Þjóðviljinn - 14.03.1965, Síða 9

Þjóðviljinn - 14.03.1965, Síða 9
Sunnudagur 14. marz 1965 ÞJðÐVILIINN SlÐA 0 FUCLAR Á ENGLANDI Pramhald aí 4. síðu. unum. Viltu leyfa mér að. hringja? Ég ætla að spyrja hann hvort við megum ekki koma heim til hans í Kensing- ton.“ „Gerðu svo vel,“ sagði Tegg. „Ætli það mundi nokkru spilla þó þú hringdir líka til gómasérfræðinganna þinna og bæðir þá að líta ofurlítið nán- ar á „þumalfingursgómfar" Carters í srnásjá." Sjaldan hef ég séð jafn vistlegt og veglegt heimili, sem bústað Anthony Blenkin- sons í einbýlishúsahverfi þvi í Kensington, þar sem skrúð- garður fylgdi hverju húsi. Það lýsti sér í öllu að mað- urinn var connaisseur og eng- inn efi á því að honum þótti afar vænt um dýrgripi sína. Hann bað okkur að setjast, meðan hann væri að ganga frá listanum, og bauð okkur í staupinu, en það þáðum við ekki. Tegg prófessor stytti sér stundir með því að skoða sig um í lestrarsalnum, en í hill- unum blöstu við sjónum fimm til sex þúsund bindi, gyllt i sniðum. Burke horfði með at- hygli upp í loftið, en ég fylgd- ist með athugun bókasafnar- ans á þessum sjaldgæfu og dýrmætu bókum. „Það er sannarlega mjög gott eintak sem þér eigið af „British Birds“ eftir Thomas Bewicks," sagði Tegg með aðdáun. „Já, hann var fram- úrskarandi snillingur á tré- skurð.“ ..Enginn hefur komizt fram úr honum,“ sagði Anthony Blenkinson og leit upp úr verki síþu. „Það hefði verið aumt að sjá bókagerðina á þessum hundrað og fimmtíu árum,' 'sem liðu frá dauða hans og þangað til menn fundu góða, vélræna aðferð til að prenta eftir myndum, ef snilligáfu hans hefði ekki notið við.“ Tegg blaðaði í öðru bind- inu. Svo sagði hann. ,Hér er það lifandi komið. Það er fróð- legt að sjá allar þessar litlu aukamyndir, sem ekki koma efninu neitt við, en Bewick þótt svo gaman að hafa til prýði á þessum strangvis- indalegu náttúrufræðibókum. Hér má t.d. sjá hvernig hann hefur farið að við að skera nákvæmt út gómfarið á þumal- fingri síns sjálfs í hið harða buxbomtré. Þetta er aðdáan- lega vel gert.“ „Æ, ekki veit ég hvort þetta má teljast með hinu bezta, sem hann hefur gert,“ sagði Blenkinson. Svo stóð hann upp og tók litla tré- skurðarmynd út úr hulstri. „Sko,“ sagði hann, „þetta gerði ég sjálfur. Þetta er kuf- ungur af snigli, gerður af mestu nákvæmni. Þetta er mest komið undir kunnáttu og handlagni.“ Lögreglustiórinn varð allut að auga og eyra. „Haldið þér, að þér hefðuð lika aetað skorið íómfar vð- ar, eða einhvers annars í tré ?“ „Það efast ég ekki um. en ég hef aldrei reynt það.“ Allt í einu roðnaði Anthony Blen- kinson upp í hársrætur. „Seg- ið þér mér.ieruð þér að beinn til mín einhverskonar aðdrótt- un um það, að ég muni siálf ur hafa útbúið gómför Willi- ams Carters?" og var nú reiðihljómur í röddinni. „Fyrst um sinn ætla ég ekk’ að drótta neinu að vður." sagði Burke .en mio tanea’ til að fá að hringja á tækni deildina okkar, til þess að fá að vita hvað orðið hefur uppi á teningnum við þessa rann- sókn, sem ég stend að og nú ætti að vera lokið.