Þjóðviljinn - 14.03.1965, Page 12

Þjóðviljinn - 14.03.1965, Page 12
3. og 4. erindið um stjórnfræði og ísl. sfjórnmál 1 dag, sunnudag 14. marz 1965, verða þriðja og fjórða erindið flutt í erindaflokki Félagsmála- stofnunarinnar um STJÓRN- FRÆÐI OG ÍSL. STJÓRNMÁL. Prófessor Ólafur Jóhannesson, alþm., mun fyrst flytja síðara erindi «itt um íslenzka stjóm- skipun og ræða nú um aðal- þsetti íslenzka ríkisvaldsins og handhafa þess. Hefst það erindi kl. 4 e.h. í kvikmyndasal Aust- urbæjarbarnaskóla. Síðara erindið flytur Hannes Jónsson, félagsfræðingur og nefnist það valdið og lýðræðis- leg meðferð þess. Mun hann m.a. fjalla um efnahagslega valdið, félagslega valdið og full- veldi ríkisins við skilyrði ým- issa stjórnskipulaga. Vilja geta stækkað Framhald af 1. síðu. á það í þessari skýrslu, að bygging aluminiumverksmiðju af þeirri stærð, sem um hefur verið talað, hafi mikla þjóðhags- lega þýðingu, og að ekki megi á þessu stigi málsins binda hendur Islendinga með við- skiptalegum skuldbindingum um stækkun hennar. . . Eftir að "0 þús. tonna verksmiðja hefur verið byggð af Swiss Alumini- um hér á landi, hlýtur *amn- ingsaðstaða íslendinga varffandi frekari stækkun að verða miklu betri en ella“. Og ennfremur segir svo í lokaorðum stóriðjunefndar á bls. 41: „Æskilegt er, að slíkir samn- ingar feli í sér sem minnstar skuldbindingar varðandi stækk- un aluminiumverksmiðjunnar í framtíðinni, þannig að áfram- haldandi þróun bessa iðnaðar fari eingöngu eftir reynslu Is- 'endinga af þessum fyrsta á- fanga og efnahagslegum hags- miinum lslendinga í fram- tíðinni“. Öllum þessum röksemdum hefur nú verið kastað fyrir borð vegna þess að hringnum lrggur meira á en stóriðjunefnd taldi í upphafi BRÚAR- SMÍÐI VIÐ KLIFÁ Klifá er Iítil á, sem rennur í Lagarfljót að austan skammt frá botni. Hún rennur í djúpu gili, sem lengi hefúr verið mikill farartálmi á Ieiðinni úr Fljótsdal út á Hérað. 81. haust var smíffuð brú yfir Klifárgil og eru myndirnar af þeirri smíði. Brúin er 36 metra Iöng, á járnbitum miklum, sem hvíla á stein- steyptum sökklum. A bitana er síðan steypt plata. Þessi háttur á brúarsmíði faerist í vöxt £ stað þess að nota steinsteypta bita. Yfirsmiffur við brúarsmíðina í Klifárgili var Sigurður Jónsson frá Borgarfirði eystra. — Mynd- irnar voru teknar meðan á smíði brúarinnar stóff. Stutt spjall vii Benedikt Sunnarsson Þegar við litum inn í Boga- sal á föstudag var Bene- dikt Gunnarsson og tveir menn aðrir önnum kafnir við að festa upp þá sýningu, sem hann opnaði þar í gær. Því miður var myndaskráin ekki tilbúin enn, sem var náttúru- lega afleitt fyrir blaðamann — hvaðan hefur hann vizku um myndlist ef ekki úr sýn- ingarskrám? — Gefur þú þessum mynd- um skáldleg nöfn Benedikt? Og verða nöfnin til á undan eða eftir myndunum? — Nei, ætli við reynum ekki að forðast skáldlegheit- in. Ég kemst venjulega af með eit orð. Kannski „Land“. Eða „Hamrar". Þú sérð, a3 þetta eru abstraktsjónir, en það er alltaf unnið út frá einhverju. Tilefni þessarar myndar hér í horninu var til að mynda hamraveggur lit- skrúðugur — hér er hann tættur í sundur, einhverju þungbúnu telft fram gegn léttleika og reynt að forðast eyður, sem dræpu niður allt myndrænt samhengi. Eða þessi þarna, segir Benedikt og