Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Rmmtudagur 5. ágúst »65 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (ab). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. FriðþjófSson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóliannesson. Ritstjóra, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Ranglæti staðfest .) (^jkat'taálögumar á síðasta ári komu eins og reið- arslag yfir almenning. Stjömarvöldin höfðu heitið því og haft um það stór orð að nú yrðu á- lögur lækkaðar, en raunin varð sú að gjöld lang- flestra launþega hækkuðu mjög tilfinnanlega og margfölduðust hjá ýmsum, þannig að margir komust í stórfelldan vanda síðari hluta árs. Reiði vegna ranglátrar skattheimtu hefur naumast fyrr orðið jafn almenn og eindregin, enda einkenndist málflutningur stjórnarvaldanna af stöðugu und- anhaldi í orði. En því miður hrökk undanhaldið ekki til þess að rangindin væru leiðrétt í verki. JJndrun manna og reiði er ekki jafn mikil í ár af þeirri einföldu ástæðu að hneykslisálögurn- ar í fyrra em nú notaðar til samanburðar, og mið- að við áföllin í fyrra eru breytingarnar nú minni í sniðum; sumir hafa jafnvel fengið lægri gjöld vegna þess að útsvarsokrið í fyrra kemur nú til frádráttar þótt sú lækkun komi mönnum raunar afiur í koll á næsta ári. Engu að síður eru álög- urnar á þessu ári staðfesting á ranglæíi síðasta áus- i"*öllum meginatriðum; þær breytingar sem gerðar voru á alþingi í vor með auknum persónu- frádrætti og breyttum gjaldstiga voru svo smá- ar í sniðum að í þeim er fólgin næsta takmörk- uð leiðrétting. (^kattaálögumar hér á landi eru fyrst og fremst ámælisverðar fyrir það hversu misja’fnlega þær koma niður á þegnana. Það hefur verið eitt meg- inatriði í stefnu viðreisnarstjómarinnar að hlífa auðfélögum og atvinnurekendum, og hlutur þeirra í gjaldabyrðinni hefur sífellt farið minnkandi á undanförnum árum. Það er launafólkið sem fyrst og fremst stendur undir gjöldum til ríkis og bæj- arfélaga, og mun raunar vera leitun í öðru þjóð- félagi í víðri veröld þar sem hluíföllin eru ja’fn óhagstæð launþegum og hér. Auk þessarar stefnu stjómarvaldanna er það enn látið viðgangast að ýmsir þeir sem stunda atvinnurekstur ’falsi fram- töl sín svo gróflega að engum fá dulizt málavext- ir. Einnig í ár má benda á fjölmörg dæmi þess að verkamenn beri hærri gjöld en vellauðugir at- vinnurekendur þeirra. í ofanálag er það alkunna að enn eru mjög mikil brögð að því að stolið sé undan söluskatti, þannig að almenningur greiðir ekki aðeins gjöld sín til ríkis og bæjarfélaga held- ur og 'til fjárplógsmanna sem stunda skattþjófn- að. Vonir stóðu til að stofnun skattalögreglu drægi eithvað úr þessari iðju, en ekki sér þess enn mik- il merki. géu viðbrögð almennings við þessari rangsleitni daufari nú en í fyrra er það aðeins til marks um það að fólk venst ósómanum. Skyldu menn þó minnast þess að um leið og þeir. sætta sig við ranga stefnu eru þeir að bjóða heim auknu rang- læti. — m. I>að er mikið undirbúningsverk, sem vinna þarf þessa dagana á þjóðhátíðarsvæðinu í Herj- ólfsdal. Hér sjást nokkrir Vestmannaeyingar vinna við uppsetningu hliðsins að hátíðarsvæðinu. Þjóðhátíð undsrbáin í Vestmannaeyjum Eins og vejijulega á þessum tíma eru margar hendur á lofti við undirbúning að hinni ár- legu þjóðhátíð Vestmannaey- inga, en þeir Eyjaskeggjar