Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVTUINN — Fimmtudagur 5. ágúst 1965 Kauptaxtar nýju vegavinnusamninganna Þjóðviljinn skýrði fyrir helg- ina frá nýju vegavinnusamn- ingunum sem Alþýðusamband íslands og vegagerð ríkisins hafa gert með sér og var þar minnzt á helztu breytingarnar frá fyrri samningum. Hér eru taxtar vegavinnu- samningsins birtir, og kaupið sýnt eins og það er nú miðað við kaupgjaldsvísitölu 169. Minni guliforði pundið lækkar LONDON 3/8 — Gull- og doll- araforði Englandsbanka minnk- aði í júlí um 50 miljónir sterl- ingspunda og nemur nú 947 miljónum. Hann hefði minnkað enn meira í mánuðinum ef Bret- ar hefðu þá ekki fengið 41 milj- ón punda frá Bonnstjóminni sem greiðslu af hluta kostnað- arins við brezka Rinherinn. Gengi sterlingspundsins á gjald- eyrismarkaðnum lækkaði í dag um einn tíunda úr senti, en hækkaði aftur þegar Englands- banki keypti pund til að treysta það. Fyrstu Eftir 2 ár 2 ár 39,64 41,62 59,46 62,43 75,71 79,50 .744,00 1.831,00 Nýtt hefti af „Morgni" 1 nýju hefti Morguns, tíma- rits Sálarrannsóknarfélags Is- lands, er m.a. birt greinin Vor- ið kemur eftir ritstjórann, séra Svein Víking, greinin Hvað er það sem lifir eftir líkamsdauð- ann? eftir Hornell Hart, Veggur fordómanna eftir Ævar R. Kvaran, þegar ég var á Eið- um eftir Sigurð Magnússon, Framaldslíf eftir Arthur W. Osborn og Þættir úr reynslu minni eftir Karl V. Guðbrands- son. 1. Alm. verkmv. Dv. pr. klst. Eftirvinna 2. Aðstoðarmenn í fagvinnu á verkstæðum og við tré- og járnsmíði í brúarvinnu, steypu- vinnu, gæzla hrærivéla, ryð- hreinsun með handverkfaerum, vinna í grjótnámi, hellu- Og kantlagning, afgreiðsla í sand- námi, vinna við að steypa upp^ götukanta og gangstéttir, vinna með handverkfærum við hol- ræsagerð, vatnsveituframkv. og skurðgröft vegna raflagna, símalagna o.fl. Dagvinna 40,67 42,70 Eftirvinna 61,01 64,05 N- og helgidv. 77,68 81,56 Fast vikuk. 1.789,00 1.879,00 3. _ Fyrir malbikunarvinnu og fyrir rykbindingu á vegum með chlor kalcium. Dagvinna 42,88 45,02 Eftirvinna 64,32 67,53 N- og helgidv. 81,90 85,99 Fast vikuk. 1.887,00 1.981,00 4. a) Fyrir að stjórna ýtum, vélskóflum (skurðgröfum, ýtu- skóflum, vélkrönum), veghefl- um, mulningsvélum, snjó- mokstursvélum, kranabifreið- um, enda stjórni sami maður bifreið og krana, bifreið í þungaflutningum með tengi- vagni, enda aðstoði bifreiða- stjóri við fermingu og afferm- ingu flutningatækja og tjöru- blöndunarvélum í malbikunar- stöð. Dagvinna 47,86 50,25 Eftirvinna 71,79 75,38 N- og helgidv. 91,41 95,98 Fast vikuk. 2.106,00 2.211,00 Bók- haldsfölsun Bjarni Benediktsson forsæt- isráðherra rifjaði það upp í Reykjavíkurbréfi sínu um helgina að eftir júnísamkomu- lagið 1964 hafi ríkisstjómin fljótlega stórhækkað söbj- skattinn, m.a. í því skyni að greiða niður vöruverð. Te’.ur ráðherrann þetta hafa verið hina merkustu efnahagsað- gerð: „Án þessarar sölu- skattshækkunar var ekki með neinu móti hægt að halda á- fram niðurgreiðslu á búvöru- verðhækkuninni frá því í haust. Ef hún hefði komið beint inn í verðlagið. mundi það hafa hækkað vísitöluna nær tvöfalt meira en sölu- skatturinn þó gerði". Hér er Bjami Benediktsson að hælast um yfir stórfeild- um bókhaldsfölsunum. Ef a'lt væri með felldu í grpndvelli vísitölunnar myndi engri ‘ík- isstjóm detta í hug að hækka verð á flestum nauðsynjum í því skyni að greiða niður verð á fáeinum þeirra; ef vísitalan véri rétiur mælir myndi hækkun og lækkun mætast, og slíkar tilfærslur á fjármunum væru hunda- kúnstir einar. En eins og nú standa sakir hafa búvörum- ar mun meiri þunga en eðli- legt er, og því er hægt að féfletta neytendur með þvf að greiða niður verð á 'and- búnaðarvörum Að sögn ráð- herrans er hér um helmings- mun að ræða; ef ríkisstjórnin hækkar söluskattinn til að mynda um 100 miljónlr króna nægir henni