Þjóðviljinn - 14.03.1965, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.03.1965, Qupperneq 4
4 SIÐA ÞIÖÐVIUINN Sunnudagur 14. marz 1965 Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús KJartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Námslmma er þörf porsætisráðherrann Bjami Benediktsson taldi það viðeigandi á Alþingi á dögunum að mótmæla algerlega kröfu Einars Olgeirssonar um námslaun handa stúdentum við Háskóla íslands og taldi ráðherrann að hér væri svo vel' gert við lækna- s’túdenta og aðra stúdenta með opinberum styrkj- um og námslánum að betur myndi vart gert ann- ars staðar í heiminum, og væri stúdentum vork- unnarlaust að vinna sér inn að sumri til það sem á vantaði að þeir gætu staðið undir kostnaði við nám sitt. Þessi framkoma forsætisráðherrans er óvenju skýrt dæmi um þekkingarleysi og hroka. Og álíka söng í menntamálaráðherranum. Jsjtjórn Félags læknanema hefur lagf staðreyndir málsins fram, og sagt um það álit sitt í prúð- mannlegri og rökfastri álitsgerð, sem öll blöðin hafa birt. Það sem þar kemur fram sannar eins og bezt verður á kosið þörfina fyrir þá ráðstöf- un, að stúdentar eigi kost á námslaunum við starf sitt í Háskólanum, eins og tíðkast nú þegar í sósíalistaríkjunum. Stjóm Félags læknastúd- enta telur að sjö ára nám læknastúdents kosti varlega reiknað 525 þúsund krónur. Námslán sem þeir eigi nú kost á geti numið um 160 þúsund krónum þessi sjö ár. Eftir sé því upphæð sem svar- ar 365 þúsund krónum sem stúdenti'nn verði sjálf- ur að afla sér, og auk þess þurfi námslánin að greiðast síðar meir. Þegar við þetta bætist skyldu- vinna stúdenta í námi á sjúkrahúsum og síþyngt námsefni læknadeildar, þrengist mjög möguleikar stúdenta til óskyldrar vinnu að sumarlagi, og tel- ur stjórn Félags læknanema hana nær útilokaða með þeim ströngu tímatakmörkunum sem nú eru um að ljúka námi, eigi að gera náminu sómasam- leg skil. gtjórn Félags læknanema segir að stúdentamir muni flestir sammála um nauðsyn einhverra tímatakmarka í námi og jafnvel núverandi tíma- takmörkum, „væri um leið fullnægt tveimur grundvallaratriðum, annars vegar nægri kennslu, hins vegar fjárþörf stúdenta“. Hér er einungis ymprað á fyrra atriðinu en um hitt segja lækna- nemar að þeir hafi sýnt fram á hve langt sé frá að fjárþörfinni sé fullnægt. Hins vegar telja þeir prófkröfur ekki of miklar né námsefnið of þungt. ^ugljóst er af þeim rökum sem stjórn Fél. lækna- stúdenta flytur í athugasemd sinni hve mikið er ógert á því sviði að létta íslenzkum ungmenn- um þá erfiðu námsbraut sem næknanámið er, og á það að sjálfsögðu einnig við í fleiri greinum, þó kastljós almennrar athygli hafi beinzt að lækna- náminu, vegna hins alvarlega útlits með lækna- skort á íslandi. Þar dugar ekki að einblína á er- lendar fyrirmyndir, íslenzkt þjóðfélag er um margt svo sérstætt, að íslendingar verða oft að fara aðr- ar leiðir en grannb-in^íroar. Og námslaun til handa stúdentum og öðrum nemendum í framhaldsskól- um landsins hlýtur að verða ein þeirra leiða, sem íslendingar fara til þess að tryggja þjóðinni næga sérmenntaða menn í framtíðinni. /— s. UGLAR A ENGLAND „Eins og að ínrum lætur," sagði Páll Tegg prófessor, „er rannsóknarlögreglan miklu færari um að upplýsa glæp, en nokkur leikmaður. Til þess hefur hún fengið menntun og þjálfun sem jafna má við menntun vísindamanns. Og reyndar eru aðferðimar sem hafðar eru við