Þjóðviljinn - 14.03.1965, Qupperneq 3
Sunnudagur 14. marz 1965
MÖÐVtlIIKN
SÍÐA 3
VANMETAKENND OG RAFORKA
I Á
HVÍLDAR-
'DAGINN
Vanmetakennd
Sú nýríka kynslóð sem stjórn.
að hefur íslandi undanfama
áratugi er einkennilega sam-
sett. Hún er gagnsýrð af log-
andi minnimáttarkennd, sem er
arfur frá volaðri fortið þegar
skáldin ortu af fjálgleik um
það, hvað við værum fáir, fá-
tækir og smáir. Aukin fjár-
ráð og stórfelldir möguleikar
í öllum áttum hafa ekki læknað
þessa óskemmtilegu tilfinningu,
heldur birtist hún nú aðeins
með öfugu formerki sem hé-
gómaskapur, tildur og sýndar-
mennska. Peningahallir þær
sem reistar eru kringum skurð-
goð okkar, vöruna, verða sí-
fellt stórfelldari og glæsilegri
ásamt híbýlum þeirra sem vör-
una selja og eru einskonar
æðstuprestar skurðgoðanna. Við
erum taldir hafa ærið fé til
þess að reisa ráðhús, stjórnar-
ráðshús og þinghöll fyrir
hundruð miljóna króna. íslend-
ingar eru að komast í fremstu
röð sjónvarpsglápenda í veröld-
inni, og virðaít hreyknir af,
þótt sjónvarpsnytjarnar séu
lágkúrulegasta betl. Við kom-
um upp dýrum og gagnslausum
bókhlöðum að Bessastöðum og
Skálholti. þótt við höfum ekki
efni á að sinna þeim bókasöfn-
um sem eru vettvangur dag-
legra starfa. Fíknin í að reisa
kirkjur er svo óstjómleg að
nú er röðin komin að eyði-
byggðum þar sem ekkert kvikt
fyrirfinnst utan minkurinn og
föglinn fljúgandi. Búið er að
gera laxveiðar að þvílikri
snobbaíþrótt að nú eru ferða-
skrifstofurnar famar að bjóða
mönnum upp á laxveiðar á fr-
landi í sparnaðarskyni. En á
sama tíma og yfirlætið hreyk-
ir sér af slíku blygðunarleysi
halda hinir nýríku valdhafar á-
fram að betla og sníkja. Þeg-
ar við gerðumst aðilar að
Marshallkerfinu lýsti núver-
andi forsætisráðherra, Bjarni
Benediktsson, yfir því að þar
yrðum við „veitendur en ekki
biggjendur"; samt varð raunin
sú um það er lauk, að við höfð-
um að tiltölu klófest meira fé
en nokkur þjóð önnur. Við
höldum áfram að ganga eins
og bónbjargarmenn í offram-
leiðfluhauga Bandaríkjamanna,
bar sem mjölið er drýgt með
skorkvikindum. Eina raunveru-
lega ástæðan fyrir hernáminu
er sú að stjórnarvöldin og ein-
stakir fjáraflamenn geta með
bví metið virðingu bjóðar sinn-
ar til dollara Við skirrumst
ekki við að ganga í sjóði sem
Matvæla- os landbúnaðarstofn-
unin og Sameinuðu þjóðirnar
ætla ríkium þar sem íbúarnir
eru að deyja úr hungri Við
erum orðnir jvo orðlas'ðir fyr-
ir að lúta að láeu. að frændur
okkar annarsstaðar á Norður-
löndum leggja til bæðj í gamni
og alvöru að skotið verði sam-
an i sjónvarpskerfi handa okk.
