Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 9
Sunnudagur 28. marz 1965 ÞJðÐVILTINN SÍÐA Þættir úr 800 ára sögu Kaupstefnunnar Framhald af 7. síðu. Sú dýrð stóð þó ekki lengi, og ollu því vinslit Frakka og Rússa. Kaupstefnan í Leipzig rétti þó fljótt við eftir þreng- ingar Napóleonsstyrjaldanna og þegar kemur fram á 19. öldina fer þeim kaupsýslu- mönnum úr öðrum heimsálfum sem leggja þangað leið sína ört fjölgahdi. má þar nefna kaupsýslumenn frá Indlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu . og ;víðar að. Árið 1840 var tala kaupstefnugesta 23 þúsund en íbúatala borgarinnar var þá aðeins rösklega tvöfalt hærri. Vörusýning í stað markaðar A 19. öld breytir Kaupstefn- an í Leipzig smám saman um eðli og svip. Fram að þeim tíma hafði hún fyrst og fremst verið markaður, þ.e.a.s. kaup- mennimir sem komu erlendis .frá fluttii. með sér vörur sínar og seldu þær á staðnum. Eftir því • sem viðskiptin jukust varð þetta óþægilegra í fram- kvæmd og urðu enskir kaup- menn einna fyrstir til þess að taka upp nýja stefnu. 1 stað þess að koma með allar vöru- .birgðimar komu þeir aðeins ' með sýnishom og sömdu siðan á kaupstefnunni við viðskipta- vini sína um kaup og sölu. Tóku aðrir kaupmenn þetta fljótlega upp eftir þeim og á þennan hátt þróaðist Kaup- stefnan smátt og smátt yfir í það að verða hrein vörusýning eins og hún er nú. Þessi þróun olli miklum breytingum og .talsverðri upplausn Kaupstefn- unnar á síðari hluta 19. ald- arinnar en hún stóð þá storma allá af sér. Á síðasta áratug ^aldarinnar var Kaupstefnan endurskipulögð, sýningartím- anum var breytt og hann var styttur og aðrar nauðsynlegar breytingar gerðar í samræmi við kröfur tímans. Þetta bar tUíptlaðau, árangur og í páska- kaupstefnunni árið 1900 tóku Bónum bíla Látið okkur bóna og hreinsa bifreiðina. Opið alla virka daga kl. 8—19. BÓNSTÖÐIN Tryggvagötu 22. S í M I 24113 Sendibílastöðin Borgartúni 21 Fleygið ekkl bókum. KAÚPUM íslenzkar bœkur,enskar, danskar og norskar vssaútgéfubœkur og £sl. ekemmtirit. "’orúbókaver.zlun Kr. Kristjánssonar H-/erfisg.26 Slmi 14179 TIL SÖLU: Einbýlishús rvíbýlip- hús oe fbúðiT af vmsum stærðum i Revkia'^'k Kónavegi og nágrlnni FASTEIGN AS4I.AN Um *** BANKAST’’ t SÍMT 16637 þátt 2317 fyrirtæki í stað að- eins 700 árið 1895. Heimsstyrjöldin fyrri Heimsstyrjöldin 1914 — 1918 olli í fyrstu miklum samdrætti í viðskiptum á Kaupstefnunni í Leipzig. Þannig sýndu aðeins 1501 fyrirtæki vörur sínar á haustsýningunni 1915 í stað 4253 árið áður, og af þeim voru aðeins 5 utan Þýzkalands, Bæ- heims, Austurríkis og Ung- verjalands. Síðustu ár styr.i- aldarinnar breyttist þetta þó aftur í rétta átt. Strax eftir styrjöldina fór þátttaka erlendra kaupsýslu- manna í Kaupstefnunni í Leip- zig ört vaxandi og náði hún hámarki á vorkaupstefnunni 1929 en þá voru þeir 1273 að tölu. Tóku Sovétríkin í fyrsta sinn þátt í Kaupstefnunni ..austið 1921. Á hinn bóginn fór þýzkum fyrirtækjum sem sýndu á Kaupstefpunni mjög fækkandi síðari hluta áratugs- ins 1920—1930. Fyrsta tækni- sýningin var haldin árið 1920 og jókst umfang hennar mjög- næstu árin. Kaupstefnan og nazistar Fljótlega eftir valdatöku nazista í Þýzkalandi tók á nýj- an leik að draga mjög úr þátt- töku erlendra kaupsýslumanna í Kaupstefnunni í Leipzig. A vorkaupstefnunni 1939 var tala þeirra komin