Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 2
2 SÍÐA Leiðin til frelsisins HÖÐVILJINN Sunnudagur 28. inarz 1963 Framhald af 3. síðu. sem og þá sem fólkið hefur sjálft kosið á lýðræðislegan hátt. Við verðum að berjast óttalaust Ríkisstjórnin bannaði ekki höfðingjum að vera félagar í pólitískum samtökum ef við- komandi voru ekki lýst „nið- urrifssamtök eða andstæð lög- legri stjórn". Afríski Þjóðþingsflokkurinn og friðsamleg andstaða hans hefur kannski gramið ríkis- stjórnina, en hann er ekki nið- urrifsflokkur, þar sem hann leitast ekki við að brjóta niður form rikisvaldsins og tæki, en krefst aðeins að allir hópar í®* þjóðfélaginu skuli standa að stjórn landsms á jafnréttis- grundvelli. Lög og kostir eru sett til þess að draga úr mannlegri reisn — sem er guðsgjöf — en hvort sem einstaklingar eða ríkisvald bera ábyrgð á þeim verður að berjast gegn þeim í sama anda og Pétur postuli barðist gegn ráðamönnum sinna tíma: „Eigum við að hlýða Guði eða mönnum? Enginn getur neitað því að lög og aðstaða þeldökkra í Suður-Afríku lítillækka mann- lega reisn þeirra. Sérhver höfðingi sem stendur í stöðu sinni verður að berjast ótta- laust gegn þessum lítillækk- . andi lögum. Ef ríkisstjórnin ákveður að losa sig við þessa höfðingja, verður hún að setja marga höfðingja af, að öðrum kosti ber hún ábyrgð á því, að þjóð- in setur í hjarta sínu af þá höfðingja, sem ekki taka tillit til þarfa hennar, af ótta við rikisstjórnina. Ríkisstjórnin getur ekki sett höfðingja í svo hörmulega og óheppilega klípu. Ég ákvað persónulega, þar sem ég var mér fullkomlega meðvitandi um ábyrgð mína, að halda áfram baráttunni fyr- ir auknum lýðræðisréttindum og skyldum allra hópa í suð- urafrísku þjóðfélagi. Ég hef tekið upp friðsam- lega andstöðu án valdbeitingar í baráttunni fyrir frelsi, þar sem ég er sannfærður um að það er eina aðferðin, sem er lögleg, nytsöm og ekki bylt- ingarsinnuð og kemur því fólki að gagni sem er svipt öllum stjórnarskrórréttindum til að ná markmiði sínu. Hvort þetta er vitur stefna eða bjánaleg læt ég guð al- Hvað framtíðin ber í skauti sér veit ég ekki. Það getur verið spé, fangelsi, vinnubúðir, hýðingar, brottrekstur, já jafnvel dauðinn sjálfur. Ég bið aðeins guð almáttug- an að halda áfram að styrkja mig, svo engin þessara óhugn- anlegu framtíðarhorfa dragi af mér í baráttunni fyrir landið, sem við elskum, hinu góða nafni Suður-Afríku-sambands- ins, til að gera það að raun- verulegu lýðræðisríki og sönnu sambandi allra kynþátta í landinu. Það eina, sem veldur mér stundum alvarlegum áhyggjum er velferð fjölskyldu minnar, en einnig reyni ég að segja hér í nafni trúar og hlýðni við guðsvilja eins og ég skil hann: „Guð mun sjá fyrir okkur.“ Það er óhjákvæmilegt í bar- áttunni fyrir frelsi, að nokkrir einstaklingar og fjölskyldur fari í fararbroddi og þjáist: Leiðin til frelsis liggur um KROSSINN. Mayibuye. AFRÍKA! AFRÍKA! AFRÍKA! Sjú En-lai heim— sækir Albaníu TIRANA 27/3 — í dag kom forsætisráðherra Kína, Sjú En- lai í opinbera heimsókn til Alb- aníu og fylgir honum almikil nefnd frá Kínverska kommún- istaflokknum. Meðal þeirra sem fögnuðu gestum á flugvellinum var Enver Hodja, leiðtogi alb- anska verklýðsflokksins. H ú s a v í k Pramhald af 1. síðu. |rví býðst, þegar hráefnisskortur er“. Ýmsir ræddu framtiðarlausn á atvinnumálum bæjarins og þá helzt fiskiðnað í einhverri mynd. en jafnframt var bent á, að trygging þyrfti að vera fyrir því, að ríkisstiómin eyðileggði ekki slíkan iðnað með stefnu sinni í verzlunarmálum. Þá voru báðar tillögurnar bomar undir atkvæði og samþykktar sam- hljóða — Þá var kosið í at- vinnumálanefnd af hálfu verka- lýðsfélagsins og hlutu þessir kosningu: Sveinn Júlíusson. Ámi Jónsson oe Þorgerður Þórðar- dóttir. — K.J. -'ASTM4R,- FORD BYÐUR 'AVALT ÞAD BEZTA • • • Hvort sem þér eignist lítinn eða stóran bíl — dýran eða ódýran — þá tryggir FORD gœðin. FORD til Einkaafnota FORD til Leiguaksturs FORD til Sendiferða FORD til Þungaflutninga ► SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG105 - SÍMI22470 Tilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík Samkvæmt 10., 11. og 28. grein heilbrigðissam- þykktar fyrir Reykjavík, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum og að sjá um, að lok séu á sorpílátunum. Umráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt, sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant, verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnulokum, hreinsun eða brottflutningi á rusli, á sinn kostn- að, tilkynni það í síma 12746 eða 13210 Úrgang og rusl skal flytja í sorpeyðingarstöðina á Ártúnshöfða á þeim tíma sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 7.30 — 23.00. Á helgidögum frá kl. 10.00 — 18.00 Hafa ber samráð við starfsmenn stöðvarinnar um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brot- legir í því efni. Reykjavík, 25. marz 1965. Skrifstofur Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2. HREINSUNARDEILD. BOMSUR MEÐ “ SPENNU No. 2—5 kr. 205,00 No. 6—12 kr. 224,00 Öllum vandamönnum og vinum nœr og jjazr sem glöddu mig á allan hátt á áttrceðisafmæli mínu, flyt ég hjartans þakkir. Guð blessi ykkur öll. KRISTÍN ANDRÉSDÓTTIR. Nælonstyrktar gallabuxur í öllum stærðum. Molskinnsbuxur í stærðunum 4 til 16 og m.fl. Mjög hagstætt verð. Verzlunin ö. L. Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu). FERMINGARSKEYTASÍMI ritsímans í Reykjavík er 06 w—*—1■■—■■■■■■■! 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.