Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 12
— — ■■■■■—■■■nm—M—wimiWB——■■■■■■
Togarí frá A-Þýzkalandi
með 82 manna áhöfn...
Hann var skrambi svalur
þegar við, fréttamaður
og ljósmyndari Þjóðviljans
ásamt leiðsögumanni, gengum
niður á höfn um daginn í
þeim erindum að ganga um
borð í austurþýzka togarann
Walter Dehmel og skoða.
Þarna lá hann svo við Ægis-
garð, utan á honum lá brezk-
ur togari, en aftan. við hann
vesturþýzkur. Þeir voru báðir
á að gizka sex hundruð tonn
og voru eins og reifabörn við
hlið 3000 tonna verksmiðju-
togarans austurþýzka.
Ungur vörpulegur maður
vísaði okkur veginn upp í
brúna, þar sem „kallinn“ var
staddur. Hann heitir Pagel
um fertugt líklega, dökk-
hærður, glaðlegur náungi.
Hann segir okkur frá skipinu,
Walter Dehmel:
Hann var smíðaður í Wol-
gast, skammt frá pólsku
landamaerunum árið 1963.
Hann er útbúinn þannig, að
unnt er að vinna aflann um
borð gera fiskimjöl, lýsi og
fiskiolíur. Við höfum verið á
veiðum einkum við Labrador
og Grænland, en sVo fórum
við einn túr til Vestur-Afr-
íku. Það var nokkurs konar
rannsóknarleiðangur, við at-
huguðum hvort heppilegt
væri að veiða þar á svona
skipi, hvernig veiðarfæri væri
heppilegast að nota o.s.frv.
Túrinn á Labrador og Græn-
land tekur venjulega 60—65
daga en kemst upp í 70—80
daga, í lengsta lagi.
— Vinnið bið að fiskinum
jafnóðum?
— Stundum, en það er
ekki brýn nauðsyn. Við höf-
um nefnilega aðstöðu til að
djúpfrysta fiskinn, svona 25
konur. Við gætum fengið
fleiri konur til starfa en við
teljum þessa vinnu of erfiða
fyrir þær. Vaktir við vinnslu
eru 6 og 6, en annars 4 og
8 klukkustundir. Annars
starfa konumar mikið við
matreiðsluna í eldhúsinu.
Launatryggingin fyrir al-
mennan verkamann eða verka-
konu er 400 mörk á mán-
uði, en venjulega er aflinn
það góður, að launin fara
upp í 1000 mörk. Til viðbót-
ar við launin fær áhöfnin
náttúrlega frítt fæði, svo og
ir, ennfremur skrif eftir
gkipsmenn, greinar og aðrir
smærri þættir.
Nú förum við eftir löngum
gangi og komum loks að hurð
hvar yfir stendur letrað:
Sjúkrahús — sjúkraherbergi.
Við setjum upp spurnarsvip.
Pagel opnar dyrnar og það
leynir sér ekki. Röntgentæki,
lyf í skápum, skurðarborð Qg
inn af er sjúkraherbergi. Pag-
el segir okkur, að þeir hafi
gert hér botnlangauppskurði
og iðulega komi skip til
þeirra úti á rúmsjó með menn
Pagel skipstjóri
ljósmyndara, matarbúrið o.s.
frv. o.s.frv.
En nú er orðið áliðið og
ekki annað vænna en að fara
að þakka fyrir sig og snúa
heim á leið þó svo að allan
daginn hefði verið hægt að
Myndin er tekin í hádeginu í matsal skipsins.
tonn á dag og getum fryst í
geymslu allt að 570 tn. Þegar
svo er komið förum við að
vinna að honum. Eins getum
við kælt verulegt magn með
vatni. Annars hef ég sjálfur
lítið af framleiðslunni að
segja. Ég sé eingöngu um
siglinguna en yfir framleiðsl-
unni er sérmenntaður maður,
„produktions-leiter". I hans
þjónustu eru mun fleiri en
minni. Þó er vitanlega fjöl-
mennt lið, sem starfar á vett-
vangi okkar beggja.
Það eru alls 90, sem eiga
að vera á skipinu, þegar
skipað er í hvert rúm. Nú
eru hérna hins vegar ekki
nema 82 og stafar það af
verkafólksskortinum, sem
segja má að sé almennur i
landi okkar. Við gætum tek-
ið við þrem miljónum út-
lendinaa tii starfa hjá okk-
ur í Austur-Þýzkaiandi.
