Þjóðviljinn - 14.03.1965, Qupperneq 10
10 SlÐA
HGDVILIINN
Sunnudagur 14. marz 1965
UNDIR
MÁNASIGÐ
Skáldsaga eftir M. M. KAYE
af öllu afli, en réð ekki við
hrossið. Svo sá hún svartan
hausinn á Chytuc koma upp að
hlið sér og um leið náði Alex
taki á beizli BYiriantes og sneri
honum frá gryfjunni og út á
opna svæðið. Eftir tvær mínútur
tókst honum að stöðva hann.
Vetra leit upp. Alex greip um
handlegg hennar. Er allt í lagi
með yður?
Hún leit á hann og þegar
hann mætti augnaráði hennar
var eins og hann skildi hvað
átt hefði sér stað, en tryði því
varla. Hann sleppti handlegg
hennar. Gerðuð þér þetta vilj-
andi?
Vetra rétti úr sér og dró djúpt
andann til að róa taugamar. Ég
..... ég mátti til. Fyrirgefið
mér, en ég verð að tala við yður.
Segið Yusaf að halda sér í hæfi-
legri fjarlægð.
Alex horfði lengi á hana. Augu
hans vom svört af reiði og
hörkudrættir voru um munninn.
Hann hrópaði stutta skipun og
hestamir tveir fóru á hreyfingu,
en Yusaf beið þar til þau voru
komjn úr heymarmáli, svo rölti
hann hægt á eftir.
Allt í einu sagði Alex: Þér
ættuð að laga á yður hárið. Fáið
mér tauminn. Hann hallaði sér
fram og tók tauminn og horfði
á hana reyna að koma hárinu
í samt lag. Reiði hans hvarf og
vottaði fyrir brosi á andliti hans.
— Verið ekki svona sorgmædd
á svipinn. Hvað er að?
56
FLJUGUM
ÞRIÐJUDAGA
FIMMTUDAGA
LAUGARDAGA
FRÁ RVÍK KL. 9.30
FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12
F L U G S Ý N
SÍMAR: 18410 18823
Smurt brauð
Snittur
brauöbœr
við Óðinstorg
Sími 20-4-90
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugavegi 18, III. hæð (lyfta).
SÍMI 24 6 16.
P E R M A
Garðsenda 21 — SÍMI 33 9 68
— Hárgreiðslu- og snyrtistofa
D Ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin
— SÍMI 14 6 62.
Hárgreiðslustofa
Austurbæjar
María Guðmundsdóttir Lauga-
vegi 13 — SÍMI 14 6 56. NUDD-
STOFAN er á sama staí
Vetra svaraði stamandi: Mér
þykir .. það leitt .... en ég ..
.. mátti til .... að hindra að
þér færuð til Chunwar. Hún gat
ekki ráðið augnaráð hans en
það var djúp hrukka milli augna
hans. Af hverju riðuð þér einn
i dag? spurði hún allt í einu.
Er þjónn yðar ekki vanur að
fylgja yður?
— Hann er veikur, sagði Alex
stuttur í spuna. Af hverju spyrj-
ið þér.
Vetra tók andköf. Það .... er
þá satt.
— Hvað er satt? Hvað á allt
þetta að þýða?
— Þeir hafa í hyggju að
drepa yður. 1 jarðfallinu á leið-
inni til Chunwar. Ég heyrði þá
tala um það í nótt. Þess vegna
varð ég að stöðva yður. En ég
vildi ekki að þeir vissu að ég
vissi það. Það var • þess vegna
sem ég fann upp á þessu með
Furiante......
Alex greip fram í fyrir henni:
Bíðið andartak. Er yður ekki
sarna þótt .þér endurtakið þetta
triéð háegð? Ég hlýt að vera
eitthvað sljór í dag. Það var eins
og honum væri hlátur í hug.
Vetra stirðnaði og hún eldroðn-
aði. Þér trúið mér ekki. Þér
haldið .... En það er satt! Þeir
sögðust ætla að sjá til þess að
Niaz yrði veikur og hestasveinn-
inn yðar væri með ígerð í hend-
inni og þess vegna mynduð þér
ríða einn og .... Hún þagnaði
og hélt síðan áfram: Ég segi
víst ekki sérlega vel frá þessu.
— Byrjið á byrjuninni. Hverj-
ir eru þeir?
— Ég veit það ekki. Ég heyrði
aðeins raddir. Þegar hún hafði
lokið frásögn sinni, sat Alex
þögull andartak og spurði því
næst hvort hún hefði þekkt
raddimar. Nei, sagði Vetra. Þeir
hvísluðust á.
— Engin nöfn?
Aðeins Mehan Lall. Hann átti
að vera i jarðfallinu til aðstoð-
ar. En enginn af heimafólkinu
heitir það.
— En ég kannast við nafnið.
Hann smellti saman fingrum. Yu-
saf sá það og flýtti sér til þeirra.
Huzoor?
— Hefurðu skotvopn?
Yusaf stakk hendinni inn á
sig og dró fram litla Colt-byssu
— dálítið óvenjulegt vopn fyrir
hestasvein. Alex tók við henni:
Það kann að vera að ég burfi
á henni að halda. Fylgið Mem-
sahib heim og segið ekki orð.
Hann tók eftir hræðslusvipn-
um á Vetru og brosti: Þetta er
allt í lagi. Yusaf er einn af mín-
um mönnum. Mér fannst ekki
rétt að þér riðuð svo langt án
''megs fylgdarmanns.
Hann ætlaði að snúa Chyfcuc,
en Vetra þreif í tauminn.
— Nei, Alex! Nei! Óttinn gerði
~*dd hennar hvassa.
Svipur Alexar blíðkaðist þeg-
ar hann horfði á fölt og skelkað
andlit hennar. Hann greip um
hönd hennar og þrýsti hana upp-
örvandi.
