Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J FLmmtudagur 5. ágúst 1965 73 miljaria kr. fjárveiting til stríðs USA í Vietnam Þúsundasta loftárásin á N-Vietnam síðan í febrúar, mikið mannfall Saigonhersins nálægt höfuðborginni WASHINGTON og SAIGON 4/8 — Johnson forseti fór þess á leit í dag við Bandaríkjaþing að það veitti 1.700 miljónir dollara (um 73 miljarða króna) til hernaðar Bandaríkjanna í Vietnam til viðbótar því fé sem það hef- ur áður veitt í því skyni. Satntímis gerði McNamara einni af nefndum öldungadeildar- innar grein fyrir því hvernig fénu yrði varið. Nokkur hluti greinargerðar hans hefur verið birtur og má m.a. af henni ráða að ætlunin sé að fjölga í banda- ríska hernum upp í rétt tæplega 3 miljónir manna fyrir júnílok næsta ár. Fjölgunin nemur um 346.000 mönnum, en McNamara tók fram að ekki væri aetlunin að senda þá alla til Vietnams. Maxwell Taylor hershöfðingi, sem nú hefur látið af starfi sendiherra í Saigon, ræddi í hálfa aðra klukkustund við Johnson forseta í dag og gerði honum grein fyrir gangi mála í Vietnam. Eftir fund þeirra sagði Taylor við blaðamenn að hann væri sannfærður um að Bandaríkin væru á réttri leið í Víetnam, en hann kvaðst þó ekki geta lofað neinu um að Banda- ríkin eða Saigonherinn ynnu ó- tvíræðan sigur á vígvöllunum þar. Malraux færír Mao boBskap de Gaulle PARÍS 4/8 — Menntamálaráð- herra frönsku stjómarinnar, , André Malraux, hefur fært Mao Tsetung, formanni kínversKra Ekki fundarfært á Færeyjaþingi ÞÓRSHÖFN 4/8 — Landsþing Færeyja er enn ekki ályktunar- fært af þvi að þingmenn stjórn- arandstöðunnar, sósíaldemókrata og Sambandsflokksins, mættu heldur ekki á fundi í dag, en þrír af þingmönnum Þjóðveldis- flokksins eru fjarverandi. Þing- ið hefur enn ekki tekið gild kjörbréf varamanna þeirra. Ástæðan fyrir fjarveru þing- manna stjómarandstöðunnar er sú að í síðustu viku reyndu sós,- íaldemókratar að fá greidd at- kvæði um tillögu um að efna til kosninga í haust. Fellt var að leyfa atkvæðagreiðsluna, en má’- ið ekki á dagskrá og samkvæmt þingsköpum ekki leyfilegt að taka mál fyrir sem ekki er á dagskrá nema með sérstöku sam- þykki þingsins. BLED 4/8 — I gærkvöld fór átt- unda skák þeirra Tals og l,ar- sens í bið og er Tai sagður hafa heldur betra tafl. Það hafði hann einnig úr þeirri sjöundu sem fór í bið í fyrrakvöld. Báðar skáK- irnar átti að tefla í dag. kommúnista. og Líú Sjaosji for- seta bréf frá de Gaulle forseta. Malraux afhenti þeim bréfið a þriðjudag þegar hann ræddi við þá og aðra kínverska leið- toga í Peking í sjö klukkustund- ir. Sjú Enlæ forsætisráðherra og Sén Ji utanríkisráðherra voru einnig viðstaddir. Þetta er í fyrsta sinn á mörgum árum sem leiðtogar Kína ræðá svo lengi við háttsettan ráðamann af vest- urlöndum. Bandarískar flugvélar fóru í dag í þúsundustu árásarferð sína á skotmörk í Norður-Víetnam síðan loftárásir Bandaríkja- manna þar hófust í febrúar s.l. Langfleygar sprengjuþotur af B-52 gerð fóru áttundu árásar- ferð sína frá Guam á skotmörk í Suður-Vietnam. Skæruliðar létu enn allmikið til sín taka í nágrenni Saigons, réðust á ýmsar stöðvar Saigon- hersins þar og í einni þessari árás a.m.k. er mannfall hans sagt hafa verið mikið. Kveðnir voru upp í dag í Saig- qn dómar í máli 21 manns sem starfað hafa í samtökum sem óskað hafa eftir friðarsamning- um við Þjóðfrelsisfylknguna. Tveir voru dæmdir í tíu ára fangelsi, hinir fengu vægari dóma. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■£ Honum þóttí það leitt SAIGON 4/8 — Yfirmaður landgönguliðs bandarísíka flotans í Suður-Vietnam, Louis Walt, staðfesti í dag að hermenn hans hefðu drepið fjögur börn og eina konu í árás á þorp eitt við Danang á mánudag og sagði að sér hefði þótt þetta leiðinlegt, enda þótt ekki væri við menn hans að sakast. Blað sænskra sósíaldemókrata kallar Willy Brandt lygara Segir að hann hafi vísvitandi logið því að þeir styðji stefnu Bandaríkjamanna í Vietnamstríðinu STOKKHÓLMI 4/8 — Málgagn sænskra sósíaldemókrata, „Stockholms-Tidningen", fer í dag hörðum orðum um leið- toga vésturþýzkra sósíaldemókrata, Willy Brandt, borgar- stjóra Vestur-Berlínar, og sakar hann um að hafa logið um fund sem haldinn var á landsetri Erlanders forsætis- ráðherra í Harpsund, en þar voru saman komnir ýmsir helztu leiðtogar sósíaldemókrata í Evrópu. „Stockholms-Tidningen" sem sænska alþýðusambandið á vitn- ar í ummæli sem höfð voru eft- ir Brandt á blaðamannafundi í gjafinn í Harpsund, Tage