Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.03.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA H6Ð VILJINN SuniMidagwr 28. marz 1968 Otgeíandi: Sameiningarflokicur alþýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Rltstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Siguróur V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: E>orvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Einhuga verkalýðshreyfing J>að eru mikil tíðindi og góð að hin fjölmenna ráð- stefna Alþýðusambands íslands um kjaramálin skyldi verða einhuga um grundvöllinn sem verka- lýðshreyfingin er að leggja fyrir hina yfirgrips- miklu kjarasamninga sem framundan eru. Sam- staðan um ályktun kjararáðstefnunnar styrkir tví- mælalaust aðstöðu verkalýðshreyfingarinnar til samninganna og varðar miklu að samstaðan um lífsbjargarmál alþýðunnar haldist og treystist í kjarabaráttunni sem hlýtur að verða næstu mán- uði. Þeim sem kynnu að ætla að verkalýðshreyf- ingin láti bjóða sér lítinn hlut og muni lúta að því að verða homreka í íslenzku þjóðfélagi, er þessi kjararáðstefna holl áminning um að öll verkalýðs- hreyfingin stendur í sjálfri kjarabaráttunni, og læíur þar ekki skipta sér í sundurleita hópa, fari svo sem ráðstefna þessi hefur til stofnað. JJáðstefnan varð sammála um grundvöll hinnar tvíþættu samningabaráttu nú í vor, hinna eig- inlegu kjarasamninga við atvinnurekendur og samningatilrauna við ríkisstjórnina um félagsleg- ar hagsbætur. Og þó ráðstefnan setti ekki fram kröfur um hækkun kaups í krónutölu, er í ályk't- un hennar í veigamiklum atriðum fyllt út í þær útlínur að kröfugerð verkalýðssamtakanna sem Al- þýðusambandsþing samþykkti í haust, en ályktun ráðstefnunnar er í samræmi við þann vilja þings- ins. Ráðstefnan telur meginviðfangsefni verkalýðs- hreyfingarinnar í samningunum vera að fá fram verulega, almenna kauphækkun og aukningu kaupmáttarins samfara samræmingu og styttingu vinnudagsins. Varðandi síðara aíriðið er markið sett 44 stunda vinnuvika. Þá er gert ráð fyrir vandlegri athugun á aukinni ákvæðisvinnu og að henni verði komið á þar sem hagkvæmt þykir, með eftirliti verkalýðsfélaganna. !r' J hinum þætti samninganna sem ráðstefnan gerir ráð fyrir, samningum við ríkisstjórnina um fé- lagslegar hagsbætur og ráðstafanir, er athygl- inni beint að skatta- og útsvarsmálum, en fram- kvæmd þeirra mála varð sem kunnugt er þannig á liðnu ári að verkalýðshreyfingin taldi að brotið væri gegn júnísamkomulaginu. Þá er minnt á hús- næðismálin, eitt mesta hagsmunamál hverrar fjöl- skyldu og ungs fólks. Fjögurra vikna orlofs verka- fólks er krafizt og betri framkvæmdar orlofslag- anna. Aðgerða er krafizt vegna hins staðbundna atvinnuleysis sem þjakar heil byggðarlög á ís- landi. svo að við liggur að þau leggist í auðn. Og aðgerða er krafizt til að sporna við verðbólguþró- un og tryggja betur gildi kjarasamninganna sem gerðir verða við atvinnurekendur. r Qlíklegt er að reynt verði að gera niðurstöðu kjararáðstefnu Alþýðusambandsins tortryggi- lega svo sem venja er til með kröfugerðir alþýðu- samtakanna. Hér er hóflega á málum haldið. Fyrir breytingunum eru þjóðhagslegar forsendur og verkalvðshreyfingin stendur einhuga að þessum kröfum eins og skýrt kemur fram í sams'töðu kjararáðstefnunnar. — s. Glæsileg aðstaða til skíðaiðkana við skioahótelið í Hlíðarf jalli Stutt rabb við húsmóðurina þar, sem er keppandi og fimm barna móðir Þeir sem hafa fylgzt með skiðamótum allt frá árinu 1949 munu hafa veitt því athygli að meðal þátttakenda í kvenna- flokki hefur mátt sjá r.efn Karólínu Guðmundsdóttur í mörgum þeirra. Þeg'ar hún hef- ur tekið þátt í mótum hefur hún oftast verið í verðlauna- sætum og fslandsmeistari hef- ur hún orðið í þessari uppá- halds íþrótt sinni. Hún byrjaði að fara á skíð- um kornung og þá á ísafirði, en þar var hún félagi í Herði. Síðar fluttist hún til Reykja- Karólína