Ráðþrota
Það er sannarlega ekki að
undra þótt sú kynslóð sem
þannig hegðar sér segist nú
standa ráðþrota frammi fyrir
því verkefni að halda áfram
raforkuframkvæmdum á ís-
Iandi f rúma sex áratugi hef-
ur íslendingum tekizt af eig-
in rammleik að auka raforku
slna úr engu i 600-709 miljónir
kílóvattstunda, þrátt fyrir sára
fátækt i upphafi og löngum
erfitt kreppubasl En nú þegar
afkastageta þjóðarinnar hefur
margfaldazt á stuttum tíma og
stjórnarherrarnir guma af því
Við erum taldir hafa efni á að reisa æ veglegri skraut-
hýsi til dýrðar Guði og Mammoni, en hitt er sagt ofverk
okkar að hagnýta auölindir landsins.
að við séum með helztu vel-
megunarþjóðfélögum í heimi,
er þvi haldið fram í fullri
alvöru að við getum ekki hald-
ið áfram að virkja á skynsam-
legan hátt, heldur verðum að
stunda betl og sölu á auðlind-
um okkar ef við viljum fá
meiri raforku. Sprenglærðum .
sérfræðingum er leikið eins og
peðum í svikamyllu milli Al-
þjóðabankans í Washington og
alúmínhringsins í Zúrieh, og
þeir bæta skýrslum ofan á
skýrslur um nýjar aðferðir til
að fá aðstoð og lán og selja
erlendu auðfélagi orkuna úr
einu fallvatninu af öðru. Og
hver étur eftir öðrum að stór-
virkjanir á íslandi séu slík
risafyrirtæki að frammi fyrir
þeim standi hinir fáu, fátæku
Og smáu íslendingar ráðþrota.
Hversu stór er
vandinn?
En hversu stór er þessi
vandi í raun og veru? Hvað er
það mi'klu dýrara fyrir fslend-
inga að virkja einir við Búr-
fell en að eftirláta útlendingum
meira en helminginn af ork-
unni? (Eins og áður hefur ver-
ið getið í þessum pistlum er
ekki enn fullljcst hver raun-
verulegur kostnaður verður við
Búrfellsvirkjun, vegna þess að
fullnægjandi rannsóknir hafa
ekki verið gerðar á áhrifum
ísamyndana og aurframburðar;
en villur af þeim sökum hafa
ekki áhrif á þennan saman-
burð). Samkvæmt skýrslu sem
stóriðjunefnd sendi ríkisstjórn-
inni 14. nóvember s.l. kostar
105.000 kilóvatta Búrfellsvirkj-
un í þágu alúmínbræðslu við
Straum 1050 miljónir króna.
Reiknað er með að viðskiptin
við alúmínhringinn standi und-
ir helmingi þess kostnaðar,
enda fær hann meira en helm-
ing raforkunnar í sinn hlut.
Sá kostnaður sem íslendingum
er ætlað að bera, og sérfræð-
ingamir telja að þjóðin geti
borið, er þá 525 miljónir króna,
og orkan sem íslendingar fá
50.000 kílóvött. Sé hins vegar
framkvæmd 70.000 kílóvatta
Búrfellsvirkjun fyrir innan-
landsmarkað einan myndi hún
samkvæmt niðurstöðum nefnd-
arinnar kosta 900 miljónir
króna. Munurinn á kostnaðin-
um við byrjunarframkvæmd-
imar er þannig 375 miljónir
króna, en orkan sem fslend-
ingar fá í sinn hlut 20.000 kíló-
vöttum meiri, ef ekki er virkj-
að í þágu auðhringsins. Þessi
kostnaðarmunur er svo smá-
vægilegur að það er nánast
hjákátlegt að stjórnarvöldin
skuli telja hann sligandi og ó-
viðráðanlegan fyrir þjóðina.
Með því til að mynda að fresta
ráðhúsi og HallgVímskirkju væri
þetta bil brúað án þess að
nokkur landsmaður hefði þurft
að taka nærri sér.
