Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 8
3 SlÐA — ÞJÖ0VTLJINN — Fimmtudagur 5.' ágúst 1965 t # Hittumst glöð í Herjólfsdal • Nú er hafinn margháttaður undirhúningur í Eyjum til þess að gera þjóðhátíðina, sem haldin verður um næstu helgi sem glæsi- legasta úr garði. Án efa munu meginlandsbúar flykkjast þangað eins og endra nær. Hvort þeir fara fljúgandi eða með skipi, vit- um við ekki, en hins vegar héfur Eyjaflug komið upp þessu helj- armikla skilti við Miklubraut, þar sem menn eru hvattir bæði í óbundnu og bundnu máli til þess að taka sér far með þeim á þjóðhátíðina. (Ljósm. Þjóðv. S. S.) I \ útvarpið • Magmús Asgeirsison ' • Það er merkilegur þáttur Raddir skáldfe og þar gerast ákaflega stócar sveiflur frá einni viku tii' annarrar: upp í myndarlegar thæðir og niður á endalausar fSatneskjur hvers- dagsleikans. í kvöld er mætavel að okk- ur búið: kynntur er Magnús Ásgeirsson og; lesendur eru yfirleitt mætustu menn. Það er máske óþarft að taka sér í munn orð eiins og „kynnt- ur“ því ef nokkur íslenzkur frömuður ljóðlistar er vel þekktur með þjóðinni þá er það einmitt þessi ágæti snill- ingur — góðu heilli. Það verð- ur erfitt að benda á mann sem hefur gerti jafn mikið til þess og Magnús ;að víkka sjón- deildarhring okkar, jafnt upp- vaxandi skálda og bókfúsra sveitapilta og fiskistráka. Því má slá föstu, að í vegavinnu og fiskaðgerð er ekki vitnað í annan kveðskap meir en ljóðþýðingar Magnúsar — og svo heimsádeilukvæði Steins Steinarrs. Aftur á móti mun Einar Benediktsson ofitar bera á góma þegar trompásar við- skiptalífsins sitja við glasa- glaum. A dagskránni er einnig kristilegt erindi. Magnús Ásgeirsson. Fimmtudagur 5. ágúst. 13.00 Eydís Eyþórsdóttir stj. óskalagaþætti fyrir sjómenn. 15.00 Miðdegisútvarp. Karlakór Reykjavíkur syngur. Söngstj. Páll ísólfsson. Karlakórinn Geysir syngur. Söngstj. Ingi- mundur Árnas. Suisse Rom- ande hljómsv. leikur sinfón- fóníu nr. 29 (K201) eftir Mo- zart; Maag stj. Hepzibah Menuhin og Amadeuskvart- ettinn leika „Silungakvinett- inn“ eftir Schubert. Kon- ungl. Filharm. í Lundúnum leikur „Yfir um hæðir og eitthvað langt í burt“, hljóm- sveitarverk eftir Delius; Beee- ham stj. Glaudio Arrau leik- ur píanóetýður eftir Chopin. 16.30 Síðdegisútvarp. Kostelan- etz stjórnar flutningi á lög- um eftir Cole Porter, Konya, Alexander, Martinie, Wern- er Múller, Nat Pierce kvint- ettinn, og Hljómsveit Norr- ies Paramors leika og syngja. 18.30 Danshljómsveitir leika. 20.00 Daglegt mál. 20.05 Hörpuleikur: Nicanor Zabaleta leikur verk eftir Spohr, Faure og Albeniz. 20.25 Raddir skálda : Mágnús Ásgeirsson. Flytjendur: Jó- hann Hjálmarsson, Jóhannes úr Kötlum, Jón úr Vör, Ósk- ar Halldórsson og Thor Vil- hjálmsson. Einar Bragi hef- ur umsjón með höndum. 21.10 „Det Norske Solistkor" syngur lög eftir Nystedt, Grieg og Kjerulf, svo og norsk þjóðlög. Söngstj. Knut Nystedt. 21.35 Saman stöndum vér. Sr. Helgi Tryggvason flytur er- indi um samband kirkju og skóla. 22.10 Kvöldsagan „Pan“. 22.40 Djassþáttur í umsjá Ólafs Stephensens. 