Er- lander, hefur nú skýrt frá því að al-ls ekki hafi verið þar á það minnzt hvort Bandaríkjamenn hafi á réttu eða röngu að standa í Vietnam. — En sennilegt er að betur gengi að lægja það moldrok -^sern o'kkar furðulegi vestur- 'ýzki flokksvinur reynir að þyrla upp um afstöðu sænskra sósíaldemókrata í Vietnam-mál- inu ef Erlander forsætisráðherra tæki af skarið með því að halda sjálfur ræðu um Vietnam-málið, segir „Stockholms-Tidningen“. Sænska stjómin hefur ekki tekið beina afstöðu til stríðsins í Víetnam, segir fréttaritari NTB. En Erlander- vísaði i gær til ræðu sem Olof Palme, sem gegnir stöðu utanríkisráðherra hefði nýlega haldið í Gávle og kvað hann hafa túlkað sjónar- mið stjómarinnar. „Furðulegur flokksvinur‘‘ Bonn eftir fundinn í Harpsund um síðustu helgi, en þar hafði hann sagt að fundarmenn hefðu lýst miklum skilningi á stefnu Bandaríkjanna í Vietnam. — Það er greinilegt að herra Brandt fer með lygi af ein- nverri ástæðu sem á rætur sínar í pólitísku ástandi í Vestur- Þýzkalandi, segir blaðið. Gest- AtkvæðagreiSsla um traust á stjórn Novasar er í dag Talið áreiðanlegt að þingið lýsi vantrausti á hana, harðar umræður og mikill mannfjöldi við þinghúsið Palme sagði að það væri fá- sinna að ætla að hægt væri að svara kröfu um félagslegt rétt- læti með vopnavaldi. Það er of- ætlun að hægt sé að vinna trúnað manna með loforðum um að verja fyrir þá frelsi sem þeir hafi í ra-uninni aldreí kynnzt. Erlander var spurður hvo;rt svo gætj farið að talin yrði ástæða til að Norðurlönd gæfu út sameiginlega yfirlýsingu um Vietnam-málið. Hann kvaðst ekkert vilja um það segja, en ef til þess kæmi ætti sú yfirlýs- ing að koma frá fundi utanrík- isráðherra Norðurlanda sem haldinn verður í Osló í lok þessa mánaðar. Skógareldarnir í Frakklandi réna LE LAVANDOU 4/8 — Skógar- eldarnir sem hafa geisað síðustu þrjá daga við Miðjarðarhafs- strönd Frakklands, orðið tveimur mönnum að bana og valdið geysi- miklu tjóni, virtust í dag vera í rénun og vonir til þess að tak- ast myndi að slökkva þá alveg. Skrifstofumaður óskast. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og/eða starfsreynslu sendist sem fyrst. Skipaútg-erð ríkisins. AÞENU 4/8 — Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman við þinghúsið í Aþenu í kvöld þegar fundur hófst þar að nýju. Búizt hafði verið við því að honum myndi ljúka með atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu til stjómar Novasar, en horfur voru á því í kvöld að atkvæði yrðu fyrst greidd á morgun, fimmtudag. Vopnað lögreglulið var á verði umhverfis þinghúsið og kon- ungshöllina og brynbílar, slökkvi- Nýkomið mikið os fjölbreytt úrva! af flugvéla-. skipa- og bílamódelum frá Lindberg Kornið op skoðið úrvalið er mest. frístundabOðin Hvprfisoötu 59 AAolskinnsbuxur Nr 8 ti! 18 Svartar vænar og dranplitaðar. GAIXAmTXTTF allar stærðir. Danskir BÍTILSJAKKAR nr 4 til 16 - PÓSTSENDUM Verzlun Ó.L Tradarkotssundi 3 (mót) bílar og táragassprengjur voru til taks ef á þyrfti að halda. Mannfjöldinn við þinghúsið hrópaði nafn Papandreous, fyrr- verandi forsætisráðherra, og vigorð eins og „lýðræði“ og „niður með fasismann“. Vantraust nær víst Fréttaritarar telja nær alveg Stefnt fyrir að ófrægja Dag H. STOKKHÓLMI 4/8 . — Bróðir Dags Hammarskjölds, hefur á- kveðið að stefna tveimur sænsk- um blöðum „Idun/Veckojournal- en“ og „Sydsvenska Dagbladet“ fyrir að birta greinar sem eru til þess fallnar að ófrægja minn- ingu bróður hans. í r-einunum sem byggðu á staðhæfingum bandarísks rits, „Fact“, var þvf haldið fram að Hammarskjöld hefði bæði verið kynvilltur og geðbilaður og dauða hans hefði borið að með þeim hætti að hann hefði komið fyrir tíma- sprengju í flugvélinni sem hann fórst með. víst að þingið muni fella trausts- yfirlýsinguna. Á því eiga sæti 300 fulltrúar, og af þeim hafa 143 Miðflokksmenn skuldbund- ið sig til að styðja Papandreou gegn Novas, auk 22 þingmanna vinstri flokksins EDA. Ásakar *konung Papandreou ítrekaði fyrr í dag ásakanir sínar á hendur Konstantín konungi fyrir að eiga sök á stjórnmálaöngþveit- inu Konungur braut gegn stjórn- arskránni þegar hann neyddi mig til að segja af mér, sagði hann og bætt; við að hann myndi ekki láta sj.á sig í þing- salnum fyrr en honum hefði aftur verið falið embætti for- sætisráðherra. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI t SURETY yinsœlcKfir <kartaripir jóhannes skólavörðustíq 7 V t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.