Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. marz 1965 ÞIÓÐVILJINN SlÐA 3 MANNRÉTTINDAVIKA ÆSÍ Leiðin til frelsis liggur um Mér hefur verið vikið úr stöðu minni — höfðingja Abase-Makolweni kynþáttarins í Groutville. íbúar Groutville kusu mig í þessa stöðu á lýð- ræðislegan hátt árið 1935, kosningarnar voru löglegar og landstjórinn setti mig í stöðu mína. , Hófsemi Áður en ég varð höfðingi var ég kennari í næstum sautján ár. í u. þ. b. 30 ár hef ég með ákveðni og þolinmæði lagt mig allan fram um að efla þróun og velferð þjóðar minnar og samvinnu við aðra kynþætti í suðurafríkönsku þjóðfélagi. í þessari viðleitni hef ég ætíð fylgt stefnu, sem frjálslynt fólk hefur réttilega talið hófsama. , Hver getur neitað því að ég hef í 30 ár reynt að ná borg- aralegum réttindum og fram- förum fyrir Afríkumemn með því að knýja dyra árangurs- laust; með þolinmæði og hóf- semi knýja dyra sem eru lok- aðar og læstar. Hver er svo árangurinn af margra ára hófsemi minni? Hefur ríkisstjórnin sýnt nokkra gagnkvæma þolinmæði eða hófsemi, hvort heldur Þjóðernissinnar eða United Party? Nei. Þvert á móti höf- um við síðastliðin 30 ár verið hneppt í fjölmargar lagagrein- ar sem skerða réttindi okkar og frelsi, þar til við höfum nú á dögum engin réttindi lengur bókstaflega: Ekki nægilega jörð til að búa á, færra og færra af kvikfénaði, sem er KROSSINN □ Eftir að ríkisstjórn Suður-Afríku hafði svipt Albert Luthuli höfðingjatign í nóvember 1952 gaf hann út eftirfarandi yfirlýsingu. einasta eign okkar; við búum ekki við neitt öryggi á heimil- um okkar, höfum enga reglu- lega vinnu með almennilegum launum, ferðafrelsi okkar hef- ur verið skert með ákvörðun- um um passa, útgöngubönnum, eftirliti með búferlum. í stuttu máli: Á þessum ár- um höfum við verið kúgaðri og kúgaðri til þess að yfirráð hvítra manna yrðu betur tryggð og varðveitt. Nýr andi Það er af þessum orsökum að ég hef í samráði við Af- ríska þjóðþingsflokkinn tekið mér stöðu með þjóð minni í þeim nýja anda sem hvetur hana nú til dáða; í þeim anda er risið djarflega gegn órétt- lætinu, við látum óskir okkar ákveðið í ljós en beitum ekki valdi. Vegna samvinnu minnar við Afríska þjóðþingsflokkinn í þessum nýja anda, sem er heppilega og löglega túlkaður í friðsamlegri andstöðuhreyf- ingu fékk ég úrslitakosti frá ráðherra, sem sér um málefni innfæddra, og veitti hann mér tveggja vikna frest til að velja á milli Afríska þjóðþings- flokksins og höfðingjastöðunn- ar í Groutville. Hann hélt því fram, að sam- vinna mín við Þjóðþingsflokk- inn í friðsamlegri andstöðu spillti þegnskap mínum gagn- vart ríkinu. Eg var þessu ekki og er ekki sammála. Þar sem ég taldi friðsamlega andstöðu án valdbeitingar ekki vera byltingarsinnaða og því tvímælalaust löglega og milda aðferð til áhrifa á stjórnmál fyrir þjóð, sem er svipt öllum stjórnarskrárréttindum og möguleikum til að fullnægja óskum sínum, þá gat ég ekki séð að það væru nokkrar and- stæður milli þessara tveggja máta sem ég var fyrir þjóð minni: höfðingi ættflokksins og stjórnmálaleiðtogi í