Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 05.03.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.03.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. marz 1965 HðÐVILIINM SlÐA 3 Stúdentaóeiriir við sendi- rá& Bandaríkjanna í Moskvu MOSKVU 4/3 — Miklar óeirðir urðu í dag við sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu. Voru það stúd- entar frá Afríku- og Asíulöndum sem mótmæltu árásum Bandaríkjamanna á Norður-Víetnam. Um 200 lögreglumenn, sumir ríðandi, voru til taks en einnig voru 500 hermenn reiðubúnir og gripu þeir inn í rás viðburðanna er séð þótti, að lögreglan réði ekki við neitt. Miklar skemmdir urðu á sendi- ráðsbyggingunni. Sovétstjórnin hefur harmað at- burð þennan og lýst því yfir, að skemmdir á sendi- ráðinu verði greiddar. Stúdentamir voru frá Moskvu- háskóla en þó einkum frá Lúm- úmbaháskólanum, en þar stunda aðallega nám stúdentar frá Af- ríku og Asiu. Tókst þeim í fyrstu að brjótast gegnum raðir lög- reglumanna, en þá greip herlið fram í sem fyrr segir. Stúdent- arnir hentu að sendiráðinu öllu, sem hönd á festi, og er sagt, að 175 rúður hafi verið brotnar í byggingunni, sumar nýsettar í eftir óeirðir sem urðu fyrir skemmstu af sömu orsökum. í Hollandi HAAG 4/3 — Leiðtogi Ka- þólska flokksins í Hollandi, Norbert Schelzer, hélt á fimmtu- dag áfram tilraunum sínum til þess að mynda nýja samsteypu- stjórn. Fráfarandi stjóm baðst lausnar fyrir um bað bil viku vegna ósamkomulags um út- varps- og sjónvarpsmál. Stjórnmálafréttaritarar í Haag telja, að Schelzer hafi har'a litla möguleika til þess að mynda stjóm eftir að leiðtogi Andbyltingarflokks Kalvínista dr. W. P Berghuis, lýsti því yfir. að flokkur hans myndi aldrei hvika frá grundvallar- stefnumiðum sínum eða fallast ð málamiðlanir þegar um slík mál væri að ræða. Bandaríkin mótmæla. Gromiko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kallaði á fimmtu- dagskvöld Kohler, sendiherra Bandaríkjanna, á sinn fund og harmaði atburð þennan. Kohler lagði við það tækifæri fram bréf þar sem hann gagnrýnir yfirvöld í Moskvu fyrir að hafa ekki gripið til nægilegra varúðarráð- stafana, enda þótt ýmsir lög- reglumenn hafi staðið sig með prýði. í Washington sagði for- mælandi utanríkisráðuneytisins, að beðið væri eftir skýrslu frá Kohler, en lagði ella áherzlu á það, að begar mótmælaaðgerðir væm leyfðar í Washington við erlend sendiráð, væri mannfjöld- anum ekki hleypt nær viðkom- andi sendiráði en 250 metra, vamarveggur Moskvulögreglunn- ar hefði hinsvegar verið 30 metra frá sendiráðinu. Iiandtökur Allmargir stúdentar voru handteknir í óeirðunum, en átta stúdentar að minnsta kosti munu vera meiddir. Formælend- ur stúdenta gengu á fund lög regluyfirvalda og kröfðust þess. að stúdentarnir væru látmr lausir, en fengu þau svör, að viðkomandi stúdentar hefð'i hagað sér eins og skrill og yrðr að taka afleiðingum gerða sinna Erlendir fréttamenn í Moskvi benda á, að þetta sé í fyrsl' sinn, sem herliði sé beitt geg" mótmælafundi við erlent sendi- ráð þar í borg. Ríkisstyrkf daablöð í Svíþjóð? STOKKHÓLMI 4/3 — Sænska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp, sem gerir ráð fyrir því, að dagbiöð stjórnmálaflokk- anna > Svíþjóð verði árlega styrkt með 25 miljónum sænskra króna. — Samkvæmt frumvarpinu er svo ráð fyrir gert, að stjórnmálaflokkunum verði úthlutað sínum hluta fjárins, en þeir láti það síðan renna til blaðakosts þess, er þeir hafa. Joiinson. — Hræðilegt, nú heimta vinir vorir í S.-Víetnam frið! McNamara: — Einn er á görr: Við losum allt S.-Víetnam við S.