— Þetta bjargast allt. Ég lofa
yður því. Ekki veldur sá er var-
ár, eins og þér vitið. Og nú hef
ég fengið aðvörun.
En Vetra hélt enn í tauminn.
Hvað ætlið þér að gera? spurði
hún með öndina í hálsinum.
Alex Kló! Ef satt skal segja,
þá veit ég það ekki. En mér lík-
ar ekki að vera hundeltur og ég
hef hugsað mér að koma í veg
fyrir slíkt. Það er reginmunur
á því að vita um fyrirsát eða
eiga sér einskis ills von.
— Ég rið með yður, sagði
Vetra. Og Yusaf getur líka....
Alex hristi höfuðið. Nei. Kem-
ur ekki til mála. Það myndi
eyðileggia allt. Þeir eiga von á
bví að ég komi einn og ef þeir
sjá að svo er ekki, þá fresta
þeir þessu þara þangað til í ann-
að skipti, þegar ég uggi ekki að
mér.
— Alex........
Alex hristi hönd hennar af
taumnum og sagði reiðilega: !
guðs bænum horfið ekki svona
á mig! Hann sá að orð han=
höfðu sömu áhrif og löðrungur
svo að hann sagði óboiinmóð-
lega: Fyrirgefið mér. Ég er miög
hakklátur yður fyrir hueulsem-
ina. En farið nú — farið aftur
heim til yðar.
Hann sneri Chytuc og baut yf-
ir onna sléttuna í átt til skóg-
arbeltisins f fjarska og Vetra
horfði á hann fiarlæejast og
mi'noka unz hann hvarf sýnum.
Himinninn sem verið hafði
stálgrár begar hún reið út, var
nú heiður: aðeins ein stjama
skein dauflega í gulri birtunni
sem breiddi úr sér í austri. Það
var ekki einu sinni klukkutími
liðinn síðan hún reið út úr húsi
sendiherrans, en það var eins og
hann væri heilt ár. Hún var
ekki lengur sama konan og þeg-
ar hún fór útum hliðið.
Af hverju hafði hún ekki gert
sér ljóst fyrr en nú að hún
elskaði Alex Randall. Af hverju
skildi hún það fyrst nú, þegar
hann gat verið á leið í opinn
dauðann? Hún hafði í rauninni
elskað hann lengi, en verið svo
barnalega og heimskulega heill-
uð af heimatilbúnu glansmynd- I
inni af Conway að hún hafði j
T T
* BILLBNN
Rent an Ieecar
SÍITIÍ 1 8 8 3 3
CONSUL CORTINA
bílalelga
magnfjsap
sklpholtl 21
símar: 21190-21185
^iauhur ^u&mundóóon.
HELMASÍMI 21037
ekki skilið hvers virði Alex var
henni. Þegar hann hafði kysst
hana í Delhi, hafði hún orðið
skömmustuleg og skelkuð yfir
því að hún skyldi endurgjalda
kossa hans svo fúslega; henni
hafði fundizt hún vera að svíkja
Conway og hafði verið sárgröm
sjálfri sér. Og ofsareið við Alex.
Það var nú fyrst, þegar hún
stóð andspænis þeirri staðreynd
að hann kynni að verða drep-
inn, að allar aðrar tilfinningar
hurfu fyrir þessu eina — að
hún elskaði Alex. En hvort sem
hann lifði eða dó, þá var það
um seinan. Hún hafði gengið að
eiga Conway Barton. Yusaf
ræskti sig lágt til að minna hana
á að hann hefði fyrirmæli um að
fylgja henni heim og Vetra rétti
úr sér og kerti höfuðið eins og
hún hafði tamið sér sem bam,
begar hún vissi að von var á
ásökunum, auðmýkingum og
andstreymi. Hún sneri hestinum
og reið aftur heim í hús eigin-
manns síns.
En hún fór ekki inn; hún
sendi Yusaf burt með hestana
og fór út í garðinn og settist
undir stóra banyantréð og horfði
á Nissu litlu gefa fuglunum af
morgunverði sínum. Það var svo
róandi að sjá þessa litlu, stilltu
stúlku í hópi fugla og íkoma.
Þeir voru líka famir að venjast
nærvem Vetru. En í dag voru
þeir órólegir.
— Það er vegna þess að þeir
finna að þú ert hrædd, sagði
Zeb-un-Nissa. Hún leit stórum,
óræðum augum sínum á Vetru
og brosti angurværu brosi. Þú
þarft ekkert að óttast. Það kem-
ur ekkert illt fyrir hann.
Þetta var sagt með svo mikilli
Já, hún er hérna. Hún baó mig um að svara, svo hún sýndist
ekki of áköf.
Tilboð óskast
í eftirfarandi:
1. Ford ’42 pallbíll
2. Gaz 157, stigabíll, ætlaður til viðhalds
götuljósa.
3- Graco, smurstöð, byggð á tengivagn.
4. 12 tonna grjótpallur og sturtur.
Tækin verða til sýnis í Vélamiðstöð Reykjavíkur-
borgar, Skúlatúni 1.
Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri, Vonarstræti
8, þriðjudaginn 16. marz n.k. kl. 16.00.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
Auglýsið í ÞJÓÐVIIJANUM
Flugferðir um heim a/lan
Flugferð strax — Fargjald greitt síðar.
Viðskiptavinir eru beðnir að hafa sam-
band í síma 22890 og 30568 (eftir kl 7).
PERÐASKRIFSTOFAN
LAND S VN Tr
BLADADREIFING
Þjóðviljann vantar nú þegar blaðbera í
brúnir.
ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500.
9 VÖRUR
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
K.R0JN - BUÐIRNAR.
t