Þjóð- þingsflokknum. Þjónn þjóðarinnar Ég sá enga ástæðu til að hætta að gegna öðru hvoru starfinu. Fjölmargir frjálslynd- ir og hófsamir Evrópumenn og aðrir, sem ég hef átt samvinnu við um fjölda ára og sem ég vona að geta enn unnið með, telja kannski þessi sjónarmið, sem urðu til þess að mér varð vikið úr stöðu höfðingja, valda sér vonbrigðum og vera heimskuleg. Þetta táknar ekki, að ég fari nú aðrar leiðir, en ég hef „kastað mér út í dýpra vatn“. Ég býð þeim að ganga til sam- starfs við okkur um ótvíræða viljayfirlýsingu okkar um öll lögmæt afrísk málefni og ó- sveigjanlega afstöðu okkar gegn óréttlæti og kúgun. Ég kæri mig ekki að ræða um réttmæti brottvikningar minnar, en vil þó leggja til, að ríkisstjórnin skilgreini stöðu höfðingja, skyldur og réttindi nokkru ljósar en nú er og sjá um að útbreiða þann skiln- ing. Það hefur verið sjónarmið mitt og er, að höfðingi sé fyrst og fremst þjónn þjóðar sinnar. Hann er fulltrúi þjóð- arinnar. Gagnstætt eftirlits- manni um málefni innfæddra er hann hluti af sjálfum kyn- þættinum en ekki héraðsfull- trúi ríkisstjórnarinnar. í ramma laganna getur hann stutt kröfur þjóðar sinnar þó að þær séu ekki ríkisstjórninni að skapi. Hann getur notað alla löglega möguleika til að fá þessum kröfum framgengt. Það er óhugsandi að höfðingj- ar geti unnið kynþáttum sín- um raunverulegt gagn án þess að eiga samvinnu við leiðtoga annarra kynþátta, bæði hina fæddu leiðtoga (höfðingja) Framhald á 2. s£ðu 9 9 S r*1 » 6 t? 8 ALYKTUN AS1 UM KJARAMAL Hér fer á eftir ályktun Kjararáðstefnu ASÍ: „Kjaramálaráðstefna Alþýðusambands íslands hald- in í Reykjavík 26.—27. marz 1965 telur að meginvið- fangsefni verkalýðssamtakanna í sambandi við kjara- samninga á komandi sumri sé það að tryggja verulega aukningu rauntekna á tímaeiningu frá því sem verið hefur, samfara samræmingu og styttingu vinnudags- ins. Er það skoðun ráðstefnunnar að mikill árlegur vöxtur þjóðarframleiðslu, mjög batnandi viðskipta- kjör og tækniframfarir réttlæti fullkomlega slíkar raunhæfar kjarabætur og telur hún einnig að þær séu mögulegar án verðbólguþróunar, enda eru að- gerðir til stöðvunar verðbólgu óhjákvæmilegt skilyrði þess að nýir kjarasamningar í framangreinda átt nái tilgangi sínum. f samræmi við þetta álit sitt lýsir ráðstefnan yfir því, að hún telur óhjákvæmilegt að samningagrund- völlur við atvinnurekendur verði byggður á sameig- inlegum kröfum verkalýðsfélaganna um: 1. Almenna kauphækkun og samræmingu kauptaxta. 2. Styttingu vinnuvikunnar í 44 klst. 3. Vandleg athugun fari fram á aukinni ákvæðis- vinnu og verði henni komið á þar sem hagkvæmt telst. Jafnframt verði tryggt að aukin ákvæðisvinna leiði ekki til óeðlilegs vinnuálags á verkafólk m.a. með því að gengið verði frá heildarsamningum um framkvæmd vinnurannsókna og tryggt að verka- fólk njóti réttmætrar hlutdeildar í framleiðniaukn- ingu. Jafnframt verði teknar upp samningaviðræður við ríkisstjórnina um eftirfarandi: 1. Lækkun útsvara og skatta af lágtekjum og miðl- ungstekjum þannig að þurftartekjur séu almennt útsvars- og skattfrjálsar, skattþrepum verði fjÖlg- að og skattar og útsvör innheimt jafnóðum og tekjur falla til. Jafnframt verði skattar og útsvör á gróðarekstur hækkaðir og ströngu skattaeftirliti framfylgt. 