23.10 Dagskrárlok. • Menntskællng- ar þurfa engu að kvíða • Tíminn ræðir við hinn nýja rektor Menntaskólans við Lækjargötu: — Nokkuð nýtt, sem þér ætlið að fitja upp á? — Uss, nei, ekkert svoleiðis. Ég má ekkert vera að þessu, ég er að lakkbera hurðimar hjá mér- • Við mælum með . . . . f dag mælum við með myndinni Gertrud, sem sýnd er í Bæj- arbíói í Hafnarfirði. — Mynd þessi er gerð af frægasta kvik- myndaleikstjóra Dana, Carl Dreyer, eftir samnefndu leikriti sænska skáldsins Hjalmars Söderbergs. Myndin hefur hlotið mjög góða dóma á hinum Norðurlöndunum. • Brúðkaup • Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðríður Jóna Jónsdóttir og Úlfar Þor- móðsson. Heimili þeirra verð- ur að Reynimel 35. (Studio Guðmundar). • Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Ágústa M. Waage og Jóhann Sigurjóns- son. Heimili þeirra er að Langholtsvegi 151. (Studio Guðmundar). hafði mætur á sterklitum Hík- um, rödd hennar var há og hvöss. Skáldið Max Jakob bjó í öðrum enda Parísar, á Mont- martre, hann kom á daginn sportbúinn með skjannahvítar ermalíningar og einglyrni. Indí- áni með fjaðrir í hárinu sýndi viðstöddum pastelmyndir sínar. Myndhöggvarinn Zadkine kom í samfesting, og fylgdi honum geysistór hundur, frægur að geðvonzku. Fyrirsætan Margot klæddi sig úr að vana; ein- hverju sinni sagði hún mér, að draumur sinn væri að verða drottning; mig furðaði á þessu, en hún útskýrði málið: „Fífl ertu. Alla langar til að nauðga drottningu." Kremegne og Soutine sáttu undantekningar- laust í dimmasta horninu. Soutine var skelfdur og syfj- aður á svipinn; hann virtist nývakinn, og hafði ekki haft tíma til að þvo sér og raka sig; hann hafði augu ofsótts dýrs, máske af því að hann var hungraður. Enginn gaf honum gaum. Var hægt að i- mynda sér, að söfn heimsins myndu berjast um myndir þessa vesældarlega unglings frá Smilovitsji? Þegar ég nú minnist á út- lit Rotondugesta, hlýt ég að viðurkenna, að ég var ekki eftirbátur annarra. Þegar á Closere de Lilas tímanum lei.t ég fáránlega út. Kona Alexei Tolstojs minnist þess, að hann sendi mér póstkort á kaffi- húsið, og 1 stað nafns síns skrifaði hann: „Au monsieur mal coiffé" — „Herranum illa greidda“, og póstkortið komst til skila. En á Rotondu varð ég að fullkomnum villimanni. Max Volosjín segir í blaðagrein árið 1916 frá „veiklulegum, illa rökuðum manni, axlaslöppum og hjólbeinóttum, með langt og strítt hár, sem hangir í furðu- legum lokkum niður undan flókahatti, sem stendur bí- sperrtur út í loftið einsog mið- aldastromphúfa". Max full- yrti að þegar ég sæist í öðr- um hverfum Parísar „vekti það óró og kurr meðal vegfarenda. Svipuð áhrif hljóta hinir sín- ísku heimspekingar að hafa haft á götum Aþenu, eða þeir kristnu meinlætamenn á göt- um Alexandríu“. Fastagestir Rotondu voru ó- þekktir utan veggja hennar. En Picasso var þegar þekktur maður, stundum var skrifað um hann í blöðin. Líbun var sagt, að „rússneski greifinn Chouquin" (Sjúkín) keypti myndir af Pablo, og hann heils- aði með lotningu: „Góðan dag- inn herra Picasso". Pablo bjó á Montmartre, flutti síðan yfir á Montpam- asse, leigði sér vinnustofu skammt frá Rotondu. Ég sá hann aldrei drukkinn. Hann var unglingur í sjón, hafði gaman að strákapörum. Ein- hverju sinni kom hann með Diego, sagði að þeir hefðu sungið undir glugganum hjá Apollinaire serenöðuna „Mére de Guillaume Apollinaire". Það útleggst „móðir Apollina- ires“, en á frönsku, lætur þetta ekki beinlínis ljúflega í eyrum. Apoilinaire leit öðru hvoru inn; ég þýddi ljóð hans og mér fannst þá þegar orðinn sígildur höfundur. Hann var líka mesti æringi; stakk upp á því að skrifa misteríu um höggorminn, eplið og Picasso: Pablo gat ekki þolað að heyra höggorm nefndan, enda hjá- trúarfullur Spánverji. Ég sagði við Rivera: „Apoliinaire er Hugo, Púsjkín“. Hann skrifar: „Hinn Ijúfi. Pan. Ástin, og Krist. ur eru dáin. Kettirnir mjálma dapurlega. Og ég get ekki var- izt gráti. . .“ Diego svaraði: „Þetta kemur til af því, að Apollinaire er Frakki, þ.e.a.s. hann er Pólverji, en yrkir á frönsku." Oftar en einu sinni hét ég því, að skrifa aldrei orð á frönsku. En auðvitað mat ég kvæði Apollinaires rangt: hann var maður nýrrar aldar, en dálítið púðraður af silfur- ryki gamalla vega Evrópu. Lífið á Rotondu var fremur viðburðalítið; öðru hvoru gerðust atburðir, sem talað var um í nokkra daga. Kisling og Gottlieb háðu einvígi, einn einvígisvotta var Diego, blaða- menn þefuðu þetta atvik upp og einn dag skrifuðu öll blöð um Rotondu. Meðal gestanna voru margir Skandinavar, Li- bion keypti handa þeim er- lend blöð. Svíar drukku manna mest, og voru því fyrirmynd- ar viðskiptavinir. Ég man að hjá mér sat sænskur málari; öðru hvoru pantaði hann tvö- faldan konjak, — það var kom- inn stafli af undirskálum á borðið. Konjakið truflaði hánn ekki við lestur Svenska Dag- bladet, sem huldí andlit hans. Allt í einu datt blaðið, — Sví- inn hafði gefið upp andann. Lögreglap kom, við gengum þegjandi heim. Spánverji nokk- ur, heljarrumur, varð einhverju sinni óður, þreif maramaraborð og veifaði því í kringum sig, æpti, að nú skyldi hann drepa alla viðstadda, því hann hefði viðbjóð á þessu lífi. Við hörf- uðum undan að disknum. Li- bion hélt fast við þá megin- reglu, að kalla aldrei á lög- regluna. Spánverjinn fór allt í einu að brosa, setti niður borð- ið og sagði: „Nú getum við skáiað fyrir næsta lífi“. . Rotonda var samt sem áð- ur ekki nein Babýlon, heldur kaffihús. Þar áttu eigendur sýningarsala stefnumót við listamenn, Irar rökræddu hvernig þeir gætu komið Eng- lendingum fyrir, skákmenn sátu furðulengi yfir tafli. 1 árslok 1914 kom bróðir Modigliani, þingmaður og sósí- alisti, frá Ítalíu til Parísar. Giuseppe Modigliani var and- vígur þátttöku ítaliu í styrj- öldinni, á Rotondu átti hann stefnumót við J. O. Martof og P. L. La.pinski. Sagt var, að það hefði fengið mikið á hann, að sjá bróður sinn vifi sínu fjær, og kenndi hann um slæmum félagsskap á Rotondu. Rotonda gat samt sem áður ekki svipt neinn mann sálarró, hún dró aðeins til sín þá menn, er rósemd voru sviptir hvort eð var. Blaðamennirnir vissu ekki um hvað við töluðum; stund- um lýstu þeir slagsmálum, ^drykkjum, sjálfsmorðum. Af Rotondu fór æ verra orð. Á stríðsárunum sá ég unga, hæ- verska konu sitja við næsta borð, það var fljótséð, að hún hafði af tilviljun lent á Mont- parnasse. Hún ávarpaði mig feimin; það kom á daginn að hún var hattasaumakona frá Poitiers, var á stuttri ferð til Parísar og langaði til að kynh- ast lífi listamanna. Ég útskýrði fyrir henni, að ég væri ekki listamaður heldur rússneskt skáld. Það fannst henni þeim mun rómantískara. Hún fylgdi mér að hótelinu og bað um leyfi til að sjá, hvernig ég byggi. 