Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 7
I
Sunmjdagur 28. marz 1965
H6ÐVILJINN
SlöA 2
lzta kaupstefna í heimi, Kaupstefnan í Leipzig, minntist
800 ára afmælis síns dagana 28. febrúar til 9. marz sl.,
en þá stóð vorkaupstefnan yfir þar í borg. Meðal þeirra sem
sóttu þessa afmæliskaupstefnu voru fjórir íslenzkir blaðamenn
sem þangað voru boðnir af utanríkisviðskiptamálaráðuneyti
Austur-þýzka alþýðulýðveldisins, eirtn frá hverju morgunblað-
anna í Reykjavík, Alþýðublaðinu, Morgunblaðinu, Tímanum
og Þjóðviljanum. Sá sem þetta ritar fór sem fréttamaður Þjóð-
viljans og mun hann leitast við að skýra lesendum Þjóðvilj-
ans frá nokkru af því sem fyrir augu og eyru bar í þessari ferð
en fyrst skal þó vikið stuttlega að 800 ára sögu Kaupstefnunnar
og Leipzigborgar.
NOKKRÍR ÞÆTTIR ÚR
800 ÁRA
KAUPSTEFNUNNAR
Boreaxréttindask.ialið
með innsisrli markgreiíans
Otto von Meisen.
I
) oaÝÍumijnt. - -
xx íSEarrtf ttebff cincm jgroheit
3Í|3jgg „ Æ
ffliíSSg
ÍTjg/j! ^31
m
4 -j
M? &á\ .. •xi. 3
/ mjWSfcí í 'H&ffíHfWr rSl'fiFs# Kiii l\klixiMal'l-j
jgf • «»p ájP
n/AtjÆn
1Wm ■% ‘.SKm
Markaðstorgið i Leipzig 1712, mynd gerð af Johann Georg Schreiber. Fyrir miðju torginu sést Gamla rááhúsið sem byggt var
árið 1556 af Hie ronymusi Lotter.
Einn af sýningarskálunum í rúst eftir loftárás í heimsstyrjöld-
inni
Saga Leipzigborgar og Kaup-
stefnunnar er samofin frá upp-
hafi vega og verður ekki að-
skilin. Og í raun og veru er
ekki vitað með fullri vissu
hvor er eldri Kaupstefnan eða
borgin. Otto von Meissen mark-
greifi veitti Leipzig borgarrétt-
indi einhverntíma á tímabilinu
1156 til 1170 og er réttinda-
skjalið enn til með innsigíi
markgreifans. Er það varðveitt
í safninu í gamla ráðhúsinu í
Leipzig. Er tekið fram í skjal-
inu að engan markað er skað-
að geti hagsmuni borgarinnar
megi halda innan mílu (Sax-
nesk míla er samsvarar nálega
5 enskum mílum) fjarlægðar
frá borgarmörkunum. Hefur
það ákvæði verið sett til þess
að vernda Leipzig fyrir sam-
keppni. Við uppbyggingu
borgarinnar er einnig frá fyrstu
tíð gert ráð fyrir stóru mark-
aðstorgi og sýnir það, að ann-
að tveggja hefur borgin byggzt
utan 'irp markaðssvæði sem
síðari.
þegar var til, eða hún hefur
verið stofnsett til að skapa að-
stöðu fyrir markað.
Kaupmenn verndaðir
Af fyrstu áratugum Kaup-
stefnunnar í Leipzig fer ekki
miklum sögum en um það bil
einni öld eftir stofnun borg-
arinnar gerðist merkisatburður
í sögu hennar. 1. marz árið
1268 gaf Dietrich von Lands-
berg markgreifi út tilskipun
þess efnis að allir kaupmenn.
hvaðan sem væru, skyldu njóta
verndar og aðstoðar, ef þei)
vildu stunda kaup eða sölu í
borginni. Skyldi þetta ákvæði
meira að segja ná til kaun-
manna frá óvinalöndum.