“ „Gerið þér svo vel,“ sagði Blenkinson þurrlega. Ég skal setja í samband í dagstofunni svo þér getið talað án þess nokkur heyri til.“ Burke gekk nú inn í dag- stofuna fullur áhuga ,en ég hálfskammaðist mín. Tegg sýndist vera alveg rólegur, þó svona leiðinlega hefði spunn- izt úr samtalinu, og hann sagði eins og ekkert væri: „1 rauninni vorkenni ég þessum William Carter.“ „Finnst yður honum vera það vorkunn að ég skuli hafa gert tilraun til að koma sök- inni á hann,“ sagði Blenkin- son snöggur í bragði. ,,Við skulum hinkra við og sjá hvað lögreglustjórinn hef- ur að segja þegar hann kem- ur aftur,“ sagði Tegg hóg- værlega. „Hvað haldið þér um William Carter?“ „Að óreyndu vil ég ekki ætla neinum illt,“ sagði Blen- kinson með raddblæ, sem gaf til kynna, að hið sama yrði ekki sagt um Algeron Burke og Paul Tegg. „Þessvegna réð ég hann til mín til að annast hitt og þetta, þó að ég vissi, að hann hafði komizt undir mannahendur tvisvar. Hann var duglegur og samvizku- samur og kunni vel til verka, og var mér hinn nýtasti að- stoðarmaður við mín daglegu störf.“ 1 þessu opnuðust dyrnar og Burke kom inn sigri hrósandi á svip. - - ,Já, það þarf víst ekki að því að spyrja, hvað sérfræð- ingamir sögðu," sagði Tegg. „Nei, gómfarið var falsað,“ sagði Burke. „En það var gróflega vel gert.“ „Á þetta að þýða það, að ég sé grunaður?" sagði Blen- kinson stillilega. „Auðvitað getið þér tekið mig fastan, en það get .ég fullvissað yður um, að það skal verða yður dýrt, þegar hið sanna kemur upp .... og það verður hæf- ari maður en þér eruð, sem þá uppgötvun gerir.“ „Getið þér ekýrt fyrir mér, herra Blenkinson, hvað inn- brotsþjófi geti gengið til að skilja eftir falsaða eftirlík- ingu á gómfari sínu á staðn- um þar sem afbrotið var framið ?“ „Ég hef ekkert annað um þetta að segja, en að það sé skylda yðar að hafa upp á sakamanninum og ‘ mín að forðast að verða brotlegurvið lögin. Og það hef ég gert, þangað til þér hafið sannað ■ hið gagnstæða," sagði Blen- kinson. „Hlustið þið snöggvast á mig,“ sagði Tegg. „Hvaða orðalag var á greinargerðinni frá gómfaradeildinni ? Gátu þeir nokkuð um það, hvernig farið hefði verið að því að framkvæma fölsunina?“ Burke varð orðfall. Tegg hélt áfram: „Leyfið mér þá í staðinn að svara spumingunni, sem þú barst fram við herra Blenkinson. ,Hvað gæti innbrotsþjófi gengið til að skilja eftir fals- að gómfar á staðnum, þar sem þjófnaðurinn var fram- inn? Svarið er ákaflega ein- falt; þetta væri hin fullkomn- asta fjarvistarsönnun, sem hugsazt gæti; Wjlliam Carter er ekki sauðheimskur atvinnu- glæpamaður, heldur bráðgáf- aður, sálsjúkur maður, fyrr- verandi ljósmyndasmiður, og auðvitað var honum kunnugt um það bragð að færa gómfar ,með aðstoð ljósmyndatækni yfir á þunna himnu, sem límd er svo á gúmmíhanzka. Hann hefur vafalaust verið búinn að hugsa sér þetta lengi, eða síðan hann kom í þetta hús.