niður í 575 og hafði þeim þannig fækkað um meira en helming á 10 árum. Sérstaklega var þá orðin lítil þátttaka frá löndum Austur- Evrópu. Enn sótti að vísu margt manna Kaupstefnuna en hún var ekki lengur tengilið- ur viðskipta milli Austur- og Vestur-Evrópu eins og hún hafði áður verið. Og þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út voru dagar Kaupstefnunnar f Leipzig fljótt taldir. Síðasta kaupstefnan þar um nokkurra ára skeið var haldin haustið 1941. Og nóttina milli 3. og 4. desember 1943 eyðilögðust um 80% bygginga Kaupstefnunnar í loftárásir á Leipzig. Kaup- stefnan sem hafði staðið af sér þrjátíu ára stríðið, Napóleóns- styrjaldimar, fransk-prússn- eska stríðið 1870—1871 og fyrri heimsstyrjöldina 1914—1918 virtist liðin undir lok. Endurreisnin krafta- verk Heimsstyrjöldinni síðari lauk 8. maí 1945. Nokkrir Leipzig- búar snéru sér þegar í stað til yfirmanns bandaríska hers- ins í borginni og báðu hann aðstoöar við að endurreisa Kaupstefnuna en fengu litlar undirtektir. Skömmu síðar tók sovézki herinn við af banda- ríska hemum og snéri Zeign- er yfirborgarstjóri sér þá til hinna nýju heryfirvalda og bað um leyfi til þess að halda kaupstefnu í borginni. Var það leyfi þégar veitt. Dagana 18.—23. október 1945 var haldin í Leipzig sýning á framleiðsluvörum borgarinnar í tveim sýningarhöllum. 751 fyrirtæki tók þátt í sýningunni og hana sóttu um 90 þúsund manns. Þetta var veikur vís- ir að endurreisn Kaupstefn- unnar. Fyrsta alþjóðlega sýningin eftir styrjöldina var haldin 8. maí 1946. I sambandi við und- irbúning hennar þurfti að yfir- stíga afarmikla erfiðleika. Sýningarhallir og skála þurfti að endurreisa úr rústum. Greiðfærar samgöngur við borgina þurfti að tryggja og kaupstefnugestum varð að sjá fyrir fæði og húsnæði. Allt var þetta miklum örðugleikum háð á þessum tíma. En þetta tókst. Fimm sýningarhús í mið- borginni voru notuð undir sýn- inguna og fjórar sýningarhallir fyrir tæknisýninguna auk þess sem sýnt var úti undir beru lofti. Sýningarsvæðið var allt rösklega 26 þúsund fermetrar. Og það sem mest var um vert, sýninguna sóttu gestir frá 16 löndum. Kaupstefnan í Leipzig var aftur orðin alþjóðleg. Alþjóðleg verzl’ unarmiðstöð Hér skal farið fljótt yfir sögu Kaupstefnunnar síðustu tvo áratugina. Allt frá 1946 og þó sérstaklega eftir stofnun Aust- urþýzka alþýðulýðveldisins ár- ið 1949 hefur hún vaxið hröð- um skrefum ár frá ári og er nú orðin að risavöxnu fyrir- tæki. Fyrstu árin eftir styrj- öldina var þátttaka í sýning- unni einkum bundin við sósial- istísku ríkin í Austur-Evrópu er áttu Iangstærstu sýningar- deildimar, og enn setja þau mjög svip sinn á Kaupstefn- una. En nú er svo komið að ekki aðeins Vestur-Evrópu- þjóðiroar heldur og fjölmarg- ar þjóðir úr öllum heimsálfum taka þátt í Kaupstefnunni og fer hlutdeild þeirra ört vax- andi. Leipzig er núorðið ekki aðeins miðstöð viðskipta milli Austurs og Vesturs heldur gegnir hún mikilvægu hluf- verki sem miðstöð heimsvið- skiptanna. Að því efni komum við betur er við fjöllum um afmælissýninguna 28. febrúar til 9. marz s.l. S.V.F. Andhverfar hliðstæður Framhald af 6. síðu. þungt á hjarta. 