Þjóðviljinn - 05.03.1965, Blaðsíða 4
SIÐA
ÞIÖÐVILJINN
Föstudagur 5. marz 1965
DIOÐVIIIINIH th“r. á rekstrargrundvelfí
Otgelandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiösla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 linur) 4skriftarverð kr 90.00 á mánuði.
Norðurlandaþjóðimar sjö
rr)
Jslendingar hafa verið furðu: tómlátir um þjóðlíf
og menningu Grænlendinga, með fáum und-
antekningum. Áhuginn hefur oftast beinzt að
landnámi íslendinga á Grænlandi sem eðlilegt má
teljast og örlögum íslenzkra manna vestur þar.
Hitt má ekki verða útundan að kynnast græn-
lenzku þjóðinni og nútímaþjóðfélagi á Græn-
landi, enda aukast nú mjög ferðir íslendinga til
Grænlands þó flestir eigi þar skamma dvöl.
'J’ímabær áminning um þörf á auknum kynnum
Islendinga og Grænlendinga var í grein Einars
Olgeirssonar í Þjóðviljanum í gær. „Norðurlanda-
þjóðirnar eru sjö“ heitir greinin, og minnir Einar
þar kröftuglega á að gleyma ekki Færeyingum
og Grænlendingum þegar rætt sé um Norðurlanda-
þjóðir. „Norðurlönd ná frá austurlandamærum
Finnlands að vesturströnd Grænlands. Og Græn-
lendingar eru sjöunda Norðurlandaþjóðin, næstu
nágrannar vorir, nátengdir oss sakir sögu þess
lands er þeir byggja. Grænlendingar hafa sitt
tungumál og tvær eru tungur í landinu sem í
Finnlandi. Grænlendingar Raf3%f!y!idað’SéF^sMif'
' i »..«•, >-v
þjóðlega stjórnmáláflÐkk, sín v'érkalýðssamtök og
grænlenzkir stúdentar í^Höfn heyja þegar baráttu
sína fyrir jafnrétti sem íslenzkir stúdentar forð-
um. íslenzka þjóðin á að sýna það að hún hafi sam-
úð með þessari frelsisbaráttu. Það er líka sérstak-;
lega nauðsynlegt að Grænlendingar- finni það, að1
einmitt með hinum Norðurlandaþjóðunum sé
skilningur á jafnréttisbaráttu þeirra".
J>að er í samræmi við þetta sjónarmið að Einar
Olgeirsson hefur á undanförnum árum á Al-
þingi gerzt talsmaður nánari samskipta íslendinga
og Grænléndinga og flutt þar tillögur er sam-
þykktar hafa verið um að bjóða grænlenzkum
námsmönnum til íslands og styrkja íslendinga til
náms í grænlenzkri tungu. í fyrra flutti Einar þá
tillögu að Alþingi sendi vináttusendinefnd til
Grænlands, en sú skemmtilegá tillaga náði ekki
samþykki að því sinni.
Jginmitt í þessum tillögum hefur verið drepið
á undirstöðuatriði aukinna samskipta þjóða ís-
lands og Grænlands. Háskóli íslands og aðrar æðri
menntastofnanir ættu að standa Grænlendingum
opnar, eðlilegt væri að verkalýðshreyfingin á ís-
landi styddi veikan gróður grænlenzkrar verka-
lýðshreyfingar, blöð á íslandi gætu fylgz't miklu
betur með grænlenzku þjóðlífi og blaðaútgáfu þar.
Og íslendingar gætu látið sig einhverju skipta þser
bókmenntir sem eru að þróast með grænlenzku
þjóðinni, ekki einungis hina miklu auðlegð græn-
lenzkra bióðsaí?na o2 bjóðtrúar heldur einnig nú-
tímabókmenntir, t.d. þær grænlenzkar skáldsögur
sem birtar hafa verið áratugina frá 1914 og fjalla
um grænlenzkt þjóðlíf. Hér er einungis minnt á
nokkur þau samskipti sem eðlileg og sjálfsögð
mi telia með ðrannbióðum fclands og Grænlands
og það þegar á næstu árum. Hugvekja Einars 01-
geirssonar um „Norðurlandaþjóðimar sjö“ er orð
í tíma talað. — s.
togaraflotans og endurnýjun
Þeir Gils Guðmundsson og Geir Gunríarsson
flytja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um
athugun á rekstrargrundvelli togaraflotans og
endurnýjun hans. Tillagan er svohljóðandi:
ÞINCSJA ÞJÓÐVILIANS
Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til að rannsaka og
gera tillögur um lausn á vandamáium íslenzkrar togaraútgerðar.