— Nei, það er ekki erfitt
að manna togarana. Við borg-
um tvöfalt hærri laun á tog-
urunum heldur en á fragt-
skipunum Við teljum það
nauðsynlegt að hlú að sjávar-
útveginum hjá okkur og telj-
um bað bezt gert með því að
launa mannskapinn vel. Enda
fara margir á togarana í eitt
eða tvö ár til að afla sér fjár,
einkum nýgiftir menn og kon-
ur. rem en: að koma fyrir sig
fótunum
— Já, hér um borð eru níu
vinnuföt og ennfremur alla
þjónustu um borð, þvott og
viðgerð á fötum o.s.frv.
að er gjallarhom í brúnni
og nú heyrist: Þeir, sein
ekki tóku peninga í gær, geta
fengið þá núna. — Nei, segir
Pagel og brosir í kampinn.
Þetta er ekki útborgun. Fólk-
ið fær peninga, þegar það
kemur að landi á hverjum
stað, svona eftir því sem það
þarf og á inni.
Innan skamms glymur í
gjallarhorninu á ný: Síðustu
fo.rvöð að koma og fá pen-
inga, og þá heyrist mikill um-
gangur í skipinu. Áhöfnin
hiaðar sér, þvi flestir ætla að
ganga á land og verzla eða
til að tylla sér inn á eitt-
hvert kaffihúsið.
Svo fylgir Pagel okkur um
skipið. Fyrst sýnir hann okk-
ur vistarverur áhafnarinnar.
Þetta eru að vísu engir salir
en öllu haganlega fyrir kom-
ið Fjórar kojur, borð, bækur,
útvarp, öskubakki, spil
Þá göngum við inn í borð-
salinn. — Á veggnum hangir
mynd af Ulbricht.
— Þessi göt eru fyrir geisla
frá kvikmyndavélinni, segir
Pagel og bendir á tvö op í
vegg matsalarins. — Héma
sýnum við kvikmyndir við og
við Þetta er veggblað skips-
ins. Þar eru birtar skipsfrétt-
í nauðum stadda. Meira að
segja vestur-þýzk, bætir hann
við.
Þá förum við inn í aðgerð-
arsalinn, hann er stór eins
og í frystihúsi. Við sjáum
síðan þvottaherbergið, fram-
köllunarherbergi fyrir áhuga-
eyða timanum við að skoða
þetta nýtízkulega skip, sér-
staklega fyrir þann, sem
heyrir það daglega og sér á
prenti, að togarar séu mestu
óhappafleytur og um að gera
að selja þá úr landi fyrir
brotajámsverð. — Sv. G,
... þar af 9 konur
Úr læknineastofuuni.
LANDSHORNA
Nýtt félag stofnað á Alcureyri
AKUREYRI í marz. — Hér var
nýlega stofnað félag í því skyni
að vinna að auknum kynnum
Vestur-Islendinga. Félagar munu
annast móttöku Vestur-lslend-
inga sem heimsækja Akureyri og
nágrenni og veita þeim alla fyr-
irgreiðslu.
1 stjóm félagsins eru: Séra
Benjamín Kristjánsson formað-
ur, Gísli Ölafsson varaformaður,
Ámi Bjamason ritari, Jónas
Thordarson gjaldkeri; séra Pétur
Sigurgeirsson, Jón Rögnvaldsson
og Bjæmi Jónsson meðstjómend-
ur.
Breytingar og endurbætur á
hótel KEA
Akureyri í marz. — Nýlega
var lokið við ýmsar breytingar
og endurbætur á Hótel KEA.
Síðustu breytingamar voru
gerðar á anddyri hótelsins. Þar
verður ein stúlka við afgreiðslu-
störf og símavörzlu og gjaldkeri
sem annast mun uppgjör við
hótelgesti. 1 sambandi við Gilda-
skálann hafa verið gerð sérstðk
snyrtiherbergi og einnig fata-
geymsla.
Teiknistofa SlS gerði allar
teikningar en Dofri h.f. á Akur-
eyri sá um framkvæmdimar.
Hótelstjóri er Ragnar Ragnars-
son.
Togarinn Hafliði landar á Siglufirði
í fyrsta sinn í vetur
Síglufirði, 26/3 — Togarinn
Hafliði landaði hér í gær um
30 tonnum af fiski eftir þriggja
daga veiðitúr. Gat hann lítið
aðhafzt á miðunum vegna íss-
ins. Þetta er í fyrsta sinn í vet-
ur sem Hafliði landar hér á
Siglufirði en hann hefur siglt
með aflann til þessa. Mikill
kuldi hefur verið hér undan-
fama daga og hefur frostið far-
ið allt upp í 19 stig. — KF.
