Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fmmitudagur 5. ágúst 1865 Ólafur Bjarnason, nú- verandl ritstjóri Lækna- blaðsins. LÆKNABLAÐIÐ í HÁLFA ÖLD ■ LÆKNABLAÐIÐ, fyrsta hefti 50. árgangs, er nýkom- ið út og að verulegu leyti helgað hálfrar aldar afmæli blaðsins, sem nú er gefið út af Læknafélagi fslands og Læknafélagi Heykjavík- ur. Eirrn af meðritstjórum Læknablaðsins, Magnús Ólafs- son læknir, rekur sögu blaðs- ins í grein í þessu hefti og fara nokkur meginatriði hennar hér á eftir. Hugmyndin að stofnun læknablaðs kom fyrst fram, að Nobkrar breytingar hafa verið gerðar á GANGLERA, tímariti Guðspekifélags ís- lands. Grétar Fells, sem verið hefur ritstjóri tímaritsins um 30 ára skeið, hefur látið af störfum en við tekið Sigvaldi Hjálmarsson. Fram til þessa hefur Gang- leri komið út tvisvar á ári, en á þessu ári munu heftin verða fjögur talsins. Eins stækkar árgangurinn töluvert, þó að hvert hefti sé aðeins minna en áður. í fyrsta hefti þessa árs eru m.a. greinar eftir Grétar Fells, Helga P. Briem og N. Srí Ram. Þá flytur heftíS greinar um á- hrif hins dularfulla LSD-Iyfs því er bezt verður vitað, vorið 1898 og var rædd á fundi, er níu læknar héldu með sér í R- vík hinn 29 júlf 1898. 1 byrjun næsta árs hóf svo tímaritið Eir göngu sína, en varð skammlíft, kom aðeins út í tvö ár. Eir var ekki málgagn lækna né þeim til fræðslu, heldur alþýðlegí fræðslurit um heilbrigðismál. í nóvember 1901 réðst Guð- mundur Hannesson í það norð- ur á Akureyri að gefa út blað fyrir lækna norðan- og austan lands. Nefndi hann það Lækna- blaðið. Var það fjölritað (hektograferað) í um 20 ein- tökum. En erfiðleikarnir, eink- um áhugaleysi læknanna, voru ----------—-------------------------•$> á vitundarlífið, tun svokallaða röntgen- og radarskyggni og um þörfina á því að efla rann- sóknir á óskýrðum fyrirbær- um. í lok heftisins er nýr fastur þáttur, ViS arininn, en þar er fyrirhugað aS birta frásagnir af svokölluðum dularfullum fyrirbærum og atburðum sem örðugt reynist að skýra. Annar þýr þáttur, Spum- ingabálkur, hefst í þessu hefti, en lesendur geta sent ritinu fjurirspurnir og verður þeim þá svarað í þessum þætti. Til- kynnt er að skipulögð fræðsla um „hugrækt“ verði hafin í ritinu fyrir næstu áramót. meiri en svo, að áhugi og dugnaðwr Guðmtmdar fengi yfirstigið þá til lengdar, <>g hætti blaðið að koma út eftir þrjú ár. Á fúndi í Læknafélagi R- víkur 9. febrúar 1914 flutti Maggi Júl. Magnús erindi ,,Um stofnun málgagns fyrir lækna og heilbrigðismár1. Kosin var nefnd til að athuga málið, og skilaði hún áliti á fundi 9. marz Var þá ákveðið að gefa út eitt blað til reynslu, og skyldi það koma út í júní. Þetta fórst þó fyrir, og á fundi í fé- laginu 19, október var málið enn rætt. en ekki afgreitt, og sýndist sitt hverjum. Nefndín tók þá það ráð í desember að efna til skoðanakönnunar meðal lækna bréfleiðis. Svör bárust frá 24 læknum og voru flestir þvf hlynntir að hefja útgáfu blaðsins.Skýrt var frá þessum undirtektum á fundi í félaginu 20. janúar 1915 og var þá sam- þykkt að hefja útgáfu lækna- blaðs. Akveðið var, að 12 hefti skyldu koma á ári og árgangur- inn kosta 10 krónur. £ fyrstu ritstjóm voru kosnir Guðmund- ur Hannesson, Matthías Einars'- Son og Maggi Júl. Magnús. Litlu síðar kom svo út fyrsta tölublað Læknablaðsins, sem nú á sér 50 ár að baki. Læknablaðið fór myndarlega af stað. Fyrsti árgangurinn var tólf tölublöð, samtals 192 síð.jr lesmál, í sama broti og blaðið er enn í dag. Blaðið bjó lengi að fyrstu gerð og hefur telcið tiltölulega litlum breytingum allt fram á þennan dag. Það hefur jöfnum höndum birt fræðandi greinar og verið vett- vangur fyrir félagsmál lækna. Fyrsta áratuginn kom blaðið yfirleitt út tólf sinnum á ári, venjulega 192 bls. f árgangin- um. Arið 1923 var blaðið þó 252 bls. og var það met, sem Framhald á 9. siðu. Tímaritið Gangleri: Nýr ritstjóri og nýr búningur Í'MÍ -'V.'