að greiða riður búvöruverð um 50 milj- ónir til þess að vísitalan haldist óbreytt, en mismuntnn getur hún notað til annarra þarfa sinna. Vafalaust er forsætisráð- herrann að rifja upp þetta foma snjallræði vegna bess að hann hefur hug á að ganga á nýgerðu samningana með hliðstæðum ráðum og hækka enn söluskattinn, bótt hann sé nú þegar orðinn einn hinn hæsti f víðri ver- öld. Það er segin saga hér á landi að ekki hafa stjórn- arvöldin og atvinnurekendur fyrr undirritað kjárasamn- inga en tekið er til við að reyna að rifta þeim. En bess mega stjómarvöldin minnast að verkafólk er ekki bundið lengur en aðrir samningsað- ilar, og í sumar hefur feng- izt nokkur reynsla af fjöl- breytilegum baráttuaðferðum sem hægt er að grípa til um leið og tilefni gefast. „við lslendingar“ Morgunblaðið getur þess á sunnudaginn var að „við 1?- lendingar‘‘ greiðum hlutfalls- lega lægri skatta en ýmsar nálægar þjóðir, og er þá áit við allar tekjur hins opin- bera annarsvegar og þjóðar- arframleiðslu hinsvegar. Hati þetta hlutfall verið 29.2% Þegar vélskófla er í stöð- ugum mokstri tvo daga eða lengur, þannig að hlé verður eigi á starfi stjórnanda skulu tveir menn ávallt skiptast á um stjórn hennar. b) Fyrir stjórn á 7 tonna bifreiðum og langferðabifreið- um, enda aðstoði bifreiðastjóri við fermingu og affermingu bifreiðar, vegþjöppun, litlum vegheflum (4 tonn) vélgæzlu á loftpressum, ef gæzlumenn vinna við borun eða spreng- ingar greiðist: Dagvinna 44,66 46,89 Eftirvinna 66,99 70,34 N- og helgidv. 85,30 89,56 Fast vikuk. 1.965,00 2.063,00 c) Fyrir bifreiðastjórn, enda aðstoði bifreiðastjóri við ferm- ingu og affermingu bifreiðar (sbr. þó 7 tonna bifreiðir og stærri), og vinnu við loft- þrýstitæki. Dagvinna 42,19 44,30 Eftirvinna 63,29 66,45 N- og helgidv. 80,58 84,61 Fast vikuk. 1.856,00 1.949,00 2800skrósettír munir á Minjasafni Akureyrar Á aðalfundi Minjasafns Ak- ureyrar, sem haldinn var í síðustu viku, skýrði safnvörð- urinn, Þórður Friðbjarnarson, frá því að skrásettir munir væru nú 2800 talsins og hafði fjölgað nm 500 á árinu. Auk þess eru munir sem ekki hafa verið skrásettir, og er þar um að ræða hluti, sem meir en eitt eintak er til af, svo sem stærri muni, er snerta landbúnað og sjávarútveg og ekki komast fyrir í safnhús- inu. Enn er unnið að endurbót- um á minjasafninu og upp- setningu nýrra muna, en segja má að það sé nú komið í eðli- legt horf. Á aðalfundinum flutti ritari skýrslu stjórnarinnar og sagði frá störfum hennar. Mesta starfið eru almenn fundahöld og fjáröflun. Hann gat þess að safnvörður og formaður safnstjórnar hefðu á síðast- liðnu sumri ferðazt um Aust- urland í leit að ekta krambúð . frá fornu, en ekki fundið neina, sem ekki var meir og minna umbreytt í nútíma horf. Formaður safnstjórnar hafði áður ferðazt um Vestfirði í sama tilgangi, en orðið lítt á- gengt. Ritari gat þess einnig, að þrengsli væru þegar farin að segja til sín á safninu, og hefði orðið á fá leigt húsnæði fyrir nokkuð af munum. Fjárhagsafkoma safnsins á sl. ári var góð. En þess ber þá að gæta, að ekki hefur ver- ið ráðizt í neinar af þeim stór- framkvæmdum, sem á dag- skrá eru, svo sem flutning gamalla húsa, t.d. kirkju (frá Svalbarði), Smíðahússins frá Skipalóni og krambúðarinnar. En þessi verk verða ekki unn- in fyrr en fyrir liggur ná- kvæmt skipulag af því at- hafnasvæði, sem Minjasafninu er ætlað. En á þessu skipulagi stendur enn. hérlendis 1963. en 29,4% i Danmörku og í nokkrum öðrum löndum þaðan af hærra. Ekki ætti þessi samanburð- ur að koma nokkrum manni á óvart. Þær þjóðir sem blað- ið tilgreinir bera allar mjög mikinn hervæðingarkostnað. en hjá okkur eru svokallaðar vamir landsins verðmæt út- flutningsvara, seld fyrir doll- ara. Er það öllu frekar til marks um lélegt stjórnarfar hvað hlutfallið hérlendis er líkt því sem tíðkast meðal