vísindarann- sóknir og grundvallaratriðin í starfsaðferðum rannsóknar- lögreglunnar þvi nær hin sömu. Og þegar ég stend nú með nokkur leirbrot í hönd- um, og þau hafa nægt mér til að lesa af þeim röð at- burða sem áttu sér stað í Memfis fyrir þrjú þúsund ár- um, þá get ég ekki nefnt þetta öðru nafni en vísinda- lega rökleiðslu." „Sjáðu, sko, Burke lögreglu- stjóri er einn af æskuvinum mínum, — við erum báðir frá Hampton Hill — og þegar hvorki rak né gekk hjá lög- reglunni í Hyde Park-morð- inu, fórum við að tala saman um það hérna eitt kvöldið. Ég hafði reyndar sérstakan á- huga á málinu, því ég var málkunnugur bankastjóranum sem myrtur var og mér þótti vænt um hann. Ég skýrði Burke frá tilgátu minni, og hún reyndist vera rétt. En samt var ég ekki einn um það að uppgötva glæpinn, og vafa- samt er, að mér hefði tekizt það án hjálpar lögreglunnar. Blöðunum fanrist matur í því að ég skyldi reynast vera annar Sherlock Holmes, og létu mig njóta meiri sæmdar af málinu en mér bar.“ Þetta var í fyrsta skipti, sem mér hafði tekizt að fá Tegg prófessor til þess að tala um tilraunir sínar til að ljóstra upp glæpum, ef undan er skilin Sagan af egypzka kettinum, en hana sagði hann mér fyrir langalöngu, þegar ég var nýorðinn magister, — hafði ég þó ‘ oft leitazt eftir að hann segði mér eitthvað um þetta. Ég hafði verið nokkurskonar einkaritari hjá þessum fræga vísindamanni í tvo mánuði, og unnið að því að skrásetja safn bóka um fomfræði, eem Tegg prófess- or, sem var ágætur bókasafn- ari, hafði keypt á uppboði eftir annan fomfræðing. 1 þetta vorum við niðursokknir um tíma. Það kom reyndar í ljós, að safnið var verðmætara en við höfðum ætlað í fyrstu. M. a. var þarna brot úr papyrus- handriti því, sem kallast Eg- ypzka guðspjallið, og skrifað var árið 100 eða þar um bil. Þá fyrst, er við höfðum grand- skoðað þetta koptiska handrit, leyfðum við okkur að setjast að okkar venjulegu miðnætur- drykkju hjá arninum. „Fæstir lögreglumenn," sagði Tegg, „hafa til að bera nokkuð, gem okkur vísinda- mönnum er gefið — og það stafar af því, hve vel þeir eru að sér í sinni mennt: Þeir þekkja ekki tortryggnina. Að óreyndu ætla þeir hverjum þeim gott sem ekki er kominn á svartan lista, og einmitt þess vegna ganga nú margir menn lausir, sem hafa unnið til þess bæði frá lagalegu og siðferðislegu sjónarmiði, að fá að sitja bak við járngrindur Mundir þú t.d. trúa því. .. . “ 1 þessu hringdi síminn og Tegg varð að bregða sér frá, inn í næsta herbergi. Ég skildi ekki hver gat ver- ið að hringja klukkan tíu að kvöldi, því Tegg umgekkst fóik ákaflega lítið og stund- um liðu dagar svo að aldrei var hringt. Ég fór að hlera. Ég heyrði rödd prófessors- ins mjög óglöggt gegnum lok- aðar dymar, en þó heyrði ég hann nefna nafnið Burke og síðustu orðin: „Já, komdu fyrir hvem mun. Hér er eng- inn nema aðstoðarmaður minn og þið hafið víst aldrei sézt.“ Svo kom Tegg inn aftur. „Það var kunningi okkar Burke lögreglustjóri, sem hringdi," sagði Tegg. „Hann kemur rétt bráðum hingað. Elf þú vilt, máttu gjarnan vera kyrr og hlusta á það sem hann hefur fram að færa. Ég hef reyndar komizt að því að þú hefur dulda ást á leyni- lögreglufræðum, og ég gizka á að þér þyki gaman að sjá hve halloka ég fer fyrir hon- um.