Kyndill komst ekki til Norðfjarðar
Norðfirði 26. marz. — Við sjá-
um mikinn is hér útifyrir og
virðist hann heldur hafa nálg-
azt land í dag. Talsvert íshrafl
hefur rekið inn með Barðsnes-
landinu undanfarna daga og
farið inn í Viðfjörð sem er syðsti
fjörðurinn í Norðfjarðarflóa.
Enginn ís hefur ennþá komið
hingað inn á fjörðinn en greini-
legt er að ef vindur stæði af
hafi mundi fjörðurirm óðara
fyllast af ís.
I gær átti olíuskipið Kyndill
að koma hingað með 500 tonn
af olíu en varð að snúa frá
vegna íssins. I dag reyndi skip-
ið aftur að komast hingað inn
en það mistókst. Sáðgert var
að skipið landaði olíunni á
Eskifirði, en frá því var horfið
vegna yfirvofandi hættu á ísreki
við Reyðarfjörð. Varð skipið þvi
að snúa aftur til Réykjavíkur.
Norðfirðingar eiga enn olíubirgð-
ir til eins mánaðar, en þar
sem rafstöðin gengur meira og
minna fyrir olíu vegna vatps-
skorts í Grímsá óg éyðir frá
6 til 10 tonnum á sólarhring
er jafnvel vafasamt, að birgð-
irnar endist í heilan mánrað.
Það eina sem Norðfirðingar ótt-
ast þessa dagana er að olíu-
birgðimar þrjóti — matvæla-
birgðir eru nógar til. — R.S
Togaraaflinn minnkaði og minna
var saltað af síld á tímabilinu
Sl. ár veiddust 350.122 tn. af
bátafiski en 299.716 árið áður.
Togarar veiddu 80.182 tn. árið
1963 en aðeins 65.183 árið 1964.
Samtals fengust á land 544.396
tn. af síld sl. ár en 395.166 tn.
árið áður. Loðnuaflinn dróst
hins vegar saman á þessu tíma-
bili. Hið sama er að segja um
rækju og humar. 1964 voru
veidd 542 tn. af rækju en 648
tn. árið áður. Þó dróst humar-
aflinn enn meira saman eða úr
5.175 tn. 1963 í 2.631 tn. 1964.
Þorskaflinn jókst talsvert á
þessu tímabili eða úr 240.067 tn.
1963 í 280.703 tn. 1964. Ýsuafl-
inn hefur sömuleiðis aukizt
nokkuð. Aflamagn ufsans tvöfald-
aðist. Karfaaflinn minnkaði hins
vegar talsvert á tímabilinu.
Stærsti hluti þorskaflang fór í
frystingu bæði árin og varð lítil
breyting milli ára á magninu,
Samtals fóru 183.849 tn. af
þorski í frystingu árið 1964 en
um 9 þús. tonnum minna árið
áður. Síldin fór mest í bræðslu
eða 468.916 tn. 1964 en 275.593
tn. 1963. Mun minna var saltað
á sl. ári en árið 1963. 76.642 tn.
síldar var saltað 1963 en aðeins
57.298 tn. 1964.
Kiljanskvöld á Seyðisfirði
Seyðisfirði 26. marz. Annan
laugardag verður haldið Kilj-
anskvöld á vegum Leikfélags
Seyðisfjarðar. Sýndur verður
leikþáttur úr íslandsklukkunni
og_ lesið upp úr verkum Kiljans.
íþróttastarfsemi innanhúss
hefur verið mjög öflug í vetur
og fer hún öll fram í sundlaug-
inni Pallur hefur verið settur
yfir laugina og þar eru stundað-
ar frjálsar íþróttir, glíma, á-
haldaleikfimi, badminton og
körfubolti. Norskur þjálfari
dvaldist hér um hálfsmánaðar
skeið í vetur, en hann ferðast
nú um á vegum ÚÍA um Aust-
íirði. — J.S.
Bryggjueigendur ístryggja
bryggjurnar
Seyðisfirði 26. marz. í dag
gekk hitabylgja yfir hér á Seyð-
isfirði. Eftir frosthörkurnar að
undanförnu brá í dag skyndi-
lega til hlýviðris og komst hit-
inn í 2 stig. Þegar frostið var
komið niður í 7 stig, fylltist
fólkið vorhug og hneppti frá sér
úlpunum. Mikill ís er yzt í firð-
inum, aðallega rekís en þó eru
stórir jakar innanum. Enginn
ís er kominn hér inn á höfnina
en bryggjueigendur ætla ekki
að eiga neitt í hættu og ís-
tryggja nú sem óðast bryggjur
sínar.
Gott skautasvell er á ánni og
lóninu og hafa ungir og gamlir
Seyðfirðingar óspart brugðið sér
á skauta að undanförnu. — JjS.
ila. — .T.K.