1 þann tíma hugsaði eg öllum stundum um listakon- una Chantat, og ég svaraöi þurrlega, að ég þyrfti að vinna. „Þér skulið vinna, bara að ég mætti sitja og láta ekki á mér bera“. Henni fannst hræðileg óreiða í herberginu og tók til, náði í götuga sokka úr skápn- um, stoppaði þá, festi tölur á skyrtur og fór ánægð, því nú hafði hún kynnzt bóhemalífi. En ég sat í köldu herberginu og orti ljóð: „1 kjötbúðinni dottuðu svínshausar, fölir eins og dömur, dapurleiki draup úr dauðum augum á tárvotan marmara. Ef þú vilt, skal ég gefa þér farséraðan gölt eða konfektkassa með mynd af dómkirkjunni í Rheims“. Ég segi frá Rotondu og minn- ist ósjálfrátt skringlegra at- vika; en í reynd var allt miklu alvarlegra, dapurlegra. A kvöldin teiknaði Modigliani andlitsmyndir í kaffihúsinu, stundum tuttugu mjmdir í lotu. En það var ekki þess- vegna að hann varð Modigliani, Við unnum ekki í Rotondu, heldur í óupphituðum vinnu- stofum, skítugum mubluher- bergjum, sem kölluð voru gistihjás. Við komum f Rot- ondu, af því að við hneigð- umst hver að öðrum. Hneyksli freiðsfuðu okkar ekki; við vild- um vera saman vegna þess, að við fundum við vorum öll í sameiginlegum vanda. Ég mun skrifa um Pioasso, Modigliani, Léger, Rivera. N'i vildi ég hlaupa fljótt yfir sögu, reyna að gera grein fyrir því, hvað þá kom fyrir okkur og þá list, sem við lifðum og hrærðuTpst í. Itölsku fútúristarnir lögðu.til að listasöfn yrðu brennd. Mod> gliani neitaði að skrifa undú ávarp þeirra, hann dr. enga dul á ást sína til hinna gömlu meistara Toscana. Picasso tal- aði með aðdéun ýmist um Greco eða Coya eða Velasquez. Max Jacob las mér kvæði Rutebeufs. Enginn okkar af- neitaði h!nni gömlu list; en oft hugsuðum við með sárs- auka um það, hvort list væri yfirleitt nauðsynleg á okkar tímum, þótt sjálfir gætum við ekki lifað daglangt án hennar. I Rotondu söfnuðust ekki saman • fylgjendur ákveðinnar stefnu, ekki boðberar nýrjasta „ismans“ það er ekkert sam- eiginlegt með hinum burra, litfáa kúbisma, sem Rivera fékkst þá við, og Ijóðrænum myndum Modiglianis, það er ekkert sameiginiegt með Léger og Soutine. Síðan fundu list- fræðingar upp vörumerkið .,Parísarskólinn“, réttara væri víst að isegja hinn hræðilegi skóli lífsins, en á hann geng- um við í París. Sú bylting, sem impressjón- istarnir og Cézanne gerðu, tak- markaðist við myndlist. Man- et var í lífi sinu ekki upp- reisnarmaður heldur sam- kvæmismaður. Cézanne sá að- eins náttúruna, léreftið, litinn. Þegar Frakkland sauð og vail á dögum Dreyfusmálsins, gat hann ekki skilið, hvernig gam- all féiagi hans. Zola, gat feng- izt við aðra eins smámuni. Uppreisn málara og skálda, sem þeim voru skyldir á ár- unum fyrir fyrri heimsstyrjöld var annars eðlis, hún beindi<5t ekki aðeins gegn fagurfræði- legum frumreglum heldur og gegn þjóðfélaginu, sem við lifðum í. Rotaonda minnt.i ekki á ■ lastabæli heldur á jarð- skjálftaahugunarstöð, þar sem menn mæla sveiflur, sem aðr- ir finna ekki fvrir. Líklega i < i 4 k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.