Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 7
Fúnmtudagur 5. ágtist 1965 >JÓÐVIt>JINN — SÍÐA •J Á RÁÐSTEFNU BÓKMENNTAMANNA í BELGRAD VAR RÆTT UM: SKOPUNARFRELSI TUNGUMÁLAMÚR- INN OG SAMVINNU ÞaS hlýtur að vera skemmti- legt að sjá kvæði eftir sjálf- an' sig á sjaldgæfri tungu. Eins og til að mynda serb- nesku. Því hefur Thor Vil- hjálmsson einmitt orðið fyrir: þar á borðinu liggur blaðið Knjizevne novine, gefið út í Belgrad og í því kvæðið Gröf Júlíu í Verónsborg eftir hann. Á þeim slóðum hefur Thor einmitt verið — sótti alþjóð- legan fund er Samband evr- ópskra rithöfunda stóð að, en Júgóslavar boðuðu til. Þangað var ritstjórum bók- menntatímarita og rithöfundum boðið til skrafs og ráðagerða um útgáfu menningarrita, kanna að hve miklu leyti þeir aettu sér sameiginleg vanda- mál svo og möguleika á sam- vinnu. Þessi fundur stóð í þrjá daga. Fs *■ yrst voru umræður nokkuð dræmar og virtist hörgull á vandamálum, segir Thor. Og þau sem fram komu virtust næsta ólík. Þarna korri til að mynda Austur-Þjóðverji og sagði að sig vantaði pappir; ég hugsaði til blaða hér heima fyrir — þau virðast benda til þess að okkar vandi sé fólginn í alltof mikilli pappírsgnægð. Þessi maður hafði líka aðrar merkilegar áhyggjur: honum þótti sitt tímarit (líklega Neue Deutsche Literatur) alltof voldugt og vildi gjarna hafa samkeppni. Scxvétmaður talaði og vor- kenndi þýðendum á Vestur- löndum að þeir fengju svo illa borgað fyrir sitt starf. Ég stóð þá upp og sagðist vorkenna þýðendum í Sovétríkjunum, og reyndar víðar eystra, að þeir þyrftu að þýða svo vondar bækur. En bæði ég og aðrir hefðu orðið fyrir þeirri reynslu að uppgötva í þessum löndum í glæsilegum útgáfum höfunda sem ekki njóta sérstakrar virð- ingar heima fyrir — meðan margir þeirra manna er miklu hærra ber eru látnir sitja á hakanum. Ekki þó öllum, vit- anlega, til að mynda gæti ís- lendingur þakkað verðskuldað- an sóma sem Halldóri Laxness er sýndur í þessum löndum. Ég vék líka að sósialrealist- iskum viðhorfum og var ekki sérlega hrifinn. “Sagði það væri skylda okkar, sem þarna væru staddir, að styðja að því að listamenn væru algjörlega frjálsir að vinna með þeim hætti er þeim hentaði. Og það væri hættulegt þegar mönnum væri safnað saman á skrifstofu til að segja listamönnum fyrir — ekki aðeins hættulegt lista-r mönnum og listum heldur og samfélaginu, sem ekki mætti missa af vitnisburði listamanna um það og frumeind þess, ein- staklinginn, á hverjum tíma. Það væri ekki hægt að neita sér um að nota þýðingarmikil mælitæki, þá væri voðinn vís. Um afleiðingar slíks athæfis hefðum við átakanleg dæmi úr nýlegri sögu. Antonionis. Ég spurði: hvers vegna ekki? Hann svaraði því til, að Antonioni væri drunga- legur, sjúklegur, en listin ætti að sameina fólk. Ég spurði: er ekki nauðsynlegt að kanna það fyrst hvað það er sem tor- veldar fólki að sameinast; það er ekki nóg að hrópa til fólks- ins og segja því að sameinast nú. Og þessa könnun gerir einmitt Antonioni; við höfum ekki ráð á að neita okkur um þesskonar list. Nú var sem loksins hefði fundizt eitthvert vandamál mönnum til geðshræringar. Upp spratt Sovétmaður og andmælti mér ákaft, sagði að það væri ekki gott að láta ir „Fundinn Godot“. Það kem- ur sem sé á daginn, að Godot er lítill bakari, flogaveikur og ætlar að bjarga mannkyninu, sem tekur þeim áformum auð- vitað mjög illa. Bulatovic er að vísu skammaður fyrir svart- sýni heima fyrir, en það gerir ekkert til. Það er svipað og hér heima: einhverntíma sagði e-r kennimaður í Hveragerði um mína fyrstu bók, að Thor Vilhjálmsson væri hinn eini sanni fulltrúi dauðans. Nú, unga fólkið er önnum kafið við sína