Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 5
/
Sannudagur 28. marz 1365
ÞIÓÐVILIINN
Rússneskur blaðamaður ber saman líkamlegt atgerfi manna og dýra,
miðaldarriddara og nútímamanna, ræðir um ónotaða krafta manns-
líkamans og þjónustu vísindanna við íþróttirnar
SlÐA 5
Þessi mynd var tekin á Stadion í Kaupmannahöfn fyrir hálfum fimmta áratug, síðan hafa orðið miklar breytingar á metaskrám og
afrekum. Það er Jón Kaldal sem sést koma í mark á myndinni, en íslandsmet hans á millivegalengdum í hlaupum stóðust tímans
tönn áratu sum saman.
LÍKAMLEG AFREK
jt r
FORTfÐ 06 liUTiD
Allt skýrist við samanburð.
En við hvað getum við bor-
ið þrótt, lipurð og þolgæði
mannsins?
Um djarfan mann er sagt að
hann sé hugrakkur sem ljón.
Kraftamanni er líkt við naut,
fráum hlaupara við dádýr.
Samt benda margar staðreynd-
ir til þess, að maðurinn sé um
þessa eiginleika þeim dýrum
fremri er nú voru nefnd.
Fyrir byltingu var sirkus-
garpur uppi í Rússlandi sem
hét Sandof. Hann glimdi við
afrífkt ljón. Að vísu var Ijónið
mýlt fyrir glímuna og skinn-
vettlingar dregnir yfir klær
þess. En maðurinn hafði betur.
í Gorkí lifirenn annar Sirkus-
kappi, Nikolai Túrbas. Á yngrj
árum lék hann mörg furðuleg
. afrek: lyfti þrem mönnum með
einútb fingri, rykkti í sundur
skeifum. Hættulegasta sýning-
aratríði hans var einvígi við
naat. Sex menn leiddu griðaí—
mikinn tarf inn á sviðjð þar
sem Túrbas mætti honum með
rauðan dúk í hendi. Nautið
réðst á hann með heift, Túrb-
as sneri sér undan, greip um
hom þess og braut á því
hrygginn.
Athugum nú hvemig maður-
inn stendur sig í kapphlaupi
við ferfætlinga.
f Mexikó búa Indíánar af
Enn-kynbætti. Karlmenn bessa
bióðflokks eru frægir að furðu-
legu þolsæði — þeir geta
hlatmifl 2^0 kilómetra bindar.
laust i Veiðimenn af fkyldum
bióðflokki veiða héra vopn-
lausir Þeir elta einfaldleea
héragrevin þangað til þeir
springa
Maðurinn er ekki aðeins hér-
anum frárri, hann fer og hrað-
ar en vindurinn Þett.a er envin
lý?' N;u vindstiga stormur fer
með 7S km braða á klukku-
sti.md F,n í bruni fer skiða-
m=?*nr miklu hraðar — aút að
15P km Wrpðast h°fur Ttalinn
T '’1"' d' Mpvm .farið; í kenpni
í O'nunum Tókst kunnm að ná
1?° km h’’a(ða á klst.
O- moðurinn getur far-'ð
p? K/ó+f Vl fTTú m noti f>VV’
^Vari nthrirm^ pír»«:
rtci covn
pV-Vi ov ^T<ai*t o ^ ínecp i r • T\ðT<a1_
nri^ ‘Drjtto'n 40 Vrn
á VTct pr Vanv, cpttj heimsmet
í 1 '■'h m VjToiiv^í
Cx-J--------
Vi * hf»vrnm sa<?t.. 9 fS m^rm
h9f‘ á*nr - fvrr verjfi stnrkari
en b^ir ppm rm ern irnni Og
»5Ptmri vist tínt til
i r nm menn. or tmni vorn í
ým^nm horp-nm lpndsinc fvrir
n.h.h hnnHrp^ órnm. sem
V>f»nHo til hessa Trnclnf nokk-
ur í 'Ppfnrqbory Ivfti fimm
m^nnnm ji^tionHi á hiálkq —
pT|+ \rA 'vjWo hólft toon Vvilof
npknir 1 vfti he«ti op knann
með og spásséraði með allt
saman um sirkussvið. Og burð-
arkarl úr Volguhéruðum, Zaí-
••fcín.-héH- l"viff þrjá hests með
hvorri hendi. Ef við förum eft-
ir þessum dæmum, virðist of-
^angreijnd fullyrðing geta stað-
izt. Og hvað þá um menn fyrri
alda — þeir hljóta að hafa
verið sannir berserkir.
Eða hvað? Ekki alls fyrir
löngu var ég í vopnasafninu i
Kreml. Gestir langt að komn-
ir voru þar í salnum, sem
geymir fornar brynjur og
hjálma, dráttarvélastjórar frá
Síberíu, vélvirkjar frá Kazakst-
an. Og ég hugsaði með mér:
ekki passar nein kappabrynja
á þessa menn — þær eru allar
of litlar.
Og mér einum hefur ekki
dottið þessi samanburður í
hug. í Towersafni í Hondon er
margt geymt af fornum vopna-
búnaði. Vísindamaður nokkur
ákvað að biðja þá gestj sem
fyrstir kæmu inn dag nokkum
að fara í brynjur riddaranna.
Hver karlmaður sem inn gekk,
ungur eða gamalþ skrifstofu-
maður eða leigubílstjóri, var
kurteislega beðinn um að fara
úr jakkanum og fara í hringa-
bryniu og setja á sig hjálm.