halda sína eigin þjóðhátíð og hafa gert svo síðan 1874, að þeir komust ekki til lands á þjóðhátíðina. Að þessu sínni standa há- tíðarhöldin dagana 6.,7. og 8. ágúst. Knattspymufélagið TÝR sér um þau og hafa félags- menn unnið ötullega undan- farnar vikur að undirbúningi öllum. Fæstir þeir, sem komið hafa á þjóðhátíð þeirra Eyjabúa gleyma þeim dögum nokkru sinni, og alltaf þegar flugfé- lögin hefja auglýsingaherferð- ir sínar, kemur einhver fiðr- ingur í líkamann og mann fer að langa á þjóðhátíð. En fólkið sem flatmagar sig í græntun hlíðum Herjólfsdais grunar fæst, þegar það lítur yfir fegurð dalsins, alla ljósa-^ dýrðina, söluhús, danspalia o.s.frv. að hér hefur á fáum dögum verið unnið, tja, allt að því kraftaverk. Þar, sem fyrir nokkrum. dögum voru berar steinflatir, eru nú risin upp fagurlega skreytt söluhús, leiksvið, og gamall nótabátur er orðinn að prúðbúnu vík- ingaskipi. Okkur datt í hug að ekki væri úr vegi að hafa nánari fréttir af undirbúningi þessar- arar stærstu útisamkomu þeirra Eyjaskeggja. Við höfum tal af •Hermanni Einarssyni, sem er framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar. „Jú, undirbúningur gengur vel og senn lokið“. „Já, allir sem vilja fá að taka þátt í að mála og skreyta". „Við vitum það ekki ná- kvæmlega, en gerum ráð fyrir 5—6000 manns í dalinn, börn og gamalmenni fá auðvitað frían aðgang sem vanalega". „Nýjungar eru þær helztar, að hátíðarsvæðið verður allt með forn-íslenzkum blæ. Mikið um víkingaveifur, drekahausa, þar er og víkingaskip o.fl. þesshátt- ar. Þá viljum við sérstaklega taka það fram, að á hátíðar- svæðinu verður hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum með tjald, þar sem þeir hafa sjúkra hjálp svo og munavörzlu fyrir fólk. Einnig verður læknir að staðaldri inn í dal“. „Veðrið? jú það verður af-' bragð“. Síðan náðum við f Magnús Magnússon, sem stjórnar lita- vali og skreytingarliðinu. iJðalurinn er alltaf fallegur, þarf ekki okkar skraut til þess“. „Já, fram að þjóðhátíð; þetta. er okkar þjóðhátíð þá tekur fólkið við og getur stemmn- ingu í dalinn. — Þetta cr aðeins ramminn, sem við smíð- um“. „Jái hér eru allir sjálfboða- liðar“. „Veðrið, veðrið er þegar ákveðið, — mjög gott“. II.M. Bankaræningjar fundnir GAUTABORG 3/8 — Það er nú komið á daginn að náungar þeir sem frömdu bankarán í Gauta- borg í síðustu viku voru Ung- verjar sem fengið höfðu griða- stað í Svíþjóð sem „pólitískir flóttamenn“. Þeir voru þrír saman um ránið en hafa allir verið handteknir. ' 49 Urval af bílum - URVALSBILUM ÞÉR getið váliö úr 4 gerðum af Opef Kadett: Kadett fólksbíllinn með 46 ha vél, fjórskiptán gírkassa, þægileg skálarlaga framsæti, sparneytinn, rúmgóður og lipur. Kadett ”1” Deluxe-bíÚinn með alla Kadett eiginleika og auk þess 24 atriði til þæg- in.da og prýði, s. s. rafmagnsklukku, vindiakveikjara, teppi, hjóidiska ..... Kadett Coupé, sportbíllinn með 54 ha. véf, útlitseinkenni sportbíla og deluxe útbúnað. Caravan 1000,'station bíllinn fyrir .a) 2 farþega og 50 rúmfet af farangri b) 4-5 far- þega og stóra farangursgeymslu c) 6-7 farþega (með barnasæti aftast). Auk þessa má velja úr litum, litasamsetningum og fjölda aukahluta til þæginda og prýöí. Hringið, komið, skrifið, • við veitum allar upplýsingar. ÁRMÚLA 3, SÍMI 38900. t 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.