2. Aðgerðir til lækkunar húsnæðiskostnaðar, til að auðvelda fólki að eignast nýjar íbúðir á kostnað- arverði, svo sem aukning bygginga á félagslegum grundvelli, hækkun lána, lenging lánstíma og vaxtalækkun og aðgerðir, sem hindrað gætu hið stórfellda brask, sem nú viðgengst með nýtt hús- næði. 3. Tafarlausar aðgerðir vegna atvinnuleysis, sem ríkt hefur að undanförnu í einstökum landshlutum. 4. Breytingar á lögum um orlof, sem tryggi verkafólki fjögurra vikna orlof og ennfremur breytingar á framkvæmdaákvæðum orlofslaganna sem tryggi raunverulega framkvæmd þeirra. 5. Hverjar þær aðgerðir aðrar, sem þjóna mættu þeim tilgangi að sporna við verðbólguþróun og tryggja betur gildi þeirra kjarasamninga, sem gerðir verða við atvinnurekendur. Ráðstefnan telur rétt að verkalýðsfélögin undirbúi sem fyrst samningageröir sínar en fresti um sinn ákvörðun um hverjar kröfur skulu gerðar um hækk- un kaups að krónutölu, meðan ekki verður séð hversu samningar takast við ríkisstjómina um framangreind málefni, né ráðið verður í, hverjar aðrar aðgerðir hún fyrirhugar í efnahagsmálum, sem kynnu að hafa úr- slitaáhrif á kaupkröfur samtakanna. Ráðstefnan telur nauðsynlegt að sameiginleg nefnd allrar verkalýðshreyfingarinnar annist samningavið- ræður við ríkisstjómina og semþykkir því að kjósa 14 menn til þess starfa. Jafnframt er nefndinni falið það verkefni að vera tengiliður milli starfsgreina- sambandanna og annarra hugsanlegra samninga- hópa verkalýðsfélaganna í væntanlegum samningum og aðgerðum öllum er að þeim lúta, þ. á m. að sam- ræma kaupkröfur þegar það telst tímabært sam- kvæmt framansögðu.“ Lagasetning í Suður-Afríku Markmið allrar lagasetningar í Suður-Afríku hefur annars vegar verið að koma í veg fyrir hvcrs konar blöndun, sem gseti Ieitt til þess að til yrði bjóð, þar sem allir nytu sömu réttinda án tillits til kynþáttar, og hins vegar að halda við aðskilnaði hinna mismunandí kynþátta og þjóðabrota. Þjóð- ernissinnastjórndn gengur að því með oddi og egg að sundra hinum 16 miljónum íbúa til þess að geta setí á stofn stétta- þjóðfélag af gamalkunnugri gerð. Efnahags-, félags-, og menn- ingarlega á þjóðfélagið að verða eins og píramídi, þar sem þeir hvítu tróna efst, Asíumenn í miðjunni og blökkumenn neðst. Hóparnir eiga aldrei að eiga nokkur skipti saman á sviði stjórnmála eða félagsmála, þeir eru skildir hver frá öðrum með lögum og hefðum. Hér er yfirlit yfir nokkur eftirtektarverðustu lögin, sem hafa verið sett síðan 1948: 1 Indverjar fá ekki fulltrúa á þing. Hert er á á- I kvæðum um kosningarétt þeldökkra íbúa. 1 QÆQ Giftingar milli hvítra og ekki-hvítra eru bannað- ■ * ” " ar. Ef stofnað er til slíks hjónabands erlendis verður það ógilt ef hjónin setjast að í Suður-Afríku. Atvinnu- leysisbætur eru aðeins greiddar þeim sem hafa meira en 182 sterlingspund í tekjur á ári. 1 QCAj öllum er skylt að bera passa, þar sem m.a. er I B skráð af hvaða stofni þeir séu. Kommúnista- flokkurinn er bannaður. Náin samskipti hvítra og þeldökkra bönnuð. Komið er upp sérstökum svæðum, þar sem eingöngu sérstakir hópar íbúanna eiga að búa. 195T Þeldökkt fólk er tekið af manntalinu og sett á sérstaka lista, en fólk á þeim fær ekki að kjósa nema hvita fulltrúa. 