bendir á stóra mynd í allsterkum litum sem skal hengjast upp fyrir miðjum bogveggnum. — Fyrst var hún tengd hugmynd um langt borð, þ.e. venjuleg kvrralífs- mynd, sem síðan þróast upp i abstraktsjón. Hún heitir nú „Við langborð" en það mætti kannski kalla hana „Eftir svallið", því bersýnilega hef- ur sitthvað gengið á á þessu borði. ★ Það eru þrjátíu og fimm olíumálverk á sýning- unni. Svo er ég hér með dá- lítið sem ég hef ekki haft uppi áður. Fotogram kalla menn þetta — myndir sem verða til við leik að fram- köllunartækjum og ljósmynda- pappír. En ég vil heldur kalla þetta gríngrafík og ég hef nefnt myndirnar eftir því. Þetta gæti til dæmis verið Dans póstmeistarans. Og þessi heitir vist Draumur bréfber- ans. — Ég sýndi fyrst í Frakk- landi árið 1953, en hér heima hef ég haldið fjórar sjálf- stæðar sýningar. Og ég hef tekið þátt í ýmsum samsýn- ingum bæði hér og ytra — í Róm, á ítalíu, í Finnlandi, í Moskvu (ekki hafa margir íslenzkir abstrakmálarar lagt þangað leið sína). Síðast hef- ur það af mér frétzt, að ég gerði fjórar gluggamyndir i Hótel Holt. — Finnst þér þú mála öðruvísi en þegar þú hélzt síðast sýningu hér — Já, það var 1961 og mér finnst ég hafi töluvert breytzt síðan. Þar voru að vísu myndir frá sjö árum. En í þeim myndum, sem bá voru yngstar, finnst mér örla fyrir því, sem nú er orðinn veruleiki. En þær myndir voru stærri yfirleitt í snið- um, í þeim var meiri spekúla- sjón ef svo mætti segja, þær voru bundnari. Litir í þeim voru líkir þessum en einhæf- ari, það bar mest á fanta- síum í rauðu og bláu. Og ef við tölum meira um myndirnar sjálfar: mér finnst að viðhorfin séu svip- uð þeim, sem komu fram hjá bróður mínum, Veturliða á nýafstaðinni sýningu hans. Náttúran er myndunum bak- svið, undirtónns, sem ég reyni síðan að þróa upp í abstraktsjónir, sem tilhevia mér einurn og engum öðrum. Það mætti kalla myndirnar fantasíur um land. Ég hef gert skissur hér og þar um landið þegar ég hef verið á ferð — í Hveradölum, í Land- mannalaugum. En það hefur aldrei hvarflað að mér að vinna þannig að úr yrði stað- bundin landslagsmynd. Mynd- -in verður ekki bundin ein- hverjum ákveðnum punkti heldur stóru svæði, litum þess og formum, geymir endurminningar um ein- hverja ferð, þjappar saman heildaráhrifum. — Þetta er í fyrsta sinn að ég sýni f Bogasal og satt að segja er ég óvanur hon- um. Nú verð ég að henda út fimmtán myndum, sem hér komast ekki fyrir og svo Benedikt Gunnarsson. teikningum. Ég hef því f rauninni aðra sýningu til- búna nú þegar. En maður á ekki að sýna oft. . . — Hvað tekur þú þér næst fyrir hendur? — Ég fer bráðum utan, fékk styrk frá Menntamála- ráði til að fara til Mexfco. En ég man það var mikill viðburður að sjá þá stóru mexíkönsku farandsýningu sem kom til Parísar 1953. Maður varð þá fljótlega vgr við áhrif frá henni og svo annarri heimsókn úr fjar- lægu heimshorni — kín- verksu óperunni. Hvort- tveggja hleypti nýju blóði i snarga menn f ýmsum lönd- um. . . Einar ríki og Einar flugríki Sitthvað gerist nú mótsnúið Einari ríka Sigurðssyni; ekki bara það að skipafélag hans Jöklar h.f. missa á einu bretti öll sín verkefni til Eimskipafé- lagsins heldur er nú líka vegið að frægð hans úr annarri átt. Svo er nefnilega mál meðvexti að nafni hans Einar Ámason flugstjóri gerist nú æ umsvifa- meiri í athafnalífinu. Hann er ekki aðeins einn af stærstu hlut- höfunum í Loftleiðum hf. og í stjóm félagsins heldur og feng- sæll útgerðarmaður. Einar Ama- son á nú tvö mikil aflaskip, ms. Áma Magnússon og ms. Amar, á þriðja hundrað lestir hvort skip. Og nú á hann í smíðum þriðja skipið og mun hafa ráðið hina 'mikla aflakóng Eggert Gíslason, sem eitt sinn var með Víði og nú síðast með Sigur- pál, til skipstjómar. Einari ríka Sigurðssyni eru umsvif nafna síns Ámasonar ekkert á móti skapi út af fyrir sig, heldur hitt að nú er almennt farið að kalla hann Einar flug- ríka! Einar flugriki Útvegsbændur hyggja á hrognkelsaveiði SAUÐÁRKRÓKI 9/3 — Mikíll áhugi hefur nú gripið um sig hér á Króknum á hrognkelsa- veiði. í fyrravetur var lítið veitt hér en nú býðst gott verð fyrir hrognin og eru útvegs- bændur bjartsýnir á framtíð- ina. Hyggjast þeir setja fleytur sínar til þessara veiða í lok þessa mánaðar eða f byrjun aprílmánaðar. Tíð hefur verið heldur um- hleypingasöm hér undanfarið og stafar það kannski af haf- ísnum. Lítið lét hann þó sjá sig hér inni hjá okkur; jaki og jaki villtist hingað upp en síðan ekki söguna meir. Minkaáhugi kemur til Sauðárkróks SAUÐAISKRÓKI 9/3 — Hér hefur verið stofnað hlutafélag um loðdýrarækt og heitir það Loðfeldur h/f. Að stofnun fé- Iagsins stendur hópur áhuga- Vianna um loðdýrarækt og er tilgangur félagsins sá að hefja loðdýrarækt í allstórum stíl, þegar tilskilin leyfi eru fengin og er þegar hafinn undirbúning- ur framkvæmda i þeim efnum. Félagsmenn í Loðfeldi h/f eru 30 og skipa fimm þeirra stjóriv þess, en það eru Adolf Björns- son, rafveitustjóri, formáður, Stefán Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, Steinn Stcinsson, dýralæknir, Egill Bjarnason ráðunautur og Stefán Ólafsson póstmeistari. Jarðýta upp á Lágheiði Ölafsfirði 12/3 — Hér ríkir mik- ið atvinnuleysi og eru litlar horfur á að úr rætist á næsc- unni. Bátarnir halda suður hver af öðrum og fór mb. Þorleifur Rögnvaldsson í gærkvöld. Er þá aðeins einn stór bátur eftir héma en það er mb. Guðbjörg, sem byrjaði netaveiðar í gær. Ef lítið aflast heldur mb. Guð- björg eflaust suður líka og Húnavakan af krafti á BLÖNDUÓSI 13/3 — Mikill undirbúningur er hér í sam- bandi við Húnavökuna, sem hefst 30. marz og stendur til 4. apríl. Margt og mikið verður til skemmtunar á Húnavökunni og verffa m.a. tvö leikrit. Leikfé- lag Blönduóss sýnir Tangar- sókn tengdamömmu og leikíé'- lagið á Skagaströnd sýnir leik- ritið Skipt um nafn. Dansleik- verður þá ekkert eftir nema smátrillurnar. Rauðmagaveiði hefur verið mjög treg enn sem komið er. 1 dag var lagt af stað með jarðýtu upp á Lágheiði og standa vonir til að takist að ryðja veginn þar innan skamms. Þar er nú fremur snjólétt mið- að við árstíma. — S.J. undirbúin i Blönduósi ir verða flest eða öll kvöld vikunnar. ÖIl dagskráratriði fara fram í félagsheimilinu hér á staðnum. Búizt er við f jölmenni á þessa Húnavöku sem hiiiar fyrri. Að þessu sinni hefst vak- an meff sérstakri dagskrá fyrir bændur. Það er Ungmcnnasam- band Austur-Húnvetninga sem sér um framkvæmd Húnavök- unnar. Formaður sambandslns er Kristófer Kristjánsson Köldu- kinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.