“ Burke var orðinn vandræða- legur á svipinn. „Já, sagði hann og sneri sér að Anthony Blenkinson, „það er víst enginn efi á því að Tegg prófessor hefur rétt fyrir sér — þvi er hann van- astur, skollinn eigi það, og ég hlýt að biðja yður afsökunar skilmálalaust, herra Blenkin- son.“ ,j2g tek því,“ sagði Blen- kinson sáttfús, og hélt áfram: „Ég skil samt ekki hvernig þér farið að því að sanna, að William Carter sé sökudólg- urinn. Ég veit manna bezt, að það er enginn leikur að falsa gómfar svo að sérfræðingar sjái það ekki.“ „Gott og vel, við fundum dálítið af ljósmyndatækjum, þegar við rannsökuðum her bergi Carters. .. . “ sagði Burke efablandinn. „Jæja, hélduð þér að ekki væri unnt að búa til fölsuð gómför þannig að lögreglan gæti ekki fundið fölsunina, herra Blenkinson ?“ sagði Tegg. „Já, það er víst al- mennt álitið, og ég er ekki viss um að lögreglan kæri sig um að afsanna þá trú. Ég er viss um,“ sagði hann og sneri sér að Burke, „að William Carter hefur haldið þetta sjálfur... .Ef þú vildir nú láta sem lögreglan væri of- urlítið heimskari, en hún er í rauninni — já, þetta er að- eins persónuleg tillaga mín — og staðhæfðir við William Carter, að gómför hans hafi verið ófölsuð — þá gizka ég á að ykkur takist að fá hann til að játa, áður en hann kem- ur fyrir rétt með slyngan lög- fræðing til aðstoðar.“ Prófessor Tegg reyndist að hafa rétt fyrir sér eins og áður, en Algerson Burke hef- ur aldrei gert neitt uppskátt um það, hvort hann hafi not- að sér þá „persónulégu“ til- lögu. TAORMIN A Frásra n ^bvottur NÝJA ÞVOTTAH0SIÐ Framhald af 7. síðu. svo fögur. Aldrei meir, ó, ó. Síðan reis hún virðulega á fæt- ur og dró hinn viktorianska hattprjón úr fjólubláum hár- hnútnum, stillti sig um að brosa beisklega að hinum mein- legu örlögum, svipur hennar var heiður einsog þejs sem hefur loksins hlotið frið eftir storma og andstreymi í lífsins táradal þar sem margt, ó svo margt hlýtur að ganga á móti í lífsins táradal. Með styrkri hendi rak hún prjóninn í sitt vesalings litla þreytta hjarta. Allir risu á fætur einsog þegar hið leifturhvassa nautshorn kemur í nára nautabananum og hann er hafinn upp á þessu homi og örlögin kasta honum til jarðar þar sem honum blæðir út á gulum sandinum eða á bláklaeddum herðum hjálparmannanna eða á hvítu borði læknastofunnar eða ... Áhorfendur allir sem einn segja: ohhhhh .... — 6 — Allir hafa heyrt talað um Mafíuna, hina öflugu glæpa- mannahreyfingu sem hefur það vald sem hún vill á Sikil- ey, svo hefur verið lengi. Og þessi hreyfing teygir klærnar alla leið yfir Atlantshafið. í Bandaríkjunum drottnar hún i undirheimunum. Heitir það ekki Cosa Nostra þar: okkar hlutur? Víða á Sikiley eru menn sem eru kallaðir Ameríkanamir og eru Sikileyingar sem hafa far- ið til Bandaríkjanna og komið aftur og eru alveg jafn ítalsk- ir og hinir nema þeir hafa séð Frelsisstyttuna þó þeir séu kannski búnir að gleyma henni Hvur er þessi stóra stelpa? sagði Eggert Stefánsson, hann sigldi með íslenzku skipi til Bandaríkjanna. Fátæktin á Sikiley er svo sár að Aldous Huxley segir um milljónaborgina Palermo að þár ríki ásisk' fátækt. Norðan álfubúa þykir hann vera kom- inn í allt aðra heimsálfu, að vísu hefur hann væntanlega fengið forsmekkinn í Napóli ef hann hefur farið þá leiðina; víðast er stöðugt atvinnuleysi, þorri manna heyr látlaust stríð við hungrið. Flestir eru ólæsir og óskrifandi o;g i greipum hjátrúar, kirkjuvalds og fá- fræði; gríðarmikil landsvæði eru í eigu fárra sem beita fyrir sig Mafíunni til að berja niður allar tilraunir til að leysa al- þýðu úr viðjum og vekja hið snauða fólk til að sameinast og heimta sinn rétt, réttlæti. Þó hefur Mafían ekki getað hindrað að vinstri flokkar hafa vaxið á síðari árum, margt hefur verið reynt til þess að skelfa talsmenn þessa fátæka fólks, verkalýðsleiðtogar myrt- ir; einn Ijótasti blettur á glæpamannaforingjanum Giuli- ano var þegar menn hans skutu af vélbyssum á múg manna sem hafði safnazt sam- an í fjallaskarðinu Portella di Ginestra á hátíðasamkomu sem kommúnistaflokkurinn stóð fyrir; í mannfjöldanum voru böm. konur, karlar úr þorp- unum beggja vegna. Það var 1. maíhátíð. Bændumir komu í skreyttum asnakerrum í spari- fötunum; hljóðfærasláttur, múl- dýrin og asnamir voru fjöðr- um prýddir, bömin léku sér, rauðir fánar. Skyndilega rigndi kúlunum ofan yfir fólkið; lítil stúlka klappaði saman lófun- um, hún hélt að væri að byrja flugeldasýning, svo fór kúla gegnum hægri höndina á henni. Fjórtán ára drengur varð fyr- ir skoti, faðir hans sagði frá því: Þegar ég sá son minn falla tók ég hann í fang mér. í hel- stríðinu ríghélt hann um háls- inn á mér Allt i kringum mig féllu menn en ég var að reyna að finna skjól fyrir son minn sem var þegar dáinn í faðmi mínum, og fyrir hinn litla son- inn minn sem ríghélt í mig í skelfingu. Tólf ára drengur lá deyjandi á asnakerru: ég er að deyja, mamma, sagði hann: hvað hef ég eiginlega gert? Aí hverju skutu þeir mig? f Taorminu getur ferða- maðurinn lifað í vellystingum án þess að verða var við eymd- ina. Hann fyllir lungun af hinu hreina lofti og verður léttur og upphafinn, augu hans drekka fegurðina. Hann situr við torgið á svölunum og skyggnist yfir flóann þar sem Messína er horfin í mistur, og sér hvitt skip með gulan stromp sigla til meginlandsins; hins- vegar er Katanía í mistrinu við Etnurætur, uppeftir Etnuhlið- um er byggðin þétt þar sem hraunið hefur runnið ótal sinn- um, þaðan koma dýrleg vín úr þrúgum jem vaxa upp úr frjó- um öskublöndnum jarðvegin- um; snjór fvrir ofan, og síðan himinninn alltaf blár. SKODA 1202 LANGÓDÝRASTI 6-MANNA BÍLLINN # ÁGÆTT FARÞEGARÝMI. MIKIÐ FARANGURSRYMI — 650 KG. & HÁR YFIR VEG — 16 ÞUML. FELGUR. # KRAFTMIKILL OG SPARNEYTINN. 47 HESTÖFL — EYÐSLA 8,5 LÍTRAR pr. 100 km. • 1202 er ágætur fjölskyldubfll, og einnig rnjög hentugur fyrir iðnaðarmenn, bændur og verzlu narfyrirtæki! SÍÐASTA SENDING SELDIST UPP! TRYGGID YÐUR BÍL FYRIR SUMARIÐ STRAX! Sýningarbfll við Vonarstræti 12. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Vonarstræti 12 — Sími 21981. i 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.