Þjóðviljinn - 14.03.1965, Qupperneq 2
2 SlÐA
HÓÐVILJINN
Sunnudagur 14. marz 1965
Það varð uppi fótur og fit í tízkuhúsi Courréges í
Parísarborg þegar sýningarstúlkan Monika skálmaði
þar um sali og opinberaði framlag Courréges til vor-
og sumartízkunnar ’65., Monika var hvítklædd frá
hvirfli til ilja og leit út eins og 10 ára telpukrakki.
Kjóll hennar var mun styttri en það sem nú tíðkast
hefur undanfarið; kjólfaldurinn var um 6 sentimetra
fyrir ofan hnén. Kjóllinn var mjög látlaus og nokkuð
víður og pilsið eilítið útsniðið.
Á fóturium hafði Monika hvít leðurstígvél og var
líkast því sem skorið hefði verið framan af þeim.
Kannski er þetta gert fyrir þær ungu stúlkur sem
mest og bezt fylgjast með tízkunni en sem kunnugt
er eiga þær nú að hafa neglurnar á tánum $em allra
lengstar! Á mjög stutrtklipptum kollinum hafði Mon-
ika barðastóran hatt.
+
Sem sagt, þetta er það sem koma skal, kvenfólkið á
að líkjast tíu ára telpukrökkum sem allra mest, bæði
hvað vaxtarlag og klæðaburð snertir.
Fréttir frá París af stórkostlegum breytingum á tízkunni:
Nú á kvenfólkii að líkjast smá-
stelpum í vexti og klæðaburÖi
Courréges þessi er einn a|
frumlegustu tízkufrömudum
Frakklands og er sýninga hans
jafnan beðið með eftirvæn*.-
ingu. 1 þau fimmtán ár sem
hann hefur starfrækt tízkuhús
sitt hefur hann gert margar
nýstárlegar breytingar á kven-
fatnaðinum. Sýning hans á
vor- og sumartízkunni sem
haldin var fyrir nokkrum dög-
um vakti feikna athygli og
ekki að ástæðulausu.
Sýningarsstúlkan Monika var
valin úr stórum hópi fallegra
stúlkna til að sýna fatnað
þennan. Aðalástæðan fyrir því
að hún varð fyrir valinu var
sú að fætur hennar þóttu sér-
lega vel í samræmi við hina
nýju tízku. Fæturnir skipta
auðvitað meginmáli begar
kjólamir eru svona stuttir og
hér eftir verður líklega ekKi
hægt að tala um fallega kálfa
á kvenfólki því að samkvæmt
kenningum Carréges á kven-
fólkið að hafa spóaleggi eins
og tíu ára stelpukrakkar og
helzt alls enga kálfa. Að öðru
leyti á vaxtarlagið að líkjast
sem allra mest vexti renglu-
legra smátelpna, flatar í bak
og fyrir. Hefur tízkukónguf-
inn nú meira að segja gengið
svo langt að banna sýningar-
stúlkum sínum að nota brjóst-
höld.
Courréges álffrur kollega sína
alltof afturhaldssama í sambandi
bandi við kvenfatatízkuna og seg-
ir .að hún hafi raunverulega
lítið- breytzt frá því á miðöld-
um. Vidd og sídd séu aðeins
heldur minni en þá var.
Tízkusérfræðingar Parísar
halda því fram að Courréges-
fatnaðurinn verði föt fram-
tíðarinnar. — Hann gerir okk-
ur óttaslegna, segja þeir, —
en við getum ekki flúið hann.
*
☆ Hér á myndunum sjáið þið
☆ þaá sem koma skal í kven-
ýr tízkunni. Kvenfatnaður á að
líkjast sem mest klæðnaði
smástelpna. Velvaxin verð-
ur sú kona ein kölluð sem
er nógu flatvaxin, brjósta-
☆ rýr, mittislaus, mjaðmarýr
☆ og kálfalaus.
☆
☆
☆
☆
Kristín Á. Krístjánsdóttir
Minning
Á morgun fer fram frá Foss-
vogskapellu útför frú Krigtín-
ar Á. Kristjánsdóttur, Brekku-
hvammi 14, Hafnarfirði. Hún
lézt á Landspítalanum sunnu-
daginn 7. marz s.l.