Að sjálfsögðu hefur þetta .;i-
kvæði hafi mikla þýðingu fyr-
ir vöxt og viðgang Kaupstefn-
unnar í Leipzig og stutt að
því að kaupmenn frá öðrum
löndum legðu leið sína þangað
til verzlunar og jafnvel settust
þar aQ. í annan stað var lega
borgarinnar hin ákjósanlegasta
fyrir verzlunarmiðstöð, þar eð
hún lá á mótum helztu þjóð-
leiða úr austri, vestri, norðri
og suðri. Fleira stuðlaði og
að uppgangi borgarinnar. Ár-
ið 1273 féQck Leipzig eigin
myntsláttu og um 1300 eigin
stjórn undir forsæti borgar-
stjóra. 1363 fékk borgin leyfi
til þéss að leggja sérstakan
markaðstoll á vörur og 1434
v.ar .stofnsettur í Leipzig borg-
ardómstóll. Um það bil ald-
arfjórðungi síðar veitti Frið-
rik mikli markgreifi Leipzig
leyfi til þess að halda þrjár
kaupstefnur á ári og bættist
þá nýárskaupstefna við páska-
kaupstefnuna og haustkaup-
stefnuna.
Kaupstefnutíminn
lengdur
Á fimmtándu öld óx Leipzig
mjög fiskur um hrygg og varð
borgin þá einkum mikilvæg
miðstöð í sambandi við verzl-
unarviðskipti milli Vestur-
Evrópu og Rússlands, en þjóð-
leiðin frá Rússlandi lá yfir
Lithaugaland og Pólland um
Breslau til Leipzig. Á þessari
öld auðguðust einnig margir
kaupmenn í Leipzig mjög á
silfurnámunum í Erzfjöllum og
koparnámunum í Mansfield.
í fyrstu hafði hver mark-
aður eða kaupstefna aðeins
staðið í fáa daga, en á 16. öld
var kaupstefnutíminn lengdur
upp í allt að þrjár vikur. Á
16. öld tók Leipzig einnig að
þróast sem menningarmiðstoð.
Listamenn frá öðrum löndum,
einkum Niðurlöndum, tóku að
setjast þar að og árið 1585
kom enskur leikflokkur £ fyrsta
sinn fram á sviði í Leipzig.
Borgin var smám saman að
taka á sig sterkari alþjóðleg-
an svip.
Þrjátíu ára stríðið
Á meðan þrjátíu ára stríð-
ið geisaði (1618—1648) gekk
Kaupstefnan í Leipzig sinn
vana gang. Árið 1629 náðu við-
skiptin á Kaupstefnunni jafn-
vel hámarki en síðustu ár
stríðsins drógust þau hins veg-
ar nokkuð saman.
Upp úr miðri 18. öld fór
kaupstefnugestum frá Aust-
ur-Evrópu mjög fjölgandi,
einkum Pólverjum. Um miðja
öldina sóttu um 50 Pólverjar
Kaupstefnuna en um aldmótin
1800 var tala þeirra komin upp
í 1000 og var það nálega
helmingur allra erlendra kaup-
stefnugesta. Verzlunarviðskipti
Pólverja jukust að sama skapi
og í lok 18. aldar munu 22—
25% af öllum vörum sem seld-
ar voru á Kaupstefnunni í
Leipzig hafa farið til Póllands.
Viðskipti Rússa jukust einnig
á þessu árabili en nokkur hluti
þeirra fór raunar um hendur
Pólverja. Einnig fór mest af
viðskiptum Englendinga við
Þjóðverja fram í Leipzig. Á
18. öld varð Leipzig einnig
miðstöð þýzkrar bókasölu í
stað Frankfurt áður og árið
1764 ákváðu norðurþýzkir bók-
salar að hætta þátttöku í kaup-
stefnunni í Frankfurt, en sýna
aðeins í Leipzig. Mynduðu þeir
síðar með sér félagsskap i
Leipzig er var undanfari
Börsenvarein der Deutschen
Buchhándler er stofnað var
1825.
Napóleons-
styrjaldirnar
1 Napóleonsstyrjöldunum í
byrjun 19. aldar var mjög
þrengt að hag Kaupstefnunn-
ar í Leipzig. Franskar hersveit-
ir tóku borgina í október 1806
og í kjölfar þess fylgdi að
bannað var að verzla með
enskar vörur og jafnframt var
borginni gert að greiða hern-
námsliðinu tvær og hálfa
miljón franka í skatt. Það kom
þó í stað viðskiptanoa við
England, að franskir og ítalsk-
ir kaupmenn höfðu mikinn á-
huga fyrir auknum viðskipt-
um við AusturEvrÓTU og varð
Leipzig tengffiðnr þar á mffii.
Framhald á 9. sfðo.
i
4.