Þjóðviljinn - 05.03.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.03.1965, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. marz 1965 ÞJðÐVILIINN siða 7 Erlendi alúmínhringurínn yrði drottn- andi vald í íslenzkum þjóðmélum HANN FENGI HÉR EINKARÉTTINDA- AÐSTÖÐU FRAM YFIR ALLA ÍS- LENZKA ATVINNUREKENDUR, ÞAR A MEÐAL FRÍHÖFN í STRAUMSVÍK Ég geri hér aðeins grein fyrir þeim rökum, sem mæla gegn alúmin- stóriðju erlends aixðhrings á íslandi, frá sjónarmiði íslenzks þjóð- frelsis og efnahagslegs sjálfstæðis. Þrenn höfuðrök gegn því að leyfa hinum erlenda auðhring að reisa stóriðjuver sitt í Straumsvík, rseði ég ekki hér, en þau eru: Sú kollvörpun þess jafnvægis í byggð landsins, sem enn er eftir, — skjótari eyðing dreifb ýlisins, — er af slíku myndi leiða. Stórhættur þær, sem enn felast í Búrfellsvirkjun, ef í hana er ráðizt áður en fullrannsakað er. ^ Hagnaður íslendinga yrði sáralítill en áhættan gífurleg, og myndu það þykja stærstu rökin hjá sumum. Ég ræði hér heldur ekki eðlisfræ ðilegar afleiðingar alúmín-vers í Straumsvík, þá eitrun, sem vofði yfir byggðunum þar í grennd með slíkri verksmiðju. Áform um rekstur alúmínverksmiðju á Islandi í eigu erlends auðhrings rekur á eftir ákvörðunum stjómarvalda um stórvirkjun Þjórsár við Burf ell. — Myndin sýnir fyrirhugað virkjunarsvæði. Eftir EINAR OLGEIRSSON Auðhringar í leit að auðlindum Það er nauðsynlegt að við íslendingar gerum oss það ljóst, áður en við tökum ákvörðun um alumínvinnslu, að höfuð- atriðið fyrir hina voldugu ein- okunarhringi alumínvinnslunn- ar er fossaaflið. Hráefnið, baux- itið. er ríkulega fyrir hendi, en ódýrt fossaafl er aðalatriðið. Hinir miklu samningar alu- mín-hringanna *) við nýfrjáls lönd Afríku. sem ráða yfir ó- hemju fossaafli, eru að því leyti pólitískt áhættusamari fyrir auðhringina að þjóðnýtingar- stefnu sósíalismans eykst þar óðum fylgi. Virkjunin við Búrfell, — ef hún reyndist trygg, — er líklega ódýrasta raforkuvirkjun í Evr- ópu. Alúmínhringir saekjast þvf eftir slíkri virkjun, — ódýrt rafmagn er ein aðaluppspretta gróða þeirra. Og þeir vilja eðli- lega reyna að ná tökum til frambúðar á slíkum auðsupp- sprettum. sérstaklega i löndum þar sem þeir halda að unnt sé að beizla eigi aðeins fossana, heldur og fólkið, þannig að bað láti blekkja sig og arðræna. Ba.i'óta.rfskt auðmagn? Það er rætt um alúmínhring þann sem verið er að semja við *) 1 grein er nefnist „Alumin- íum-auðhringimir og ísland“, í 1. hefti Réttar 1964 ræddi ég ýtarlega um þessa hringi og í- tök þeirra f ýmsum löndum. þ.á.m. Noregi. sem svissneskan af því hann heitir Swiss Aluminium. Auð- magnið í þessum hring er al- þjóðlegt. Sviss er, sem kunnugt er, miðstöð alþjóðlegs fjár- magns. Einokunarhringum þeim, sem illræmdir eru orðn- ir, finnst oft þægilegra að starfa undir dulu „hlutlausara” nafns. Vafalaust má telja að nokkurt bandarískt auðmagn sé i þessum hring, annað hvort frá Alcoa (Aluminíum Com- pany of America), einum vold- ugasta einokunarhring heims eða Reynolds, hinu bandaríska risafyrirtæki, er fyrir nokkru keypti British Aluminíum. brezka alúminhringinn. Samspil við Alþjóðabankann Það er Alþjóðabankinn, sem nú reynir