1 Bantufylki stjórna skipuð yfirvöld en ekki kjörin. >■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 1952 Hýðingar leiddar í lög. Blökkumenn hafa ekki * " rétt til að dvelja lengur en 72 klst. í borgum, ef þeir eru ekki fæddir þar eða hafa fasta vinnu. H Q h M Blökkumenn sviptir verkfallsrétti. Mótstaða eða B # barátta gegn lögum varðar nú allt að fimm ára fangelsi eða 60 þúsund kr. sekt. J OkA Enginn, „sem talinn er kommúnisti” er kjörgeng- ur hvorki á þing né í fylkisstjómir. I pCC Innanríkisráðherrann getur hvenær sem er svipt fólk vegabréfi og þannig hindrað, að það komist úr landi. Apartheid er komið á í samgöngutækjum. Lögreglu er heimilað að drepa þá sem þrjózkast við handtöku eða reyna að flýja úr landi. | Verkalýðshreyfingunni er skipt í verkalýðsfélög » ff hvítra og þeldökkra_ 1957 llökkumönnum er bannaður aðgangur að „hvítum” . kirkjum. Vissum kjmþáttum er neitað um aðgang að kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingahúsum. Hjúkr- unarkonur verða fyrir barðinu á apartheid. 1958 Dauðarefsing tekin upp fyrir innbrot, þjófnað og ólöglega eign vopna. 1 939 Þeldökkum er vísað úr háskólum, sem höfðu til þessa verið öllum opnir. Sérstakir skólar eru stofnaðir fynr þeldökka. 1 stað þess að blökkumenn hafi full- trúa á þingi er „sjálfstjóm” komið á í héruðum þeirra. 1 verksmiðjum á hver kynþáttur að ganga inn um sérstakar dyr, nota sérstakar stimpilklukkur, hafa sérútborgun, sér sjúkrahhjálp, sér vinnufatnað og sér vinnuherbergi. Apartheid er sett á baðströndum. 1961 Hægt er að skipa hverjum sem er að flytja frá heimkynnum sínum ef þjóðin lendir í styrjöld eða hætta er á styrjöld. Varalögreglulið er ráðið. Ákærur gegn ríkisvaldinu eða starfsmönnum þess ekki teknar til greina fyr- ir nokkrum dómstóli. | 9qí? Skemmdarverkalögin sett. Lágmarksrefsing fyrir skemmdarstörf er fimm ára fangelsi og dauða- refsing kemur til greina. Einnig er hægt að dæma fólk í stofufangelsi, dæma það tií að vera undir eftirliti eða ganga úr ákveðnum samtökum og enginn af þessum svonefndu bann- lýstu fbúum hefur rétt til þess að láta skoðanir sínar opinber- lega í Ijósi. Sex mánaða fangelsi liggur við því að mála slagorð. 1963 Hægt er að kveðja herinn á vettvang til að að- stoða lögregluna ef til óeirða dregur. Hægt er að handtaka hvem sem er án dómsúrskurðar, ef komizt verður að því að viðkomandi sé eitthvað viðriðinn kommúnismann. Þeir sem hafa frá 1950 unnið gegn ríkisstjóminni og fyrir breytingum í landinu eiga yfir höfði sér refsingu sem getur verið frá fimm ára fangelsi og allt upp í dauðadóm. Komið er á eftirliti með blöðum, bókum, kvikmyndum, leikhúsum og sýningum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.