“ ,JIalIoka? Hvað áttu við,“ sagði ég. „Já, sjáðu til, við Burke erum vægast sagt ekki á sama máli, hvað áhrærir sálarlíf glæpamanna," svaraði Tegg. „Ég fyrir mitt leyti fullyrði, að lögreglumönnum hætti til að vanmeta vitsmuni glæpa- manna, en Burke stendur á ]>vi . fastara en. fótunum, að þessi sérvitringur, sem hann kallar mig, vilji láta svo heita, að. hverskyns smáglæp- ir, hnupl og þessháttar, beri vott um afburðagáfur eins og t.d. hjá dr. Nicola og pró- fessor Moriarty. Og nú segir Burke, að hann hafi fengið afbragðsvitnisburð um það hve nautheimskir glæpamenn séu. Burke lögreglustjóri var varla setztur að viskíblönd- unni sinni þegar hann tók til máls sigri hrósandi: „Nú eiga gómför að vera orðin ónýt plögg til að koma upp um glæpamenn, fyrst all- ir geta fengið vitneskju um málið í hverju glæpariti." „Aldrei hef ég talað með lítilsvirðingu um aið ágæta kerfi Sir Edwards Henrys,“ sagði Tegg varlega. „Ég hef aðeins haldið því fram, að ó- líklegt sé að glæpamaður, sem hefur verið sakfelldur á vitn- isburði gómfara sinna, láti það henda sig í annað sinn, að skilja eftir sig gómför þar sem þau geta orðið til þess að setja blett á mannorð hans.“ „Já, en það er ekki liðinn klukkutími síðan ég fékk fagran vitnisburð um hið gagnstæða," sagði Burke og sauð í honum kætin. „Þá held ég sakamaðurinn sé ekki með réttu ráði,“ sagði Tegg. „Hann hefur verið hjá lækni til geðrannsóknar hvað eftir annað. Hann er raunar sál- siúkur og einn af þeim, sem Jmfur séð fífil sinn fegri. En nú skal ég segja þér alla sög- una, og geturðu þá sjálfur dæmt um hvað satt kann að vera. — Þekkir þ . Anthony Blenkinson ?“ „Áttu við bókasafnarann ?“ spurði Tegg. „Já, listaverkasafnarann bókamanninn og smrtlistar- manninn Anthony Blenkin- son.“ „Svartlistarmanninn? Já, ég man það núna, að ég hef séð eitthvað af tréskurðarmynd- um hjá honum í Covent Gar- den listasafni, þetta eru ákaf- lega vandlega gerðar, en al- gerlega ólistrænar myndir,“ sagði Tegg. „Nú, það er ekki víst að það komi málinu mikið við hvort maðurinn er mikill eða lítill listamaður," sagði Burke. „Aðalatriðið í þessu sambandi er það, að hann er vellríkur, og á — eða réttara sagt átti — dýrmætt safn af handrit- um Dickens." „Það er mér kunnugt um," sagði Tegg. „Ég las um þetta grein fyrir ári, og það var enginn vafi á því, að þetta voru ómetanlegir dýrgripir." „Þeim var stolið í kvöld, og hálftíma síðar vorum við búnir að ná í sökudólginn,“ Burke reyndi árangurslaust að láta líta svo út sem hann væri ekkert montinn af þessu. „Leyfðu okkur að heyra nánar um þetta," sagði Tegg. „Já, fyrir hálfu öðru ári réð ÍBlenkinson mann að nafni William Carter í þjónustu sína, launaði hann vel og lét hann eiga góða daga, þó, að •hann ‘‘ vissi að þrjótnum hefði verið hegnt fyrir að stela úr ljósmyndastofunni þar sem hann vann áður. Enda leið ekki nema hálfur mánuðuhr . ekki nema hálfur mánuður þar til Blenkinson fór að sakna ýmissa verðmætra hluta, og þá sneri hann sér til okkar. Við fundum gómför Williams Carters hingað og þangað í stofum Blenkinsons, og síðan fundum við þýfið þar sem hann hafði falið það. Fyrir þetta fékk William Carter fjórtán mánaða fang- elsi, og má það ekki kallast harður dómur með tilliti til þess að þetta var ekki fyrsta refsing, en dómaranum fannst sem hann hefði verið í mikilli freistni, þar sem hann hafði óhindrað aðgang að húsinu, en ekkert af því, sem hann hafði tekið, hafði hann falið í læstri hirzlu.“ „Manstu hvað það var sem hann tók?