Skal nefndin jöfnum höndum kanna aliar leiðir til að tryggja
hagfelldan rekstur þeirra togara, sem nú eru í eigu landsmanna,
og marka framtíðarstefnu um cndurnýjun togarafiotans. Nefndin
skal hafa náið samstarf við samtök togaraeigenda og togarasjó-
manna. Við rannsóknir sínar og tillögugerð heimilast nefndinni að
afla hverrar þeirrar sérfræðilegrar aðstoðar, innan Iands og utan,
sem henni þykir við þurfa.
Nefndin leggi álit sitt og tillögur fyrir næsta reglulegt- Alþingi.
Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
f greinargerg segir svo: ..................................
Um meira en hálfrar aldar
skeið hefur útgerð togara ver-
ið mikilvægur þáttur í íslenzku
atvinnulífi og átt ríkan þátt í
bættri afkomu almennings og
framfarasókn þjóðarinnar. Á
tímum hinnar fyrri heimsstyrj-
aldar og árunum þar á undan
gerðu þessi nýju og stórvirku
atvinnutækj íslendingum kleift
að hagnýta auðlindir hafsins á
betri og fullkomnari hátt en
áður, juku stórlega magn og
verðmæti íslenzkra útflutnings-
afurða og lögðu grundvöll að
vexti ýmissa kaupstaða, Þrátt
fyrir erfiðleika allrar íslenzkr-
ar útgerðar á kreppuárunum
eftir 1930, á tímum verðfalls
og markaðsörðugleika, átti tog-
arafloti landsmanna þá ómet-
asriegen þá4tí -að bjarga af-
komu fólks við sjávarsiðuna og
forða þjóðarbúskapnum frá al-
geru hruni, Á heimsstyrjaldar-
árunum síðari sönnuðu togar-
amir enn, hversu afkastamikil
Og gagnsöm atvinnutæki þeir
voru. Þótt togaraflotinn hefði
þá ekki verið endumýjaður að
heitið gæti um langa hríð, flest
skipin gömul orðin og að ýmsu
leyti úrelt, var þessi aldraði
skipastóll þess umkominn að
draga stórfellda björg í bú og
afla dýrmæts gjaldeyrisforða,
sem hægt var að grípa til að
stríðinu loknu og hagnýta til
endumýjunar skipastólsins og
margvíslegra annarra fram-
kvæmda. Að styrjöldinni lok-
inni voru keyptir hingað til
lands yfir 40 nýir togarar,
stærri og fullkomnari en hinir
eldri höfðu verið, búnir öllum
þeim tækjum og tækpi, sem þá
var tiltæk og henta þótti ís-
lenzkum aðstæðum á þeim
mjög mikilvægt, þegar togarar
hafa lagt upp afla sinn í hrað-
frystihúsin, sem ella stæðu ó-
notuð töluverðan hluta ársins,
til stórtjóns fyrir reksturinn
og afkomu þess fólks, sem við
fiskiðnað vinnur.
Hæpin kenning
Það orkar því naumast tví-
rnælis, að togarafloti fslendinga
hefur á undanfömum áratugum
verið einn af hymingarsteinum
þeirra umbóta og framfara,
sem hér hafa orðið. Án tog-
aranna hefði afli okkar á djúp-
miðum löngum verið næsta rýr
og öðrum fiskveiðiþjóðum eftir
skilinn. Og á vissum tímabil-
um hafa þessi stórvirku at-
vinnutæki lagt slíkan skerf til
þjóðarbúsins, að ómetanlegt má
sókn á því, hvort ekki sé með
breyttri og bættri tækni hægt
að reka héðan togaraútgerð,
þrátt fyrir minnkandi aflabrögð
á djúpmiðum, sem væntanlega
er tímabundið ástand.