Og, þótt undarlegt megi virð-
ast. tókst engum að verða við
be’ðni vísindamannsins. Nú-
tímamenn revndust svo miklu
stærri og herðabreiðari en ógn-
vænlegir riddarar fyrri alda.
Og reyndar getum við hér
stuðzt beinlínis við ha?skýrsl-
ur. Við vitum til dæmis að
meðalhæð íbúa Moskvuborgar
hefur hækkað um brjá sentí-
metra frá 1889 Fimm ára
strákar á sama stað eru nú
8 sentimetrum lengrí en fvrir-
rennarar þeirra voru fyrir bálfri
öld En þar með er að vísu
ekkj sannað, að menn séu
sterkari orðnir. Afl er aðeins
hægt að mæla með afli.
Og lyftingar gera okkur
kleift að fá nokkra nákvæmni
i hugleiðmgar okkar. Lyftinga-
menn allra landa nota stang-
ir sínar allir á sama hátt —
þeir burfa ekki að mætast til
að við getum borið bá saman.
Og við vitum meðal annars,
að fyrir aldarfjórðungi lyfti
heimsmethafi í þungavigt 140
kg. í „ýtingu“. f dag er metið
217 kg.
Og hvar má leita orsaka
•fyrir-hinum furðulegu framför-
um sem íþróttamenn hafa sýnt
síðustu áratugi? Liffræðileg
bygging mannsins er hin sama
og áður. Er þá íþróttatæknin
orðin ön.iur en áður? Jú, að
vísu kemur hver kynslóð
íþróttamanna með eitthvað
nýtt, en í aðalatriðum hlaupa
menn, synda og lyfta með svip-
uðum aðferðum og áður. Málið
er öðruvisi vaxið. Timarnir
breytast og mennirnir með.
Sjálf afstaða okkar til íþrótta
héfur breytzt. Við tökum þær
sömu tökum og vísindi.
Sparibaukurinn
Leiðum hugann að metum
framtíðarinnar. >ótt svo íþrótta-
spádómar séu næsta hæpnir.
Árið 1935 setti hinn þekkti
bandaríski þjálfari Hamilton
saman „stjörnuspá" um heims-
met í frjálsum íþróttum langt
fram í tímann. Síðan er aðeins
liðinn rúmur aldarfjórðungur
og hvað hefur gerzt? Af tutt-
ugu „ótrúlegum" metum, sem
Hamilton spáði, er aðeing eitt
sem hefur ekki verið slegið —
í 200 metra hlaupi.
í sumum þróttagreinum hafa
náðst undraverð met. Og samt
er alltaf spurt þegar íþrótta-
maður hefur sett „ótrúlegt“
met; Eru þetta takmörkin? Og
við svörum neitandi — þrátt
fyrir góðan árangur undanfar-
inna ára er enn langt upp i
efstu hæðir. Það hefur verið
reiknað út., að allt að +9%
krafta íþróttamannanna eru ó-
notaðir. Þessir kraftar liggja í
einhverfkonar sparibauk oe
bíða þess að til þeirra verði
gripið.
Við vitum, að við óvenju-
legar aðstæður eða ef menn
verða fyrir sterkri geðshrær-
ingu þá geta menn framkvæmt
það sem enginn hefði getað bú-
izt við af þeim.
Það voru fyrst og fremst
læknar sem veittu þessu at-
hygli. f hitabeltislöndum rák-
ust þeir á sérkennilegan sjúk-
dóm — amok Amoksjúklingur
getur hlaupið gífurleea vega-
lengd með hraða spretthlaup-
ara. Annað dæmi má taka af
taugaveiklunarástandi sem nefn-
ist katatonia; vöðvar mannsins
herpast svo að það er ekki á
færi nokkurs kraftaiötuns að
rétta úr hendi hans eða beygja
hana.
Vitað er um fremur pervisa-
levan mann, sem dró mikinn
peningaskáp úr stáli, innihald-
andi mörg þýðingarmikil skjöl,
út úr brennandi húsi. Við venju-
legar aðstæður hefði hann ekki
getað hreyft þennan skáp úr
stað, hvað þá meir.
Vísindalegar rannsóknir styðja
þá mynd sem þessi dæmi gefa.
Tilraunir sýna t.d. að bein ungs
manns eru sérstaklega sterk:
þau þola þrýsting 4—5 sinnum
betur en steinsteypa og reyn-
ast sterkari en eik við tog.
Lyklarnir að
sparibauknum
Lengi hafa íþróttamenn, þjálf-
arar, vísindamenn og verkfræð-
ingar velt því fyrir sér, hvem-
ig hægt sé að ná úr sparibauk
mannslikamans þeim fjársjóð-
um sem þar eru faldir.
Vísindamenn hjálpa íþrótta-
Framhald á 8. síðu.
Indiánar af þessum kynþætti
geta sprengt hvem héra
Ertu til í eina bröndótta, kæri
forfaðir?
Guð almáttugur, gerði hann
þetta eða efnafræðingarnir?
LANDBUNAÐARBIFREIÐIN Caz 69 M
Verð: (með söluskatti):
Með blæjum ............
Körfulaus ..............
Körfu- og vélarhússlaus
Kr.
122.200,00
103.240,00
94.330,00
Bifreiðar & Landbúnoðarvélar h/f SIMI OO 4AA
Suðurlandsbraut 14, Reykjavik