hemaðarþjóða En það hefur ekki venð gagnrýnt sérstaklega hvað „við lslendingar‘‘ greiðum mikla skatta, heldur hverriig skattabyrðin legst á þegn- ana. Öbeinir skattar — sem eru að verulegu leyti nef- skattar — em mun hærri hér en í nálægum löndum. Skatt- greiðslur fyrirtækja oggróða- manna em miklu lægri hér en meðal annarra þjóða um- hverfis okkur. Þess vegna hvílir skattheimtan af meiri þunga á Iaunafólki, óbreytt- um þegnum, hérlendis en tíðkast í öðmm þjóðfélögum með svipaða efnahagsundtr- stöðu. Það er hægt að fela þessa ranglátu skattheimtu með því að leggja alla skatta saman. deila þeim í heildar- framleiðsluna og segja svið íslendingar‘‘. En það kemur í ljós þessa dagana eins og á undanfömum ámm að við Islendingar emm ekki cin heild heldur mjög misrétthá- ir aðilar þegar byrðum þjóð- félagsins er skipt niður. Víl Morgunblaðsins Það hefur lengi verið hug- sjón Morgunblaðsins að kljúfa Alþýðubandalagið, og grein- ar þær sem blaðið hefur birt í því skynl myndu fylla marg- ar bækur. Ekki hefur blað- ið þó haft árangur sem erf- iði, og í gær opinbera rit- stjórarnir hugarvíl sitt af þeim sökum. Seg'íast þeir hafa bundið sérstakar vonir við svolítinn hóp manna sem staðið hafi að vikuritinu „Frjáls þjóð“ en þeir hafi bmgðizt öllum vonum. Morg- unblaðið kemst svo að orði: „Hins vegar höfðu þeir, sem með þessum málum hafa fylgzt, gert ráð fyrir, að í hópi „Hannibalista" væru menn, og þá einkum synir Hannibals, sem dug hefðu til að hrinda í framkvæmd yfir- lýstum áformum um nýjan verkalýðsflokk . . Vikublað þeirra Hannibalssona til- kynnti snemma í vor, að Al- þýðubandalagsfélag yrði stofnað i maí. Ekkert hefur orðið af stofnun þess enn og verður ekki annað séð, en Hannibalistar láti gamlingj- ann, Einar Olgeirsson, snúa á sig aftur og aftur. Stóru orðin í blaðinu þeirra virð- ast froðusnakk eitt, innantóm stóryrði manna, sem vilja vera miklir, en lyppast nið- ur, þegar tll framkvæmd- anna kemur .... Það er ekki björgulegt fyrir unga og vel- menntaða menn, að standa frammi fyrir slíku en stund- um er betra að spara stóru orðin og láta heldur til skar- ar skríða“. Það er alkunna að nokkur ágreiningur hefur verið inn- an Alþýðubandalagsins um skipulagsmál, en sá vandi verður eflaust leystur með skynsamlegum hætti án þess að draumar Mopgunblaðs- manna rætist. Munu skrif blaðsins raunar stuðla að því að svo verði, því leitun mun á þeim mönnum innan Al- þýðubandalagsins sem gang- ast upp við hrósyrði Morgun- blaðsins um dug, æsku og góða menntun eða vllja hlýðnast fyrirmælum þess um að láta „til skarar skríða“ — Austri. * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 4, Danmötk -JBúlgaría ^ 14.8.-2.9. 20 daga ferð YSS/SS. Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson. 14. ágúst: Flogið til Kaupmannahafnar og dyalist þar í 3 daga. 17. ágúst: Flogið til Sofia, en þaðan farið til Sólarstrandarinnar við Svartahaf. Nessebur' og dvalist þar í hálfan mánuð. Farið þaðan aftur til Sofia og flogið 30. ágúst til Kaupmannahafnar og dvalist þar í 3 daga. 2. septemben Flogið til Keflavíkur Búlgaria er eitt þeirra Ianda sem ferðamanpa- straumurinn á síðastliðum árum hefur aúkist til í ríku mæli enda eru baðstrendur þar sfst Iakari en í Rúmeníu og náttúrufegurð mikil. Búlgarar hafa byggt fjöldann allan af nýtízku hótelúm undanfarin ár og verðlag er þar mjög gott. Búlg arar skipuleggja ferðir til nágrannalandanna eins og Rúmenar t.d. til Istanbul með skipi og er verð þar mjög gott. Sömuleiðis er xun fjölda ferða að ræða innanlands á mjög hagkvæmu verði. Enginn vafi er á að fslendíngar eíga eftir. að auka komur sínar til Búlgaríu á næstu árum enda eru viðskipti landanna I örum vexti. Hafið samband við okkur sem fyrst. LA N D59 N t r FERÐASKRIFSTOFA Skóíavörðustfg 16, II. hæð SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.