‘ spurði Tegg. „Ekki fyrir víst,“ svaraði Burke. „Það voru víst fáein- ar silfurskeiðar, nokkrar flík- ur og ýmsir smáhlutir — ekki neitt af verðmætum dýrgrip- um, en ef þú vilt, skal ég finna listann yfir þetta.“ Hann þagnaði snöggvast, og bætti svo við: „Segðu mér nú satt, heldurðu að einhver dul- arfullur „herra X“ hafi verið við þetta riðinn, og að Willi- am Carter sé saklaus maður, sem er hafður fyrir rangri sök? Því er til að svara, að í hið fyrra sinn, er hann var gripinn, þá sást til hans, en hann var þá að brjótast inn í Charing Cross Road, þar sem hann vann.“ „Engin gómför í það skipt- ið?" „Nei, ekki þá, en í næsta skipti, og næst þar á eft:r.“ „Og þú heldiir því fram að William Carter sé með fullu viti ?“ „Ég held ekkert um það, en hinsvegar er engin leið að telja hann vanvita.“ „Já, er það ekki auðséð, fyrst maðurinn skilur eftir gómför hvar sem því verður við komið,“ sagði Tegg. „Er það nú ekki orðum aukið, að hann hafi skilið þau eftir hvar sem því varð við komið, en raunar fundum við ágætt far af þumalfingri á fægðu mahóníborðplötunni á skrifborði Blenkinsons. Anth- ony Blenkinson kom heim rétt áður en klukkan var átta, og varð þá undir eins var við þjófnaðinn, og við sáum þeg- ar í stað, að Carter, sem átti heima örskammt frá, háfði komizt inn með því að brjóta rúðu í hurðinni út að garð- inum, og síðan farið rakleitt inn í skrifstofu Blenkinsons, háttum kunnugur — síðan braut hann upp skrifborð hús- ráðanda, og tók þaðan öll handrit, frumútgáfuna af Dickens, „Tales“ eftir Poe, tvær raderingar eftir Rem- brandt, og líklega fleiri hluti, sem við áttum okkur betur á þegar Blenkinson er búinn að fara gegnum skrá sína yfir bækur og muni.“ „Þið funduð þá ekki þýfið hjá William Carter?“ spurði Tegg. „Nei, auðvitað hafði hann vit á að fela það,“ svaraði Burke, „en það getur ekki liðið á löngu fyrr en hann segir til þess, eða þá að við leitum sjálfir.“ „Gaman þætti mér að fá að • kynnast Anthony Blenkin- son,“ sagði Tegg. „Það ætti ekki að vera vandi,“ sagði Burke. „Okkur talaðist svo til að hann kæmi á lögreglustöðina klukkan hálf tólf með listann yfir það sem stolið var. Ef við finnum þetta ekki næstu daga verður vátryggingarfélagið að koma til aðstoðar.“ „Hvenær áttuð þið að hitt- ast?“ spurði Tegg. „Já, hvað er nú klukkan?“ spurði Burke. „Korter yfir ellefu. Hann hélt. að hann gæti komið klukkan tólf. Það tekur tíma að fara yfir þessa löngu skrá. Og við verðum að vinna verkið gaumgæfilega, því listinn á að koma í Lög- birtingablaðinu, þó að þetta séu gripir, sem enginn kaup- ir nema þá þjófsnautar á meginlandinu, auk þess sem svo kann að vera að þetta megi selja í Bandaríkjunum.“ „Þá höfum við nægan tíma,“ sagði Tegg. „Ég sting upp á því að við hringjum til Blen- kinson, og biðjum hann um að mega koma til hans í stað þess að hann komi hingað. Ég vil heldur tala við hann þar sem hann er öllum hnút- um kunnugur." „Þú ert þó ekki smeykur um að hann hafi ekki hreint mjöl í pokanum? Æ, alltaf skaltu þurfa að reyna að heimfæra allt upp á heimspek- ina þína um sálarlíf glæpa- manna,“ sagði Burke hálf ön- ugur. „Ja, allur er varinn góður,“ sagði Tegg. „Hefurðu annars gefið þér nokkurn tíma til að athuga hvernig fjárreiðum hans er háttað?" „Jú, eins vel og möguleiki er á svona um hánótt. Ég held þetta sé allt í lagi, en þó fékk hann revqdar mikla hækkun á núna á dög- Framhald á 9. síðu. SMÁSAGA EFTIR TAGE LA COUR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.