og Frímann með hópinn sinn; frá vinstri: Sigríður, Karl, Katrín,, Gunnlaugur og Guðm. víkur, gerðist félagi í KR og varð fastur gestur í skíðaskála KR og keppandi.............._ Hún elskaði snjóinn, fjalls- hlíðamar og útiloftið svo að henni héldu engin bönd þegar fjallatoppamir gránuðu. Ekki var því svo farið að hún væri kona einhleyp. Nei, seisei nei, hún festi ráð sitt.skapaði manni sínum gott heimili, og nú eiga þau hjónin auk þess fimm mannvænleg böm, og það elzta tólf ára. Með viljafestu og dugn- aði — og góðu samstarfi við mann sinn — hefur þetta ekki hana nota meira þeir sem lengra eru komnir. 1 undirbúningi er að koma upp stólalyftu sem nær upp á fjallsbrún og er komið tilboð í hana og mun hún kosta fyrir utan uppsetningu um 5 miljón- ir. Þegar sú braut er komin' upp, opnar það þann mögu- leika að hægt er að vera á skíðum þama allt árið, því stutt er þaðan upp í Vind- heimajökul og þaðan má sjá miðnætursólina í allri sinni dýrð. Er þetta þá orðið glæsi- legur sumardvalarstaður, og ætti að geta orðið eftirsóknar- verður staður fyrir innlenda og erlenda gesti. Á öðrum stað nærri hótelinu er einnig togbraut og er þar raflýst svæði. Húsakjmnin þama eru hin vistlegustu, og rúmar það um 100 manns i rúm og svefnpoka. Þá er þar gufúbað fyrir hótél- gesti og er það mjög vinsælt þegar menn koma sveittir úr æfingu eða keppni. TTm 12 hafa komið frá skólunum Mikil aðsókn hefur verið að - - • ' *• * - "f Skíðahótelið í Hlíðarfjalll. haft nein teljandi áhrif á elju hennar og ástundun við skíða- íþróttina nema begar hún hefur verið „hindruð” af skiljanleg- um ástæðum. A sl. hausti tók hún svo að sér, ásamt manni sfnum Frí- manni Gunnlaugssyni, sem er kunnur handknattleiksmaður og kennari, að veita forstöðu einu stærsta fþróttaheimili landsins,' sem er Skíðahótelið í Hlíðar- fjalli við Akureyri. Það leikur þvf ekki á tveim tungum að hún er söm við sjálfa sig og framsækin fyrir skíðaíhróttina. Ég hitti þessa „eldsái” skíð- anna fyrir tveim dögum, er hún var hér í „kaupstaðarferð”. og bað hana að seeia svolítið frá Iffinu bama í Hlíðarfiaili. og möguleikunum sem skfða- menn hafa þar. Ákjósanlegar að.;iæður — Eg mundi segja að þama f Hlíðarfjalli væru ákjósanleg- ar aðstæður fvrir alla bá sem vilja fara á skíði, sagði Karó- lfna þar eru brekkur fyrir alla. hvort sem þeir geta mikið eða Iítið. Þama er togbraut, 500 m löng, sem er mifcið notuð en hótelinu í vetur og hafa skól- amir sent þangað heila bekki, sem hafa dvalizt þar f skfðafrf- um. Alls munu hafa komið þangað um 1200 skólanemend- ur og notið kennslu Magnúsar Guðmundssonar, en við hann er samið um að veita þessu unga fólki tilsögn og leiðbein- ingar. Um helgar hefur aftur á móti komið.meir af keppnis- fólki og er Magnús ráðinn af skíðaráðinu til að þjálfa það og annast kennslu þess. Magn- ús er að mínum dómi frábær kennari, og er öðrum ólöstuð- um sá bezti sem við höfum. Þama er og fvar Sigmunds- son, sem einnig annast kennslu f skfðafþróttinni. Magnús hef- ur verið kennari í Bandaríkj- unum og hefur bví mikla reynslu í kennslu. Persónulega hef ég aldrei notið eins góðrar kennslu og þjálfunar og nú í vetur, og ég ætla að taka 1 10. sinn þátt í Islandsmóti nú um páskana. — Er mikill áhugi meðal kvenna? — Nei, þvi miður er það ekki, og ég skil ekki hvers- vegna ungar stúlkur vilja ekki fara á skfði meira en þær gera. Mér finnst þetta eitt það dásamlegasta sem maður kemst í kynni við: Útiloftið, hreyfing- Framhald á 9. síðu. <•>- á morgun og þriðjudag. ÓTRÚLEGT EN SATT ULLARKJÓLAEFNI tvíbreið, verð frá kr. 99.— SÍÐDEGISKJÓLAEFNI verð 'frá kr. 49.— KJÓLAFÓÐUR verð frá kr. 29.— SKOZK ULLAREFNI verð frá kr. 149.— ULLARKÁPUEFNI verð frá kr. 299.— Peysur — undirfatnaður, mjög hagkvæmt verð.: * Notið þetta einstaka tækifæri og grerið góð kaup. MARKAÐURINN Hafnarstræ.ti 11. ' é < f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.