1 Ríkisútvarp- tnu eru stundum fluttir þættir á því máli, sem koma skal með áframhaldandi hersetu ef fyrir- komið verður þeirri hættulegu „ofvemdun” tungunnar, sem enn tefur fyrir þeirri ákjósan- legu þróun málsins. Vonandi geta þessir þættir hresst upp á sálina í þessum andlegu leið- togum okkar, þyí þótt það mál sem þessir þættir nota sé ekki ennþá orðið almennt mál á Islandi, þrátt fyrir aldarfjórð- ungs hersetu, þá er þetta þó lifandi mál nokkurs hluta ís- lenzkrar æsku. Einnig mættu þeir sér til yndisauka hlusta á texta dæg- urlaganna. T þeim flestum fer saman misþyrming tung- unnar og sú slióvgun hugsunar- innar, sem vfirstéttir hafa ævin- lega viliað1 að einkenndi ein- staklinga undirstéttanna. „Hið greiðasta skeið til að skríl- menna biófl er skemmdir á tungunni að vinna” Trúlega eiga bes°í nvf\ ekki upp á pall- borðiö bté bémermineu okkar lengur Pr' =r vfst engin hætta 4 u’'' ít,,°Tv»kri bró- un tunP-”””” r-”’ði st.aðið fyr- ir brifum með ofvemd. Slíkt er ekki annað en vísvitandi uppvakinn draugur, og aðal- lega stefnt gegn þeim, sem enn berjast fyrir því að halda lífi í íslenzkri tungu, þrátt fyrir allan þann óþverra, sem flæðir yfir menningu okkar. Að bera saman ofverndun bama og fastheldni og rækt við tungu feðranna hefði þótt hláleg samlíking hjá ómenntuðum verkamanni, vægast sagt. Nei, Tíbetum verður ekki tortimt, ekki meðan þjóðin bregzt við hersetu erlends stór- veldis á þann hátt, sem fyrir- lesarinn lýsti í útvaroinu. Skæruliðamir geta fallið fyrir kúlum og sprengjum Kínverja, en það verða hvorki byssur né sprengjur, sem kveða upD úrslitaorðið um það, hvort bióð skal vera þjóð eða ekki, maður maður eða ekki. Það úrslitaorð kveður hver þjóð sjálf, einnig hver einstakl- ingur fyrir sig. Þess vegna á þessi stutti báttur frá sjálf- stæðisbaráttu Tfbeta sérstakt erindi við okkur tslendinga. Okkur er ekki boðið upp á byssuna Yfirleitt hafa Amerí- kanar ekki boðið okkur upp á anna^ °n hað. sem okkur er kieift eð afbakka. Hvað myndu Tfbetar gera í okkar sporum? Það er spumingin. Rætt vi5 Karólínu Framhald af 4. síðu. in, keppnin og félagsskapurinn. Það getur verið að ekki sé lögð næg rækt við stúlkumar. Verið gæti að sérstök kvenna- námskeið fyrir ungar stúlkur gætu lyft undir hinn nauðsyn- lega áhuga. Á Hermannsmótinu síðasta komu þó fram fimm j stúlkur í keppni. Námskeið í næstu viku Núna eftir helgina er ætl- unin að koma á námskeiði fyrir alla þá sem áhuga hafa á skíðaferðum og hafa allir sem þess óska möguleika á að gerast þátttakendur, hvaðan sem er af landinu. Aðalkennari verður Magnús Guðmundsson. Hyggjum við gott til námskeiös þessa, ef veður verður eins og það hefur verið undanfarið, stillt, sólskin og fegurð og von- um við að svo haldist fram að páskum en þá verður stóri við- burðurinn í skíðaskálanum þar sem skíðalandsmótið fer þá fram í Hlíðarfjalli. Kennaranámskeið um ára- mótin — Þá vil ég geta þess, hélt Karólina áfram, að um áramót- in gekkst Skfðasamband Is- lands og íþróttakennaraskóli íslands fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur þama í Hlíðar- fjalli. Var öllum skíðaráðum skrifað og þau hvött til að senda menn til námskeiðsins. en ekkert svar kom utan Ak- ureyrar nema frá Dalvík. Frá Skíðaráði Akureyrar komu þó tólf menn, og var þetta að mín- um dómi mjög vel heppnað námskeið. Mér finnst þó furðu- legt að engir aðrir skyldu not- færa sér þetta tækifæri. I Iok námskeiðsins tóku þátttakendur próf. Við lærðum hjálp í við- lögum og Ölafur Jónsson flutti