-Víetnambúa! Svíadrottning STOKKHÖLMI 4/3 — Louise Svíadrottning veiktist alvarlega á fimmtudag og var í flýti flutt á sjúkrahús. Hún var síðan skor- in upp við blóðtappa og er nú líðan drottningar sögð eftir at- vikum góð en þó er hún hvergi nærri úr lífshættu, enda hálf- áttræð að aldri. V-Þjóiverjar sakafo um ai stjórna njósnahring í Kaíró KAlRÓ 4/3 — Egypzka leyni- þjónustan hélt því fram í dag, að ÞjóSverji nokkur hafi verið foringi njósnahrings fsraels- manna, sem rekið hafi starfsemi Isinn dreifðarí og minni Framhald af 1 síðu innundir Selsker og voru firð- ir og vfkur fullar af ís. Á þessum slóðum var allsstaðar stutt í þéttan ís og siglingar ekki mögulegar nerna þá eftir grænlenzkum aðferðum. Ishrafl og smáspangir voru á Húnaflóa víða og urðu landa- landmæri íssins dregin í línu frá Selskeri að Skagatá. En tals- verður ís hafði safnazt inn á Skagafjörð vestanverðan inn fyrir Drangey. Yfirleitt eru smá- spangir og íshrafl fyrir öllu Norðurlandi og þá víða upp und- ir landi. en hvergi er mjög mik- ill ís og eru siglingaleiðir fær- ar í björtu. Þéttastur er ísinn við Langanes. Síðan teygjist ístunga suður með Austurlandi og er næst landi um tvær sjómílur útaf Digranesi. Lengst nær hún suð- ur til móts við Siglufjörð og er hún þar um 25 til 30 sjó- mílur frá landi Allur er sá ís mjög brotinn og miklu smá- gerðari en undan Vestfjörðum. Sif flaug norður yfir austur ístunguna allt að 68. breiddar- baugi og lá ísjaðarinn réttvis- Framhald af 1. síðu. máls tók fulltrúi Alþýðuflokks- ins, Björgvin Guðmundsson. — Sagði hann Alþýðuflokkinn allt- af hafa borið hag Bæjarútgerð- arinnar fyrir brjósti en engu að síður kvaðst fulltrúinn hafa fylgt því að leita kauptilboða í tog- arana tvo. Má þetta teljast furðuleg umhugsunarsemi. andi norður. Þar er samfelld ísbreiða en virðist nýmynduð. Þaðan til vesturs stækka jak- arnir mjög. Frá því um 60 míl- ur norður af Grímsey og suður að eynni myndi þéttleiki fss- ins vera 7« að áliti flugstjóra Sif. Ekki er álitið að ísinn fyrir Norðausturlandi verði til trafala nema óheppilegt veðurfar verði til þess að keyra hann saman. Blaðið hafði og samband við nokkra fréttaritara úti á landi. Af Neskaupstað var lítið að frétta nema einn jaki hafði sézt sigla suður þá um morguninn. Á Raufarhöfn var sjór auður næst landi. En mikill ís var ut- an við hafnarmynnið og vestur undir Hraunhafnartanga og voru bar sumir jakar allt að 15 metra háir og voru þeir hrikaleg sjón og kuldaleg. Fréttaritarinn sagði að Raufarhafnarmenn hefðu meotar áhyggjur af takmörkuð- um olíubirgðum sínum, og myndi daufleg vist þar nyrðra ef þær þyrru, rafmagnslaust hvað þá annað. Stapafellið átti að koma með olíu á staðinn en fór vesturleiðina og var snú- ið við á Vestfjörðum. Nokkur skip fóru fyrir Langanes' í gær og gekk beim seint ferðin. Ólafsfjörður hafði lokazt í fyrradag en í nótt höfðu áttir snúizt og ísinn rekið út fjörð- inn. Þó er töluvert eftir af :s vest.ur við hafnargarð og inn < fjarðarbot.ninn. Póstbáturinn Drangur var væntanlegur til Ólafsfjörður í dag en hann hafði orðið að snúa frá I fyrradag ér höfnin lokaðist. sína með aðstoð Ieynilegra sendi- tækja og einnig notað sápustykki full af sprengiefni til þess a? ná takmarki sínu. Njósnahring-' um hafi verið stjórnað af Wob gang Lotz og konu hans WaM rud og séu þau nú, ásamt öð' um þýzkum hjónum, undir I v og slá. Egypska dagblaðið ,,A1 Ahram" hélt því fyrr fram, að njósn-' hringur þessi hafi sent pakb með sprengiefni til þýzkra vv indamanna, sem vinni að eb' flaugaráætlunum fyrir Egypta Starfsmenn vestur-þýzK sendiráðsins í Kaíró neituðu fimmtudag að segja neitt ur þessar fregnir. Hið eina, sen talsmaður sendiráðsins lét eftir sér hafa, var það, að sendiráðs- starfsmenn hefðu lesið fregnina í „A1 Ahram“ og að Nasser forseti hefði staðfest það f við- tali við vesturþýzka blaðið „Súddeuesche Zeitung", að rétt Kosningar fara fram í Kerala NEW DELHI 4/3 — 1 dag fara fram kosningar £ Kerala-fylki í Suður-Indlandi og eru um átta miljónir manns á kjörskrá. Kerala, sem