Ódýrara að
lokum
En með þessu er sagan að-
eins hálfsögð. Tækninefnd í
virkjunarmálum, sem skipuð
er Steingrími Jónssyni, Eiríki
Briem, Knúti Otterstedt og
Jakobi Gudjohnsen, ■ sendi rík-
isstjóminni í október í fyrra
samanburð á ýmsupi virkjun-
arleiðum, þar á meðal tvenns-
konar Búrfellsvirkjunum, ann-
arri í þágu alúmínhringsins en
hinni fyrir innanlandsmarkað
'einvörðungu. Þar er í báðum
dæmunum gert ráð fyrir full-
virkjun við Búrfell í áföng-
um upp í 210.000 kílóvött. Niðr
urstaða þeirra er sú að á ára-
bilinu 1965-1983 muni fjárfest-
ing fslendinga til virkjunar í
samvinnu við alúmínhringinn
verða samtals 2.089 miljónir
króna. Fullvirkjun fyrir innan-
landsmarkað einn saman mun
hins vegar á þessu sama tíma-
bili kosta fslendinga samtals
1.950i miljónir króna. Fullvirkj-
un fyrir innanlandsmarkað
verður þannig að lokum 139
miljónum króna ódýrari í stofn-
kostnaði en virkjun sem ætluð
er erlendu auðfélagi að veru-
legu leyti, og verð á orkuein-
ingu verður að lokum lægra.
Hins vegar dreifist stofnkostn-
aðurinn öðruvísi og verður
mun meiri í upphafi ef aðeins
er virkjað fyrir innanlands-
markað — en sé litið á 19 ára
tímabili er viðfanggefnið orðið
auðveldara.
Ómerkileg
viðskipti
Tækninefndin hefur jafn-
framt reiknað út mismuninn á
rekstrarafkomu kerfanna og
kqmizt að þeirri niðurstöðu að
á 15 árum, frá 1969-1983, yrði^>
rekstrarafkoman samtals 400
miljónum króna betri með við-
skiptum við alúmínhringinn en
ef raforkan yrði aðeins notuð
á innanlandsmarkaði. Þessi
tala er fyrst og fremst athygl-
isverð fyrir það hvað hún er
lág. 400 miljónir króna á 15
árum eru aðeins tæpar 27 milj-
ónir króna á ári að meðaltali.
Það er einkennileg hagfræði að
telja þvilíkar tekjur eitthvert
sáluhjálparatriði fyrir þjóðina,
ef hún eigi að geta hagnýtt
vatnsföll sín, á sama tima og
sjávarútvegurinn skilar á einu
ári um 700 miljónum króna i
auknum gjaldeyristekjum. Það
þarf ekki annað en hversdags-
legt raungæi til þess að gera
sér grein fyrir því, að íslend-
ingum er í lófa lagið að hag-
nýta umframorku þá sem frá
stórvirkjun fæst á margfalt
arðbærari hátt með nýjum iðn-
rekstri í fiskvinnslu og á öðr-
um sviðum en með þvi að selja
útlendingum hana sem hráorku.
Niðurstöður tækninefndar sýna
ljóslega að viðskiptin við al-
úmínhringinn ráða engum úr-
slitum um það hvort við megn-
um að ráðast í Búrfellsvirkjun
eða ekki.
Fyrirmæli
alþjóðabankans
Eini raunverulegi vandinn er
sá að ef aðeins er virkjað fyr-
ir innanlandsmarkað verður
stofnkostnaður fyrstu árin
nokkrum hundruðum miljóna
króna meiri, þótt þau met
jafnist síðan mjög fljótlega.
En við þetta bætist raunar
pólitiskur vandi. Alþjóðabank-
inn hefur skýrt ríkisstjórn fs-
lands frá því að hún muni
ekkert lán fá til Búrfellsvirkj-
unar nema hún semji við al-
úmínhringinn og láti honum í
té meirihluta raforkunnar,-
„Lítil þjóð eins og fslendingar
gæti ekki leyft sér að ráðast
í svo fjármagnsfreka ■■-fram-‘->'
kvæmd" — eins og fyrirmæli
bankans eru orðuð í einni af
skýrslum stóriðjunefndar. Full-
trúar hinnar litlu þjóðar voru
hæfðir í vanmetakenndina
miðja og féllust umsvifalaust
á þessi fyrirmæli alþjóðabank-
ans. Síðan hefur sú röksemd
hljómað að ekkert lán sé fá-
anlegt nema erlendri stóriðju
sé hleypt inn í landið. En þeir
sem hafa maldað í móinn hafa
verið spurðir með háðslegu
glotti hvort þeir vildu kannski
taka lán hjá Rússum, líkt og
það væri einhver goðgá eftir
að íglenzku olíufélögin hafa ár-
um saman notað rússnesk
rekstrarlán með lágum vöxtum
í starfsemi sinni.