fyrirlestur um snjóflóðahættur og sýndi skuggamyndir til skýringar. Var þetta ákaflega skemmtilegt, fróðlegt og saen- legt fyrir fólk, sem ferðast um fannir og fjöll. Tryggvi Þorsteinsson flutti þama og ýmsa fræðsluþætti. Aðalkennari var auðvitað Magnús Guðmundssotn. Vona ég að þetta verði end- urtekið og að sem flestir komi og notfæri sér það, alltaf vant- ar leiðbeinendur fyrir unga fólkið. — Hvemig kannt þú svo við þig þama og þið öll? — Við kunnum mjög vel við okkur, bömin una hag sínum mjög vel og það virðist sem elztu drengimir hafi fengið fullan áhuga fyrir skíðaíþrótt- inni, og eru þeir þegar famir að taka þátt í keppni. Nú, bóndi minn hefur . líka sín hugðarefni, m.a. handknattleik- inn, þar sem hann æfir bæði karla- og kvennaflokk og farið er að halda hér mót í hanu- knattleik, bæði Norðurlands- mót og Akureyrarmót og koma þangað ótrúlega margir áhorf- endur, en það hefur ekki skeð áður. Ég vil lika geta þess að sam- starf við þá sem bak við hó- telið standa er með miklum á- gætum, enda þar margir góðir og áhugasamir skíðaáhuga- menn. Ég vil einnig geta þess að framkoma skólafólksins sem gist hefur hótelið í vetur hefur verið til hreinnar fyrirmyndar. — Eins og þessi mál horfa við f dag, segir Karólína og brosir góðlátlega, — vildi ég eignast lítið hús ekki fjarri hótélinu og búa þar vetur og sumar! Að lokum vildi ég hvetja allt fólk til að fara á fjöllin, það sér aldrei eftir þeim stundum sem það leggur f slíkar ferðir. Þar hindrar naumast nokkurt aldurstakmark, þar geta aldrað- ir virðulegir öldungar og böm fundið leikvöll við sitt hæfi, og minnist ég þess er við sjáum þama í Hlíðarfjalli hinn á- gæta Akureyring Ólaf Jónsson á skíðum, þar sem honum hentar, hress og keikur brátt fyrir 70 ár. Frfmann. Stúdentar athugið Skólavist fyrir stúdent, sem vill læra sjúkraþjálf- un, stendur til boða, á komandi hausti, við Institut for Terapiassistenter, við háskóla í Árósum. — Námið tekur þrjú ár, ekkert skólagjald. Nánari upplýsingar í símum 30025 eða 33661 fyrir 15. apríl. Félag íslenzkra sjúkraþjálfara. Vélvirkjar—rennismiðir Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða vél- virkja, rennismiði eða menn vana vélaviðgerðum, til starfa ýmist á vélaverkstæði í Reykjavík eða til viðgerðaferða út á land. Upplýsingar á Raforkumálaskrifstofunni sími 17400. Rafmagnsveitur ríkisins. UTBOÐ Tilboð óskast í smíði jámhandriða í borgarsjúkra- húsið í Fossvogi. Utboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri Vonar- stræti 8, gegn 1.000,00 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 8. apríl n.k. kl. 11.00. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. BLADADREIFING -Þjóðviljann vantar nú þegar olaðbera í Seltjarnarnes I. Skúlagötu. Tjamargötu. Skipholt. ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500. SKRIFSTOfUSTÚLKA óskast. H.f. Kol & Salt Jarðarför bróður okkar ÞÓRÐAR MAGNÚSSONAR, Bergstaðastræti 7, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. marz kl. 1.30. Emilía Þorgeirsdóttir, Magnús Þorgeirsson. Jarðarför konu minnar og móður okkar JÓNÍNU GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Fálkaeötu 32, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 30. marz kl. 1.30. Emil Ásmundsson, Emil Emils. Helga Elmils. ■*'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.