Kristín Ágústína, eins og hún
hét fullu nafni, var fædd 19.
ágúst 1893 að Fremri Kvestu
í Ketildölum, dóttir bóndans
þar Kristjáns Oddssonar og
konu hans Kristínar Guð-
mundsdóttur. t>au hjónin áttu,
auk Kristínar, einn son er Þór-
arinn hét. Hann er látinn fyrir
fáum árum. Þau systkin ólust
upp í foreldrahúsum við ást-
ríki og velmegun. Kxistín var
greind vel. flestum konum fríð-
ari. glaðlvnd og tápmikil. Var
hún þvi ausa 'teinn fjölskyld-
unnar oe hleypti ekki heima-
draganum fyrr en hún átti tvo
um tvítugt. Þá lá leiðin til
þess staðar. er fremstur var
við Arnarfjörð, Bíldudals. Á
Bíldudal réðust örlög Kristínar.
Þar kynntist hún ungum og
glæsilegum sjómanni, Gísla Ás-
geirssyni, ættuðum frá Álfta-
mýri í Amarfirði. Þau giftust
á annan dag Hvítasunnu árið
1919 og hófu búskap á Bíldu-
dal.
Á næstu árum varð mikil
breyting á atvinnuháttum þjóð-
arinnar. Skútuöldin var liðin
og togarar og vélbátar teknir
við. Aðalathafnamaður á Bíldu-
dal hætti þar störfum og flutt-
ist suður. Sjómennirnir á Bíldu-
dal sem og víðar á Vestfjörð-
um stóðu uppi með fá atvinnu-
tæki og flest þeirra úrelt; urðu
þau Gísli og Kristín því að
flytja burt eins og fleiri sjó-
mannafjölskyldur. Árið 1926
settust þau að á Akranesi en
þar hafði Gísli ráðið sig i
skipsrúm, enda þótt hann hafi
um langan tíma verið heilsu-
veill. Dvölin á Akranesi var
skammvinn því að heilsa Gísla
bilaði og var hann úrskurðaður
á berklahæli. Fjölskyldan varð
þá að flytjast aftur til Bíldu-
dals en Gísli valdi að dvelja
á Þingeyrarspítala, svo að hann
, gæti verið sem næst fjölskyldu
sinni.
Gísli fékk ekki bata á Þing-
eyrarspítala og var því fluttur
suður á Vífilsstaði og útskrif-
aðist hann þaðan árið 1930. Þá
flyzt Gísli með fjölskyldu sina
til Hafnarfjarðar og leitar fyr-
ir gér um vinnu er værj við
hans hsefi, en varð ekki ágengt.
Gísli varð því tilneyddur að
taka hverja þá vinnu er bauðst.
Tveim árum síðar hafði erfið-
isvinnan ýft upp hinn gamla
sjúkdóm og leið hans lá enn á
ný á Vífilsstaði. Nú til áratugs
dvalar, og útskrifast hann loks
af Vífilsstöðum sem algjör ör-
yrki.
Það varð því hlutur Kristín-
ar í hálfan annan áratug, að
vinna fyrir barnahópnum, ann-
ast uppeldi hans og veita manni
sínum styrk í tvísýnni baráttu
hans við veikindin.
Sterk skapgerð Kristínar,
dugnaður hennar og framtaks-
semi, gerði henni kleyft að
heyja þetta stríð, en ástin til
manng hennar og barna, sem
hún fékk ríkulega endurgoldna,
veitti henni þrek í hinni slít-
andi daglegu baráttu. Kristín
kom frá þessari baráttu sem
sigurvegari, ekki aðeins í starfi,
heldur hélt hún svo lífsgleði
Framhald á 8. síðu.
*
Erfu orSirm þreyffur á
sigareffunum sem þú
reykir?
*
Langar þig fil orð hreyfa
fil, en veizf ekki hvaSa
fegund þú áff aS reyna?
Nennir svo ekki aS hugsa
um þeffa meir, en kaup-
ir gömlu fegundina hálf-
óánœgSur?
r>í n
ViS skuíum gefa þér
róð, en þar sem smekkur
manna er misjafn, leggj-
um viS fil aS þú reynir
a.m.k. þrjár fegundir, en
þá munf þú lika finna
þaS sem bezf hœfir ...
Lark,
L&M
og
Chesterfield