Í v ' - FRAMUNDAN ... RÍÐUR ÞÍN GLÆSILEG FRAMTÍÐ SEM FARÞEGAFLU6MAÐUR * Nýjar og fullkomnar kennsluflugvélar. * Flugkennarar með margra ára reynslu sem farþegaflugmenn. * Upplýsingar í síma 18-4-10, eða í flugskólanum á Reykjavíkurflugvelli. FLUGSKOLINN FLUGSÝN H. F. Tunglskot Ijósmyndað Austur-þýzkur prófessor,( Edgar Pensel að nafni, náði athyglisverðnm ljósmyndum hinn 13. mai í vor,. er sov- ézka tunglfarið, Luna V., lenti á mánanum. Auðvitað tókst honum ekki að festa á ljósmyndafilmuna sjálft tnngl- farið, en hinsvegar myndaðist rykskýiö sem þyrlaðist upp er Luna V. skall á yfirborði tunglsins ágætlega A neðstu myndinni, sem tekin var klukkan 20,15 og 24,7 sek. hinn 13. maí, sést rykskýið eins og það varð mest og stærst, 230 kílómetra langt og 30 km breitt. Þarna sést sá hluti tunglsins sem nefndur hefur verið Mare Nubium og einnig gígur sem kenndur er , víð Tycho Brahe (merktur ■ A). 1 miðju er mynd, sem tekin var tveimur mínútum : síðar, en þá hafði lögun skýs- ins breytzt og það ,færzt í [ vesturátt. Efsta myndin er ■ svo tekin fjórum mínútum j síðar en sú fyrsta — og þá j var skýið ekki sýniiegt leng- ■ ur. Minningarsjóbur vef na&arkennara ■ Stofnaður hefur verið minningarsjóður um Mar- gréti Bjamadóttur vefnað- arkennara á ísafirði, segir í frétt sem ÞjóÖviljanum hefur borizt frá Barna- vemdarfélagi ísafjarðar. Frú Margrét Bjarnadóttir var ættuð úr Eyjafirði, en var búsett á ísafirði um 20 ára skeið og andaðist þar hinn 3. marz 1963. í frétt Barnaverndarfélags ísafjarðar segir svo: Margrét heitin var mikil mannkostakona og vann hún mikið að mannúðar- og félags- málum hér í bæ. Hún var einn af stofnendum Barnaverndar- félags ísafjarðar, og formaður þess um nokkur ár, og þarvar hún aðalhvatamaður þess að félagið beitti sér fyrir stofnun dagheimilis barna á ísafirði, og vann hún mikið brautryðj- andastarf í þeim málum, og var sjálf forstöðukona þess fyrstu árin. Nú hefur félagið rekið dag- heimilið í 10 ár við miklar og sívaxandi vinsældir bæjarbúa. Við andlát Margrétar bárust . félaginu minningargjafir frá vandamönnum og vinum henn- ar og skyldi þeim varið til þess að styrkja börn, sem þörf hafa fyrir dvöl á dagheimilinu, vegna veikinda eða annarra örðugleika aðstandenda þeirra, og var það stofnfé að sjóði, sem félagið stofnaði, og heitir „Minningarsjóður Margrétar Bjarnadóttur" og var staðfest- ur af forseta íslands 4. sept. s.l. Sjóðurinn er nú um kr. 20.000,— og skipa stjóm hans: Ruth Tryggvason, Elín Áma- dóttir, Álfheiður Guðjónsdótt- ir, Guðrún Vigfúsdóttir og Kristín Bárðardóttir, allar bú- settar á ísafirði. Hinn 8. ágúst n.k. eru 50 ár liðin frá fæðingu Margrétar heitinnar. Ef gamlir nemendur Mar- grétar frá Húsmæðraskólan- um á Blönduósi eða ísafirði, eða aðrir vinir hennar vildu minnast hennar þann dag með einhverju framlagi í Minning- arsjóðinn, sem ber nafn henn- ar, og starfar að áhugamálum hinnar látnu, munu ofan- greindar konur í sjóðstjórninni fuslega veita því viðtöku. Kona óskast Konu vantar í eldhús Kleppsspítalans. Upplýsing- ar gefur matráðskonan í síma 38160, milli klukkan 13 og 16. Reykjavík, 3. ágúst 1965. Skrifstofa ríkisspítalanna. * t i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.