að knýja Islendinga til þess að hleypa alúmin- hringnum inn í landið. Áður var kunnugt um tilraunir þessa ósvifna bankafyrirtækis til þess að ryðja einokunarfjár- magni í einkaeigu braut i landi voru og brjóta niður þjóðlegan ríkisrekstur Islendinga. Það var að undirlagi Al- þjóðabankans að breytingartil- lagan um að fela rekstrarhluta- félaginu Áburðarverksmiðjunni h.f. rekstur áburðarverksmiðj- unnar var borin fram og sam- þykkt 1949. Það var Alþjóðabankinn, sem neitaði að lána fé til Ira- fossvirkjunarinnar 1953, nema samið væri til 15 ára við á- burðarverksmiðiuna um hið lága rafmasnsverð. Það var Albióðabankinn. sem reyndi að oína ríkisstjómir Sjálfstæðisflokks og Framsókn- ar til þess að gera sements- verksmiðjuna að einkafyrirtæki og neitaði ella um lán, en varð að lokum að láta undan. Og þessi banki hefði vart lánað vinstri stjóminni fé til síðustu Sogsvirkjunar 1956-7, nema af því að hann óttaðist að ella yrði lánið tekið annars- staðar. Nú er reynt að láta oss Is- lendinga standa í þeirri mein- ingu að við verðum að kné- krjúpa Alþjóðabankanum um lán til næstu rafvirkjana, af því þau séu ekki fáanleg ann- arsstaðar, — og ganga því að afarkostum hans, bæði um háa vexti 5'/.,°/n, og sérréttindi fyrir alúmínhringinn. Þetta er rangt. Ríkisstjórn Is- lands getur fengið nóg lán með betri kjörum en þessum, ef hún vill. Flestar ríkisstjómir þeirra nýfrjálsu landa, sem nú eru að reisa sér iðnað eftir alda ný- lendukúgun, reyna að tryggja sér tilboð frá fleiri löndum en einu, til þess að verða ekki háðar einu auðfélagi, eins og t.d. Alþjóðabankanum. En sökum þess að Alþjóða- bankinn á ofstækisfulla erind- reka f innstu hringum íslenzkra fjármála- og stjómmálamanna. þá er ekki hirt um eins sjálf- sagða- ráðstöfun eins og að reyna að tryggja sér tilboð frá fleiri en einum aðila. Slíkt þykir þó ætíð æskilegt í venju- legum verzlunarmálum. En þetta er ekki gert, vegna þess að erindrekar erlends auðmagns, — annars vegar Al- þjóðabankans og hinsvegar al- úmín-hringsins, — ráða mestu um gang þessara samninga og standa sjálfir í þeim. Islenzkir hagsmunir fá ekki að koma þama nærri. Sérréttindi auðhrings- ins: íslendingar yrðu annars flokks borgarar í landi sínu Auðhringurinn vill sem minnst eiga undir íslenzkri lög- gjöf nú og síðar. Þessvegna vill hann semja um fasta skatt- greiðslu í formi ofuríítið hærra rafmagnsverðs og vera síðan skattfrjáls. Viðbúið er að við- semjendur hans af hálfu Is- lendinga samþykki þessi sér- réttindi, svo fast sem erindrek- ar hringsins í Morgunblaðinu og Tímanum sækja þetta mál. Þarmeð hefði hið erlenda auðfélag sérréttindi fram yfir alla íslenzka atvinnurekendur: miklu lægra rafmagnsverð og skattfrelsi, — en Islendingar yrðu að greiða miklu hærra rafmagnsverð en nú gerist og margfalt hærra en hringurinn og þar að auki siþyngri skatta, m.a. hugsanlegt tap af Búr- fellsvirkjun. Auðhringurinn fengi með þessu móti svipaða aðstöðu og franskir aðalsmenn höfðu fyrir b.yltinguna 1789. Þeir voru sem kunnugt er skattfrjálsir. en borgarar, bændur og verka- menn báru allan skattþungann. Það er að vfsu bannað f 78 gr. stjómarskrárinnar að leiða f lög „sérréttindi. er