Hvers vegna
ekki?
En má ég benda valdhöfun-
um á fjármálastofnun, þar sem
íslendingum á að vera í lófa
lagið að fá lán með hagkvæm-
um kjörum og án nokkurr- 6-
eðlilegra skilyrða. Káðherramir
taka naumast svo til máls að
þeir geti þess ekki að þjóðin
eigi nú gjaldeyrissjóð sem nemi
nær 2.000 miljónum króna.
Hvers vegna taka íslendingar
ekki lán hjá sjálfum gér? Hví
híma sendimenn ríkisstjórnar-
innar eins og nauðleitamenn
í biðsölum alþjóðabankans og
láta segja sér fyrir verkum,
á sama tíma og fslendingar
eiga sjálfir miklu hærri gjald-
eyrisupphæðir en þær sem fal-
azt er eftir að láni? Til hvers
var verið að safna gjaldeyri
ef ekki má nota hann, þegaT
landsmenn þurfa á honum að
halda? Átti sjóðurinn einvörð-
ungu að vera skraut til að
guma af í áróðursræðum, eða
er honum aðeins ætlað að vera
vamarveggur ef frelsi heild-
salanna skyldi fara of langt úr-
skeiðis?
Sé talið nauðsynlegt að
fylgja þvílíku gjaldeyrisláni úr
eigin vasa eftir með fjárhags-
legum aðgerðum innanlands til
þess m.a. að dreifa stofnkostn-
aði á eðlilegan hátt yfir hæfi-
lega langt tímabil ætti það að
vera auðvelt verk. Það væri
til að mynda hægt að leggja
skylduspamaðarkvöð á þá að-
ila sem nú sóa hundruðum
miljóna króna í verzlunarhallir,
kirkjur, prjálhýsi og annan
hégómaskap. Það væri hægt
að láta Reykjavíkurbæ fresta
ráðhúsi og ríkið fresta stjóm-
arráðshöll og þinghúsi en
leggja andvirði þeirra stórbygg-
inga í rafvirkjunarframkvæmd-
ir. Það væri hægt að taka upp
lágmarkseftirlit með fjárfest-
ingu og koma þannig í veg
fyrir að óhemjulegum fúlgum
sé kastað á glæ, til að mynda
með yfirf j árfestingu á öllum
sviðum eins og nú tíðkast.
Eina torfæran
Okkur skortir sannarlega
hvorki erlent né innlent fjár-
magn til stórvirkjunar við Búr-
fell í þágu okkar einna, ef sér-
fræðingar Tcomast að þeirri nið-
urstöðu að sú virkjun sé hag-
kvæmust. Eina torfæran er
andlegt ásigkomulag leiðtog-
anna, þessi logandi vanmeta-
kennd sem fær þá til að taka
hégómann fram yfir nauðsyn-
ina og leita á náðir útlendinga
hvenær sem þarf að takast á
við alvarlegt viðfangsefni. Það
má vel vera að hinir nýríku
valdhafar yrðu' eitthvað á sig
að leggja í fáein ár, ef fs-
lendingar framkvæmdu stór-
virkjun algerlega af eigin
rammleik eins og þeim er í lófa
lagið, en þeir mættu einnig
minnast þess að stétt sem
skortir siðferðilegt þrek til þess
að leggja eitthvað á sig í þágu
framtíðarinnar er þess ekki
megnug að stjóma þjóðfélagi.
Enda er alþjóðabankanum, al-
úmínhringnum og hemámslið-
inu nú ætlað það hlutverk í
vaxandi mæli. — Austri.
Tilboð áskast
í nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar að Grens-
ásvegi 9, mánudaginn 15. marz kl. 1—3 e.h.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5
sama dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Asprestakafí
Stofnfundur Bræðrafélags Ásprestakalls verður haldinn í
Safnaðarheimilinu, Sólheimum 13, þriðjudaginn 16. marz
n.k. og hefst kl. 8.30 síðdegis.
Undirbúningsnefnd.
4
♦
r
4