Þvi verður ekki neitað, að
nokkur síðustu árin hafa ver-
ið íslenzkri togaraútgerð svo
örðug, að hún hefur dregizt
stórlega saman. Finnist engar
leiðir til úrbóta, er ekki ann-
að sýnt en hún komist brátt í
alger þrot. Bráðabirgðaúrræði,
svo sém rekstrarstyrkir af op-
inberu fé, hafa lítt eða ekki
dugað. Aðiíd togara að Afla-
tryggingasjóði reyndist einnig
skammgóður vermir, enda er
sú deild hans, sem þá útgerð
á að styðja, orðin mjög févana.
Háar ábyrgðir vegna togara-
kaupa falla árlega á ríkissjóð.
Xs/i '
■ • •/■•f :
y ijgijjijjjfögig
Myndin er af togaranum Maí frá Hafnarfirði.
tíma. Þessi nýju og glæsilegu
fiskiskip vQru keypt til út-
gerðarstaða víðsvegar um land.
Fyrstu árin var afli yfirleitt
góður. Togararnir tryggðu
fjölda fólks atvinnu, lögðu upp
mikinn afla í hraðfrystihús um
land allt og áttu ríkan þátt í
að efla fiskiðnaðinn, með því
að flytja fiskvinnslustöðvunum
hráefni, sem bátafloti lands-
manna var þá ekki fær um
nema að takmörkuðu leyti. Og
enn er það svo og verður vafa-
laust um langan aldur, að
þorskafli bátanna fæst aðallega
á vissum árstímum, en eyður
verða á milli vertíða. Er þá
teljast. Þótt við eigum nú stór-
an og vel búinn bátaflo.ta og
gerum okkur vonir um, að
hann verði fengsæll á hinum
grynnri miðum, virðist meira
en hæpið að afskrifa með öllu
þá gerð veiðiskipa, sem sótt
getur afla á djúpmið. Þær
raddir gerast hins vegar æ há-
værari, sem telja að hlutverki
togaranna hér sé lokið, þeir
megi og eigi að hverfa. Flutn-
ingsmenn þessarar tillögu líta
hins vegar svo á, að sú kenn-
ing sé í meira lagi hæpin. Þeir
telja fráleitt, að slíkur dómur
sé kveðinn upp, án þess að
fram hafi farið gagnger rann-
Margir togarar hafa þegar ver-
ið seldir úr landi fyrir sára-
lítið verð, aðrir bíða þess, að
kaupandi fáist. Jafnvel í
Reykjavík og Hafnarfirði, þar
sem togaraútgerð stóð lengi
með mestum blóma, minnkar
togaraflotinn stöðugt. Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar, sem átti
um skeið 4 togara, gerir nú að-
eins út einn, og fyrir nokkrum
dögum auglýsti Bæjarútgerð
Reykjavíkur tvo af togurum
sínum til sölu. Er ekki annað
sýnt en þessi áður svo stór-
virki og þjóðhagslega séð arð-
bæri atvinnurekstur líði ger-
Framhald á 9. síðu.
Elzta og fullkomnasta
* 3
Í •§
>>
tfl
■a
>
3
Si
<u
a
ej
S
ft cs
% 53
C/3
~ *0
eS
S
5
3
6
<u
>
>
bb
o
í
td
b£
o
XO
u
o
>
*©
> ■
•3
KO
V
a
a ^
CU S
c«
ALLT Á SAMA STAÐ
MÓT0R VERKSTÆÐÍ
BÆNDUR OG AÐRIR! Eigum ávallt
til á lager endurbyggðar vélar fyrir
WILLYS-JEPP, DODGE, KAISER,
GAZ-69, FORD-6—8 cyl., CHEYROL-
ET, FORD- junior, OPEL, SKODA og
fleiri.
Það tekur aðeins einn dag að skipta nm vél í bíln-
um yðar og við kaupum gömlu vélina.
Ath.: Við notum aðeins „ORGINAE“ vélahluti til
endurbyggingar vélarinnar, t.d. Thompson-vélaleg-
ur, Ramco-stimpilhringi, Borg-Warner ventla o.fl.
°-fl. — Endurbyggjum allar tegundir benzín- og
díeselvéla í bifreiðir og landbúnaðarvélar.
EGILL VILHJÁLMSSON hf.
Laugavegi 118 — Simi 2-22-40.
i