bundin eru við aðal, nafnbætur og lögtign", en hinir erlendu auðmenn munu vera svo lýðveldissinnað- ir að þeir geri ekki kröfu til að heita .greifar af Straumsvík' eða „hertogar af Suðurnesium” heldur láta sér næg.ia sérrétt- indin Gróðinn er aðalatriðið fyrir þessa herra en engar nafnbætur. Með sérréttindum hins er- lenda auðhrings væru íslend- ingar orðnir annars flokks borgarar í sfnu eigin landi. Fríhöfn í Straumsvík Þá er svo fyrir séð af áróð- ursmönnum alúmínhringsins að hann fái fríhöfn í Straumsvík. að hann þurfi ekki að greiða neina tolla af innflutningi né útflutningi. Fengi hann með því einskonar einkaaðstöðu gagnvart ísl, löggjöf. Tilgang- ur hringsins er að fá svipaða aðstöðu og hemámsliðið hefur nú á Keflavíkurflugvelli. Auð- | hringurinn lítur strax á sig sem slíkt stórveldi að hann geti, með aðstoð Alþjóðabank- ans, sett smáþjóð sem Islend- ingum kostina. Síðan er tilgangurinn að koma upp fleiri fyrirtækjum, vafalaust líka í fríhöfninni. Jóhannes Nordal bankastjóri hefur þegar bent á þá góðu aðstöðu sem erlend auðfélög í fiskiðnaði gætu fengið þar. Findus-hringurinn mun vafa- laust fljótt finna gróðalyktina. Islenzkir fiskiðnrekendur sæju þá hvar þeir stæðu. Alúmín- hringurinn hefur boðizt til að vera með í öðrum fyrirtækjum á Islandi. Ekki mun vanta á- hugann hjá Morgunblaðsliði því, sem nú rekur mestan áróð- ur fyrir innrás erlends auð- magns. Þegar voldugustu auðhringar hafa búið vel um sig og ís- lenzka erindreka sína f frí- höfninni í Straumsvík, mun bess ekki verða langt að bíða =ið íslenzku fjármálalifi verði stjómað þaðan og frá Washing- ton. Það myndu þá rætast orð Ölafs Thórs frá 1945: „Menn óttuðust að þess yrði þá ekki langt að bíða að okkar gamla landi yrði stjómað frá þeirra nýja landi. Gegn þessu reis þjóðin.” Svo gerði hún þá. Og svo þarf hún að gera enn. Auðhringurinn sem afl í íslenzkum stjórnmál- um og blaðaútgáfu Það er reynsla allr.fi þjóðai sem hleypt hafa erlendum auð- hringum inn í lönd sín, að þeir gerast þar all umsvifamiklir i stjómmálum viðkomandi lands, svo maður ekki tali um ástand- ið úti í Mið- og Suður-Ame- ríku, þar sem bandarísku ein- okunarhringimir koma sér auk þess upp eigin lögreglu og einkaher. Það er augljóst mál að auð- hringur, sem festi hér auðmagn að upphæð 1500 miljónir króna og er fljótt kominn upp í 3000 miljón króna fjárfestingu, hef- ur mikilla hagsmuna að gæta hér. Slíkur auðhringur ætti það m.a. alltaf yfir höfði sér að fyrirtæki hans yrði þjóðnýttf ef svo skipuðust stjómmál á Islandi. Hann myndi bví gera ráðstafanir til þess að tryggja sig gegn sh'kri hættu. Þegar nokkrir dansk-íslenzk- ir heildsalar sáu ástæðu til þess að hóta Vilhjálmi Finsen til þess að selja sér Morgun- bla'ðið fvrir 40 árum — og þannig varð „danski Moggi” tiþ — þá er skiljanlegt að eitt auð- félag, sem kann að eignast á- líka mikinn auð á Islandi og allt fjármagn er f islenzkum siávárútvegi og fiskiðnaði. hefði áhuga á að ráða sam mestu í :slen7kum stjórnmálum og eign- =>st til hess bæði blöð os flokka, °ða ítök i hvorutveggja, og vart mundi auðhringinn skorta tll Framhald á 9. siðu. I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.