni var vísað frá að tillögu borgarstjóra. unar. Hins vegar féllst borgar- stjóri á, að fresta ákvörðun um kaup BÚR á hlutabréfum frá Jöklum h.f. Það var athyglisvert, að til Framhald á 3. sfðu. Auk togarasölunnar gerði Guðmundur að umræðuefni í ræðu sinni þá ákvörðun útgerð- arráðs að festa kaup á hluta- hréfum í Jöklum h.f. Verðmæti þeirra var 162 þús. eða um 1% af heildarhlutafé Jökla, en helm- ing hlutafjárins á Einar ríki Sigurðsson. Taldi Guðmundur að við það að öðlast yfirráð yfir þessu broti heildarverðmæta hlutabréfa væri ekkert unnið fyrir BÚR og ennfremur væri sýnt að fyrirtækið Jöklar legði meira upp úr því að hlú að hag flutninganna en útgerðarfyrir- tækjanna, hefði komið berlega í ljós er Jöklar hefðu tekið hærri ^ farmgjöld en Eimskipa- félag íslands. Hlutabréf þessi áttu að ganga upp í skuld Jökla við BÚR og sagði Guðmundur ástandið svo bágborið hjá BÚR að henni veitti hreint ekki af þessum 162 þúsundum í reiðu fé. Þá vék ræðumaður að togara- sölunni. Rakti hann í fyrstu or- sakir erfiðleika togaraútgerðar innar. Sagði hann það stóran þátt í erfiðleikum togaranna, að með útfærzlu landhelginnar hefðu þeir verið sviptir stórum veiðisvæðum bótalaust. Út af fyrir sig væri ekkert við því að segja að selja göm- ul skip, ef þau stæðu ekki fyrir því, sem nauðsynlegt væri, en þar yrðu jafnframt að koma hliðarráðstafanir til að tryggja kaup nýrra skipa. Með sölu svo mikilvægra atvinnutækja sem togaranna væru seld úr landi mikilvæg atvinnutæki, sem veittu stórum hóp manna at- vinnu og í annan stað væru togaramir öðrum skipum frem- ur mikilvægir aflendur gjald- eyris. Auk framangreindra atriða færði Guðmundur Vigfússon rök að því að sala togaranna úr landi væri fljótræði, án hlið- arráðstafana. Borgarstjóri tók til máls að lokinni ræðu Guðmundar og bar hann fram frávísun á þá til- lögu Guðmundar Vigfússonar, að vísa togarasölumálinu ^aftur til útgerðarráðs til frekari athug- Lagarfljót er að leggja ★ Hallormsstaður 3/3 — Það er mjög orðum aukið, að allir vegir hafi orðið ófærir hér austanlands í norðan- hríðinni. Snjókoma var ekki ýkja mikil og er nú verið að ryðja vegi og gengur vel. ★ Blíðskaparveður er hér um slóðir, og mikið frost var hér í nótt — 17 stig á Egilsstöðum. Lagarfljót er að leggja og hyggja menn gott til svo myndarlegs skautasvells. * 4 t (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.