var undir stjóm kommúnista á árunum 1957—’59, á að kjósa fulltrúa á löggjaf- arþing fylkisins, 133 að tölu. Kongressflokkurinn, sem nú hefur meirihluta á fylkisþiaag- inu, býður fram í öllum kjör- dæmum, en alls taka fimmtán flokkar þátt f kosningunum og samtals keppa 558 frambjóðend- ur um þessi 133 þingsæti. Kommúnistaflokkurinn hafði gert sér vonir um að vinna nú fylkið aftur, fréttamenn telja þó ósennilegt að af því verði þar eð flokkurinn sé nú klofinn — sem að vísu á við um flesta flokka í kjördæminu aðra. Þá spillir það og möguleikum kommúnista, að ríkisstjórnin hefur undanfarið látið handtaka fjölmarga menn úr róttækari armi flokksins. Umferðssrslysum fjolgf jog í Frakklandi PARlS 4/3 — Það kemur frarn í opinberri skýrslu, sem gefin hefur verið út í París, að á síðasta ári Iétu 11.184 manns líf- ið í umferðaslysum á frönskum vegum og er hér um 10% aukn- ingu að ræða frá fyrra ári. Það kemur cnnfremur fram, að hvorki meira né minna en 265.000 menn meiddust í um- ferðaslysum á árinu. Tsjombe kominn til Nairobi til þess að verja mál sitt Óíímjwwh á undanhaldi BONN 4/3 — Það framgengur af skýrslu, sem innanríkisráðuneyt- ið í Bonn hefur gefið út, að samtök öfgafullra hægrimanna eru á undanhaldi í Vestur-Þýzka- landi. eh erlendir nýnazistar halda stöðugt áfram viðleitni sinni til þess að vinna áhang- endur í landinu. Þessi skýrsla var birt á fimmtudag. Skýrslan, sem byggð er á rannsóknum leynilögreglunnar, leiðir í ljós, að Vestur-Þýzka- Iand hefur nú samtals 119 öfga- full samtök hægrimanna og er félagatala þessara samtaka 22.500 Aðeins átta þessara félaga hafa meir en fimm hundruð með- limi. Fyrir fimm árum voru í landinu 85 slík samtök með 56.000 meðlimi. Nasser. væri frá skýrt. Talsmaðurinn neitaði því hinsvegar, að vest- ur-þýzki konsúllinn, Heinz Fiedler, hefði heimsótt fjór- menningana, hann hefði fengið loforð fyrir því að fá að hafa tal af þeim innan skamms. NAIROBI 4/3 — Moise Tsjomoe, forsætisráðherra í Kongó, kom í dag frá Leopoldville til Nairobi til þess að sitja fund utanrík- isráðherranna i Sambandi Afr- íkuríkja, O.A.U. og verja þar stefnu stjómar sinnar. Tsjombe ræddi þegar vid meðlimi sendinefndar Kongó tii þess að vera við öllu búinn er hann mætir fyrir stjómmála- nefnd samtakanna, en þar verð- ur Kongómálið rætt. Kongó hef- ur kært fvrir O.A.U stuðning Siðvæðingin hiýtur samvirka forystu! LAVENHAM 4/3 — Peter How- ard, Ieiðtogi Siðvæðingarhreyf- ingarinnar, MRA, var í dag jarðsettur í Lavcnham í Aust- ur-Englandi. Frá því var skýrt við jarðarförina, að Siðvæðing- in muni nú hljóta samvirka for- ystu! Peter Howard tók sem kunn- ugt er við forystu Siðvæðingar- hreyfingarinnar að Frank Buch- man látnum. Það var dr. Orns Martin. sem frá þessu skýrði, en hann var ritari Buchman og talaði við jarðarför Howard. WWWX'fll •• Meðal syrgjenda við jarðar förina voru Siðvæðingarmenn frá Vestur-Þýzkalandi, Hollandi Tsjomoe: Ég er engum háður! og Sviss og höfðu þeir tekið flugvél á leigu til þess að vott.a foringja sínum hinztu virðingu, Meðal annarra sem fylgdu Pet- er Howard til grafar, var Mar- grét Rúmeníuprinsessa, Ríkharð- ur prins af Hessen og sænski biskupinn Bengt Johnson. Eig- inkona hins látna fékk samúð- arskjal, sem undirritað var af rúmlega sextíu skand'rvvcfckvrr kirkjuleiðtogum. nágrannaríkjanna við uppreisn- armenn í Kongó og Úganda hefur kært það, að flugvélar Kongóstjórnar hafi varpað sprengjum á landamærabæi f Uganda. Heimsókn Tsjombes til Nairobi hefur verið frestað hvað eftir annað. Þegar hann loks kom á fimmtudag, var fréttamönnum meinað að hafa tal af honum. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 53. tölublað (05.03.1965)
https://timarit.is/issue/218216

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

53. tölublað (05.03.1965)

Aðgerðir: