Þjóðviljinn - 26.03.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.03.1965, Blaðsíða 1
DIDÐVUIINN Fostndagttr 26. marz [1965 — 30. árgangur — .71. tölublað. Hafísinn feppir siglingar norZur: 2 SKIPINNILOKUÐ Á NORÐURLANDSHÖFNUM ly Eins og frá var skýrt í blaðima í gær eru siglingaleiðir nú -algerlega lokaðar til Norðurlands, bæði fyrir Horn og Langanes. Eru tvö skip lokuð inni á hofnum fyrir norðan, Herðubreið á Húsavík og Stapafell á Siglufirði. Þá hafa nokkur skip sem áttu að fara með vörur á Norðurlandshafn- ir orðið frá að hverfa og verður að skipa vörunum upp ann- ars staðar og breyta áætlun þeirra. Þjóðviljinn átti í gær tal við Guðjón Teitsson forstjóra Skipa- útgerðar ríkisins. Skýrði hann svo frá að Herðubreið hefði í fyrradag reynt að komast fyrir Langanes, en orðið að snúa við og komizt við illan leik iál Húsa- víkur. Skjaldbreið er nú á Breiða- fjarðarhöfnum og Esja á Vest- fjörðum og áttu þær báðar að fara norður fyrir land næstu ferð samkvæmt áæthm. 1 þess stað verða þær báðar sendar austur fyrir. Tekur Skjaldbreið vörur á suðurhafnir Austfjarða en Esja mun fara eins langt norður og fært er. Blaðið átti einnig tal við Hjört Hjartar forstjóra Skipadeildar SlS og sagði hann að Stapafell væri lokað inni á Siglufirði. Þá eru tvö skip, félagsins á Aust- fjörðum; písarfell á Djúpavogi og leiguskipið Petrell á Fá- skrúðsfirði, og átfeu þau bæði að fara norður fyrir land, en áætl- un þeirra verður að brejrta vegna íssins og skipa vörunum á land annars staðar. Þá sendi Eimskipafélagið Þjóð- virjanum fréttatilkynningu í gær og segir þar m.a. svo: Bakkafoss fór frá Reykjavík um s.L- helgi austur um land með allmikið magn af vörum til hafna á Austur- og Norðurlandi. 1 skip- inu eru núna um 600 tonn af varningi til Raufarhafnar, Akur- eyrar og Siglufjarðar og tekur það vörumagn upp nálega hehn- ing . af lestarrými skipsins. Sökum þess að siglingaleið til Norðurlands er ófær og hætta er á þvi að firðir á Ausfcurlandi fyllist,af. ís, var ;ekki talið ráð- legt að Bakkafoss lægi á Aust- fjarðahðfnumi og því ákyeðið í gærkvöld að taka í land á Reyð- arfirði þau stóru stykki, sem stóðu á þilfari skipsins og sigla Framhald á 9. síðu Rúðstefna ASÍ um kjara- málin hefst í dag kh 2 Ráðstefna Alþýðusambandsins um kjaramál hefst í dag, kl. 2 e.h. í Lindarbæ, niðrt Saekja ráðstefnuna um 70 fulltrúar launþegasamtaka innan Alþýðu- sambandsins, fulltrúar sérsambanda og fjórðungssambanda og ein- stakra f élaga sem ekki eru í neinu sérsambandanna. Viðfangsefni ráðstefnunnar er viðhorfið í kjaramálum vegna samn- inganna sem framundan eru og þær breytingar sem verkalýðshreyf- ingin telur að gera þurfi á núgildandi samningum. Ennfremur mun rætt um hvernig skuli staðið að samningsgerðinni. f dag verður flutt framsaga um kjaramálin og að henni lokinni hef jast umræður um þau mál. Nefndir munu f jalla um einstök at- riði og mál milli umræðna. Ráðstefnan heldur svo áfram á morgun, laugardag, og er gert ráð fyrir að henni ljúki þann dag. Geir Gunnarsson gagnrýnir sinnuleysi stjórnarvaldanna Oréttlátt ai ætla Kópavogi einum að greiða vegabætur yfir hálsinn ¦ .Við umræður í gær um vegaáætlun iil ársins 1968 tók Geir Gunnarsson til máls og gerði grein fyrir afstöðu Alþýðubandalagsins í vegamálunum, en Al- þýðubandalagið stóð að minnihlutaáliti um málið ásamt Framsóknarfl. og er greint frá því annars staðár í blaðinu. ¦ I fyrstu ræddi Geir um vegaáœtlunina almennt en vék síðan að vegamálum Kópavogskaupstaðar, vegin- um yfir hálsinn í gegnum kaupstaðínn suður f Hafnar- f jörð og á Suðurnes, en sem kunnugt er er þar ríkjandi eitt hið mesta umferðaröng- þveiti, sem þekkist á landinu. Geir Gunnarsson benti á það að með nýju. vegalögunum hefði bæjarfélögunum verið ætlað að taka á sig framkvæmdir, sem áður heyrðu undir Vegagerð rík- isins. Jafnframt hefði frumvarp- ið til nýrra vegalaga gert ráð fyrir, að kaupstaðir og kauptún fengju 12% af tekjum vegasjóðs til framkvæmda við þjóðvegi, sem lægju í gegnum viðkomandi kauptún og kaupstaði, en þó skyldi 10% af þeirri upphæð haldið eftir til úthlutunar á- kveðinna brýnna verkefna við þjóðvegaspotta í einstökum sveitarfélögum, en sá böggull hefði fylgt skammrifi að sveit- arfélögin áttu ekki að fá slíkt aukafranilag nema á fimm ára fresti. Geir minntist síðan á ummæli sín við umræðurnar um vega- lögin, er hann hélt því fram, að með þessu væri vegagerðin í rauninni að velta af sér yfir á bæjarfélögin í landinu um- ferðaröngþveitinu og ætti þetta sérstaklega við um Kópavog, þar sem helmingur þeirra 15 þús. bíla, sem fara um Kópa- vogsháls á dag ætti ekki sér- stakt erindi í Kópavog. Frumvarpinu hefði hins veg- ar ekki verið breytt við með- ferð þingsins nema að því leyti, að hvert sveitarfélag gæti feng- ið aukaframlagið, þegar þess er talin þörf á hverjum stað. Málarafélag Reykjavík- ur segir upp samningum i,En þetta er algerlega ófuö- nægjandi, sagði Geir, og ég taldi að lögin með þessari breyting- artillögu einni mundu stórtefja framgang á lausn umferðaröng- þveitisins í Kópavogi En sam- göngumálaráðherra var ánægð- ur er hann sagði: Ég held að samgöngumálanefnd hafi hitt nagl^nn á höfuðið og að það verði tæplega betur fyrir mál- um Kópavogskaupstaðar séð að sinni." „Afsökun þeirra sem þannig töluðu í fyrra, er sú, að þeir munu hafa trúað því að það Framhald á 9. síðu Kveður eftír 380 ferðir hingað frá stríðslokum Vm hádegisbilið í gær sigldi ms. Dronning Alexandrine, það gamla og góða farþegaskip Sam- cinaða gufuskipafélagsins danska, í síðasta skipti inn á Reykjavík- tirhiií'iii, en skipið verður svo sem áður hefur verið sagt frá í frétt- um tekið úr notkun að lokinni þessari síðustu ferð og nýrra og stærra skip sett til að annast ls- Iancls- og Færeyjaferðir félags- ins í framtíðinni, ms. Kronprins Olav. „Drottningin" hefur haldið nopi reglulegum ferðum milli ^inmerkur og Islands með við- komu f Færeyjum áratugum saman. Skipið kom í fyrsta skipti til Islands 26. júní 1927 og var síðan á annan áratug í áætlunar- ferðum þessum, kom ekki aðeins til Reykjavíkur heldur hafði og viðkomu á ýmsum höfnum úti á landi. I síðari heimsstyrjöldinni féllu ferðir „Drottningarinnar" hingað niður, en fljótlega eftir stríðslok voru Islands- og Færeyjaferðir hafnar að nýju. Kom skipið í fyrstu ferð sinni hingað eftir stríðið f nóvembermánuði 1945 og síðan eru lslandsferðirnar orðnar um 380 talsins. Farþegar í þessari siðustu Is- landsferð „Drottningarinnar" voru ekki margir, um 25, en ut- an munu halda með skipinu milli 30 og 40 farþegar á mánu- daginn kemur. „Krónprinsinn", arftaki „Drottningarinnar" er væntanlegur í fyrsta skipti til Reykjavíkur miðvikudaginn 14. apríl n.k. Hér dvelst skipið síð- an um kyrrt í fjóra daga, heldur utan til Færeyja og Danmerkur síðari hluta dags hins 17. apríl. Myndin var tekin í Reykjavík- urhöfn í gær, fimmtudag, er ms. Dronning Alexandrine kom til Islands í síðasta sinn. (lijósm. Þjóðv. A. K.) ¦ Á aðalfundi Málarafélags Reykjavíkur, sem haldinn var á þriðjudaginn, voru m. a. rædd kjaramálin og sam- þykkt að segja upp samningi félagsins við atvinnurekend- ur. FH fslands- meistari í handknattleik 1 gærkvöld voru háðir tveir leikir í handknattleiksmeistara- mótinu að Hálogalandi. Fyrri leikurinn var á milli Fram og KR og sigraði KR með 20 mörk- um gegn 15 og kom sá sigur mörgum á óvart. Með þessum úrslitum er FH orðinn sigurveg- ari mótsins og þar með Islands- meistarar og voru þeir óspart hylltir þegar þeir komu til leiks við Ármann f gœrkvöldi. Sá leikur endaði með sigri FH 33:19. Nánar verður sagt frá leikjun- um á íþróttasí'ðunni á morgun. Hér fer á eftir fréttatilkynning um fundinn frá Málarafélaginu: .^Aðalfundur Málarafélags R- víkur var haldinn í Lindarbæ þriðjudaginn 23. marz sl. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og reikningar félagsins voru lesnir upp og samþykktir. Tveir menn úr fráfarandi stjórn, sem lengi höfðu gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið, þeir Leifur Ölafsson varafor- maður og Magnús Stephensen gjaldkeri, báðust undan endur- kosningu. Stjórn- og trúnaðar- mahnaráð I stjórn voru kjörnir: Formaður: Sigursveinn H. J6- hannesson, varaform: Jón D. Jónsson, ritari: Rúnar Ágústs- son, gjaldkeri: Simon Konráðs- son, ritari stjórnar: Kristjám Magnússon. Varastjórn: Ein.ar Kristjánsson og Róbert Gestsson. Trúnaðarmarmaráð: Þorstehin B. Jónsson, Guð- mundur Þ. Bjðrnsson, Laurí Henttinen, J6n 1. Ragnarsson, Framhald á 9. síðu Leikhusmenn á fundi á sunnudag A morgun, Iaugardaginn 21. marz, verður alþjóðlega leikhúss- dagsins minnzt víða um hcim. 1 tilefni dagsins hefur verið gefið út ávarp, sem Þjóðviljinn mun birta í heild á morgun, en annars er helzt að geta fundar sem nokkur hópur leikhúss- manna heldur á sunnudaginn ta skrafs og ráðagerða. Auk leik- hússtjóra mæta á þeim fundi for- menn Bandalags íslenzkra leik- ara, Félags ísl. leikara, Félags leikhstargagnrýnenda, Félags leikara við Þjóðleikhösið, og Félags leikritahöfunda og stjórn- armenn Leikfélags Reykjavíkur. Munu þeir ræða viðhorf í leik- listarmálum á Islandi á fundi sínum á sunnudaginn. VÍSITALA ÓBREYTT T*r Hagstofan hefur reiknað út vísitölu framfærslu- kostnaðar miðað við verðlag 1. marz sJ. og reyndist hún óbreytt 168 stig. Eini vísitöluliður- inn sem hækkaði í fe- brúar var fatnaður og álnavara, úr 169 stigum í 170 stig en sú breyt- ing hefur ekki áhrif á meðalvísitöluna. * Eftir að vísitalan var reiknuð kom hins vegar til framkvæmda hækk- un á öllum landbúnað- arvörum sem mun koma fram f næsta útreikn- ingi. V ¦¦¦¦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.