abstraktlist og það er allt í lagi þótt Tito haldi ræðu gegn abstraktinu; þeim virðist vel til félaga Tito og eru ekki að erfa slikt við hann, þótt þeim þyki það ekki gott. 0, Thci" Vilhjálmsson. anna í sambandi við þýðingar. Og ættu stórar þjóðir að hafa úti njósnara til að þefa uppi höfunda sem vert væri að kynna — og það er einmitt tilvalið fyrir tímaritin að hafa forgöngu í að hjálpa rithöf- undum yfir þessa voðalegu múra tungumálanna. Undir þetta tóku margir góðir menn, stjórnmálamann þar í landi, Kardelj, sem lýsir skemmti- lega þeim menningarpólitísku viðhorfum sem þar virðast ríkja þótt þeim verði á stund- um í framkvæmdinni eins og réttarhöld yfir Mihaljof sýndu nýlega. Hann talar um nauð- syn frjálsræðis í listum og hvetur sinn flokk til að beita Spialloð við THOR VILHJÁLMSSON £ minntist á samtal við rússneskan listamann um kvik- myndir; hann sagði að ítalskar kvikmyndir væru mjög vin- sælar heima hjá sér, nema verk listamenn alveg frjálsa — þeir gætu til dæmis tekið upp á því að klæmast. Einnig var maður þessi svo seinheppinn að rugla saman Kafka og Cro- nin. Þessari tölu svöruðu tveir ágætir ítalskir höfundar, Vig- orelli og Toti og var ræða þeirra skilmerkileg og rökföst; ég man að Vigorelli fannst það mikið undur að hitta mann sem nefndi ofangreinda rit- höfunda í sömu andrá. Annars bárust menn víða í ræðum. Vestanmenn börðu sér vegna fjárhagslegra vandræða, það var talað um menningar- samskipti, vandamál litlu þjóð- þeirra á meðal hinir Júgó- slavnesku gestgjafar. Þa að var gott að tala við Júgóslafana, þeir voru frjáls- legir, opnir, hispurslausir. Þeim fannst þeir vera nokkuð inni- lokaðir bókmenntalega og báru við tungumálavandræðum; en hinsvegar virðast þeir fylgjast nokkuð vel með, og tímarit sem þeir sýndu okkur eru sum mjög nýtízkuleg að efni og útliti. Ég er hérna með fróðlegan ræðustúf eftir áhrifamikinn sér gegn „kenningum“ sem í nafni einhverskonar abstrakts skilnings á frelsi í raun og veru afnemi frelsi til sköpun- ar. Það verður ekki betur séð en að júgóslavneskir rithöf- undar séu frjálsir að skrifa eins og þeim þóknast — það sannar til að mynda maður eins og Bulatovic. Hann var þarna, einhver mestur hæfi- leikamaður af yngri höfund- um og þýddur mest á erlend mál þarlendra höfunda að Andric undanskildum. Hanri sagði mér frá leikriti sem hann hefur nýlega samið; það heit- 'g seint verður þessum mönnum nógsamlega hrósað fyxir gestrisni og alúð. Allt í einu var þarna kominn mað- ur að nafni Majstorovic, rit- höfundur, útvarpsmaður, höf- undur heimildarkvikmynda. Hann hafði víða farið og þá komið til íslands — þar hafði honum liðið svo vel að hann vildi síðan verða því landi og íslendingum þarfur í Júgó- slgvíu í hverju er hann gæti. Majstorovic hafði fylgzt með stórorrustum Friðriks Ólafsson- ar og haft af honum góð kynni; ennfremur var honum minnisstæður leiðangur sem hann fór með vélbát frá Hafn- arfirði, en á því skipi var vél- stjóri er svo fróður var og vel að sér að Majstorovic þótti furðulegt, og er það reyndar ekki í fyrsta sinn að íslenzkir sjómenn verða útlendingum mikið undrunarefni. Majstoro- vic bauð mér í skemmtilegt ferðalag um sveitir Serbíu og komum við meðal annars í brúðkaupsveizlu og kynntumst látlausri gestrisni og stórbrot- inni. Ljóðskáldið Mladenovic var helzt fyrir gestgjöfum, ég fór með honum og Sovétmönnum um Serbíu. í þeirri ferð kom- um við í gamalt klaustur í Sopokani og þar eru inni stór- kostlega áhrifamiklar freskur í býsanzstíl, dularfullur kraft- ur þeirra magnaður af ótrú- le^a sterkri kyrrð. Þar var kominn safnstjóri frá Frakk- landi í pílagrímsför: hér hafði hann fundið sína Mekka. Og fyrir utan héldu verkamenn hátíð með glasaglaumi og inn- blásnum ræðum og þjóðdöns- um við undirleik dragspils og tréflautu. Mladenovic er ekki aðeins kunnur maður fyrir ljóð sín — það glaðnaði yfir öllum er heyrðu nafn hans í þessum Thor — 1 ■5 : Bóksalinn hafnaði tortryggilegum frímerkjaviðskiptum íslenzkt handrít til sölu í Kaupmannahöfn I fornbókaverzlun í Kaupmannahöfn, Grönholt Pedersens Boghus, hefur íslenzkt pappír'handrit frá 18. öld verið á boð- stólum í meira en hálft ár, oj vill bóksalinn fá fyrir það 11.500 krónur danskar, eða rúmar 70 þúsund íslenzkar. Handritið er í tveimur bindum í fólíóstærð, samtals 736 síður. Það hefur að : geyma afrit af eddukvæðum, j og er ritarinn Halldór Bjarna- | son Vidalin Á titilsíðu hand- ritsins stendur skrifað með svörtu letri og gylltu: „Á þessa bók er skrifuð Edda Sæmundar Sigfússonar fróða sóknarprests að Odda í Rang- árvallasýsiu í Austfirðinga- fjórðungi sem deyði að Odda 1225“. I formála sem skrifað- ur er bæði á dönsku og ís- lenzku er greint þannig frá tildrögum handritsins að Árnj Magnússon hafí sjálfur gert afrit af konungsbók Eddu, en félagi hans og vinur Páll Jónsson Vídalín hafi gert annað afrit eftir afriti Áma og bætt við titilsíðu, efnjs- yfirliti og heitum kvæðanna. Handrit Halldórs er afrit af eftirriti Páls og var að því er segir í eftirmála á latínu skrifað har.da brezkum mannj Charles Bertram, en á honum eru sögð þau deili í auglýs- ingu dönsku bókaverzlunar- innar að hann hafi verið fornfræðingur og falsari („oldgransker og falskner“). Handritið hefur að geyma öll eddukvæði að Rígsþulu undanskilinní og auk þess Getspeki Heiðreks konungs. Það er prýðilega skráð og hefur varðveitzt óvenjulega vcl af íslenzku handriti að vera, enda verið geymt er- lendis frá upphafi og lítt not- að til lesturs. Það er skráð að Reykjum í Miðfirði 1762, Ritarinn Halldór Bjama- son Vídalín var sonur Bjama sýslumanns Halldórssonar á Þingeyrum og konu hans Hólmfríðar Pálsdóttur lög- manns Vídalíns, en þau höfðu í sínum fórum afrit Páls. Halldór varð síðar klaustur- haldari á Reynistað, faðir Reynistaðabræðra sem urðu úti á Kjalvegi 1780 með um 180 fjár eins og alkunnugt er. Fróðir menn tjáðu frétta- manni Þjóðviljans að verð það sem sett er upp fyrir handritið væri óhóflega hátt, enda mun það hafa verið á boðstólum í Bretlandi fyrir nokkru á mun lægra verði. Að sögn bóksalans liafa ýms- ir íslendingar litið á það, þar á meðal fulltrúi frá íslenzka sendiráðinu í Kaupmanná- höfn. Hann kvað einn íslend- m , StevíJYr’ "^jiLþi-Cu- Ij.t ýxnjar tl.V. Tljj ’þ.ívv ^vú^otoIjtuuv |cr oc ^cXjujult (tr ^tir- ^l'bo (íhx ÁuU. oc ögfc.<t /oXztr i rtJdno. ^Uþvr o*U " UiCít, w vvþ íúþtX ýoivgar fiX tovow. cv^ ftt' * IjUb Xgm-v kt fftof- kiv. rr toiv. vl'.Vv ^oba. lL(t.o QóiA'on. ÍUaVl. tftr lCCí fctXUt, cc "^cr þr. þur ftt [A Vftv[7ro.<.r . o.t íft'þft. Cr [- Or- vó jt'ovq, ec r.t þuftt tr.urv- vu[i. ftt 'Or.i .JiCvi, ftíurvOj Titilblað liandritsins og ein síða. ing hafa léð máls á að kaupa það. Kvaddi sá bóksalann til sin á hótelherbergi j Kaup- mannahöfn og vildi borga handritið mcj íslenzkum frí- mcrk.jum. Hafði hann í fór- um sinum safn óstimplaðra ís- lenzkra frímerk.ja sem námu að verðmæti 15 þúsundum danskra króna, en bóksalinn taldi sig ekki öldungis viss- an um að frímerkin væru vel fengin og vildi ekki ganga að kaupunum, Kvaðst bók- salinn nú senn myndu senda handritið á .alþjóðlega bóka- sýningu í Amsterdam og þar myndi það eiíaust seljast á svipstundu, en kærast hefði sér verið að það hefði kom- izt i hendur einhvers aðila á fslandi eða í Danmörku. SnaiBBBBEMi i i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.